Morgunblaðið - 16.11.1991, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NOVEMBER 1991
33
Björg K. Erlends-
dóttir — Minning
Fædd 4. júlí 1899
Dáin 4. nóvember 1991
Langþráð ósk mömmu hefur nú
ræst, guð er búir.n að taka hana
til sín. Bogga, eins og hún var
oftast kölluð, var fædd á Blöndu-
ósi 4. júlí 1899, dóttir Guðrúnar
Helgadóttur og Erlendar Bjorns-
sonar. Á Blönduósi ólst hún upp
hjá foreldrum sínum ásamt tveim-
ur systkinum. Bróðir hennar lést
ungur að árum, en systir hennar,
Erlendína lést árið 1989. Vorið sem
hún fermdist var hún send í vist
til vandalausra. Eins og þá var
algengt varð fólk að fara að vinna
fyrir sér svo fljótt sem það gat.
Ári seinna missti hún móður sína
og verður eftir það að sjá um sig
að öllu leyti sjálf, en pabbi hennar
hefur yngri systur hennar hjá sér.
Mamma er vinnukona á ýmsum
sveitabæjum og alls staðar er henni
hælt fyrir trúmennsku við hús-
bændur sína. Þegar hún er tvítug
fær hún illt í bakið og að læknis-
ráði fer hún til Akureyrar sér til
lækninga. En til þess þurfti
mamma peninga sem hún átti ekki
til, svo hún verður að taka lán, sem
hún er svo næstu árin á eftir að
greiða. Þá voru laun vinnufólks
aðallega fæði og nauðsynleg föt,
en lítið gi-eitt í peningum. Mamma
lét alla þá peninga sem hún fékk,
til að greiða skuldina, því ekki
mátti hún til þess hugsa að þiggja
af sveit eins og þá var sagt.
Þann 15. apríl 1928 giftist hún
Sigurfinni Jakobssyni og bjuggu
þau fyrst á Kornsá í Vatnsdal.
Vorið 1933 fluttu þau að Hurðar-
baki á Ásum, fyrst sem leigjendur,
en seinna sem eigendur jarðarinnar
og voru þau alltaf kennd við þann
bæ. Eignuðust þau 5 börn, þau
eru: Siguriaug f. 1929, Óskar f.
1931, Björn f. 1933 d. 1987, Jakob
f. 1935 d. 1966 ogGuðrún f. 1937.
Barnabömin urðu 11, en eitt þeirra
er nú látið og barnabarnabörnin
eru orðin 14.
Mamma var ein af þessum kon-
Minning:
Guðmundur Grímsson
Það var með einstakri hógværð
og látleysi sem Guðmundur mætti
mér þegar leiðir okkar lágu fyrst
saman haustið 1987. Ég naut þess
ósjaldan að fá að tylla mér við hlið-
ina á honum, draga að mér reykinn
úr vindlinum hans og finna hvernig
þreyta og erill dagsins leið úr mér.
Það var öryggi og einstök hlýja sem
fylgdi návist hans og ég var ekki
einn um að finna það, ég sá líka
hvernig aðrir gátu notið þess.
Mér fannst stundum eins og
GuðmUndi væri fremur ætlað að
fylgjast með okkur í erli dagsins
en að taka sjálfur þátt í honum,
þó var hann ætíð virkur í lífi og
starfi allt til þess að veikindin drógu
úr honum máttinn. Hann vann
lengst af hjá ÁTVR og naut þess
einnig að ferðast um og gerði mik-
ið af því. Hann átti það oft til að
fara fyrirvaralítið í Þórsmörk eins
og til þess að njóta þar mannlífsins
umvafinn hinni fegurstu náttúru.
Hann fór í langar gönguferðir um
bæinn og þegar fæturnir fóru að
gefa sig sat hann löngum stundum
við alfaraleið og horfði á fólk koma
og fara eins og hann ætti að gæta
þess.
Guðmundur skildi ekki eftir sig
veraldlega minnisvarða heldur
minningar um einstakan mann sem
eru mér afskaplega dýrmætar. Það
er fyrir þessar minningar, sem ég
vil þakka Guðmundi nú, þegar ég
þarf að kveðja.
Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson
um sem unnu störf sín í kyrrþey,
alltaf svo glöð og jákvæð á hveiju
sem gekk. Og ekki veiti af, þar
sem húsakostur var þröngur og
fjölskyldan stór, og oft úr litlu að
moða. Enda bjargaði það miklu að
mamma var einstaklega dugleg í
matargerð og gérði oft mikið úr
litlu. Eftir að við systkinin vorum
vaxinn úr grasi og sum farin að
heiman, fór mamma að taka börn
til sumardvalar og komu nokkur
þeirra mörg sumur, enda var
mamma þeim eins og sínum börn-
um kærleiksrík. Sum þessara
barna sem nú eru fullorðið fólk
hafa haldið sambandi við hana og
gladdi það mömmu alltaf þegar
eitthvert þeirra kom í heimsókn
og þá kannski með maka sína og
börn.
Foreldrar okkar flytja til
Reykjavíkur 1965 og búa þar í rúm
20 ár. Pabbi lést 1987, hafði þá
verið tvö ár á Héraðshælinu á
Blönduósi. Mamma var áfram í
íbúðinni sinni, þar til fyrir tveimur
árum að hún verður að fara á dval-
arheimili og þá er hún svo lánsöm
að komast á Blesastöðum á Skeið-
um. Þar fékk hún þá bestu umönn-
un sem hægt er að veita, og viljum
við systkinin þakka henni Ingi-
björgu Jóhannsdóttur, þeirri ein-
stöku konu fyrir alla hennar hlýju
og nærgætni við gömlu konuna,
einnig þakkir til alls starfsfólks á
Blesastöðum fyrir að annast
mömmu.
Við viljum ljúka þessum orðum
með bæn sem mamma hafði alltaf
yfir á kvöldin áður en hún fór að
sofa.
Kristur minn ég kalia á þig
komdu að rúmi mínu
gjörðu svo vel og geymdu mig
guð í skauti þínu.
Systkinin frá Hurðarbaki,
Guðrún, Oskar og Sigurlaug.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfúndar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra.
t
Móðir okkar,
er látin.
HRAFIMHILDUR EINARSDÓTTIR,
Hallkelsstaðahlíð,
Hnappadal,
Börn hinnar látnu.
t
Móðir mín og amma,
ÁSTA JÓHANNESDÓTTIR,
Hjarðarhaga 64,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 1. nóvember sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Johannes Briem, BjÖrn Briem.
t
Maðurinn minn,
SÆMUNDUR JÓN KRISTJÁNSSON
vélsmíðameistari,
andaðist í Landspítalanum 13. nóvember.
Aðalheiður Kolbeins.
t
ÞORKELLSKÚLASON
húsamíðameistari,
Hátúni 27,
lést fimmtudaginn 14. nóvember sl.
Bergþóra Gísladóttir,
Skúli Þorkelsson,
Guðrún Þorkelsdóttir,
Elin Þorkelsdóttir.
t
Elskuleg móðir mín,
ÁSA SIGURÐARDÓTTIR,
Öldrunarstofnun Flateyrar,
lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 15. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnlaugur P. Kristjánsson,
Flateyri.
t
Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur og börnum okkar
samúð og hlýhug vegna fráfalls
GUÐMUNDAR GRÍMSSONAR.
Bjarni Grímsson, Hanna María Gunnarsdóttir.
t
Við þökkum öllum, sem heiðruðu minningu móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
VALBORGARBENTSDÓTTUR.
Silja Sjöfn Eiríksdóttir,
'Edda Völva Eiríksdóttir, Friðrik Theodórsson,
Vésteinn Rúni Eiríksson, Harpa Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
FRIÐRIKKU KRISTÍNAR BENÓNÝSDÓTTUR,
Hvassaleiti 24.
Jón Ágústsson,
Kristján Ágústsson, Hjördís Jónsdóttir,
Guðmundur Ágústsson, Torfhildur Samúelsdóttir
og barnabörn.
t
Ég þakka alla vináttu og samúð vegna andláts eiginmanns míns,
ÞÓRS P. ÞORMAR,
Grýtubakka 6,
og þeim, er heiðruðu minningu hans.
Guð blessi ykkur öll.
Gróa Ingimundardóttir.
t
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BRYNHILDAR SNÆDAL JÓSEFSDÓTTUR.
Guðrún Karlsdóttir,
Ástriður Karlsdóttir, Rögnvaldur Þorleifsson,
Guðmundur Stefán Karlsson, Oddbjörg Kristjánsdóttir,
Hrafnhildur Snædal Ólafsdóttir, Ásgeir Torfason,
Hanna Ólafsdóttir Forrest,
Þröstur Ólafsson, Þórunn Klemenzdóttir,
Guðmundur Páll Olafsson, Ingunn Jakobsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
GUÐNÝJAR ÞORKELSDÓTTUR,
áður Blönduhlíð 3.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á öldrunardeild B-6, Borg-
arspítala, fyrir einstaklega góða umönnun síðustu ár hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Hallveig Halldórsdóttir, Guðjón Valgeirsson,
Sigurþór Þorgrímsson, Guðlaug Ólafsdóttir,
Guðríður Axelsdóttir, Friðrik Kárason
og börn.