Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 16.11.1991, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 KRAFTLYFTINGAR / HM I OREBRO . Ætlum á verðlaunapall - segja þremenningarnir Hjalti, Jón og og Guðni sem keppa á HM ÞRÍR íslendingar, Hjalti „Úrs- us” Árnason, Guðni Sigurjóns- son og ión Gunnarsson, verða á meðal keppenda á heims- meistaramótinu í kraftlyfting- um sem fram fer í Örebro í Svíþjóð um helgina. Þeir sögð- ust í samtali við Morgunblaðið vera bjartsýnir á góðan árang- ur og ætla að komast á verð- •***■ launapall. Þetta heimsmeistaramót er það fjölmennasta sem fram hefur farið hingað til. Alls verða 150 þátt- takendiir frá 30 þjóðum og eru Kínveþar nú með í fyrsta sinn. Jón Gunnarsson keppir í -100 kg flokki og hefur lyft mest 870 kg í samnlögðu. Guðni Sigurjónsson keppir í -110 kg flokki og hefur mest lyft 900 kg í samanlögðu og Hjalti Ámason í +125 kg flokki og hefur hann lyft 1.017 kg saman- lagt. Jón og Guðni keppa í dag, en Hjalti á morgun. Þetta er frumraun þeirra á HM, en hafa allir áður tekið þátt í Evr- ópumóti. Þeir sögðu að ef allt gengi að óskum ættu þeir allir möguleika á að komast á verðlaunapall. Þeir töldu þó að Jón Gunnarsson ætti mestu möguleikana. „Ég tel mig nokkuð öruggan með annað sætið og við skulum bara sjá til með gull- ið,” sagði Jón. Þeir þurfa að fjármagna ferðina sjálfir þar sem Kraftlyftingasam- - bandið er gjaldþrota. „Við höfum fengið styrki frá ýmsum fyrirtækj- um og svo hafa menn verið að heita y á okkur og hefur Sveinn bakari heitið því að greiða okkur 100 þús- und fyrir gullverðlaun,” sagði Hjalti. Heimsmótsfararnir (f.v.) Guðni Siguijónsson, Jón Gunnarsson og Hjalti Árnason. KNATTSPYRNA KSI fær 6 milljónir kr. frá UEFA um stöðum í Svíþjóð, Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og Norköpp- ing. Dregið verður í riðla 16. jan- úar í Gautaborg. Keppnin stendur yfir frá 10. til 26. júní 1992. KORFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Knattspyrnusamband íslands á von á 6 milljón króna ávísun frá Knattspyrnusambandi Evr- ópu, UEFA, fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni Iandsliða. Öll þátt- tökuliðin fá þessa upphæð, en lið- in sem komast í úrslitakeppnina fá hærri upphæð. Þau lið sem koma til með að leika til úrslita í keppninni í Sví- þjóð næsta sumar fá 2,5 milljónir punda, eða 255 milljónir ÍSK. Þau lið sem falla út í undanúrslitum fá 2 milljónirpunda, eða rúmlega 200 milljónir ISK. Hin liðin fjögur fá 1,6 mjlijónir punda, eða 164 milljónir ÍSK. Urslitakeppnin fer fram á íjór- ÍBK með fullt hús KEFLAVÍK hefur forystu í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar 6 umferðum er lokið, hefur unnið alla sína leiki. A fimmtudag vann ÍBK lið KR 55:37, eftir að staðan i hálfleik var 23:23. Á sama tíma stein- lágu íslands- og bikarmeistarar ÍS fyrir ÍR 35:62 og Haukar sigr- uðu UMFG 58:36. Lið KR stóð óvænt í sterku liði ÍBK en eftir að jafrit hafði verið í hálfleik tóku ÍBK stúlkurnar mikinn kipp og KR Vanda skoraði ekki stig Sigurgeirsdóttir fyrstu 10 mín. af skrifar seinni hálfleik og IBK sigraði örugg- lega 55:37. Lið ÍBK var ekki eins sannfærandi og oft áður og munar þar mestu að Anna María Sveins- dóttir er meidd og gat einungis leik- ið hluta leiksins. Stig ÍBK: Björg Hafsteinsdóttir 20, Kristín Blöndal 14, Anna María Sveinsdóttir 7, Olga Færseth 6, Elínborg Herbertsdóttir 4, Anna María Sigurðardóttir 2, Svandís Gylfadóttir 2. Stig KR: Guðrún Gestsdóttir 15, María Guðmundsdóttir 10, Kristín Jónsdóttir 8, Anna Gunnarsdóttir 2, Alda Valdimarsdótt- ir 2. jafn í byijun en síðan tóku ÍR stúlk- urnar öll völd á vellinum og eftir það var einungis spurning um hversu stór sigurinn yrði. Lið IR lék vel og þá sérstaklega Linda Stef- ánsdóttir .og Hildigunnur Hiimars- dóttir, sem átti margar fallegar stoðsendingar. Lið ÍS var langt í frá sannfærandi, leikmenn liðsins hittu illa, tóku fá fráköst og áttu fjöldan allan af lélegum sendingum. Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 24, Hrönn Harðardóttir 17, Hildigunnur Hilmai-sdóttir 11, Sigrún Hauksdóttir 4, Ingibjörg Magn- úsdóttir 4, Guðnin Árnadóttir 2. Stig ÍS: Vigdís Þórisdóttirl2, Erna Jóns- dóttir 6, Hafdís Helgadóttir 5, Kristín Sig- urðardóltir 5, Díanna Gunnarsdóttir 3, Anna Björk Bjarnadóttir 2, Elínborg Guðna- dóttir 2. Hanna gerði 21 stig Haukar sigruðu UMFG 58:36 og var sigurinn aldrei í hættu. í liði Hauka átti Hanna Kjartansdóttir mjög góðan leik, sérstaklega í seinni hálfleik en þá skoraði hún 18 stig. Hanna er gífurlega efnileg og hefur spilað hvern stórleikinn af öðrum fyrir Hauka. Þess má geta að á sumrin ver Hanna mark Hauka í knattspyrnu og var markmaður U-16 ára landsliðsins á Norður- landamótinu í Finnlandi í júlí sl. Stig Hauka: Hanna Kjartansdóttir 21, Hafdís Hafberg 14, Ásta Óskarsdóttir 9, Sólveig Pálsdöþír ý. Guðbjörg Norfjöyý (4, Hildur Porsíeinscióttii' 2, Éva Havlekova 2. i Yfirburðasigur ÍR ÍR sigraði ÍS með yfirburðum 62:35 og virðist lið ÍS vera í lægð um þessar mundir. Leikurinn var Morgunblaðið/Sverrir Olga Færseth, hin unga og efnile^a körfuknattleiks- og knattsp^yrnukona tír Keff ýíjk,^ . .|j;v £.nit,c[ | nfism-Aji ,Í!:S1 .jyfolf l'ivóiiii imi-id | ín&m FOLK M HINRIK Þórhallsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Gunn- ars Gíslasonar, þjálfara 1. deildar- liðs KA í knattspyrnu. Hinrik lék með liðinu um árabil, en undanfarin ár hefur hann þjálfað UMSE-b og Snæfell í Stykkishólmi. ■ MARCO van Basten, framheiji AC Milan, verður með gegn Sampdoria í ítölsku 1. deildar- keppninni á morgun. Hann var dæmdur í eins leiks bann eftir að hafa verið rekinn af velli á dögun- um, en nefnd á vegum ítalska knatt- spymusambandsins aflétti banninu. Enda þótti fuilsannað að hann gerði nákvæmlega ekkert af sér. Það var Aldo Serena, félagi hans hjá Mílanóliðið sem sló andstæðing. ■ GUNNAR Gren, einn frægasti knattspyrnumaður Svía, er látinn. Hann var m.a. í liði Svía sem lék til úrslita um heimsmeistaratitilinn gegn Brasilíu 1958. Hann fannst látinn á heimili sínu í Gautaborg í gær, og er talið að hann hafi þá verið látinn í fjóra daga. Gren, sem var 71 árs, var einnig í sigurliði Svía á Ólympíuieikunum 1948. Hann lék með nokkrum ítölskum liðum á árunum 1949 til 1956 og var þekktur undir nafninu „Prófess- orinn”. ■ TÓRÍNÓ, mótheiji KR-inga í 1. umferð Evrópukeppninnar, verð- ur að leika næsta heimaleik í keppn- inni, gegn AEK Aþenu minnst 300 km frá Tórínó vegna óláta áhang- enda liðsins í heimaleiknum gegn Boavista 6. nóvember. ■ MIDDLESBROUGH, sem er í efsta sæti í ensku 2. deildinni, keypti í gær Andy Payton frá Hull City fyrir 750 þúsund pund. Payton, sem er 25 ára miðheiji, hefur gert 48 mörk í 148 leikjum fyrir Hull. ■ RUSSEL Osman hefur verið seldur frá Southampton til Bristol City fyrir 60 þúsund pund. Osman, er 32 ára og lék áður með Ipswich og Leicester._______ ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni landsliða, leikmanna 21 árs og yngri. ^ Tel Aviv, Israel: ísreal - Svíþjóð 0:0 Áhorfendur: 3.000 Staðan: Svíþjóð ,...5 3 2 0 14: 2 8 ,...5 2 2 1 9: 5 6 Kýpur 4 1 1 2 2:11 3 Grikkland... .....4 0 1 3 3:10 1 Íshokkí Bandaríska NHL-deildin: Washington - New York 5:3 Pittsburgh Penguins - Edmonton Oilers 5:4 ■Eftir framlengingu Körfuknattleikur Bandaríska NBA-deildin Þriðjudagur: Atlanta - Charlotte...........118:100 Cleveiand - Milwaukee.........119:113 New York - New Jersey......... 98: 96 Orlando - Washington.......... 95: 82 Chicago - Detroit Pistons.....110: 93 Houston - Dallas.............. 98: 92 Portland - Denver.............120: 82 Golden State - Phoenix........119:116 Boston - Sacramento...........126:103 Miðvikudagur: Chicago Bulls - Charlotte Hornets ...117: 95 Indiana Pacers - New York Knicks ..110:107 Miami Heat- Detroit Pistons...107:102 Utah Jazz - New Jersey Nets... 98: 92 Philadelphia 76ers - Orlando Magic.121:100 W ashington Bullets - Minnesota 119:114 ■Eftir framlengingu San Antonio - Los Angeles Clippers 107: 93 Boston Celtics - Phoenix Suns...117:111 Fimmtudagur: Cieveland — Seattle SuperSonics ....115:109 Eftir framlenginu Dallas Mavericks — L.A. Clippers.95: 88 L.A. Lakers — Golden State......115:112 Sacramento Kings — Atlanta Hawks 98: 96 1. DEILD KVENNA Fj. leikja U T Stig Stig ÍBK 6 6 0 401: 273 12 HAUKAR 5 3 2 254: 213 6 ÍR 5 3 2 225: 201 6 is 5 2 3 229: 266 4 UMFG 6 1 5 261: 328 2 KR I' 5 1 4 204: 293 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.