Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 44
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Helgi Olafs-
son varð Is-
landsmeist-
ari í skák
Grundarfirði.
HELGI Ólafsson varð í gær ís-
landsmeistari í skák árið 1991.
Urslitakeppni um íslandsmeist-
aratitilinn í skák hefur verið
haldin í Grundarfirði undan-
farna daga.
Lokaskákina tefldi Helgi við
Karl Þorsteins og lauk henni með
jafntefli eftir 38 leiki. Helgi fékk
2 Vi vinning en Margeir Pétursson
varð annar með 2 vinninga. Þriðji
-varð Karl Þorsteins með l'/z vinn-
ing.
Hallgrímur
--------------
Aðalfundur HÍK:
Vilji kennara
til uppsagna
kannaður
MEÐAL ályktana, sem sam-
þykktar voru á aðalfundi Hins
íslenska kennarafélags í gær,
voru tillögur um kjaramál, þar
sem sljórn félagsins er falið að
kanna vilja félagsmanna til að
segja kerfisbundið upp störfum
sínum í skólum landsins. Tillag-
an var samþykkt með þorra
atkvæða fundarmanna gegn
einu.
Fundurinn samþykkti ennfrem-
ur samhljóða að fela stjórn HÍK
og samninganefnd félagsins að
krefja ríkið um fullar efndir á
samningi félagsins frá árinu 1989.
Þá var ályktað að krefja ríkissjóð
um ' skaðabætur vegna útlagðs
kostnaðar úr félagssjóði HÍK, sem
rekja megi til vanefnda og samn-
ingsrofa eftir síðustu samnings-
gerð.
Sjómenn vekja athygli á öryggismálum
Morgunblaðið/KGA
Nemendur í Stýrimannaskólunum í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á I
Dalvík og Höfn, ásamt Vélskólanemum í Reykjavík, Vestmannaeyj-
um, Keflavík, á ísafirði og Akureyri gengu á fund Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra í gær. Þeir skoruðu á ríkisstjórnina að fram-1
fylgja samþykkt Alþingis um kaup á björgunarþyrlu á þessu ári.
Til að vekja frekari athygli á máli sínu báru þeir gúmbjörgunarbát
og ráku margir vegfarendur upp stór augu, þegar þeir mættu þess-
um vaska hópi.
Stofnun félags um kaup
á Ríkisskipum undirbúin
Starfsmenn fyrirtækisins, stórkaupmenn, kaupfélög og
sveitarfélög meðal væntanlegra undirbúningsaðila
STOFNUN hlutafélags um kaup
á Skipaútgerð ríkisins, öðru nafni
Ríkisskipum, er nú í undirbún-
ingi. Undirbúningsfundur verður
haldinn næstkomandi miðvikudag
að frumkvæði starfsmannafélags
fyrirtækisins og á þar að kjósa
undirbúningsstjórn, sem síðar
mun boða til formlegs stofnfund-
ar félagsins. Að sögn Hjartar
Jólastjörnustríð milli blómabúða:
Verðið hefur lækk-
að úr 1.300 í 690 kr.
BLÓMAVERSLANIR á höfuðborgarsvæðinu eiga nú í verðstríði
um jólastjörnur. A nokkrum dögum hefur útsöluverð fyrsta flokks
blóma hrapað úr 1.000 til 1.300 kr. í 700 til 800 krónur. Lægsta
verð sem vitað var um í gær var 690 krónur og er blómið þá
selt nánast álagningarlaust.
Þegar jólastjörnur komu á
markaðinn fyrir um hálfum mán-
uði voru þær á 1.000 til 1.200
krónur í mörgum verslunum og
dæmi voru um hærra verð.
Blómaval við Sigtún seldi þær
hins vegar á 879 kr. stykkið af
fyrsta flokks vöru. Bjarni Finns-
son kaupmaður í Blómavali segir
að verðið hafi verið óraunhæft í
upphafi og Blómaval fái eðlilega
álagningu með þessu verði. Síð-
astliðinn fimmtudag auglýstu
íjórar blómaverslanir, Blómahöll-
in, tvær verslanir Blómastofunnar
og Blómaverkstæði Binna, fyrsta
flokks jólastjörnur á 795 krónur,
sumar þeirra höfðu verið að selja
blómin á tæpar 1.100 krónur.
Blómaval svaraði með því að
lækka sig í 769 krónur í gær.
Bjarni segir að verðsamkeppnin
sé af hinu góða. Nú aukist salan
og það vegi að hluta upp lækkun
álagningar.
Smærri blómabúðir hafa veríð
að huga að svari við samkeppn-
inni og margar þeirra munu bjóða
jólastjörnunar á 690 krónur í dag.
Jólastjörnur fengust reyndar á
þessu verði í Breiðholtsblómum í
gær og ef til vill víðar. Kristha
Wilde í Hlíðablómum segir að hún
muni lækka jólastjörnunar í 690
krónur í dag og segir að það sé
svar smærri búðanna við verð-
stríði þeirra stærri. Hún segir að
samkeppnin hafi gengið fyrir sig
á svipaðan hátt og í sumarbló-
munum í vor, einn hefði byijað
að lækka og þá hefði skriðan far-
ið af stað. Kristha segir að með
því að selja jólastjörnunar á 690
kr. fáist engin smásöluálagning,
þetta sé heildsöluverðið með virð-
isaukaskatti.
Bjarni í Blómavali segir að jóla-
stjörnustríðið geti gefið vísbend-
ingu um harðari verðsamkeppni á
ýmsum vörum fyrir jólin nú en
áður og nefnir jólatrén í því sam-
bandi.
Emilssonar, aðstoðarforstjóra
Ríkisskipa, hefur Halldór Blöndal
samgönguráðherra lýst ánægju
með þetta frumkvæðKog sagt að
allar leiðir séu opnar hvað varðar
kaup á fyrirtækinu.
„Allir, sem vilja, mega vera með
í þessu félagi. Fundurinn er ætlaður
til að kanna áhuga manna,” sagði
Hjörtur í samtali við Morgunblaðið.
Fyrir nokkru lýsti Félag stórkaup-
manna yfir áhuga sínum á að kaupa
Ríkisskip, og sagðist Hjörtur reikna
með að stórkaupmenn myndu taka
þátt í stofnun félagsins. Þá sagðist
hann búast við að fulltrúar kaupfé-
laga úti um land mættu á undirbún-
ingsfundinn, en kauþfélögin eiga
mikil viðskipti við Skipaútgerð rík-
isins.
Hjörtur sagði að ýmis sveitarfélög
hefðu lýst yfir stuðningi við hug-
myndina um hlutafélag. Meðal ann-
ars hefði sveitarstjórnin á Stöðvar-
firði lýst því yfir að hún myndi verða
með í nýju hlutafélagi. „Það hafa
komið stuðningsyfirlýsingar víða
að,” sagði Hjörtur.
Hann sagði að ekki væri gengið
út frá því sem vísu að Ríkisskip
væru til sölu, en möguleikinn væri
fullkomlega raunhæfur. „Tveir
menn úr okkar hópi gengu á fund
samgönguráðherra og hann lýsti
ánægju með þetta og sagði að allir
möguleikar væru opnir ennþá,”
sagði Hjörtur.
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins, hefur sett
fram greinargerð um hvernig hátta
megi einkavæðingu fyrirtækisins.
Þai’ segir nieðal annars að slæmur
kostur sé að fela einum aðila strand-
siglingar án útboðs, einnig að bjóða
þær út eða að leggja niður Ríkisskip
og selja eignir þeirra. Allir þessir
kostir myndu leiða til þess að Eim-
skipafélagið myndi ná einokunarað-
stöðu. Hins vegar hafi sá kostur að
stofna hlutafélag um strandferða-
þjónustuna ýmislegt jákvætt í för
með sér. Ríkissjóður losni undan því
á nokkrum árum að þurfa að styrkja
fyrirtækið, landsbyggðinni sé tryggð
traustari þjónusta en hingað til og
þróun í átt til einokunar í flutningum
sé stöðvuð.
Guðmundur vitnar í greinargerð-
inni til dr. Madsens Pirie, brezks
sérfræðings um einkavæðingu, sem
telur að binda verði með samningi
við fyrirtækið, sem er einkavætt,
hveijar þjónustuskyldur þess séu, til
þess að það geti ekki síðar vikið sér
undan fjárhagslega' óhagkvæmri
þjónustu og sniðgengið hagsmuna-
hópa. „Þetta atriði styður hugmynd-
ina um að ríkið geri þjónustusamn-
ing við „Skipaútgerðina hf.”, þar
sem nákvæmlega er fram tekið
hveijar þjónustuskyldur hennar
séu,” segir Guðmundur.
Hann leggur til að slíkur samning-
ur yrði til sjö ára. Á þeim tíma
myndi ríkið greiða ákveðna stig-
lækkandi upphæð fyrir strandferða-
þjónustuna. Ríkið myndi svo líklega
hafa rétt til að framlengja samning-
inn og greiða verð, sem væri það
sama og fyrir sjöunda ár reynslu-
tímans. Þetta ákvæði væri til að
lægja ótta manna við það, sem við
tæki, þegar reynslutímanum lyki.
Itíkið gæti hins vegar verið laust
allra mála að reynslutímanum lokn-
um ef það kysi, enda yrði það til-
kynnt hinu nýja fyrirtæki með góð-
um fyrirvara.