Morgunblaðið - 16.11.1991, Qupperneq 1
or0iumil>lafeií>
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 16 NÓVEMBER 1991 BLAÐ JLÞ
M. BUTTERFLY í ÞJÓOLEIKHðSINU fl FIMMTUDAG:
ÁSTARSAGA MEÐ
HARMRÆNUM ENDI
- SEGIR ÞÓRHILBUR ÞORLEIFSDÓTTIR LEIKSTJÓRI
M. BUTTERFLY, bandarískt verðlaunaleikrit eftir David Henry
Hwang, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins næstkom-
andi fimmtudag, 21. nóvember. Leikritið var frumsýnt á Bro-
adway 1988 og vakti þá mikla athygli. Það er byggt á frétt úr
heimspressunni sem vakti mikla furðu fyrir nokkrum árum, en
þar sagði af frönskum diplómat sem átti vingott við kínverska
listakonu frá Peking Óperunni um tuttugu ára skeið og eignaðist
méð hénni barn. Franska leyniþjónustan komst á snoðir um að
stúlkan var njósnari, en jafnframt kom á daginn að hún var karl-
maður í dulargervi. Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri, Arnar
Jónsson leikur diplómatinn, Þór Tulinius leikur „kínversku lista-
konuna”, og með önnur hlutverk fara Bríet Héðinsdóttir, Erla
Ruth Harðardóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Rúrík Haraldsson og
Tinna Gunnlaugsdóttir. Sverrir Hólmarsson þýddi verkið, lýsingu
annast Björn B. Guðmundsson, Unnur Guðjónsdóttir sér um kín-
verska dansa, búningar eru eftir Helgu Rún Pálsdóttur og leik-
mynd eftir Magnús Pálsson.
MButterfly fjallar um
franskan diplómat
sem dvelst í Kína
í nokkur ár, hann
eignast þar kín-
verska ástkonu, þau fara síðan til
Frakklands og eru þar í fimmtán
ár, en þá kemst upp að þau hafa
stundað njósnir”, segir Þórhildur
Þorleifsdóttir leikstjóri. „Þau era
dregin fyrir rétt og þá kemur ekki
bara í ljós að þau hafa verið að
njósna, heldur að kínverska konan
er karlmaður. Svipaður atburður
átti sér stað í raun og veru og
varð höfundinum að yrkisefni.
Höfundurinn, David Henry
Hwang, er kínverskættaður
Bandaríkjamaður, af fyrstu kyn-
slóð fjölskyldunnar sem er fædd í
Bandaríkjunum, og hann er að
hluta til að skrifa um það hvernig
tveimur menningarheimum slær
saman. Ætli viðfangsefni verksins
sé ekki annars vegar samskipti
vestrænnar menningar og þjóðar
sem ekki tilheyrir þessum hvíta
kynstofni, og hinsvegar samskipti
karls og konu. Höfundur fléttar
einnig inn frásögnum frá Víetnam,
og með þessu virðist hann draga
upp samlíkngu milli samskipta
kynja í karlveldi, samskipti
tveggja kynstofna þar sem annar
er sterkari, og samskipti tveggja
þjóða þar sem önnur telur sig vera
sterkari og tekur sér allan rétt til
að reyna að ná fram sínum vilja.
Til era góð orð yfir þetta á er-
lendu máli: sexismi, rasismi og
imperíalismi, og kannski á þetta
sér sömu rætur; bara mismunandi
kúgunarform. Sá sterkari þvingar
hinn aðilann inn í ákveðna rullu,
og sér aðeins það sem hann vill
sjá, því kúgari vill gjarnan trúa
því að hinn kúgaði elski hann og
hann sé í rauninni að frelsa hann
með kúguninni. Þetta á sér stað
í þessu verki. Þar að auki tekur
höfundurinn sögu óperunnar Mad-
ame Butterfly og fléttar hana inn
í. Þar birtist draumur hvíts karl-
manns í niðursuðudós; fulltrúi
herraþjóðar heltekur svo hjarta
austurlenskrar konu að hún
gleymir öllu nema honum. Hún
er hin fórnandi kona - hin full-
komna kona.
En í leikritinu er það í raun
hinn kúgaði sem er sá sterki,
vegna sjálfsblekkingar og blindu
mannsins sem langar svo óskap-
lega til að hitta hina fullkomnu
konu, að þegar hann hefur hitt
hana þá er hann tilbúinn til að
trúa hveiju sem er.”
Þórhildur segir að þetta sé ást-
arsaga: „En eru ekki allar ástar-
sögur harmleikir? Við bara pössum
okkur yfírleitt að enda þær áður
en harmleikurinn fer að laumast
inn,” segir hún og hlær. „Jú, öðr-
um þræði er þetta ástarsaga, en
með harmrænum endi, eins og
vera ber.” _ efj