Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 3

Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 B 3 HROS FYRIR VERULEIKANN Myndir úr daglega líllnu í nýni bók Péturs Gunnarssonar Æfí manns líður varla, gufar frekar upp. Eins og draumur sem reynt er að handsama í morgunsárið en smýgur jafnan úr greipum manns. Hvenær segulband til að taka upp drauma? Þangað til krota og pára - svo að lífið hverfi ekki sporlaust. Viðtal: Einar Falur Ingólfsson FYRIR tveimur árum sendi Pétur Gunnarsson frá sér Vasabók; safn orðmynda, hugmynda og ýmiskonar athugana á hinu daglega lífi. Dýrðin á ásýnd hlutanna nefnist ný bók eftir Pétur sem unnin er á svipaðan hátt; i lok bókarinnar segir að orðmyndirnar séu klipptar úr vasabókum frá árunum 1972 til 1983. Pétur segir að samhliða öðrum skrifum hafi þessi vinna með vasabækurnar beinst að því að skoða heiminn og skynja, og einnig hafi þetta um leið verið stílæfing- ar á vissan hátt. að sem birtist í þessari bók er partur af þessari tilraun sem ég gerði á árunum 1972 til 1989; tilraun til að skoða heiminn og skynja jafnóðum,” segir Pétur. „Eg var nú alltaf að vinna í skáld- verkum, en þetta var einhverskonar öryggisventill fyrir mig, eitthvert haldreipi, vegna þess að þegar þú ert að skrifa, þá ertu að setja núið svolítið innan sviga, og ert bara í einhverjum allt öðrum tíma, ein- hveiju allt öðru ástandi og einhveij- um tilbúningi. Ég fékk snert af sekt- arkennd eða ófullnægju yfir því að vera að vanrækja hérið og núið, og þetta var mín aðferð til að ná sam- bandi við og horfa á það. í og með voru þetta náttúrlega líka stílæfing- ar, æfíngar í að henda á lofti og koma á blað einhveijum skynjunum og hugrenningum. Ég kalla þetta orðmyndir: í svipaðri merkingu og hraðmyndir og skyndimyndir, þá eru þetta myndir sem ég fanga með orðum. Vasabók kom út árið 1989 og þar er afrakstur úr vasabókum þriggja ára, en í þessari bók er töluvert lengra tímabil undir; tíu ára tímabil er skorið niður. Að því leytinu er hún kannski meira unnin en Vasa- bókin.” — Er það sem lesendur sjá nokk- urnveginn alveg eins og það sem þú skrifaðir á sínum tíma? „Ég hef unnið þetta mjög mikið. Eftir að ég var búinn að vélrita það sem kom til álita upp úr þessum vasakompum frá tíu ára tímabili, þá var ég með handrit upp á 250 blaðsíður. Þessi bók er 69 síður þannig að niðurskurðurinn er feiki- legur. Og vinnunni má líkja við mann sem er að tálga út trédrumb. Hann er með hráefnið, drumbinn, og bætir ekki neinu við heldur sker og tálgar til. Það er feikilegur mun- ur á trédrumbinum og litlu styttunni sem eftir stendur. Ég hef gert það sama, ég hef ekki bætt neinu við, heldur skorið feikilega mikið úr og skeytt saman.” — Þú talar um orðmyndir. Er það eitthvað svipað því þegar fólk tekur ljósmyndir til að skrásetja uppákom- ur í raunveruleikanum? „Það er nú einmitt myndin sem ég notaði í formálanum að Vasabók- inni. Þetta er nákvæmlega eins og maður sem er að fara í ferðalag og upplifir eitthvað skemmtilegt, er með myndavélina, og er alltaf að taka myndir af því sem hann telur vera merkilegt, eða geta orðið merki- legt. Svo kemur framköllunarferlið seinna þar sem maður kannski hirð- ir eina mynd og hendir annarri; það er allur gangur á því. Forvitnin og eftirvæntingin er svipuð.” — Þetta eru myndir og þær bera stíl þínum óræk vitni, en hvað er þetta langt frá ljóði; er ekki hægt að birta sumt af þessu sem einhvers- konar prósaljóð? „Jú, en ég hef eiginlega aldrei haft áhyggjur af þessum skilum á milli prósa og póesíu. Mín fyrsta bók var Ijóðabók og ég hef oft verið spurður að því hvort ég ætli aldrei aftur að gefa út ljóð. Mér fínnst ekki vera mjög mikill munur á stell- ingu minni sem rithöfundar eða ljóð- skálds. Og eins og við vitum þá er nútímaljóð oft spuming um uppsetn- ingu. Þórarinn Eldjám kom með skemmtilega skilgreiningu sem er eitthvað í þá veru að í prósa þá er það setjarinn sem ræður línuskipt- Pétur Gunnarsson ingunni, en í póesíu er það skáldið. Það er mikill sannleikskjarni í þessu. Maður er heilan og hálfan með óbundin ljóð sem hægt er að líta á sem samfelldan texta, og eins með samfelldan texta sem vel er hægt að sjá fyrir sér settan upp sem ljóð. Og svona skynjanir eins og ég er að dorga eftir eru á vissan hátt mikil hnitmiðun og samþjöppun og hafa þannig ýmsar eigindir ljóðsins.” — Ertu ennþá að punkta ýmsar athugasemdir niður í vasabækur? „Það skín kannski í gegn að í þessu handriti var ég að hugsa um hvað ég ætti að gera með þetta, er þetta eitthvað sem ég ætti að nota í seinni tíma skáldskap, eða getur þetta staðið sjálfstætt? Þetta voru vangaveltur hjá mér og eftir að ég afréð að gefa þetta út 1989, þá má segja að ég hafí um leið hætt þess- ari iðju. Ég hafði lokið þessari at- höfn. En ég er líka á dálítið öðru róli núna.” — Hvaða ról er það? „Ég er að hugsa um allt annað Morgunbladid/Einar Falur en ég var að hugsa um meðan ég var að þessu. Ég er meira að leita aftur í tíma; er meira að fara út í einhverskonar sögulega vídd. Það hefur kannski ekki verið eins aðkal- landi að vinna úr augnablikinu hér og nú.” — Ég velti því fyrir mér hvernig þú tímdir að gefa allt þetta frá þér. Þarna eru fjöldamörg brot og atriði sem manni fínnst að hefðu getað nýst í skáldverk., „Heilmikið af þessari vinnu hefur farið inn í skáldverkin og vinsast þar af leiðandi út. Ég átti í þessu hugarstríði, svipuðu og þú lýsir, velti því fyrir mér hvort ég mætti nota þetta á þennan hátt, eða ætti ég að gera þessu einhver betri og fyllri skil, en svo ákvað ég að þetta væri bara hrós fyrir veruleikann. Hann iðar og morar í þessum skemmtilegu uppákomum og þessum veisluhöld- um, okkur er boðið til þessarar veislu og það er kurteisi að þekkjast boðið - og þakka fyrir sig.” — Tengist þessi hugmynd um líf- ið sem veislu titli bókarinnar, Dýrðin á ásýnd hlutanna? „Sem unglingur las ég merkilega bók eftir Peter Hallberg, sem heitir Vefarinn mikli. Þar rakst ég á mjög heillandi kafla úr bréfí Halldórs Lax- ness til Jóns Sveinssonar, Nonna. Þetta er árið 1925, Halldór er 23 ára og er að tilfæra sína fflósófíu. Til að stytta sér leið þá vitnar hann í Vefarann mikla frá Kasmír sem hann er þá að skrifa. Þá kemur þessi setning: „Ekkert snertir mig dípra en hið óbrotna og látlausa sem að- eins á stirk sinn í að vera það sem það er. Það er dírsta gáfan mín að liafa öðlast fagurskigna sál, hæfí- leikann til að geta miklað dírðina á ásínd hlutanna.” Þessi setning greyptist í mig og ég hef haldið upp á hana alla tíð síðan. Hún hefur aldr- ei yfírgefíð mig, og mig langaði til að festa- þessa setningu í sessi með því að gefa bókinni þetta heiti.” — Ég sé strax í þessu tengingu við skáldsögur þínar, en menn hafa talað um að í þeim sé hversdagsleik- inn hafinn upp í eitthvert æðra veldi með því hvernig hann er settur fram. „Já, akkúrat. Og ég held að bak við þessa setningu hjá Halldóri sé einhverskonar fílósófía um það að veruleikinn sé hátíðarhöld. I veru- leikanum sé hægt að finna fullnæg- ingu. Þetta þefur jafnvel trúarlega skírskotun. í Nýja testamentinu er til dæmis makalaus setning, þar sem Jesús Kristur segir: Himnaríki er hér og nú. Kristur benti manninum stöku sinnum á þá leið að líta til augnabliksins. En að öðru leyti er kristindómurinn mjög frábitinn þessu, og þessi skil eru milli líkama og sálar. Það er öll þessi tvíhyggja, og svo þetta inntak nútímamannsins og nútímalífsins, að vera alltaf með hugann við eitthvað annað. Að vera að gera eitt, en með hugann við eitt- hvað allt annað ... sem er formúlan fyrir vöðvabólgu. Aftur á móti er það miklu nærtækara í austrænum fræðum að gefa sig allan á vald því sem er, hér og nú, og reyna að ein- beita huganum að því. Að njóta lífs- ins." ERRO ÍNÝ- • • HOFN í dag verður opnuð sýning á verkum Er- rós í Gallerí Nýhöfn. Sýningin nefnist „Erró og vinir hans,” og á henni eru graf- íkmyndir eftir Erró og listamenn sem hafa tengst honum á listamannaferli hans. Listamennirnir sem eiga verk á sýning- unni, hafa verið tengdir við ,>fígúratíva frásögn,” stefnu sem var ofarlega á baugi í frönsku listalífi upp úr miðjum sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Errós eru sýnd í þessu samhengi hér á landi og teng- ist sýningin útgáfu bókar um listamann- inn, eftir Aðalstein Ingólfsson. Á sýningunni eru 36 verk. Auk Errós eiga 30 listamenn verk á sýningunni. Flest verkanna eru unnin í París, en listamenn- irnir koma frá ýmsum þjóðum, meðal ann- ars er á sýningunni verk eftir Braga Ás- geirsson, frá árinu 1952, en þá dvöldust hann og Erró saman í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.