Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 6

Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991 EKKI HÆGT AÐ EYÐILEGGJA BÓKMENNTIRNAR VIÐTAL: EINAR FALUR INGÓLFSSON ORT nefnist ný ljóðabók eftir Þórarinn Eldjárn, sú sjötta sem hann sendir frá sér. I vor kom út önnur ljóðabók eftir Þórarinn, Hin háfleyga moldvarpa; þar vinnur hann með frjáls ljóðform, en í Ort tekur hann upp þráðinn þar sem hann hvarf frá eftir þrjár fyrstu bækumar, og yrkir háttbundin ljóð. Kvæðin í Ort fjalla um dæg- urlíf mannanna, skáldskapinn og ýmsa strauma í samfélaginu, og oft er tónninn glettinn. Þórarinn lætur þó ekki þar við sitja heldur ,er einnig væntanleg ljóðabók fyrir börn sem nefnist ÓÐfluga, og vinnur hann hana í samvinnu við Sigrúnu systur sína, sem mynd- skreytir ljóðin. órarinn segir að þótt hann hafí sent frá sér tvær ljóðabækur á árinu, og raunar þrjár með barnaljóðunum, þá sé það ekkert merki um óvenjumikil afköst. „Báðar þessar bækur, Hin háfleyga moldvarpa og Ort, eru frekar litlar ljóðabækur, og ef þetta hefði komið saman í einni bók, þá hefði sjálfsagt engum þótt sérstök ástæða til að tala um það sem sérstök afköst. Ef ég tel bamabókina með líka, þá eru þetta ein áttatíú og sjö ljóð sem hafa komið frá mér á árinu. Það kann að virðast mikið, en þau eru öll frek- ar stutt og þetta er ort á löngum tíma og kannski er það meira og minna tilviljun að þetta er á ferð- inni á sama tíma. En mér fannst þetta ekki eiga saman í einni bók.” - Er það formið sem ræður þvf? „Ætli það ekki. Það er einhver tilfínning sem skiptir ljóðunum upp, og jú, ég býst við að það stafí af forminu. Þó að hvort tveggja séu ljóð, þá er þetta engu að síður mjög ólíkt.” Um hitt og þetta í ýmsu formi - Það var orðið nokkuð langt frá síðustu Ijóðabók þegar Hin háfleyga moldvarpa kom út í vor. „Já, Ydd kom út 1984, þannig að í þessum bókum báðum er nokk- uð af ljóðum frá síðustu sex, sjö árum. Sumt er þó eldra, en megin- uppistaðan er tiltölulega nýtt efni. I Ort eru tvö ljóð sem eru fimm- tán ára gömul, og eru ort áður en ég gaf út síðustu bókina í bundnu formi, Erindi, sem kom út 1979. Það vildi svo skemmtilega til að það birtist ritdómur í einu blaðanna um daginn og dómarinn tók annað þeirra sem dæmi um það að ég sé að virða fyrir mér það sem hefur verið að gerast í heiminum á undan- fömum mánuðum. Það er dálítið skýtið - nema ég hafí svona mikla spádómsgáfu!” segir Þóarinn og brosir íbygginn. „En þessi tvö eru langelstu kvæðin. Á sínum tíma ætlaði ég að gera ákveðinn ljóða- flokk þar sem þau voru, og fleiri til, en þau ljóð hafa síðan ratað hvert sína leiðina og þessi hafa nú fengið griðland - en vonandi ekki verið lögð til hinstu hvílu.” - Öll ljóðin í þessari bók em í hefðbundnu formi? „Það er orðið svo flókið fyrir mér hvað er hefð og ekki hefð, og það er meira að segja til núna módem- ísk hefð! Ég held það sé einfaldast að segja að þau séu háttbundin. í þeim öllum er tiltölulega föst regla á hrynjandi, alls staðar em stuðlar og höfuðstafir; yfirleitt rím.” - En hvað með efni kvæðanna? „Ég held að efnislega sé bókin ekki svo frábmgðin þeirri síðustu. Þetta em stemmningar og sitúa- sjónir, talsvert mikið myndmál. Þarna bregður fyrir persónum sem ég hef ort um áður, sum ljóðin em um skáldskap og það að yrkja, til dæmis fyrsta ljóðið, Geigun, sem fjallar um nauðsyn þess að halda alltaf áfram, þó manni sýnist stund- um óvinnandi vegur að lýsa því sem ekki er hægt að lýsa. Sonnettan Sprettur er um þetta sama, áminn- ing til allra skálda um að við emm í þolhlaupi, en ekki spretthlaupi. „Lokatakmarkið er hlaupið sjálft”, segir þar. Svo er líka talsvert um eitthvað sem má kalla náttúm- stemmningar og -lýsingar.” - Já, það má til dæmis sjá í þessu kvæði þar sem þú stendur við gröf Guðmundar dúllara: í HLÍÐARENDAKIRKJUGARÐI Héma laukstu langri göngu þinni listamaðurinn er dúlla kunnir. Faðmar þig í sumarblíðu sinni sveitin er þú jaftian heitast unnir Gvendur minn, svo marpr fékk að heyra músík þína og vel í huga treindi þó hljómaði fyrir þínu innra eyra enn þá hreinni tónn en fólkið greindi. Sefurðu í náðum hér í háum garði Hlíðarenda, orpinn mold og torfi. Dúlla hér fug'.ar, fattur rís þinn varði fmn ég nú einnig sem ég stend og horfi á hlíðina fögru, fljótið, hólmann, Dímon hve Qarskalega mikið skáld var Símon. „Já, Guðmundur Árnason dúilari hefur lengi verið mér hugleikinn og ég hef ort um hann áður. Það má lesa um hann í ævisögu séra Árna Þórarinssonar, en Guðmundur var föðurbróðir hans. Þar segir nokkuð ítarlega frá Guðmundi, meðal annars kemur það fram að hann lét gera veglegan minnisvarða um sig sem var síðan geymdur þar til Guðmundur lést. Hann vildi láta jarða sig á Breiðabólstað, en svo var ófært þegar til kom og hann endaði á Hlíðarenda. Síðustu línur kvæðisins vísa til þess að Guðmund- ur dáði ekkert skáld meira en Sím- on Dalaskáld, hann var einskonar einkaritari hans um tíma, og and- látsorð Guðmundar munu hafa ver- ið: Mikið skáld var Símon!” Neytendur og fræðingar - Þú minntist á að nokkur ljóðanna væru um skáldskapinn, þú virðist velta honum fyrir þér frá ýmsum hliðum, eins og í þessu ljóði þar sem þú ert að skjóta á einhver ákveðin viðhorf: TORF Meira torf í textann telja má það gleggstan vott um visku og dýpt. Bara að þar sé þýft þá er líft. „Einn ritdómari taldi þetta skot á módemíska Ijóðagerð, en það er alveg af og frá. Þetta er frekar skot á þá bókmenntaneytendur og bókmenntafræðinga sem halda að það sé alltaf dýpst og merkilegast sem er nógu andskoti tyrfið. Auðvit- að er allt til í þessu og til er góður skáldskapur sem er mjög myrkur og flókinn, en það er líka staðreynd að það sem er einfaldast af öllu, að minnsta kosti á yfírborðinu, er oft það sem útheimtir besta töfra- sprotann." TRÍfi REYKJAVÍKUR: DYNTOTTUR OG ÆRSLAFENGINN BEETHOVEN Á tónleikum í Hafnarborg VIÐTAL: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR TRÍÓ Reykjavíkur verður með tónleika í Hafiiarborg, Hafnarfirði, á morgun, sunnudag. Tónleikárnir hefjast klukkan 20 og á efnis- skránni eru einleiksverk, dúó og tríó, eftir Beethoven; píanósónata, sellósónata með píanóundirleik og tríóið er fyrir fiðlu, selló og píanó. Tríó Reykjavíkur skipa þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari. Formlega var tríóið stofnað árið 1988, en þá þegar höfðu þau þrjú leikið reglulega saman um þriggja ára skeið. Tríóið hefur verið með reglulegt tónleikahald allt frá stofnun og í sumar fór það í sína fyrstu tónleikaferð erlendis, til Danmerkur og Finnlands, þar sem það hlaut mikið lof gagnrýnenda. I kjölfar þeirrar ferðar hefur Tríói Reykjavíkur verið boðið í fleiri tónleikaferðir og þegar hefur verið tekin ákvörðun um þá fyrstu. Hún verður í febrúar næstkom- andi, þegar tríóið kemur fram á sex tónleikum, víða um Danmörku. Langar og strangar æfingar hafa staðið yfír hjá tríóinu síðast- liðna mánuði, bæði vegna und- irbúnings starfsársins 1991- 1992 og vegna fyrirhugaðra ferða. Tónlistin sem Tríó Reykjavíkur hefur flutt á tónleikum sínum hefur verið æði fjölbreytt. Ög nú er það tónlist hins ástsæla Beethovens sem hefur orðið fyrir valinu hjá þeim á næstu tónleikum. En hvers vegna? „Þegar við vorum að skipuleggja verkefni vetrarins,” segir Halldór Haraldsson, „vorum við auðvitað fyrst og fremst að hugsa um fjöl- Morgiinblaðið/Sverrir I Tríó Reykjavíkur, Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson og Gunnar Kvaran. breytni. Með Beethoven eygðum við möguleika á að hafa einleiksverk, dúó og tríó á einum og sömu tónleik- unum. Það er til svo mikið af góðum verkum eftir Beethoven að það er endalaust hægt að leita í smiðju hans, eftir allavega verkum. Hann samdi fyrir allar mögulegar hljóð- færasamsetningar og verkin hans er mjög íjölbreytt. Við byijum á píanósónötu opus 10, nr. 1. Það er alltaf litið svo á að e-moll sé dramatísk tóntegund. Önnur e-moll verk Beethovens eru til dæmis sónatan Pathetique, 5. sin- fónían og 3. píanókonsertinn. En Beethoven var mjög ungur, þegar hann samdi þessa sónötu. Hún var skrifuð á árunun. 1796-98. Mönnn- um hættir gjaman til að hugsa of mikið um seinni hluta ferils Beétho- vens og líta á hann sem alvarlegan mann með fullt af vandamálum og gleyma því að hann var líka einu sinni ungur og mikill spjátrungur. Þessi sónata er samin á því tíma- bili. Það er sagt að hugmyndina að henni hafi Beethoven sótt í c-moll sónötu Mozarts sem var gefin út árið 1875. Það hefur að vísu aldrei verið sannað, en byijunin á þessúm tveimur verkum er sláandi lík og það

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.