Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 8

Morgunblaðið - 16.11.1991, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NOVEMBER 1991 BOÐ UM EITTHVAÐ ANNAÐ EN ÞAÐ SEM BLASIR VIÐ SJÓNUM . TEXTl: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Það var enginn sérstakur áhugi í fjölskyldunni á tónlist, en drengurinn fór í kór og það sjálfan Kreuz-kórinn í heimaborginni Dresden, en hann er einn af þessum gömlu og grónu drengjakórum. Þegar kom að því að velja sér viðfangsefni á fullorðinsárum varð söngurinn ofan á. Það sérstaka við þýska söngvarann Olaf Bár er að hann er einkum þekktur sem ljóðasöngvari, þegar fáir söngvarar eiga kost á að stunda þá grein, en hann syngur reyndar einnig óperur, þó það vilji stundum gleymast. Hann er einn af ungu kynslóðinni í þýskum ljóðasöng og í fremstu röð þar. Því til staðfestingar nægir að vitna til lofsamlegra blaðaumsagna undanfarin ár bæði um tónleika og upptök- ur með honum. Dresden er fræg menningarborg frá gamalli tíð og liggur í „fyrrverandi Austur-Þýska- landi”, eins og Bar hafði sjálf- ur á orði með tvírætt kulda- glott á vör. Eftir viðtalið sagðist hann vera feginn að hafa ekki verið spurður um ástandið heima fyrir. Margir landar sínir ættu í hrikalegum erfiðleikum með að fá vinnu, því það gilti um þá eins og flesta aðra landa sína að þeir ættu í ógnarlegum erfið- leikum með að finna sér fótfestu við aðstæður, sem væru gjörsamlega frábrugðnar því, sem þeir væru aldir upp í. Þeir hefðu upp til hópa allir verið ríkisráðnir og kynnu alls ekki að leita sér tækifæra sjálfir, hvað þá að eiga við fjármál og samninga. Sjálfur kýs hann að búa áfram í Dresden og hann vinnur við óperuna, en nú sem gestasöngvari. Heimahag- arnir skipta hann máli, þó hann nenni ekki að ræða ástandið þar aftur á bak og áfram. Ljóðasöngur og óperusöngur Söngferill Bárs hófst fyrir al- vöru, þegar hann sigraði í ljóðasöng- keppni í Bretlandi árið 1983. Siðan hófst samvinna Bárs og píanóleikar- ans Geoffreys Parsons, sem þegar var þekktur undirleikari. Svo leiddi eitt af öðru... Það er sjaldgæft að söngvarar geti á unga aldri byggt feril sinn á ljóðasöng, svo það liggur beint við að spyija fyrst af hvetju Ijóðasöngurinn hafi orðið fyrir valinu, fremur en óperusöngur... „Fyrir mér voru meiri tengsl milli kórsöngsins eins og ég átti að venj- ast og svo ljóðasöngs, því hvort tveggja er konsertsöngur. Þegar kom að því að ég fór að læra söng þótt- ist kennari minn einnig fljótt sjá að ég hefði eitthvað í Ijóðasönginn. En auðvitað miðaðist kennslan einnig við óperusöng, kannski mestmegnis við hann og eftir námið voru söng- nemarnir skuldbundnir til að syngja í þijú ár við óperuna í Dresden. Það var nokkurs konar þegnskylduvinna, því námið var ókeypis og þessi vinna kom þá á móti. Bæði hvað varðaði fjölda söngvara og gæði var dauft yfit- óperunni, þar vantaði alltaf söngvara og þetta hjálpaði þar upp á. Sigur í Ijóðakeppni kom mér á framfæri og það varð enn frekar til að ýta undir möguleika rnína á því sviði. Það vill gleymast að ég vann við óperuna í Dresden og stunda óperusöng jöfnum höndum við Ijóða- sönginni.” Hvernig fer Ijóða- og óperusöngur saman? „í ljóðasöng öðlast maður reynslu í að fara með texta og ljóðasöngur- inn skerpir tilfinningu fyrir blæbrigð- um og fyrir þessu fíngerða, sem nýtist í óperusöngnum. Þar á móti þroskar óperusöngurinn röddina, eykur henni kraft, sem nýtist í ljóða- söngnum og vinnan við að undirbúa og lifa sig inn í hlutverkin kemur sér einnig til góða þar. Þetta eru ólíkar greinar, en þær bæta hvor aðra upp. Á sviðinu hjálpa búningamir og allur rammi sýning- arinnar söngvaranum að koma hlut- verkinu til skila. í Ijóðasöngnum virð- ist allt vera miklu einfaldara, aðeins röddin og píanóleikurinn, en þetta er ekki svo einfalt og hreint ekki svo lítið. Túlkunarmöguleikarnir eru margvíslegir og ég er hreint ekki viss um að þeir felist fleiri í stórri hljómsveit. í ljóðasöngnum liggur mikilvæg- asti undirbúningurinn í að vinna með textann. Það er nauðsynlegt að geta fundið sig í textanum. Þegar maður hefur á einhvern hátt getað samsam- að sig þeim tilfinningum sem liggja í honum, þá er komið að því að koma þessu á framfæri við áheyrendur í samvinnu við píanóleikarann. Efni ljóðanna er yfirleitt það, sem hefur snert mannveruna á öllum timum og gerir enn, nefnilega ástin í einhverri mynd, ást manns og konu, milli vina, til Guðs og náttúrunnar og svo þau vandamál, sem fylgja í kjölfar þess- ara tilfinninga. Öll góð ljóð gefa eitthvað upp um þessi atriði, svo það fínnst í þeim einhver samsömun við eigin tilfinn- ingar. Einhvers konar samsömun er nauðsynleg, en það er ekki þar með sagt að söngvarinn þurfi að lifa sig af alefli inn í Ijóðið, í hvert skipti sem hann syngur það. Ég upplifi ekki tregann í Vetrarferðimii í bókstafleg- um skilningi í hvert einasta skipti sem ég syng hana, enda mundi ég þá víst fljótlega hengja mig í næsta tré. En í flutningi finn ég þessum tilfinningum enduróm í mér, sem gæða kvæðið lífi. Sú tilfinningalega viðmiðun, sem ég finn kvæðinu breytist með tíman- um. Þó ég líti enn á mig sem ungan og hafí því ekki yfir langan veg að líta, get ég fundið fyrir breytingum. Þessi viðmiðun er ekki negld niður í eitt. skipti fyrir öll, ég gæti ekki haldið henni fastri þó ég vildi, heldur flýtur hún og verður að fljóta.” Óbeislaðar tilfinningar frá síðustu öld og tilhneigingin í samtímanuin til að skilja og skýrgreina Nú eru það fyrst og fremst Ijóð frá síðustu öld, sem eru á efnisskrá þinni og Jiar flóa tilfinningamir býsna óbeisiað miðað við hvernig það liggur í nútímanum að reyna að skilja og skýrgreinar Hvernig ganga Ijóðin í áheyrendur? „Sterkar tilfínningar eru auðvitað jafnt til staðar nú og þá, en það em niargir sem opna ekki fyrir þær. Til- hneigingin hnígur að því að skilja allt í botn. Það sem ekki skilst er bælt niður. Tár mega ekki sjást, hvorki gleðitár né sorgaitár, sárs- auki er bældur niður. Allir eiga statt og stöðugt að hafa fullkomna stjórn á sér. Líttu bara í kringum þig. Það blasa alls staðar við örvæntingarfull andlit, tóm andlit og enginn spyr hvers végna. í gegnum ljóðin finnst mér heillandi að minna á að það er margt annað til, alls konar tilfinning- ar, gleði og sorg og allt þar á milli. Ef það er á annað borð einhver til- gangur með söngnum, þá felst hann í þessu. I því að bera boð um annað en það sem blasir við sjónuni við fyrstu sýn." Hvað með nýja tónlist, sinnirðu henni? „Ég hef tekið þátt í flutningi óp- era eftir samtímatónskáld. Góðar samtímaóperur finnst mér njóta sín Rætt við býska söngvarann Olaf Bar vel á sviði, því þær eru þá studdar búningum og sviðsmynd, svo úr verð- ur áhrifamikil sýning, þegar vel tekst til. Um nútímasöngljóð finnst mér gegna öðru máli. Bæði er að það er fátt um góða texta, sem hægt er að tónsetja og tónlistin höfðar sjaldnast til mín. Ég hef reynt nokkrum sinn- um, en í þau skipti hefur það ekki fært mér ánægju. Það eru einfaldlega til svo margir góðir textar og tónlist frá fyrri tíð að mér finnst erfitt að taka upp nýtt efni, þegar allt hitt er til. Ég hlusta ekki mikið á samt- ímatónlist og finnst ekki að þar sé að gerast neitt sem mér finnst sér- lega eftiitektarvert. Ég hef hins veg- ar gaman af jazz og það finnst mér sú tónlistargrein, þar sem vaxtar- broddurinn er. „Ég gleypi ekki við þessu tali um gömlu, góðu tímana” I tónlistartímaritum og -umræðu er söngkreppa vinsælt umræðuefni og þá er átt við að þó nóg sé af ungum og velmenntuðum söngvur- um, þá vanti sterka persónuleika, miðað við fyni ár. Hvað viltu segja um jietta? „I kríngum mig sé ég marga unga söngvara, sem vinna vel og af sam- viskusemi með þeim þroska, sem fólk hefur á unga aldri. Þeirra þroski er annar heldur en þéirra, sem komn- ir erti á efri ár, en þetta er það sem þeir hafa. Ég gleypi ekki við þessu tali um gömlu, góðu tímana. Þeir tímar voru aðrir, en það voru ekki fleiri sterkar manngerðir í hópi söngvara. Ég þekki einfaldlega of marga góða og unga söngvara, sem stunda vinnu sína af heiðarleik, til að ég geti tekið undir þetta. En ungir söngvarar hafa margt að glíma við. Eitt er að aðaláherslan er lögð á fullkomleika og að allt sé kórrétt. Það er ekki víst að þessi afstaða efli tónlistina, með áherslu á Listina. Annað sem þeir þurfa að beijast við eru alls konar bábiljur, eins og til dæmis að Vetrarferðin sé aðeins verkefni fyrir gamia söngv- ara. Þá gleymist að Schubert samdi verkið kornungur að aldri, svo hvers vegna skildu söngvarar á þeim -aldri ekki geta gert henni góð skil. Söngvari, sem er gamall í hettunni gerir henni önnur skil, en hver er kominn til með að segja að hans túlk- un sé réttari eða sannari en ungs söngvara. Og mið- aldra söngvari get- ur sungið Malara- stúlkuna fögru með ferskleik, þó hann sé búinn að komast að því að tryggðin á sér kannski aðrar hlið- ar en ljóðaflokkur- inn gefur til kynna.” Annað vinsælt umræðuefni, þegar söngvarar eru ann- ars vegar, er að þeir byiji of fljótt að vinna of mikið og þeim sé hvergi hlíft. Hvað viltu segja um þetta? „Ég lít þetta alla vega ekki þessum augum. Það er alltaf viss hætta á að vera ofnotaður, en h'ver og einn verður að nota skynsemi sína til að finna takmörk 'sín. En það er næstum því í tísku að tala stöðugt um kreppu. Allar þrengingar, sem söngvari verð- ur fyrir, hvort sem það er vegna ofreynslu, sálarrauna eða veikinda, koma fram í raddböndunum. Þau eru eins og jarðskjálftamælar, sem skrá allar hræringat- söngvarans. Það er eðlilegt að það komi tímabil, þar sem söngvarinn er ekki alveg upp á sitt besta, kannski nokkrir mánuðir í senn. Það er samt engin ástæða til að ijúka upp til handa og fóta og tala um krísu og kreppu. Svona var þetta líka hjá þeim gömlu og það gengur yfír, án þess að það þurfi að velta því fyrir sér og kryfja það til mergjar. En hættan á að vera ofnot- aður er fyrir hendi og það er margt, sem getur komið niður á röddinni á einn eða annan hátt.” Hvernig skipuleggur þú tíma þinn? „Ég reyni að koma ekki oftar fram en tíu sinnum í mánuði. Þá hef ég tuttugu daga til að koma mér á milli staða, til að hlaða mig og undirbúa. Það er erfitt að hafa stjórn á hvern- ig verkefnin skiptast á ljóða- og óper- usönginn, það er háð eftirspurn, en ég reyni að æfa tvær óperur á ári og sá undirbúningur tekur þá um tvo mánuði. Tveir mánuðir fara í tón- leikaferðir utan Evrópu, til Ameríku, Japan, Ástralíu. Afgangurinn er sveigjanlegur, en einn eða helst einn og hálfur mánuður fara í frí. Nú er ég ekki lengur bundinn við óperuna í Dresden, heldur bara gestasöngvari og svona vil ég helst hafa mína tíma- skrá. Það hentar mér best.” „Eitt af því sem söngvari þarf að læra er að vera einn” Hvernig endurnærirðu þig utan vinnu? „Helst með því að vera heima fyr- ir. Ég hef of lítinn tíma en mér frnnst gaman að vera úti í náttúrinni, að ganga, vera með konunni minni. Er það ekki þetta, sem flest ljóð fjalla um? Ég reyni að lifa þetta sem oft- ast, til að geta sungið um það. Hvað annað... hlusta á jazz, les, fer á söfn og gallerí ef ttmi gefst. Eitt af því sem söngvari þarf að læra er að vera einn. Það er í sjálfu sér ekki erfítt, nema þegar því fylg- ir einmanakennd. Einmanakenndinni fylgir örvænting, sem er erfitt að beijast gegn. Hún er ástand. Ég veit ekki, þetta er eitthvað sem mað- ur verður að læra að lifa með, þetta kemur í sveiflum. Þá leitar á mig sú spurning, hvort söngurinn skipti mig í raun svo miklu máli. Málari, sem þreytist á að mála um stund, leggur frá sér pensilinn. Söngvari, sem miss- ir listina á að syngja um stund, fær strax að heyra að þetta geti hann ekki gert áheyrendum og svo fram- vegis. Ég hef ekki á tilfinningunni að ég sé notaður, því ég er sjálfur við stjórn, en stundum sækir á mig efi. Nei, ekki þegar ég syng, en stundum samt.” Er erfitt að hugsa fram í tímann? „Ég á erfitt með að hugsa segjum tuttugu ár fram í tímann, ekki af kvíða, heldur af því ég vil fmna fyr- ir núinu, hugsa um núið, því annars missi ég af því. Mér hefur gengið vel undanfarin fimm eða sex ár. Það er gott að geta hugsað um góða tíma, en það hjálpar mér ekki varðandi framtíðina.” Söngvari á sviði verður að vera vel á sig kominn í hvert einasta skipti. Hvernig tekstu á við það? „Tilgangurinn með að æfa sig er að ná valdi á tæknilega erfiðum hlut- um og geta gert þá áreynslulaust á tónleikum, þannig að áheyrendur taki ekki eftir þeim sem erfíðum. Ef ég er illa fyrirkallaður, þá aflýsi ég, en það getur líka ýtt við mér á vissan hátt. Stundum fínn ég að vegna þess að mér líður ekki alveg sem best get ég kannski tjáð ákveðna hluti betur en ella, einmitt vegna þess hvernig mér líður, en ekki þrátt fyrir það. Áheyrendur geta haft sín áhrif, svo maður glatar einbeitingu. Ég er þó ekki eins viðkvæmur nú og ég var áður. Það er slæmt að vera of viðkvæmur, því þá snúast hlutirnir við. í stað þess að söngvarinn sé sS sem fær áhorfendur á sitt band, leiða þeir. Ég lít svo á að ef eftirtekt áheyr- enda flöktir, þá sé það mér að kenna. Ég leggi mig ekki nógu mikið fram.” Ef þú hefðir ekki orðið söngvari, hvað hefðirðu þá fengist við? „Ég veit ekki, líklega tónlistar- fræði. En ef ég yrði að hætta sem söngvari, þá ntyndi ég hvorki verða tónlistarfræðingur né gagnrýnandi, heldur vildi ég vinna sem umboðs- maður fyrir söngvara. Ég hef verið einkar heppinn með umboðsmann. Hann hefur bæði stutt mig og sýnt mér skilning og ekki bara hugsað um samninga og viðskipti. Ég vil ekki halla á neinn, þó ég taki fram hve miklu rnáli skiptir að sinna mann- legu hliðinni, ekki bara að miðla sam- böndum. Það myndi heilla mig að starfa að þessu, ekki síst til að að- stoða landa mína frá því, sem var Austur- Þýskaland.” Söngvarar eiga sér takmarkaðan starfsaldur. Hvernig leggst það í þig? „Ég vildi gjaman geta sungið lengi. Það er afar einstaklingsbundið hversu lengi þeir endast. Það skiptir máli að rækta vel sál og líkama og listina um leið.” Skapandi og miðlandi list Líturðu á söng sem skapandi eða miðlandi? „Þegar ég var að byija að syngja var ég svolítið kvalinn af tilhugsuninni um þetta. Ég þekkti skáld og málara og fannst að þeirra úður væri meira skapandi en mitt. En ég er löngu kominn á aðra skoðun. Líkt og þessir listamenn dregur söngvarinn i sig umhverfi sitt og skilar skilningi sínum í söng sínum. Söngur er ekki bara radd- beiting. Með hugleiðslukenndum undirbúningi frnnur maður tilfinningum sínum stað í textanum. Tónlist og texti kemst ekki til skila nema með framlagi söngvarans, sem er skapandi. Það er þessi skapandi þáttur, sem fyllir mig og veitir mér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.