Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 1

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 1
SKIPASMÍDI: Þorgeir og Ellert hf. gengin í endurnýjun lífdaganna/6 LYFfAIÐNADUR: Lyfjakostnaður ekki bara íslenskt heldur alþjóðlegt vandamál /8 píior0tmMaí>ií> ■--—-------------------------------------------L-------------- PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 BLAÐ Hlutahréfamarkaður Mikil lækkun á markaðs- virði stærstu hlutafélaganna Samanlögð lækkun á markaðsvirði hlutabréfa Eimskips, Flugleiða, Skeljungs og Olíufélagsins er 1.400 m.kr. síðan í ágúst LÆKKANIR á gengi hlutabréfa frá því í lok ágúst í fjórum af helstu skráðum hlutafélögum þ.e. Flugleiðum, Eimskip, Olíufélag- inu og Skeljungi samsvara iæplega 1.400 milljóna lækkun á mark- aðsverðmæti bréfanna miðað við skráð sölugengi HMARKS í gær. Samtals er lækkun markaðsverðmætis á skráðum bréfum nálægt 2 milljörðum eins og kom fram í blaðinu í gær. Af einstökum félög- um má nefna að markaðsverðmæti hlutabréfa Eimskips hefur lækk- að um rúmar 100 milljónir en samsvarandi lækkun er 561 milljón á Flugleiðabréfum eins og reyndar hefur áður komið fram, 392 milljónir á Olíúfélagsbréfum og 329,8 milljónir á Skeljungsbréfum. Dæmi eru hins vegar um ennþá lægra gengi t.d. á Flugleiðabréfum á tilboðsmarkaði Kaupþings. Hlutabréf eru eins og aðrir fastafjármunir eignfærð á fram- reiknuðu kaupverði hjá þeim fyrir- tækjum sem eiga hluti í öðrum. Þannig nam t.d. bókfært verð hlutabréfa í eigu eignarhaldsfélags Eimskips, Burðaráss, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði alls um SÖLUGENGI DOLLARS Síðustu fjórar vikur 60.50 ------------------------ kr. 60,00--------1--;------------- 59.50 ------------------------ 59,00 13.nóv. 20. 27. 4. des. 11. 1.258,8 milljónum um sl. áramót. Skráð kaupgengi bréfanna nam á sama tíma 2.101,5 milljónum. Þær lækkanir á gengi hlutabréfa sem orðið hafa frá því í haust hafa því ekki áhrif á bókfærða eign Eim- skips eða annarra fyrirtækja í skráðum hlutabréfum. Markaðs- virði er á hinn bóginn jafnað miðað við sölugengi. Hins vegar hefur hlutafjáreign Eimskips í Flugleiðum lækkað um 190 milljónir frá því í ágúst þegar miðað er við markaðsverðmæti bréfanna samkvæmt skráðu gengi HMARKS. Er þá miðað við söiu- gengið 2,20 en þegar miðað er við sölugengið 2,10 sem skráð var á tilboðsmarkaði Kaupþings í fyrra- dag er lækkunin um 255 milljónir. Þá má nefna sem dæmi að mark- aðsverðmæti hlutabréfa stærsta hluthafans í Eimskips Sjóvá— Almennra hefur lækkað um 11,1 milljón frá því í ágúst miðað við sölugengið 5,95 en um 28 milljón- ir þegar miðað er við gengið 5,80. Annar stór hluthafi í Eimskip og reyndar í Flugleiðum líka er Lífeyrissjóður verslunarmanna og hefur markaðsverðmæti bréfa hans í Flugleiðum lækkað um 37 milljónir miðað við gengið 2,20 en um 49 milljónir miðað við gengið 2,10. Lækkun á gengi hlutabréfa end- urspeglast í gengi hlutabréfasjóða sem hefur komið fram í því að gengi bréfa í þeim hefur ýmist lækkað eða staðið í stað að undanf- örnu. Sjóðirnir fjárfesta hins vegar jafnframt í skuldabréfum sem dregur úr áhrifum lækkana hluta- bréfa. „Hlutabréfasjóðurinn hf. er í almennu útboði núna sem hófst um miðjan nóvember og gengi í útboðinu tók mið af stöðunni eins og hún var miðað við þann tíma. Ég held að gengið endurspegli ágætlega stöðuna eins og hún er á markaðnum núna,“ sagði Þor- steinn Haraldsson, framkvæmda- stjóri sjóðsins í samtali við Morg- unblaðið. Svipað ástand ríkti á hlutabréfa- markaðnum í gær og verið hefur undanfarna daga. Verðbréfafyrir- tækin keyptu ekki hlutabréf gegn staðgreiðslu nema í undantekning- artilvikum. T.d. hætti HMARK skráningu á kaupgengi í gær. Á tilboðsmarkaði Kaupþings voru kauptilboð í nokkur hlutafélög en þau fólu í sér talsvert lægra gengi en almennt hefur gilt á markaðn- um að undanförnu. Þar var m.a. sölutilboð í Flugleiðabréf miðað við gengið 2,0 og kauptilboð í Eim- skipsbréf miðað við gengið 5,30. VEXTIR á Norðurlöndum 1990-91 ; Á ÍSLANDI 0 | Þriggja mán. vextir 1 Forvextir rikisvíxla 10- 1990 ECU-vextir 1991 A J 0 J A J 0 25 % I Noregi Þriggja mán. vextir rTenging við ECU 10- 1990 ECU-vextir 1991 A J 0 A J 0 cO , % 1 Finnlandi Þriggja mán. vextir Tenging við ECU - • 10 10 1990 ECU-vextir 1991 A J 0 J A J O % í Svíþjóð Þriggja mán. vextir Tenging við ECU n 10 fs^rs 1990 d 1991 :CU-vextir A J 0 A J 0 Á RÁÐSTEFNU Félags viðskipta- og hagfræðinga fyrir stuttu hélt Yngvi Harðarson fjá Félagi íslenskra iðnrekenda erindi um hvort tengja ætti ís- lensku Igónuna ECU-myntinni. Þar kom m.a. fram að vegna mikilla viðskipta íslendinga við lönd EB og EFTA sé ótvírætt hagræði af því að draga úr gengissveiflum með því að tengja íslensku krónuna við ECU. Minni gengis- áhætta gagnvart löndum Evrópu þýðir einnig nánari tengsl fjármagns- markaðar hérlendis við fjármagnsmarkað í Evrópu og minnkandi vaxtamun. Eins og sést hér að ofan dró töluvert úr þessum vaxtamun hjá hinum Norðurlandaþjóðunum þegar þær ákváöu að tengja gjaldmiðla sína við ECU. í Finnlandi hækkuðu vextir úr 10,7% í 18,9% skömmu áður en Finnar voru knúnir til að fella gengið um 12,3% vegna spákaupmennsku. Eftir gengislækkunina lækkuðu vextir strax í 14%. SAGA BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga /^I X QQ Business Class lækkarðu ferðakostnað til muna með því að eiga kost á heimferð strax og þú hefur lokið viðskiptaerindum þínum. Hagsýnir kaupsýslumenn velja alltaf Saga Business Class Mundu einnig að eitt og sama fargjald með Saga Business Class getur gilt á milli margra áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er tekist á við verkefni sem bíða þín heima. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.