Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Fyrirtæki
Hagnaður Olíufélagsins
hf. 158 milljónir króna
HAGNAÐUR Oiíufélagsins hf. á
fyrstu níu mánuðum ársins nam
alls um 158 milljónum en var
allt árið í fyrra um 207 milljón-
ir. Gert er ráð fyrir nokkru lak-
- fyrstu níu mánuði ársins
ari afkomu á þessu ári en á sl.
ári og má einkum rekja það til
aukins fjármagnskosnaður en
einnig hefur heildarsala á
bensíni og olíuvörum verið tals-
Fyrirtæki
Stefnt að stofnun frí-
svæðis strax um áramótin
STEFNT er að því að Tollvöru-
geymslunni við Héðinsgötu í
Reykjavík verði breytt í frí-
svæði um áramótin en viðræður
standa nú yfir við ríkistollstjóra
og fjármálaráðuneytið um
starfsleyfi. Mánuði síðar eða
þann 31. janúar mun flugfragt
Flugleiða flytja afgreiðslu sína
frá Reykjavíkurflugvelli inn að
Héðinsgötu en jafnframt mun
afgreiðsla flugfragtar á Bílds-
höfða flytjast til Tollvörug-
eymslunnar. Að auki verður
bætt við starfsfólki frá toll-
stjóra og sett upp almenn toll-
afgreiðsla.
„Það verður bylting í þjónustu
við þá sem nýta sér flugfragt,"
sagði Júlíus S. Ólafsson, stjórnar-
formaður Tollvörugeymslunnar í
samtali við Morgunblaðið. „Með
breytingunni yfir í frísvæði munu
vörur sem koma inn á svæðið ekki
teljast innfluttar fyrr en þær fara
út af svæðinu. í Tollvörugeymsl-
unni er hins vegar tollafgreitt inn
á svæðið og út af því aftur. Frí-
svæðið er miklu einfaldara og það
gerir erlendum aðilum auðveldara
að eiga vörur hér á landi. Þeir
geta tekið þær til baka hvort sem
um er að ræða að vörum sé skilað
héðan eða þær fluttar annað.“
Júlíus segir hins vegar erfitt að
spá fyrir um hvaða þýðingu frí-
svæðið hafi fyrir Tollvörugeymsl-
una. „Við búumst ekki við neinni
stórkostlegri byltingu en frísvæð-
inu munu ábyggilega fylgja aukin
umsvif fyrir fyrirtækið. Það gefur
augaleið að tekjur Tollvörug-
eymslunnar munu vaxa á næsta
ári en hagur fyrirtækisins hefur
einnig batnað verulega á þessu
ári vegna breytinga úr svokallaðri
klefaþjónustu yfír í hilluvæðingu.
Þjónustusviðið hefur breikkað og
nýir viðskiptavinir komið til eftir
sölu- og markaðsátak. Tollvörug-
eymslan hefur sýnt það að hún er
á réttri leið og frísvæðið verður
viðbót við núverandi starfsemi."
Fyrirtækjanet
íslenska áætlunin hefst
formlega íbyrjun næsta árs
Leitað hefur verið til 6 sjóða og stofnana til
að standa straum af styrkveitingum
ISLENSK áætlun um samstarf
í formi fyrirtækjaneta hefur
verið í undirbúningi undanfarið
á vegum Samtaka atvinnurek-
anda í sjávarútvegi, Félags ís-
lenskra iðnrekanda, Landssam-
bands iðnaðarmanna, Út-
flutningsráðs Islands, ASI og
VSI. Undirbúningurinn er vel á
veg kominn og er áætlað að
starfið hefjist formlega í byrjun
næsta árs.
Á námskeiði sem haldið var
fyrr í vikunni um fyrirtækjanet
sem fyrirtækjaform framtíðarinn-
ar kom fram að tvö eða fleiri fyrir-
tæki geta sótt sameigýilega um
styrki til að standa straum af
kostnaði við að framkvæma at-
huganir, gera útreikninga og
standa að þeirri samningsgerð sem
nauðsynleg kann að vera til að
koma á arðbæru samstarfi í formi
fyrirtækjaneta. Styrkurinn getur
verið að hámarki 1.200 krónur á
hvert riet.
í máli Kristjáns Jóhannssonar,
rekstrarhagfræðings hjá VSÍ, sem
starfar í undirbúningsnefnd, kom
fram að til að standa straum af
styrkveitingum hefur nefndin leit-
að til 6 sjóða og stofnana um fjár-
mögnun. Þegar hefur verið gengið
frá samkomulagi við fjóra af þess-
um sex aðilum, en eftir er að
ræða betur við Iðnþróunarsjóð og
Fiskveiðasjóð.
Fjármögnunaráætlunin hljóðar
upp á 30 milljónir króna. Gert er
ráð fyrir að heildarstyrkir verði
12 milljónir, með fjármögnun
fyrirtækja náist sama upphæð og
að afgangurinn felist í vinnu-
framlagi samtaka atvinnulífsins,
launum starfsmanns áætlunarinn-
ar, rekstri, kynningum o.þ.h.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásífjum Moggans!
Sævar Karl Ólason
Bankastræti 9, sími 13470
vert minni en í fyrra. Fyrstu tíu
mánuði ársins var heildarsala
olíufélaganna 479 þúsund tonn
en var 515 þúsund tonn á sama
tímabili í fyrra.
Geir Magnússon, forstjóri 01-
íufélagsins hf., segir að auk meiri
fjármagnskostnaðar á þessu ári
eigi sarndráttur í sölu vegna minni
fiskafla og loðnuleysis stærstan
þátt í lakari afkomu félagsins en
í fyrra. Rekstrartekjur voru alls
6.152 milljónir fyrstu níu mánuð-
ina og var rekstrarhagnaður 311
milljónir. Þá var hagnaður fyrir
tekju- og eignarskatt alls 281
milljón. Heildareignir félagsins í
lok september voru alls 6.733
milljónir og höfðu aukist um 15,9%
frá áramótum. Eigið fé var 3.918
milljónir og hafði hækkað um 15%
frá áramótum en eiginíjárhlutfall
var 58,2% í lok september.
mest seldu fólks-
bílategundirnar
jan.-nóv. 1991
Fiöldi %
1. MITSUBISHI 1.644 18,9
2. TOYOTA 1.587 18,2
3. NISSAN 906 10,4
4. SUBARU 840 9,6
5. AE-LADA 594 6,8
6. DAIHATSU 502 5,8
7. MAZDA 281 3,2
8. SUZUKI 277 3,2
9-10. RENAULT 262 3,0
9-10. VOLKSW. 262 3,0
Aðrir 1.558 17,9
9.179
6.371
I l
Bifreiða-
innflutningur
jan.- nóv.
1990 og
1991
|— FÓLKSBÍLAR,
nýir og notaðir
HÓP- VÖRU- og
SENDIBÍLAR,
nýir og notaðir
1990
2.164
1.700
■
1990 1991
í NÓVEMBER sl. voru fluttir til landsins alls 632 bílar, þar af 596 nýir. [ október
voru fluttir inn 883 bílar og er því um að ræða tæplega 30% samdrátt í bílainn-
flutningi milli þessara tveggja mánaða. Miðað við nóvember á síðasta ári þegar
fluttir voru til landsins 713 bílar, er samdrátturinn um 12%. Meðaltalsinnflutningur
bíla fyrstu tíu mánuði þessa árs er 1.017 bíll. Miðað við það meðaltal er um að
ræða 40% samdrátt bílainnflutningi í síðasta mánuði. Sambærilegar tölur fyrir
síðasta ár sýna að bflainnflutningur í nóvember var um 3% minni en meðaltals-
innflutningur fyrstu 10 mánuðina. Frá síðustu áramótum hafa verið fluttir til landsins
10.565 nýir bílarog 778 notaðir eða alls 11.343 bílar. Árin 1980-1990 voru að
meðaltali fluttir inn 11.074 bílar. Innflutningurinn náði eins og kunnugt er hámarki
árið 1987 þegar fluttir voru inn alls 23.459 bílar. Árið eftir voru fluttir inn 15.078
bflar, síðan hrapaði innflutningurinn í 7.476 bíla árið 1989. í fyrra voru fluttir inn alls
8.819 þannig að Ijóst er að bílainnflutningur er í uppsveiflu í ár þrátt fyrir samdrátt
síðustu mánuðina. Að sögn Jónasar Þórs Steinarssonar, framkvæmdastjóra Bíl-
greinasambandsins, búast menn almennt við að sá samdráttur nái fram á næsta ár.
Verðbréf
Brýnt að gera engar megin-
breytingar á húsbréfakerfinu
Vafasamt að aukning húsnæðislána hafi valdið vaxtahækkunum segir
í skýrslu starfshóps félagsmálaráðherra
STARFSHÓPUR, sem falið var að meta reynsluna af húsbréfakerf- heppilegt sé að veita skattfríðindi
inu, telur í skýrslu til félagsmálaráðherra að húsbréfakerfið hafi í vegna kaupa á húsbréfum í verð-
meginatriðum reynst vel og afar brýnt sé að ekki verði gerðar breyt- bréfasjóðum. Lagt er til að ákvæði
ingar á því á næstu tveimur árum. Starfshópurinn telur vafasamt skattalaga um afföll verði endur-
að skýra hækkun vaxta á þessu ári með aukningu húsnæðislána.
Vaxtahækkunin hafi hafist með vaxtahækkun spariskírteina í júní
1990 og að stjórnmálaleg sjónarmið hafi ráðið því að ávöxtun spari-
skírteina hafi verið óraunhæf á fyrri hluta þessa árs. Meirihluti
hópsins telur þær breytingar sem gerðar voru á húsbréfakerfinu í
október, sem m.a. fólust í lækkun hámarkslána, hafi verið óþarfar
og ótímabærar og að á næsta ári muni draga úr fjárstreymi inn á
húsnæðismarkaðinn.
Starfshópurinn kemst að þeirri
niðurstöðu að þrátt fyrir hrakspár
hafi verið jafnvægi á fasteigna-
markaði s.l. tvö ár og fasteignaverð
verið stöðugt. Útborgun hafi lækk-
að úr 75% í 45% og innri fjármögn-
un verið í samræmi við markmið
þar sem um helmingur húsbréfa
sem gefin eru út vegna kaupa á
notuðu húsnæði gangi áfram til
húsnæðisviðskipta eða séu geymd
sem sparnaður. Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra sagði á
fréttamannafundi í gær að niður-
staða starfshópsins staðfesti að lít-
inn hluta af veltu fjármagnsmark-
aðarins mætti rekja til húsbréfa
andstætt því sem fram hefur komið
af hálfu Seðlabankans í nýbirtri
skýrslu.
Starfshópurinn kemst að þeirri
niðurstöðu að flest bendi til að út-
gáfa húsbréfa vegna nýrra og not-
aðra íbúða á árinu verði svipuð og
gert var ráð fyrir eða um 12 millj-
arðar kr., að greiðsluerfiðleikalán-
um undanskildum. Helstu vandamál
kerfisins megi hins vegar rekja til
uppsafnaðs vanda frá biðraðakerf-
inu frá 1986, að tvö lánakerfi hafa
verið starfandi samtímis og vegna
útgáfu greiðsluerfíðleikalána.
Starfshópurinn leggur m.a. til
að athugaðir verði möguleikar á að
koma á fót sérstöku sparnaðar-
hvetjandi fyrirkomulagi sem bygg-
ist á reglubundnum kaupum ein-
staklinga á húsbréfum og hvort
skoðuð til að tryggja jafnstöðu svo
þeir sem byggja á eigin vegum, og
eru útgefendur fasteignaveðbréfa
og viðtakendur húsbréfa fái þau
lögð til grundvallar vegna vaxta-
bóta. Þá er ekki talið tímabært að
afnema ríkisábyrgð á húsnæðislán-
um en hugað verði að því að hús-
bréfadeild nýti heimild til að taka
upp vaxtaálag í húsbréfaviðskiptum
til að mæta áætluðum útlánatöpum.
í starfshópnum sátu Yngvi Örn
Kristinsson, formaður Húsnæðis-
málstjórnar, Grétar J. Guðmunds-
son, þjónustuforstjóri Húsnæðis-
stofnunar, Þórólfur Halldórsson,
formaður Félags fasteingasala, Sig-
urður Geirsson, forstöðumaður hús-
bréfadeildar, Gunnar Helgi Hálf-
dánarsson, forstjóri Landsbréfa hf.,
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar
íslandsbanka hf., Gunnar S. Björns-
son byggingameistari og Ingi Valur
Jóhannsson, deildarstjóri í félags-
málaráðuneytinu.
HUSBREFIN — Frá blaðamannafundi félagsmálaráðherra. Talin frá vinstri Ingi Valur Jóhannsson,
Grétar Guðmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Yngvi Örn Kristinsson.