Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF iFMMlWBAGUít «>2., DESEMBER 1991
<B (3
PROFUN — í vikunni fóru fram pappírslaus viðskipti milli
Búnaðarbankans og Heklu hf. Á myndinni eru Sigfús Sigfússon, fram-
kvæmdastjóri Heklu, Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbank-
ans og Hrafnkell Gunnarsson, fjármálastjóri Heklu.
Tölvur
Búnaðarbankinn og
Hekla í pappírs-
lausum viðskiptum
*
Islenskt bergvatn sel-
ur Seltzer til Astralíu
ÍSLENSKT bergvatn hf. hefur gert samning við aðila í Ástralíu um
söiu á Seltzer og fara fyrstu gámarnir út skömmu eftir áramót. Að
sögn Jóns Sch. Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra íslensks berg-
vatns, er um að ræða hálfa milljón dósa sem send verður út í tólf
gámum á næstu mánuðum. Sömu
við Islenskt bergvatn um kaup á
Seltzer er seldur til Ástralíu und-
ir vörumerkinu Glacier, og er það
þriðja vörumerkið sem íslenskt
bergvatn notar fyrir drykkinn. „í
Bretlandi notum við Seltzer eins og
hér heima, en í Bandaríkjunum er
orðið safnheiti og því urðum við að
taka upp nýtt vörumerki þar. Nátt-
úra varð fyrir valinu, en það geng-
ur ekki í Ástralíu frekar en Seltz-
er. Þar er Seltzer safnheiti og Nátt-
úra er vörumerki fyrir konfekt sem
selt er þar í landi,“ sagði Jón.
Talsverður kostnaður fylgir því
að flytja Seltzer alla leið til Astral-
íu. Að sögn Jóns kostar 2.000 feta
gámur 3.500 dollara eða um
210.000 íslenskar krónur. „Gámur-
inn er því nýttur eins og kostur er
og við stöflum þar í 17 hæðir í stað
10 eins og við eram vanir,“ sagði
Jón. Hann sagði ennfremur að Ástr-
alíumarkaður væri mjög lofandi því
þar ætti Seltzer ekki í eins mikilli
samkeppni við aðra svipaða drykki
og t.d. í Bandaríkjunum.
Þeir aðilar sem eru að kaupa
aðilar eiga ennfremur í viðræðum
vatni.
Seltzer af íslensku bergvatni hafa
einnig hug á að flytja inn vatn frá
fyrirtækinu, en það mál er mun
styttra á veg komið. Einnig hafa
aðrir ástralskir aðilar skoðað vatnið
í gegnum umboðsaðila íslensks
bergvatns í Hong Kong og’þá með
innflutning í huga. „Maður bíður
bara í rólegheitum og sér hvort eitt-
hvað verður úr hugleiðingum þess-
ara aðila varðandi vatnið," sagði
Jón.
Að sögn Jóns gekk útflutningur
á Seltzer vel í síðasta mánuði og
jókst sala til Englands um 30% frá
nóvember á síðasta ári.
XJöfdar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
anco
pj
EFTIRUTS-
SPEGLAR
Eigum fyrirliggjandi |
eftirlitsspegla.
Veita góöa yfirsýn og eru
auöveldir í uppsetningu.
Stærðir: 40, 50 og 60 sm.
VERSLUNARTÆKNI HF.
VATNAGÖRÐUM 12 REYKJAVlK SlMI 688078
BÚNAÐARBANKI íslands og
Hekla hf. hafa unnið saman að
þróun pappírslausra viðskipta
og nú í vikunni fór fyrsta próf-
un farið fram þegar Hekla hf.
sendi Búnaðarbankanum beiðni
um greiðslumiðlun. Stefnt er að
þvi að Búnaðarbankinn bjóði
öðrum fyrirtækjum þessa þjón-
ustu í janúar.
Viðskiptin fara þannig fram að
fyrirtæki sendir tölvuskeyti með
fyrirmælum um greiðslu til við-
skiptabanka í gegnum X.400
gagnahólfaþjónustu Pósts og
síma. Um leið og pappírslaus við-
skipti fara fram á milli kaupanda
og seljanda, fær bankinn greiðslu-
fyrirmæli, sem hann framkvæmir
og sendir síðan staðfestingu með
tölvuskeyti til beggja aðila.
Auk greiðslumiðlunar stefnir
Búnaðarbankinn að enn víðtækari
þjónustu fyrir fyrirtæki í gegnum
gagnahólfíð, s.s. vegna launa-
greiðslna, gjaldeyrisviðskipta og
ýmissa skeytasendinga til og frá
bankanum.
Þessi prófun greiðslumiðlunar
er árangur samstarfsverkefnis um
pappírslaus viðskipti, ÍSEDI 91, á
vegum EDI félagsins og nokkurra
aðila, sem hafa það að markmiði
að aðstoða fyrirtæki við að taka
upp pappírslaus viðskipti. Bún-
aðarbankinn er eini bankinn sem
tekur þátt í þessu verkefni.
Bankar og sparisjóðir á íslandi
hafa frá árinu l989 verið notendur
að hinu alþjóðlega SWIFT greiðsl-
umiðlunarkerfí banka um heim
allan og í fréttatilkynningu frá
Búnðarbankanum og Heklu hf.
segir að það sé í raun fyrsta kerfí
fyrir pappírslaus viðskipti (EDI)
hér á landi þó það sé eingöngu
fyrir bankastofnanir.
Efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis hefur til umfjöllunar hug-
myndir um breytingu á lögum nr.
51/1968, þar sem lagt er til að
séu pappírslaus viðskipti stunduð
með skjalaskiptum milli tölva sé
heimilt að víkja frá ákvæðum 5.gr.
- 17.gr. að því er varðar pappírs-
gögn. Þess skuli gætt að tölvu-
skjöl séu varðveitt með aðgengi-
legum og sambærilega tryggum
hætti og pappírsgögn eða eftir-
myndir af þeim. Jafnframt kemur
fram í þessum hugmyndum að um
pappírslaus viðskipti skuli gilda
samskonar efnislegar kröfur og
viðskipti studd pappírsskjölum
vegna innra eftirlits, endurskoðun-
ar og eftirlits opinberra aðila.
BlLDSHOFÐA I6SIMI672444 TELEFAX672560
r
Lœkkaöu sorpkostnaö og sparaöu pláss.
Sorpressan er góö lausn, sem hentar allsstaöar.
Sérstakt kynningarverð. !
Vélin fyllt
Eftir verður I
og handhægur
pakki.
BP 1800 Loftknúin
KROKMALSI 6 - REYKJAVIK - SIMI 671900
BHP 1200 Handknúin
J
EGGERT
feldskeri
Efst á Skólavörðustígnum,
sími 11121.
VETURINN1991
Selslánnsjakkamir sérhönnuöu frá Eggert feldskéra
em nýjung sem nútímakonan kann að meta.
Glóandi litir í mjúku skinni.
Stórkostlegt úrval af pelsa - og skinna vöru á góðu verði;
Bísamfeldir frá kr. 86.000,-
Selskinnsjakkar frá kr. 125.000,-
Minkafeldir frá kr. 220.000,-
Síðar peysur - kasmírsjöl - slár - töskur - húfúr.
Opið laugardag frá kl. 10 - 18. Sunnudag frá kl. 12 - 18.
Verif velkomin.