Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Verslun
Jólin koma ætíð á endanum
- hjá kaupmönnunum líka
Jólaverslun hefur farið hægt af stað, kaupmenn segjast ekki hafa tapað viðskiptum vegna
verslunarferða, en benda hver á annan
Innlend
úttekt
5.000
Nokkur stöðugleiki virðist vera kominn á notkun greiðslukorta ef marka má
þessar upplýsingar frá VISA-lsland. Til vinstri gefur að líta samanburð á
vöruúttekt í árslok 1989 og 1990 og leiða innlendu tölumar í Ijós 12-13%
vöxt á milli ára. Hins vegar kemur í Ijós að tímabilin frá 18. nóv. til 17. jan.,
„jólaverslunin" eru rúmlega 30% hærri en næstu sambærilegu tímabil á
undan. Erlendu tölurnar eru um fjórðungur af veltu fyrirtækisins, og sýna
u.þ.b. 20% aukningu á milli ára. Um þrfr fjórðu hlutar erlendu úttektarinnar
er í formi vöru en afganginn tekur fólk út í reiðu fé, tæpar 270 millj. kr. í
október og nóvember 1991. Meðal vöruúttekt innlend var á bilinu
2.500-3.100 kr. á skoðunartímanum en erlend á bilinu 7.000-7.500 kr.
Erlend
Reiðufé
-8.000
1.000
Innlend
meðalúttekt
Vörur
O/N D/J
1989
O/N D/J
1990
O/N O/N O/N
'89 '90 '91
I r
II I ■ I I
O/N D/J O/N D/J
1989 1990
O/N O/N O/N
'89 '90 '91
-6.000
-4.000
-2.000
-0
eftir Hildi Friðriksdóttur
JÓLAVERSLUN hefur almennt
farið seinna og hægar af stað en
oft áður og svo virðist sem kaup-
menn hafi einnig átt rólegri tíð í
september og október miðað við
fyrri ár. Hér eru barnafataversl-
anir þó undantekning, því að af
samtölum við eigendur nokkurra
þeirra má ráða að salan sé síst
minni nú en fyrir ári. Nýtt kredit-
kortatímabil hófst í gær, miðviku-
dag, og ef ástandið verður eitt-
hvað svipað og í fyrra má búast
við verulegum kipp í innkaupum
fram að jólum. Þrátt fyrir að talað
sé um samdrátt í atvinnu- og efna-
hagslífi þjóðarinnar á næstunni
láta Islendingar það ekki á sig fá
og leggja mikið á sig til þess að
geta haft jólahaldið eins myndar-
legt og framast er unnt. Kaup-
menn sem hafa verið lengi viðloð-
andi verslun segja að jólainnkaup-
in hafi ætíð haft forgang, þótt lit-
ið sé langt aftur í söguna og vitna
meðal annars til Haraldar Árnas-
onar í Iiaraldarbúð.
Morgunblaðið hafði samband við
fjölda kaupmanna, þó aðallega þá
sem selja fatnað. Ummæli þeirra um
jólaverslunina í ár voru nokkuð mis-
munandi. Sumir bera sig mjög vel,
en aðrir segjast ekki geta dæmt
árangurinn ennþá, þar seni aðal sölu-
tíminn sé framundan. Flestir segja
þó að innkaupaferðir íslendinga er-
lendis hafi veruleg áhrif á verslunina
í heild. Það sem vekur hvað mesta
athygli er að fæstir bera sig illa, en
segjast heyra hjá öðrum kaupmönn-
um, að harðnað hafí á dalnum.
Sumir spyrja ekki hvað
hlutirnir kosta
Verslunareigendur telja sig margir
hveijir ekki vei a vara við að fólk
hafí minni fjárráö en ella. Einstaka
benda þó á að fólk velji ódýrari föt.
Einn kaupmannanna lýsti ástandinu
þannig, að bilið milli þeirra sem eiga
nóga peninga og þeirra sem hafa
minna sé að breikka. „Það kemur inn
fólk sem spyr ekki einu sinni hvað
hlutirnir kosta, meðan aðrir hafa
afskaplega lítið handa á milli," sagði
hann. í sama streng tók verslunar-
eigandi sem selur barnafatnað. „Við
tökum alltaf einhveija áhættu og
kaupum inn fatnað sem er í dýrari
kantinum. Sá fatnaður er nánast því
uppseldur núna.“ Fleiri kaupmenn
sem selja barnaföt eru ánægðir með
hlutdeild sína og segja að á síðustu
mánuðum hafi orðið veltuaukning
miðað við sama tímabil í fyrra.
Margir viðmælendur Morgun-
blaðsins nefndu Hagkaup sem dæmi
um hugsanlegan aðila sem hefði orð-
ið fyrir tekjutapi vegna utanlands-
ferða. Jón Ásbergsson framkvæmda-
stjóri Hagkaups er ekki á sama
máli og segir að heildarsalan hafí
verið meiri að magni í nóvember
miðað við sama mánuð í fyrra. „Við
höfum endumýjað Hagkaup í Kringl-
unni algjörlega og aðstaðan á Akur-
eyri er orðin betri, þannig að við
ætluðum okkur stærri hlut." Hann
sagði að jólasalan væri ekki hafin
af krafti og því væri hann ekki tilbú-
inn að meta árangurinn út frá þeim
tíma sem Iiðinn væri af desember.
„Það hefur alltaf endað með því að
jólin hafa komið hjá kaupmönnum
sem öðrum. Ég held að það verði
einnig nú.“ Aðspurður um hvort
aukning væri á notkun greiðslukorta
sagði Jón að dregið hefði úr þeim
viðskiptum.
Fólk nýtir sér
staðgreiðsluaf slátt
Þeir kaupmenn sem bjóða stað-
greiðsluafslátt á fatnaði segja að það
skili sér, fólk velti fyrir sér þeim
peningum, sem afslátturinn veitir.
Hins vegar höfðu nokkrir kaupmenn
á orði, að þeir kysu að bjóða ekki
staðgreiðsluafslátt heldur reyndu
frekar að lækka verðið. Meðal þeirra
er Svava Johansen kaupmaður í
Versluninni Sautján. „Það eru ýmsar
vörur á lægra verði hjá okkur núna
samanborið við í fyrra," sagði hún
og bætti við að verðið skipti við-
skiptavini máli. „Fólk virðist kaupa
jafn margar flíkur og áður, en kaup-
ir þess í stað ódýrari vörur.“
Oddur Pétursson eigandi tísku-
verslananna Kjallarans og Kókó seg-
ir að 10% raunaukning hafi orðið í
sölu í nóvember miðað við nóvember
1990. Hann segist þakka það lágu
vöruverði. „Þegar fólk fer að gera
verðsamanburð, þá virðist það skila
sér meira til okkar, þannig að við
höldum okkar hlut.“ Stærsti við-
skiptahópur verslananna er fólk á
aldrinum 20-40 ára.
Verðsamanburður getur
borgað sig
Verslunar- og skemmtiferðir hafa
verið margar á þessu hausti og um
4.000 fleiri farþegar fóru til Bret-
lands í nóvembermánuði nú miðað
við sama tíma í fyrra. „Það er eins
og eitthvert æði hafi gripið um sig.
Ég veit ekki hvort það er umtalið
um kreppuna sem ýtir undir þessar
ferðir og fólk sé þá hrætt um að það
missi af einhveiju," sagði einn kaup-
maðurinn.
Kosturinn við Bretlandsferðimar
er meðal annars sá, að hægt er að
gera ódýr innkaup á stuttum tíma.
En það er líka hægt að kaupa ódýrt
á íslandi, það kostar bara aukna
fyrirhöfn. Fjölskylda nokkur ákvað
að gefa pabba/tengdapabba vestis-
peysu, sem kostaði 12.000 krónur.
Þau ákváðu samt sem áður að leita
víðar og höfðu árangur sem erfiði,
því þau fundu svipaða peysu að
gæðum í annarri verslun en hún var
mun ódýrari. Þar sem þetta var gjöf
frá nokkrum fjölskyldum bættu þau
við hönskum og tvennum pörum af
sokkum. Fyrir allt þetta greiddu þau
um 6.000 krónur.
Kaupmenn leggja áherslu á að
þegar fólk beri saman verðlag hér á
landi og annars staðar verði að miða
við sömu gæði. Þannig sagði Aðal-
heiður Karlsdóttir eigandi barnafata-
verslunarinnar Englabarna, að sama
tegund af úlpu hefði verið 1.000
krónum dýrari í Selfridges í London
en hér heima. Undir þetta taka fleiri
kaupmenn og yfirleitt er svokölluð
„merkjavara" á hagstæðara verði á
Islandi en annars staðar.
í nýlegu hefti tímaritsins Vísbend-
Enginnjólaandi
ájólamarkaðinum
Fjölmargar verslanir opna útibú fyrir jólin til að mæta aukinni samkeppni
JOLASKEIFAN — Ólafur Sigmundsson framkvæmdastjóri
og Guðrún Ásdís Ólafsdóttir í Jólaskeifunni, þar sem 65 verslarnir
hafa útibú nú fyrir jólin.
UM 65 aðilar á höfuðborgar-
svæðinu hafa sett á fót útibú frá
verslunum sínum í Jólaskeifunni,
sem opnuð var í lok nóvember
og ætlunin er að reka fram að
jólum. Forsvarsmenn Jólaskeif-
unnar telja að slík verslun sé
eðlileg viðbrögð smærri fyrir-
tækja við æ stærri og fleiri versl-
unarkjörnum hérlendis og versl-
unarferðum íslendinga erlendis,
sem hafa verið mjög algengar
fyrir þessi jól.
Aðstandendur Jólaskeifunnar
hafa auglýst hana sem útibú til
kynningar á vörum þessara 65
verslana. Einn viðmælandi Morgun-
blaðsins tók svo til orða að nauðsyn-
legt væri fyrir smærri verslanir að
standa saman fyrir jólin þar sem
um helmingur af veltu margra
þeirra byggðist á því sem seldist
síðasta mánuðinn fyrir jól. Það
hvernig áraði fyrir jól réði í mörgum
tilfellum hvort verslanirnar næðu
að rétta úr kútnum eða yrðu gjald-
þrota.
Jólaskeifan er til húsa að Faxa-
xeni, alls er hún um 1.700 fm að
si,ærð og hefur hver verslun sinn
bás, en þeir eru misstórir. Hlutafé-
lagið sem rekur Jólaskeifuna er í
eigu Trimmbúðarinnar hf., en fram-
kvæmdastjóri er Ólafur Sigmunds-
son, sem jafnframt er eigandi
Trimmbúðarinnar. Að sögn Ólafs
er boðið upp á samskonar vöru og
í verslununum sjálfum. Verðið sé
oftast það sama, en í sumum tilfell-
um ódýrara. Á þessum jólamarkaði
eru einnig heildsölur með verslun,
sem væntalega geta boðið lægra
verð en milliliðir gera í smásölu.
Verslunareigandi í Jólaskeifunni
vildi taka það fram að ekki væri
um að ræða „ódýran draslmarkað"
heldur væri boðið upp á vandaða
vöru og mikil áhersla hefði verið
lögð á það í upphafi að sem fjöl-
breyttast úrval vöru yrði á boðstól-
um, þannig að fólk þyrfti ekki að
leita annað í jólainnkaupunum. Það
hafí því verið bagalegt þegar í ljós
kom að keppinautarnir, venjulegar
verslanir, beittu heildsala þrýstingi
til að hætta að selja vöru sína til
aðila í Jólaskeifunni, vegna þess að
þar fengist varan ódýrari en boðið
hefði verið upp á áður.
Ekki má selja jólabækurnar
í Jóiaskeifunni
Ætlunin hafði verið að vera með
nviustu iólabækurnar á iólamarkað-
inum með því að vera þar með útibú
frá bókaverslun á höfuðborgar-
svæðinu. Það fékkst ekki fram, því
til þess þarf sérstakt bóksöluleyfi
og það fá einungis bókaverslanir
sem selja bækur allt árið. Ekki
dugir að vera með útibú frá bóka-
verslun sem fyrir er heldur þarf
hvert útibú sérstakt Ieyfi. Að sögn
Heimis Pálssonar framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bókaútgef-
enda er röksemdin fyrir þessu sú
að bækur séu það óvenjulegar vörur
að réttlætanlegt þykir að hafa fasta
verðlagningu til að tryggja að bók-
sala sé í gangi allt árið. Því er sett
það skilyrði þegar bóksöluleyfí eru
veitt að menn séu með bóksölu allt
árið. Að sögn Heimis þá hlýtur slíkt
félag bókaútgefenda að standa vörð
um rétt þeirra bóksala, sem búnir
eru að undirgangast þær kvaðir sem
félagið setur, til að njóta viðskipt-
anna þann mánuð sem e.t.v. 70%
af veltunni fer fram í. Á þessum
forsendum fékk Jólaskeifan ekki
bóksöluleyfi, enda sé Hagkaup með
bókaverslun við hliðina á Jólaskeif-
unni og því ekki langt að fara til
að versla bækur.
Brigður hafa verið bomar á þessa
röksemdafærslu og sagt að hin
raunverulega ástæða sé einfaldlega
ótti við samkeppni frá Jólaskeif-
unni. Einn verslunareigandinn á
jólamarkaðinum sagði þessi vinnu-
brögð tímaskekkju, sem vart gæri
liðist nú þegar fijáls samkeppni eigi
að ríkja. í því sambandi var á það
bent að Hagkaup í Kringlunni hefði
til dæmis ekki haft bóksöluleyfi
heldur einungis Hagkaup í Skeif-
unni. Heimir Pálsson staðfesti það
að Hagkaup í Kringlunni væri ekki
með sérstakt bóksöluleyfi og sagði
að ekki hefði verið nógu vel fylgst
með, þetta væru mistök sem bæri
að bæta úr.