Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
/
Skipasmíðar
Höfum veríð að teygja arma
okkaráannan markað
- segir Haraldur L. Haraldsson, framkvæmdastjóri Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi, en
fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins er nú að ljúka
NOKKUÐ hefur rofað til hjá skipasmíðastöðinni Þorgeiri og Ellerti
hf. á Akranesi eftir fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukn-
ingu sem er að ljúka um þessar mundir. Fyrirtækinu hefur m.a. te-
kist að afla sér aukinna verkefna í viðhaldi fiskiskipa og bjart virðist
framundan í smíði flæðivinnslukerfa. Fjölmörg innlend frystihús nota
nú kerfi frá fyrirtækinu og eitt kerfi verið selt til Færeyja en vonast
er til að fleiri fylgi í kjölfarið. Þannig er verkefnastaðan talin góð
miðað við núverandi starfsmannafjölda en hins vegar er ljóst að fleiri
og stærri verkefni þarf til að tryggja viðunandj afkomu á næsta ári.
Haraldur L. Haraldsson, fyrrum bæjarsljóri á ísafirði, tók við starfi
framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar í ágúst sl.
„Á fyrri hluta síðastliðins árs lá
fyrir að rekstur þessa fyrirtækis
stefndi í gjaldþrot og til þess að
koma í veg fyrir það var tekin
ákvörðun um að óska eftir greiðslu-
stöðvun sem var veitt,“ sagði Har-
aldur þegar hann var beðinn að lýsa
hinni fjárhagslegu endurskipulagn-
ingu. „Sá tími var notaður til að
fara í fijálsa nauðasamninga við
kröfuhafa á fyrirtækið og jafnframt
að safna nýju hlutafé. Það verður
að segjast að þetta gekk allt mjög
vel. Samningar voru gerðir bæði við
banka og sjóði sem áttu kröfur á
fyrirtækið. Frjálsir nauðasamningar
sem voru gerðir við hina almennu
kröfuhafa fólust í því að þeir gæfu
eftir eða fengju sem samsvaraði 45%
af þeirra kröfum í hlutafé í fyrirtæk-
inu gegn því að 55% af þeim yrði
greitt. Þetta var samþykkt nánast
undantekningarlaust. Síðan komu
nýir hluthafar inn í fyrirtækið eins
og t.d. bæjarsjóður sem lagði fram
25 milljónir í nýju hlutafé. Einnig
lögðu ýmis fyrirtæki hér á siaðnum
fram stórar upphæðir í nýju hlutafé.
Að meðtöldum skuldbreytingum á
eldri kröfum var nýtt hlutafé sam-
tals rúmar 60 milljónir. Akranesbær
á nú um 30% hlutaíjár og eldri hlut-
hafar um 20% en aðrir stærstu hlut-
hafar eru Sjóvá-Almennar, Sveina-
félag málmiðnaðarmanna á Akra-
nesi, starfsmenn og fleiri. Þessari
fjárhagslegu endurskipulagningu er
lokið og forsvarsmenn fyrirtækisins
eru mjög þakklátir viðskiptavinum
okkar hversu vel þeir brugðust við
beiðni um þátttöku í henni.“
Brýnt að afla verkefna
„Það hefur því náðst verulegur
árangur en hins vegar er ljóst að
talsverðar skuldir standa eftir og því
þarf að afla verkefna til að geta
staðið undir afborgunum. Ég held
að það sé einnig ljóst að verulegur
tími hefur tapast á þessu ári sem
hefði átt að nýtast í innri endurskip-
ulagningu á rekstrinum vegna þess
að nýr framkvæmdastjóri kom ekki
að fyrirtækinu fyrr en núna í haust.
Því mun stór hluti næsta árs fara í
slíka endurskipulagningu.
Endanleg vinnsla á fjárhagslegri
endurskipulagningu fyrirtækisins
þarf einnig að fara fram með viðræð-
um um greiðslufrest við lánveitendur
okkar á næsta ári. Hér er um veru-
legar upphæðir að ræða bæði vegna
fjármagnskostnaðar og afborgana.
Ég óttast hins vegar ekki um þá
samninga þar sem við getum sýnt
fram á þá endurskipulagningu sem
við höfum hrint í framkvæmd og
þá góðu verkefnastöðu sem ég tel
að íyrirtækið hafi í dag. Hluti af
þeirri endurskipulagningu sem ráðist
var í fyrr á árinu fólst í því að fækka
verulega starfsfólki vegna verkefna-
stöðu fyrirtækisins. Ég held að það
hafi verið mjög skynsamleg ráðstöf-
un en það er einnig ljóst að þessi
mannskapur sem við höfum núna
stendur ekki undir rekstri fyrirtæk-
isins til lengri tíma litið. Þar af leið-
andi er mjög brýnt að afla verkefna
til að koma því á beinu brautina.
Starfsmenn í fyrirtækinu eru nú um
65 talsins og það er markmið okkar
að ijölga þeim í a.m.k. í um 80 í lok
næsta árs. Ef væntingar okkar
ganga eftir þá held ég að það áé
ekki ástæða til annars en að vera
bjartsýnn um að það takist."
Vaxtarbroddurinn er smíði
flæðivinnslukerfa
■„Vaxtarbroddurinn í starfseminni
hjá okkur núna eru hin svokölluðu
flæðivinnslukerfi í frystihús og við
höfum held ég núna náð markaðnum
hérna innanlands,“ segir Haraldur
ennfremur. „Við höfum verið með
25-30 manns í smíðum á þessum
kerfum. Stærsta verkefnið er flæði-
vinnslukerfi sem við settum upp hjá
höfum við framleitt aðgerðarkerfi
fyrir togara sem hafa vakið athygli
og við erum að vonast til að geta
haslað okkur völl á þvi sviði líka.
Við höfum jafnframt nýlega feng-
ið í verkefni við smíði á dælustöð
við Frostaskjól í Reykjavík sem er
samningur að íjárhæð um 35 millj-
ónir króna. Sömuleiðis erum við
búnir að fá verkefni við smíði á vatn-
smiðlunartanki hjá Akranesbæ og
það er að samningur að íjárhæð um
10 milljónir. Síðan erum við í viðræð-
um við útgerðarfélag um breytingar
á togara. Þetta eru verkefni sem
munu endast okkur í vetur og komi
fleiri til leyfi ég mér að vera bjart-
sýnn á að fjölga þurfi starfsmönnum.
Það er einnig vitað að við munum
fá minniháttar viðhald en í haust
hafa allt að þrír bátar í einu verið
í slíku viðhaldi."
Höfum reynt að byggja upp
jákvæða ímynd
— Hvernig horfir með afkomuna
á þessu ári og því næsta?
„Það verður ekki hagnaður á
þessu ári en það kæmi mér ekki á
óvart að við yrðum rétt við núllið.
Þetta ár hefur verið frekar óhag-
stætt þar sem nýr framkvæmda-
stjóri kom seint inn í fyrirtækið og
ýmis mál voru látin sitja á hakanum
vegna þess. Ég myndi telja okkur
góða að vera fyrir ofan núllið á
næsta ári en eftir það verðum við
að skila góðri afkomu. Það tekst
ekki nema að markaðssetja fyrir-
tækið á ný og afla meiri og st, rri
verkefna en verið hefur. Hluti af því
er að skapa jákvæða ímynd á fyrir-
tækinu og við höfum verið að reyna
að byggja hana upp.“
— En hvernig horfa mál við ykk-
ur varðandi nýsmíði á skipum? Eru
einhver slík verkefni í augsýn?
„Það á við um okkur eins og aðr-
ar innlendar skipasmíðastöðvar að
lítið hefur verið að gerast í nýsmíði.
Við höfum því verið að teyja arma
okkar út á annan markað. Ég held
VIÐHALD Næg verkefni hafa að undanförnu verið hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi við viðhald
á bátum og voru þrír bátar í slíku viðhaldi hjá fyrirtækinu nýverið þegar myndin var tekin.
Útgerðarfélagi Akureyringa fyrr á
þessu ári og það hefur skilað sér
mjög vel þar bæði hvað varðar nýt-
ingu á hráefninu, starfsaðstöðu og
afköst hjá starfsfólki. Þetta hefur
síðan komið fram í hærri launum
og betri afkomu fyrirtækja þannig
að bæði fyrirtækin og fólkið hafa
haft hag af kerfinu.
Þá höfum við nýlega gert samning
við Fiskiðju Sauðárkróks um sölu á
nýrri línu þangað í samvinnu við
Marel. Við framleiðum kerfið sjálft
en Marel leggur til vigtunarbúnað
og hugbúnað. Kerfíð er bæði sniðið
að einstaklings- og fjöldabónus
þannig að það er hægt að fylgjast
með nýtingu og afköstum hjá ein-
stökum starfsmönnum. Kerfið er það
fullkomnasta á markaðnum í dag
ekki aðeins hér innanlands heldur
einnig erlendis. f þessu sambandi
höfum við verið svolítið undrandi á
fréttaflutningi um einhverja merki-
lega flæðilínu sem verið væri að
setja upp í Færeyjum. Ég minnist
þess ekki að það hafi verið fjallað
um okkar flæðilínukerfi á sama hátt.
Ég fullyrði að okkar lína er ekkert
síðri en færeyska línan. Til marks
um það má nefna að við höfum ver-
ið í viðræðum við tvö frystihús þar
og ég er að vonast til að við munum
ná samningum. Færeyingarnir sem
komu hingað sögðu mér að kerfið
sem er verið að setja upp í Færeyjum
hafi ekkert fram yfir okkar kerfi
heldur sé þetta einungis spurning
um verð.
Núna er tilbúið til afhendingar
kerfi fyrir hraðfrystihúsið á Ólafs-
firði, tvö frystihús í Vestmannaeyj-
um og við erum í viðræðum við fleiri
frystihús hér innanlands. Þá eru
farnar af stað viðræður við frystihús
í Kanada í samvinnu við Marel og
ef þetta gengur allt eftir held ég að
við séum mjög á réttri leið. Einnig
Flæðilínukerfið hefur ver-
ið í stöðugri framþróun
ÞORGEIR og Ellert hf. hóf framleiðslu á flæðilínukerfum árið
1987 og hafa slík kerfi verið sett upp hjá frystihúsum um land
allt m.a. hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Flæðilínukerfið hefur
verið í stöðugri framþróun og með nýrri kynslóð flæðilína er
unnt að vigta stöðugt allar afurðir og afskurð frá hveijum ein-
stökum starfsmanni. Fyrsta flæðilínan af þessari gerð var sett
upp hjá Vestmanna Frystevirki í janúar 1991, í samstarfi við Com
Data sem er langstærsta tölvufyrirtækið í Færeyjum svo og Póls-
tækni. Nú er búið að selja fyrstu kerfin af þessari gerð hér á
landi og verða þau sett upp hjá Fiskiðju Sauðárkróks á fyrri
hluta næsta árs í samstarfi við Marel hf.
„Við höfum verið með frá byij-
un í smíði og þróun flæðivinnslu-
kerfum og þau hafa breyst veru-
lega á þessum fjórum árum,“ seg-
ir Ingólfur Árnason, rekstrar-
tæknifræðingur hjá Þorgeiri og
Ellerti hf. „Það er sífellt verið að
reyna að gera kerfin þægilegri
m.t.t. starfsfólks og þrifa, auka
vinnslumöguleikana og stytta all-
ar erfiðar hreyfingar á línunni
sjálfri. Síðan höfum við sett fyrir
aftan línuna sérStaka niðurskurð-
arlínu þar sem unnt er að koma
fyrir áframhaldandi vinnslu t.d. á
hnakkastykkjum, sporðstykkjum
og smápakkningum. Flæði-
vinnslukerfin þola nú miklu flókn-
ari vinnslu en áður. Núna erum
við að setja upp einmenningseftir-
lit í kerfunum þar sem hægt er
að fylgjast með nýtingu afurð-
anna hjá hveijum einstökum
starfsmanni. Þannig náum við
mun markvissari stýringu og
verkstjóri getur fylgst með því
hvernig hlutföllin eru í afurða-
skiptingunni. Jafnframt er inn-
byggt í kerfið sérstakt gæðaeftir-
litskerfi þannig að tölvukerfið
velur ákveðna skammta til skoð-
unar. Eftirlitsmaður sendir síðan
inn upplýsingar inn í tölvukerfið
um ijölda galla á hvert kíló og
þannig er unnt að skoða vinnuna
hjá hveijum starfsmanni.
Við styðjumst mjög mikið við
frystihúsin hér á Akranesi og við
höfum haft náið samstarf við þau.
Haraldur Böðvarsson er leiðandi
fyrirtæki í mikilli vinnslu þar sem
það er með kröfuhörðustu við-
_ skiptavinina. Við erum því heppn-
’ ir með nálægð við svona aðila sem
er að vinna beint inn á neytenda-
markað.“
Ingólfur segir að aflasamdrátt-
urinn hljóti að hafa þau áhrif að
fyrirtækin reyni að vinna aflann
í dýrustu pakkningar sem völ sé
á. „Ég held að okkar lína komi
fram á réttu augnabliki þannig
að menn fari að horfa á hveija
manneskju fyrir sig í vinnslurá-
sinni m.t.t. mestu hugsanlegu
nýtingar."
Haraldur L. Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Þorgeirs og Ell-
erts hf. á Akranesi.
þó að það sé engin ástæða til að
vera með mikla svartsýni hvað varð-
ar nýsmíðina. Það er búið að gera
samninga eða eru í deiglunni samn-
ingar um smíði á fimm nýjum skip-
um erlendis. Á sama tíma er allt að
fara hér á verri vegvegna frestunar
á framkvæmdum við álver á næsta
ári. Þrátt fyrir að spáð sé um 5—6
milljarða króna samdrætti í atvinnu-
rekstri í landinu vegna álversins er
verið að gera samninga um smíði á
nýjum skipum erlendis fyrir allt að
5 milljarða króna. Mér reiknast til
að þeir samningar feli í sér 700—
1.000 ársverk þannig að eftirspurnin
er veruleg hvað varðar skipasmíða-
iðnaðinn innanlands. En vegna þess
að menn að mínu mati hafa sofnað
vegna blindu í sambandi við álverið
þá hefur þetta farið á erlendan
markað. Það má nefna að 1.000
ársverk samsvara 1,5—2 milljörðum
í laun á hveiju ári sem hér er verið
að flytja 'út með þessari nýsmíði."
íslenskar stöðvar
samkeppnishæfari en áður
— En er ekki eðlilegt að útgerð-
arfyrirtækin vilji nýta sér niður-
greiðslur í skipaiðnaði t.d. í Noregi
og fá þannig skipin fyrir lægra verð
en fengist hér innanlands?
„Það hefur verið sagt að svo sé
en ég held að menn megi ekki vera
algjörlega blindir og útiloka útboð
hér innanlands í þessi verkefni. Það
hafa ekki farið fram útboð vegna
þessara 4-5 milljarða verkefna en
rætt er um að styrkir séu 10% af
þeirri upphæð. Það er hægt að ná
fram verulegri hagræðingu í smíði
á þessum skipum og það er viður-
kennd staðreynd að íslenskar skipa-
smíðastöðvar hafa verið að ná fram
verulegri vinnuhagræðingu og þar
af leiðandi eigum við að vera mun
samkeppnishæfari en fram til þessa.
Mér finnst það lýsandi dæmi um
samkeppnisaðstöðu okkar gagnvart
erlendum skipasmíðastöðvum að
nýlega fór fram útboð á breytingum
á togara sem kaupa átti til Vest-
mannaeyja. Lægsta tilboðið var
rúmar 17 milljónir frá erlendri stöð
en síðan komu þijár innlendar stöðv-
ar með tilboð á bilinu 21-23 milljón-
ir. Erlendu stöðvarnar voru hins
vegar með allt að 33 milljóna tilboð.
I útboðinu sem hér um ræðir er staða
íslensku skipasmíðastöðvanna alls
ekki slæm. Ég held menn megi ekki
láta blekkjast í þessu tali uni niður-
greiðslur og það eigi að bjóða út
verkefni innanlands. Það er því mjög
ánægjulegt að stjórnvöld vilji hafa
áhrif á lánveitingar til nýsmíði og
reyna að beina henni inn á íslenska
skipasmíðaiðnaðinn. Með útflutningi
á nýsmíði er verið að flytja út ís-
lenska stóriðju sern búið er að byggja
hér á landi. Ef að við erum að missa
þessi skip út aðeins vegna 10%
niðurgreiðslu þá hljóta stjórnvöld
miðað við atvinnuástandið í dag að
skoða það hvort ekki megi greiða
smíðina eitthvað niður. En ég tel að
þess eigi ekki að vera þörf vegna
aukinnar hagræðingar."
KB