Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 7

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 B 7 Morgunblaðið/Árni Sæberg IMETIÐ — Klaus Moller Hansen frá Price Waterhouse í Dan- mörku segir að fyrirtækjanet séu það sem koma skuli í rekstri lítilla og meðalsmárra fyrirtækja. Fyrirtækjanet Fyrirtæki deili með sérkostnaði ogáhættu - segir Klaus Moller Hansen, ráðgjafi hjá Price Waterhouse í Danmörku, og að þannig náist sameiginleg markmið NÁKVÆM skilgreining á eigin fyrirtæki og aðstæðum á þeim markaði sem það starfar á er forsenda þess að menn geti nýtt sér kosti fyrirtækjaneta þannig að slíkt samstarfsform beri þann árangur sem til er ætlast. Þetta voru skilaboð Klaus Moller Hans- en, ráðgjafa hjá Price Waterhouse í Danmörku, á námskeiði um fyrirtækjanet sem fyrirtækjaform framtíðarinnar sem haldið var hér á landi fyrr í þessari viku. Hansen talaði þar um erlenda reynslu og gaf mönnum hagnýtar leiðbeiningar um samstarf fyrirtækja í slíkum netum. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að hvert fyrirtæki meti kosti þess og galla að taka þátt í samstarfi í formi fyrirtækjaneta," sagði Hans- en í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður að því hvort slíkt samstarf hentaði öllum litlum og meðalsmáum fyrirtækjum. „Ko- stirnir eru ótvíræðir, en það er líka hægt að benda á vissa áhættu sem fyrirtækin taka. Þá vaknar spurn- ingin hvort sú áhætta sé alltaf ekki fyrir hendi í rekstrinum. Ég tel svo vera.“ Hansen sagði helstu kostina við fyrirtækjanet vera að fyrirtæki fái þannig tiltölulega auðveldan að- gang að nýjum mörkuðum og að- föngum og kost á að kynnast nýrri tækni og stjórnunaraðferðum. Lítil og meðalstór fyrirtæki væru oft ekki í stakk búin til þess að mark- aðssetja vöru sína á erlendum mörkuðum. „Þess eru mörg dæmi að fyrirtæki í neti stofni sérstakt útflutingsfyrirtæki sem sjái um að koma framleiðslu þeirra á nýja markaði. Það er kannski það eina sem þessi fyrirtæki eiga samstarf um, öðrum þáttum er haldið að- skildum," sagði Hansen. „Hins vegar eru fyrirtæki oft í byijun hrædd við hliðarverkanir af svona netsamstarfi og eiga jafnvel sum von á því að önnur fyrirtæki í viðkomandi neti noti tækifærið og steli góðum hugmyndum. Menn ótt- ast líka oft að missa viðskiptasam- bönd í hendur annarra og að verða áhrifalausir innan netsins." Aðspurður hvernig menn gætu komið í veg fyrir þetta sagði Hans- en aðalatriðið vera að menn bæru traust til þeirra sem þeir ættu sam- starf við í gegnum fyrirtækjanet. „Undirbúningurinn þarf að vera það góður að menn viti nákvæmlega að hveiju þeir ganga í samstarfinu og hvert markmiðið með fyrirtækja- netinu er. Sumum þáttum er hægt að halda algerlega utan við netið þannig að fyrirtækin haldi sjálf- stæði sínu hvað þá varðar. Fyrir- tæki í svona netsamstarfi deila með sér kostnaði og áhættu til að ná sameiginlegum markmiðum,“ sagði Hansen. Árið 1989 var sett á stofn áætlun í Danmörku sem miðaði að því að athuga undirtektir forráðamanna lítilla og meðalstórra fyrirtækja við samstarfi í formi fyrirtækjaneta. Síðan hafa yerði sett í gang þtjú slík net 'með íjárhagslegum stuðn- ingi hins opinbera sem hefur sýnt mikinn áhuga á málinu. Fyrirtaékja- netin sem um ræðir eru sérstakt útflutningsnet, net fyrirtækja sem á einhvern hátt tengjast ferðaþjón- ustu og að síðustu net fyrirtækja varðandi umhverfistækni. I Damörku er helmingur þeirra fyrirtækja sem taka þátt í áætlun- inni um fyrirtækjanet með færri en 20 starfsmenn og um 25% hafa færri en tíu starfsmenn. „Þessi fyr- irtæki þurfa að nýta þá möguleika sem bjóðast í fyrirtækjanetum því þau hafa fáa aðra. Fyrirtæki af þessari stærð eiga oft í erfiðleikum með að útvíkka starfsemina sjálf. Til þess geta þau keypt annað fyrir- tæki eða látið kaupa sig. Ef þannig er farið að er hætta á því að hvert fyrirtæki glati einkennum sínum og þar með er hagkvæmnin sem upp- haflega var til staðar horfin,“ sagði Hansen. „Danir eru talsvert stolt- ir af því vera fyrstir til að setja á stofn svona áætlun um fyrirtækja- net. Mörg önnur lönd fylgdu í kjölf- arið og enn önnur eru að skoða málið, sbr. ísland. Svona áætlun miðar að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að lifa af í nýrri sameinaðri Evrópu. Við verðum að markaðssetja okkur þar upp á-nýtt með tilliti til aukinnar samkeppni, en jafnframt að halda kostum þessara minni fyrirtækja sem hafa oft framtak, sveigjanleika og hugkvæmni fram yfir þau stærri" segir Klaus Moller Hansen að lokum. Ríkisbréf gefa mjög góba ávöxtun og hafa sveigjanlegan lánstíma Ríkisbréf bera breytilega vexti sem miöast viö vegiö meöaltal ársávöxtunar almennra útlána hjá viöskiptabönkum og sparisjóöum. Þessir vextir eru mjög háir í dag eöa um 17,7%. Ofan á þetta bætist aö Ríkisbréf eru stimpilfrjáls og undanþegin eignarskatti. Lánstími Ríkisbréfa er mjög sveigjanlegur, eöa frá 3 mánuöum til 3ja ára, oghægt er aö velja um innlausnardag hvenær sem er tímabilinu. Haföu samband viö Seölabanka íslands eöa Þjónustumiöstöö ríkisveröbréfa. íÞjónustu- miöstööinni færöu ókeypis vörslu, innlausn, endurnýjun og umsjón meö ríkisveröbréfum. Ávöxtun Lánstími á ári, nú Ríkisbréf 17,7% 3 mán,- 3 ár Kalkofnsvegi 1, sími 91- 69 96 00 ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, sími 91- 62 60 40 Kringlunni, sími 91- 68 97 97 1 Jltagisiifybifetfe Metsölublaðá hveijum degi! IÐIMLANASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.