Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
B 9
ur ofarlega á blaði. Sem dæmi um
þróunina í heiminum má nefna að
á síðasta ári samþykkti Bandaríkja-
þing lög sem skylda lyfjaframleið-
endur til að veita Medicaid afslátt.
Medicaid er opinber stofnun sem
hjálpar fátækum að standa undir
lækniskostnaði. Hækki framleið-
andi lyfjaverð meira en nemur verð-
bólgu eykst afslátturinn.
Stórfyrirtæki og tryggingarfélög
greiða lyQakostnað sífellt fleiri
starfsmanna og eftirlaunaþega.
Þessir aðilar þjarma nú að lyfja-
framleiðendum og fyrirtæki á borð
við Medco Containment Services
gætu breytt efnahagslögmálum
lyfjaiðnaðarins. Medco starfar í
þágu bandarískra vinnuveitenda
sem greiddu á síðasta ári 1,3 millj-
arða dala (78 milljarða ÍSK) fyrir
lyf. Fyrirtækið fer yfir lyfjaávísanir
og hefur samband við lækna sem
ávísa að tilefnislausu á dýrari lyf.
Um 35% læknanna fallast á að
breyta lyfjagjöfinni. Eitt helsta
skotmark Medco er einmitt metsöl-
ulyfið Zantac. Frá því í júní hefur
Medco einnig gert út lyfjafræðinga
sem heimsækja lækna og ráðleggja
þeim hvernig megi spara ónauðsyn-
legan lyfjakostnað.
Þrýstingur af þessu tagi gæti
orðið til þess að lyfjaframleiðendur
verði að sanna fyrir stórum kaup-
endum að lyf þeirra séu hagkvæm-
ari en önnur. Takist það ekki selj-
ast lyfin á lægra verði eða alls ekki
neitt.
Rísandi sól
Ofan á allt saman óttast vestræn-
ir lyfjaframleiðendur aukna sam-
keppni frá japönskum framleiðend-
um. Japanir standa mjög framar-
lega á sumum sviðum en hlutdeild
þeirra á heimsmarkaði er þó innan
við 2%. Hingað til hafa þeir fremur
kosið að selja erlendum framleið-
endum einkaleyfi en að flytja sjálf-
ir út.
Japan er annar stærsti lyfja-
markaður í heimi og japanskir
framleiðendur hafa um helming
markaðarins. í fyrra seldust þar lyf
fyrir 30 milljarða dala (1.800 millj-
arða ÍSK). Lyfjakaup á hvern íbúa
eru 40% meiri en í Bandaríkjunum.
Ástæðan er ekki síst sú að japansk-
ir læknar hafa stóran hluta tekna
sinna af því að kaupa lyf í heild-
sölu og selja þau síðan sjúklingum
með hagnaði. Samkeppni um hylli
lækna er gífurlega hörð. Sölumenn
fara til dæmis í sendiferðir og bóna
bifreiðar fyrir lækna. Álagning
framleiðenda er mun lægri en á
Vesturlöndum og verðstríð eru al-
geng. Japansmarkaður er reyndar
einnig frægur fyrir þær sakir að
þar eru til sölu ýmis lyf sem aldrei
fengjust samþykkt á Vesturlöndum.
Yfirvöld hirða lítið um það hvort lyf
hafi áhrif svo fremi að þau séu
ekki skaðleg.
Bandarískir lyfjaframleiðendur
halda því fram að meginskýring lít-
ils útflutnings Japana sé sú að þeir
hagnist nógu mikið innanlands.
Áætlað er að hlutur bandarískra
framleiðenda á heimsmarkaði sé um
42% og lyfjaframleiðsla er vissulega
ein af perlum bandarísks iðnaðar.
Þarlendir framleiðendur óttast að
verðsamkeppni og opinber verð-
lagshöft í Bandaríkjunum muni
veikja stöðu þeirra á öllum mörkuð-
um. Bandarískir lyfjaframleiðendur
eru öflugur þrýstihópur sem þreyt-
ist seint á að minna þingmenn á
öll störfin sem kynnu að tapast í
kjördæmum þeirra.
Nokkrir japanskir lyfjaframieið-
endur undirbúa nú sókn á alþjóða-
mörkuðum. Japanir leita erlendra
samstarfsaðila og þeir hafa verið
að koma sér upp rannsóknarstofum,
verksmiðjum og markaðsskrifstof-
um á Vesturlöndum. Vegna þess
hve viðbragðstíminn á lyfjamörkuð-
um er langur munu Japanir þó ekki
láta mikið að sér kveða fyrr en þá
einhvern tímann á næstu öld. En
þegar Japanir talá um alþjóðavæð-
ingu þá er hlustað á Vesturlöndum.
Menn hlógu að Japönum þegar þeir
hófu að flytja út. bifreiðar og allir
vita hvernig það fór.
Fjármál
Chrístian Dior staulast
inn íkauphöllina íParís
París, Reuter
Miðvikudaginn fjórða deseniber varð Christian Dior annað fran-
skra tiskuhúsa tii að hætta sér inn í kauphöllina í París. Spádóm-
ar sérfræðinga rættust og sala tæplega tíu af hundraði hlutafjár
varð ekki sú glæsilega innganga sem stjórnarformaðurinn, Bern-
ard Arnault, hafði gert sér vonir um.
Boðnar voru 1,92 milljónir
hlutabréfa á 410 franka hvert og
þar af fóru 620.000 bréf á alþjóða-
markað. Jafnvel þótt fleiri hafi
skrifað sig fyrir bréfum en fengið,
lækkaði gengi þeirra í París um
níu af hundraði á fimm dögum,
niður í 372,30 franka.
Með skráningu hlutabréfanna í
kauphöllum er að minnsta kosti
ekki fyrst um sinn verið að útvega
fyrirtækinu nýtt fjármagn, heldur
að auðvelda hluthöfum að koma
bréfum sínum í verð. Áðurnefnd
hlutabréf voru í eigu sjö einstakl-
inga.
Sérfræðingar skýra verðfallið
með óeðlilega háu verði bréfanna
og almennum doða á frönskum
hlutabréfamarkaði. Lengi hefur
staðið til að gera Dior að almenn-
ingshlutafélagi, en tímasetningin
var afleit. Efnahagslægðin í heim-
inum hefur komið hart niður á
tískuhúsum og almennur glæsilifn-
aður níunda áratugarins þenur
ekki lengur seglin. Vegna átak-
anna fyrir botni Pérsaflóa fækkaði
flugfarþegum og hin mikilvægu
fríhafnarviðskipti drógust enn
frekar saman.
Afkoma tískuhúsa segir þó varla
nema formálann að sögu Dior.
Þótt hlutabréfunum hafi ekki fylgt
Flug
Stórtap
bandarískra
flugfélaga
annað árið
/ •• Y
íroö
Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
í fyrsta sinn í marga áratugi
mun flugfarþegum í Bandaríkj-
unum fækka nú miðað við næstl-
iðið ár. Fækkunin í innanlands-
flugi nemur um 3% miðað við
árið í fyrra. Farþegar í utan-
landsflugi, sem er um fjórðung-
ur af flugi bandarískra flugfé-
laga, verða fleiri en í fyrra en
fjölgunin þar nægir ekki til að
vega á móti farþegafækkun inn-
anlands.
Bókfært tap bandarískra flugfé-
laga nam 3,9 milljöðrum dollara á
árinu 1990 og á þessu ári er áætl-
að tap þeirra um 1,3 milljarðar
dollara. Þijú flugfélög hafa orðið
gjaldþrota á árinu, Eastern.
Midway og Pan Am. United, eitt
öflugasta flugfélag Bandaríkj-
anna, horfír fram á mesta tap í
sögu þess.
Framtíðarhorfurnar eru einnig
daprar næstu mánuðina. Þó er tal-
ið að þeir munu verða betri en
sömu mánuðir í fyrra en sá saman-
burður er ekki raunhæfur því í
þessum mánuðum á síðasta ári
hófust vandræði allra flugfélaga
vegna Persaflóastríðsins og efna-
hagslægðar í Bandaríkjunum. Sér-
fræðingar spá því áframhaldandi
erfiðleikum í flugrekstri og að það
verði erfiður róður hjá flugfélögun-
um að hækka fargjöldin til að rétta
úr kútnum.
miklar upplýsingar um fjármál
Dior gefst þarna kjörið tækifæri
ti! að skyggnast inn í huliðsheim
frönsku tískuhúsanna. Eins og svo
mörg önnnur frönsk fyrirtæki er
Dior hluti af stórum eignarhald-
svef. Megnið af virði fyrirtækisins
má rekja til 45,7% eignarhluta í
samsteypunni LVMH, sem einnig
er undir sjórn Bernards Arnaults.
Meðal fyrirtækja LVMH má nefna
Louis Vuitton-farangur, Henessy-
koníak og Dior-ilmvötn.
I fyrra var hreinn hagnaður
Dior 803 milljónir franka (8,58
milljarðar ÍSK) og þar af komu
710 milljónir franka (7,58 milljarð-
ar ÍSK) frá LVMH. Með því að
fjárfesta í Dior eru menn í raun
að kaupa hlutabréf í LVMH,
skreytt með nafni virts tískuhúss.
Kauphallargengi hlutabréfa í
LVMH hefur lækkað á undanförn-
um vikum og í samanburði voru
bréfín í Dior einfaldlega of hátt
skráð þegar nýir eigendur fengu
þau í hendur.
Eins og flest önnur tískuhús
hefur Dior meginhluta rekstrar-
tekna sinna af því að selja fram-
leiðsluleyfi. Á síðustu tveimur
árum hefur framleiðsluleyfunum
verið fækkað úr 280 niður í 160.
Ætlunin er að finna betra jafn-
vægi á milli þess afla skammtíma-
tekna og vernda ímynd fyrirtækis-
ins. Hin fræga hátíska i París er
nánast eingöngu ætluð til kynning-
ar á tískuhúsunum. Að sögn Ar-
naults kosta tískusýningarnar Dior
um 30 milljónir franka (320 millj-
ónir ÍSK) á ári.
í DAG...KL.17:15...
„Eru Flugleiðir á rétíri leið ? "
SIGURÐUR HELGASON
forstjóri Flugleiða hf.
Aðgangur er öllum heimill.
S T O F A N
Armula 13a, 1. hæö.
VOLKSWAGEN hentugur fyrir
ALLAR STÆRÐIR
FYRIRTÆKJA
AN VSK
W Sparneytinn
® Gangviss
SÉRBÚINN SENDIBÍLL ® ÞæS^gur í notkun
W Auðveldur í endursölu
NÝGÉRBi
Stgrverð kr. 746.880
Vsk kr. 146.986
= kr. 599.894
Fjöldi fyrirtækja hefur valið
vw POLO ÁN VSK