Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 10
10 B
. MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF-F>MMTUÖASUR '12. DESEMBER >19M
Tölvupistill
Holberg Másson
Með fistölvu ífarteskinu
Á Comdex ’91 ráðstefnunni í
Bandaríkjunum í október voru
kynntar margar nýjar fartölvur.
Virðast þessar tölvur ætla að verða
sífellt ódýrari, öflugri og léttari.
Sala á fartölvum hefur aukist mjög
á síðustu tveimur árum og er hún
farin að koma niður á sölu á stærri
tölvunum. Segjast tölvusalar ytra,
sjá vaxtarbroddinn í sölu tölva
koma helst fram á þessum mark-
aði. Hægt er að nota slíka tölvu á
þrennan hátt, á skrifstofu, á ferða-
lagi og heima.
íslenski markaðurinn
Hér á landi hefur orðið aukning
á sölu far- og fistölva, þó enn hafi
ekki orðið sú gífurlega söluaukning
sem hefur átt sér stað ytra. Verð
á þessum tölvum hér á landi hefur
lagast mikið, en það var ekki sam-
keppnishæft miðað við verð á
venjulegum PC tölvum. Fyrir 1 til
2 árum var verð á þessum tölvum
töluvert yfir listaverði í Bandaríkj-
unum. Nú er það nær listaverði.
Lítil verðsamkeppni er enn, og af-
Samningur Hagkaups við EJS fól
í sér kaup á vélbúnaði og hugbún-
aði ásamt uppsetningu og viðhaldi
í allar verslanir og skrifstofur fyrir-
tækisins. Lausnin sem EJS setti upp
byggir að langmestu Ieyti á búnaði
frá NCR Corp. sem er eitt af
stærstu tölvufyrirtækjunum í heimi.
Fyrr á þessu ári vakti mikla at-
hygli þegar AT&T keypti NCR á
um 7,6 milljónir dollara eða um 450
milljónir króna.
„Tölvuvæðingin hjá Hagkaup
hefur gengið mjög vel og umhverf-
ið sem sett var upp þar er það fyrsta
sinnar tegundar í heiminum. NCR
hefur því bent mönnum sérstaklega
á að skoða þessa uppsetningu. Það
FYRR EÐA SEINNA
VELURÞÚ
RICOH FAX
aco"
sláttur ekki jafn mikill og á stærri
tölvunum. Það er áberandi að frek-
ar lítið er til af hinum ýmsu fylgi-
hlutum fyrir þessar tölvur, þó slík-
ir hlutir finnist hér á markaðinum,
svo sem ferðatöskur, lítil mótöld,
mýs eða hnúða, ferðaprentarar og
framboð á nauðsynlegum trygg-
ingum.
Ýmislegt að huga að
Fjölmargar fartölvur eru á
markaðinum og hæfa þær sér-
hveiju verkefni mjög misjafnlega,
þær minni eru að mestu jafnokar
þeirra stærri og í flestum tilfellum
duga þær. Má helst skipta fístölv-
unum í tvo hópa, þann eldri með
8088 eða 286 örgjörvum eða
386SX fístölvum. Fyrir þá sem
þurfa einungis að skrifa bréf duga
eldri tölvumar vel, ókostur er þó
að lítið eða ekkert framboð er á
nýjum slíkum tölvum og em því
þær byggðar á eldri tækni sem
gerir þær m.a. þyngri og dýrari.
Allar nýjustu fístölvumar eru
byggðar á 386SX eða þaðan af
er mikið um að fyrirtæki séu með
móðurtölvur fyrir og því er kannski
bara verið að kaupa afgreiðslukassa
eða millitölvur svo eitthvað sé nefnt.
Því er verið að tengja þetta í nokk-
urs konar frumskógarumhverfi, en
hjá Hagkaup var um að ræða alger-
lega hreint umhverfi með nýjum
búnaði og þetta er fyrsti staðurinn
sem kerfið er þannig sett upp. Við
notum til þess nýja tölvulínu frá
NCR,“ sagði Örn.
„Viðskiptaráð Taiwan hefur boð-
ist til.að taka á móti okkur og und-
irbúa heimsóknina,“ segir Stefán
Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra stórkaupmanna.
„Þeir hafa jafnframt boðist til að
setja upp sýningu fyrir íslenska
útflytjendur. Síðan verða skipulagð-
ir fundir með hugsanlegum við-
skiptaaðilum."
Stefán segir að Taiwan sé mjög
auðug þjóð og Taiwanbúar eigi því
að vera mjög sterkir kaupendur.
hraðvirkari örgjörvum og keyra
mjög vel Windows 3. Allar tölvur
sem eru á markaðinum og nota
rafhlöður eru með svart/hvítan
skjá. Apple kynnti á Comdex ’91
nýjar afar áhugaverðar fistölvur
og bestu hönnun sem sést hefur á
slíkum tölvum. Þær hafa m.a. inn-
byggðan hnúð til að stýra bendlin-
um.
Engar venjulegar ferðatrygg-
ingar duga ef ferðatölvur verða
fyrir hnjaski eða brotna t.d., við
það að detta, en fæstar fartölvur
þola að detta úr hendi í hart gólf.
Þetta er mjög slæmt þar sem þær
eru frekar dýrar og örugglega það
dýrasta sem tekið er með heim eða
í ferðalag. Væri nauðsynlegt að
hægt væri að tryggja sig fyrir
slíku. Góð sérhönnuð ferðataska
fyrir fistölvur er afar mikilvæg og
verndar tölvuna vel auk þess að
þar er hægt að geyma aukahluti.
Nauðsynlegt er að skrá tölvuna
og alla dýra fylgihluti þegar farið
er úr landi, þar sem tollyfírvöld
gefa ekki kost á að fylla út þessi
eyðublöð fyrirfram. Þó slíkt taki
tíma við brottför má skrá þessar
upplýsingar á límmiða og líma
hann á eyðublaðið. Ýmis hug-
búnaður sem notar aðgerðarlykla
er ekki eins aðgengilegur á minni
lyklaborðum og þeim stærri og
getur verið nauðsynlegt að hafa
með hnappamát til að finna rétta
aðgerðarlykla.
Nauðsynlegt er fyrir flesta sem
ferðast með tölvu að eiga mögu-
leika á að prenta gögn. Nokkrir
mjög góðir físprentarar eru komn-
ir á markaðinn og reyndist Citizen
PN48 prentarinn vel. Ýmis önnur
ráð eru til eins og t.d. að hafa
með fax mótald og senda skjalið
sem prenta á á næsta fax, t.d. frá
hótelherbergi niður í afgreiðslu
hótels. Eins og kom fram í grein
um sama mál fyrr á þessu ári er
aðstaða í Evrópu mun lakari fyrir
tengingar mótalda og faxa við sím-
akerfíð heldur en í Bandaríkjunum.
Þetta virðist þó vera að lagast en
á þó langt í land. Aðstaða í setu-
stofum á flugvöllum hefur lagast
og er aðstaðan hjá Flugleiðum í
New York sú besta í betri setustof-
um, en þar er nú skrifborð með
síma sem hægt er að tengja við
bæði mótald og fax og greiða fyr-
ir notkun með greiðslukorti. Væri
óskandi að slík aðstaða væri til á
fleiri stöðum.
„Vöruskipti íslands eru jákvæð við
Taiwan og sú skýring hefur verið
nefnd að það þyrfti svo mikið magn
til að geta átt viðskipti við landið.
Þetta er ekki rétt því fyrirtæki þar
eru samningslipur og sveigjanleg í
afgreiðslu á vörusendingum.” Hann
segir heimsóknina þannig m.a. vera
lið í baráttunni fyrir Iækkuðu vöru-
verði á íslandi. Tilgangurinn með
henni sé að koma á nýjum viðskipt-
um og fínna nýja markaði.
Tækifærið var notað þegar farið
var, fyrr í haust, fyrst á Telecom
’91 símaráðstefnuna í Genf og á
Comdex ’91 tölvusýninguna í Las
Vegas og voru AST 386SX og
Tulip 386SX fístölvur með í far-
teskinu, í bæði skiptin með Citizen
PN48 fistölvuprentara. Reyndust
báðar tölvumar og prentarinn vel
og skiluðu á nokkrum dögum um
það bil 1 til 3 klukkutíma aukningu
á hagnýtum vinnutíma á dag, þar
sem í tölvunum var hægt að hafa
meðferðis töluvert af gögnum og
upplýsingum sem hægt var að
vinna með. Auk þess sem tíminn
var notaður til að semja texta. Ef
fístölva á að auka aíköst, þegar
hún er tekin með í ferðalag verður
hún að hæfa verkefninu og hafa
bæði þann hugbúnað og aukahluti
sem duga. Rétt er líka að hafa í
huga að notkun á tölvum í viðskipt-
aferðalögum er nýbreytni sem m.a.
kallar á ákveðinn sjálfsaga við að
nýta tíma sinn.
Hvað er framundan?
Fistölvur vega flestar núna á
„í umræddri grein kemur fram
að Prentsmiðjan Edda hf. hafi verið
til sölu um langan tíma. í sömu
setningu er bent á að önnur prent-
smiðja hafi fengið greiðslustöðvun
og síðan er komist að þeirri niður-
stöðu að menn séu orðnir lang-
þreyttir á baslinu og jafnvel orðnir
hræddir um gjaldþrot.
Sá sem ekki þekkir til reksturs
Prentsmiðjunnar Eddu hf. gæti skil-
ið þetta sem svo að sú prentsmiðja
ætti í miklum rekstrarerfiðleikum
og að eigendur væru árangurslaust
að reyna að losa sig við vandamála-
rekstur. Hið sanna í málinu er hins-
vegar það, að eftir töluverða endur-
skipulagningu á rekstri Prentsmiðj-
unnar Eddu hf. á síðastliðnum
tveimur árum hefur rekstur prent-
smiðjunnar tekið miklum stakka-
skiptum þannig að í dag skilar
prentsmiðjan hagnaði. Á aðalfundi
1991 var heimiluð hlutafjáraukning
um 25 m.kr. og hefur á þeirri
stundu sem þetta er ritað verið
aukið um 10 m.kr. Eiginfjárstaða
Prentsmiðjunnar Eddu hf. verður
að teljast vel viðunandi ef tekið er
mið af bókfærðu verði eigna en
mjög góð ef tekið er mið af mark-
aðsvirði eigna.
Á aukaaðalfundi Prentsmiðjunn-
milli 3 og 4 kg, búast má við að
þær verði léttari á næsta ári eða
milli 2,3 til 3 kg. Harðir diskar eru
í dag stærstir um 80 MB en á
næsta ári munu koma 100-120
MB diskar. Hraðvirkari mótöld
koma á markaðinn, frá 9600 til
14400 baud og flest slík mótöld
munu geta sent og tekið á móti
faxi. Innbyggð mús eða hnúður,
mun fylgja flestum fístöLvum. Betri
skjáir, með möguleika á tengingu
í litaskjá með góðri litaupplausn.
Ný tegund rafhlaðna mun endast
lengur og verður hægt að hlaða í
flýti. Og síðast en ekki síst, mun
verð lækka um 25 til 45% á næsta
ári á nýjustu tölvunum. Það sem
mun ekki koma á markaðinn í
nánustu framtíð er; ódýr fistölva
með litaskjá, fistölva sem brotnar
ekki þegar hún dettur, og innbyggð
samskipti sem byggja á farsíma-
tækni og mótaldi.
Höfundur starfar við tölvu-
ráðgjöf.
ar Eddu hf. 23. október 1991 voru
samþykktar þær breytingar á sam-
þykktum fyrirtækisins að einstakl-
ingum er gert mögulegt að nýta sér
kaup á hlutabréfum fyrirtækisins
til frádráttar á skattskyldum tekj-
um. Þannig hafa allar hömlur á
viðskiptum með hlutabréf Prent-
smiðjunnar Eddu hf. verið afnumd-
ar og fyrsta skrefíð verið stigið í
þá átt að bjóða út hlutabréf fyrir-
tækisins á almennum markaði.
Um þá fullyrðingu að Prentsmiðj-
an Edda hf. hafí verið til sölu um
langan tíma er það að segja að um
all langt skeið hafa ýmsir aðilar
sýnt áhuga á því að kaupa hlut
Sambandsins í Prentsmiðjunni
Eddu hf. Sambandið hefur að sjálf-
sögðu rætt við alla slíka aðila en
ekki hefur orðið af sölu, meðal ann-
ars vegna þess að Sambandið hefur
ekki verið að vinna að sölu á eignar-
hlut sínum í fyrirtækinu. Þannig
að sú fullyrðing að Sambandið hafi
verið með Prentsmiðjuna Eddu hf.
til sölu í langan tíma er algjörlega
úr lausu lofti gripin.
Á síðustu mánuðum hefur rekstr-
arsvið Prentsmiðjunnar Eddu hf.
verið breikkað enn frekar með það
að markmiði að geta betur en áður
sinnt þörfum viðskiptavina sinna.“
Tölvur
Tölvuvæðing
Hagkaups vekur
athygli erlendis
UPPSETNING Einars J. Skúlasonar hf. á tölvukerfi í Hagkaup, sem
um var samið í byrjun þessa árs,. hefur vakið töluverða athygli
meðal verslunarkeðja í Evrópu. Að sögn Arnar Andréssonar, sölu-
og markaðsstjóra hjá EJS, hafa þegar komið hingað fulltrúar stórr-
ar verslunarkeðju í Grikklandi og aðilar frá Bretlandi og Hollandi
eru væntanlegir til landsins á næstunni til að skoða uppsetninguna.
Utanríkisviðskipti
Stórkaupmenn efna til
hópferðar til Taiwan
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna mun efna til hópferðar til Taiwan
í byrjun apríl á næsta ári og verða með í för forráðamenn bæði inn-
og útflutningsfyrirtækja. Tvær viðskiptasendinefndir hafa komið
hingað til lands frá Taiwan á þessu ári og voru þar á ferð bæði
opinberir embættismenn og fulltrúar innflutnings- og útflutningsfyr-
irtækja. Er nú fyrirhugað að endurgjalda þær heimsóknir enda hef-
ur viðskiptaráð Taiwan eindregið hvatt til aukinna samskipta ríkj-
anna. Síðari nefndin sem hingað kom hélt m.a. fjölmennan fund
með útflutningsráði stórkaupmanna þar sem ræddir voru möguleik-
ar á auknum útflutningi Islendinga til Taiwan. Um 40 óháð útflutn-
ingsfyrirtæki eiga aðild að ráðinu.
Athugasemd frá stjórn-
arformanni Eddu
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Birni
Ingimarssyni stjórnarformanni Prentsmiðjunnar Eddu hf. í tilefni
greinar sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins síðastliðinn
fimmtudag: