Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐlÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTÚDAGUR 12. DESEMBER 1991 B 11 Stjórnun Dagskhma frá degi tíl dags... ... er haukur í horni fyrir þá sem skipuleggja vilja tíma sinn. Dagskinna er nýtt íslenskt dag- bókarkerfi, klætt í fyrsta flokks kálfskinn. Allar upplýsingar eru á íslensku, lagahar að íslenskum aðstæðum og Dagskinnu fylgir fjögurra tíma námskeið í tímastjórnun. Dagskinna er árangurs- ríkt dagbókarkeríi í glæsi- legum búningi. Hún er góð gjöf og ekki síðri eign, Dagskinnan fæst í þremur litum og tveiinur stærðum, sú minni á 7.900,- kr. og sú stærri á 7.900»‘l 9.900,- kr. lnnifalið í verði er gylling á nafni eiganda Dagskinnunnar. Kynntu þér Dagskinnu frá Leðuriðjunni hf. Mlson Alson-Lcfturiftjan Hverfisgötu 52 • 101 Heykjnvík Síini 91-2 14 58 • Fax 91-2 14 54 ekki bara ofnar. ...líka Læstir fataskápar á vinnustöðum og í búningsherbergjum leysa margan vanda og eru í mórgum tilfellum brýn nauðsyn. Fataskáparnir frá Ofnasmiöjunni eru úr epoxyhúðuðu stáli, - fáanlegir í mörgum litum. Breiddir 25,30 og 40 cm -hæð 170 cm, -dýpt 55 cm. Þá má festa á vegg eða láta standa frítt á gólfi. Skápunum má raða saman eða hafa eina sér. fyrir vinnustaði og búningsklefa HÁTEIGSVEGI 7, Hópákvörðun tryggir ekkirétta ákvörðun eftir Marinó G. Njálsson Margt fólk leitar einfaldrar lausnar á óvissuatriðum við ákvörð- unartöku: Það fær fleira fólk til liðs við sig, vegna þess að það heldur, að með því að láta marga góða heila vinna saman komi örugglega góð ákvörðun. Því miður er þetta rangt. Það skiptir ekki máli hversu vel gefnir meðlimir hópanna eru, hóparnir verða ekki ofurmannlegir. Hópar standa sig eingöngu betur en ein- staklingar að því marki að ágrein- ingur verður á milli þátttakenda, sem þeir geta leyst sín á milli með rökræðum og nákvæmari upplýs- ingaöflun. Þegar slíkt gerist, er lík- legt að hópur skilji viðfangsefnið betur en einstaklingur og komi með viturlegri niðurstöðu. Þegar það gerist ekki, eru hópar jafn líklegir og einstaklingar til að gera mistök, ef ekki líklegri. Gæði rökræðu innan hóps veltur á því hve vel tekst að greiða úr ágreiningsefnum og skoðanamun. í upphafi er rétt að hvetja aðila til að koma fram með ólík viðhorf. Og aðeins þegar staðreyndir, áætlanir og vel rökstuddar skoðanir hafa verið settar fram er rétt að hópur- inn fari að nálgast niðurstöður. Ef hópurinn í heild er á því, að ákvörð- unin hafi verið tekin með því að fylgja góðu ferli, er líklegt að hún reynist vel. Hvers vegna bregðast hópar? Hópum af vel gefnu fólki er oft illa stjórnað. Meðlimir sættast oft í fljótfærni á ranga lausn. Síðan gefa þeir hverjum öðrum svörun, sem lætur hópinn halda að hann hafi valið rétt. Meðlimir letja hvern annan til að skoða veiku hliðarnar í vinnu þeirra. Eða að hópar skip- ast í algjörlega andstæðar fylking- ar, sem gerir rökrétta og samstillta ákvörðunartöku alveg vonlausa. Irving Janis setti fram í bók sinni Groupthink ýmsar kenningar um það hvers vegna hópar bregðast. Hann rannsakaði fjöldann allan af hópákvörðunum og komst að því, að þær áttu ýmsa sameiginlega þætti, sem virtust saklausir í upp- hafi, en höfðu haft ógnvænlegar afleiðingar í förm með sér. Þessir voru helstir: 1. Snmstaðu. Meðlimir þekktu og kunnu vel hver við annan og vildu halda einingu innan hópsins. 2. Einangrun. Hópar sem gerðu sig seka um villur voru oft að taka ákvarðanir í fullri leynd, þannig að ekki var hægt að bera ákvörðunina undir óháða aðila. 3. Mikið álag. Mikilvægi ákvörðunarinnar, hve margbrotin hún var og þröng tímamörk settu mikinn þrýsting á hópinn. 4. Sterkur leiðandi stjórnandi. Formaður nefndarinnar gerði öllum ljóst strax í upphafi hvaða niður- stöðu hann/hún var fylgjandi. Allir þessir þættir vinna saman við að mynda það sem kallað er í dag „hóphugsun“. Samstaða, ein- angrun og mikið álag gera það venjulega að verkum að hópar kom- ast of fljótt að niðurstöðu, oft með því að styðja það sem formaður hópsins lagði fyrst til. Hóparnir beina síðan athyglinni nær ein- göngu að upplýsingum, sem styðja skoðanir þeirra. „Við erum búnir að negla það niður,“ mundu nefnd- armenn síðan segja hver við annan. Hóphugsun verður til þess, að annars vel hæfir einstaklingar, gera glappaskot. Janis telur að hóphugs- un sýni líka eftirfarandi einkenni: — Sjálfsritskoðun nefndar- manna, sem forðast að tala gegn álitil meirihluta áf ótta við að gert verði grín af þeim eða vegna þess að þeir vilja ekki að tími hópsins fari til ónýtis, — þrýstingur á fólk innan hóps- ins, sem er ósammála áliti meiri- hlutans, til að koma í veg fyrir að samstaða rofni, — blekking um styrk, sem er mjög algeng þegar stór aðili ætlar að ráðskast með þann sem talinn er minnimáttar, — villandi og einhæft álit á fólki utan hópsins, eins og við höfum oft heyrt í pólitík Vesturlanda er „kommunum ekki treystandi". I öllum tilfellum leiðir hóphugsun til þess að of fáir möguleikar eru skoðaðir og of fá markmið tekin inn í myndina. Fyrsta afmörkun við- fangsefnisins eða möguleiki, sem sett er fram er jafnan hrint í fram- kvæmd án tillits til hvort það er gott eða slæmt. Upplýsingaöflun er einhliða, sérstaklega varðandi hættuna, sem felst í fyrirfram mynduðum skoðunum hópsins. (Akvörðunartakar klikka oft á því að kynna sér skýrslur, sem draga fram villur í lykilforsendum þeirra.) Jafnvel þó hópur verði hóphugs- un ekki algjörlega að bráð, þá líða flestar hópákvarðanir fyrir það, að fólk hneigist frekar að normi hóps- ins, en að segja álit sitt beint út. Hópar virðast þurfa einhvers konar staðfestingu til að virka. Og ef inn- an hóps er fólk með mismunandi og jafnvel andstæðar skoðanir á afmörkun viðfangsefnisins, er hætta á að samkomulag náist ekki. En það er jafn hættulegt fyrir ein- staklinga hópsins að tapa sinni sjálfstæðu skoðun. Ef löngunin til að þóknast öðrum getur breytt einföldu mati, þá er ekki óeðlilegt að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir fólks í flóknari málum. Kenningin er að betur sjá augu en auga, en fólk hefur oft þannig áhrif hvert á annað að það kemur í veg fyrir að sjálfstæðar skoðanir séu settar fram. og svo koll af kolli upp stigann. Þannig geta allir sagt sína skoðun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort hún stangast á við þegar fram setta skoðun yfirboðara síns. Líklega er stærsta hindrunin í vegi hópákvörðunar sú hugsun, að ágreiningur sé af hinu slæma. Ágreiningur (um hugmyndir) er nauðsynlegur og mikilvægur, ef hópákvörðun á að ná út fyrir hóp- hugsun. Þegar ágreiningur verður þar sem gagnkvæm virðing er, leið- ir hann til heilbrigðari skoðana- skipta og betri niðurstöðu. Þannig heilbrigð skoðanaskipti verða helst þar sem stjórnandinn skilur þörfina fyrir velmótaðar spurningar, hópur- inn hefur misleita meðlimi og hann notar ferli, sem er sniðið til að koma í veg fyrir að samkomulag náist of snemma. INNKAUPA- KÖRFUR Níðsterkar og endingar- góðar innkaupakörfur. Bæði til krómaðar og úr plasti. Hjólagrindur eru einnig fáanlegar undir körfurnar. VERSLUNARTÆKNI HF. VATNAGÖRÐUM 12 REYKJAVÍK SlMI 688078 Hvernig á að stjórna ákvörðunartöku innan hópa? Að móta viðfangsefnið vandlega, er líklega mikilvægara í hópákvörð- ' un, en hjá einstaklingi. Á meðan einstaklingur sem tekið hefur ranga stefnu getur farið aftur á byijunar- reit, þá á hópur sem þannig er kom- ið fyrir erfiðara með að bakka yfir margvíslegt samkomulag og vænt- ingar, sem orðið hafa innan hópsins. Þar sem áhrifa hóphugsunar gætir, næst samkomulag venjulega of fljótt. Það er ekki alltaf slæmt, t.d. ef hópurinn hefur ekki mikinn tíma til ítarlegrar umræðu og stjórnandi hópsins er .nokkuð ör- uggur um lausn þess vanda, sem við er að glíma. Þannig er oft með samráðsfundi innan fyrirtækja. Þegar stjórnandi hópsins vill að hópurinn leggi eitthvað til, ætti hann/hún að leita eftir ólíkum hug- myndum. Það þýðir að stjórnandinn ætti að: — Sitja á sínum skoðunum fyrst um sinn, — óska eftir nýjum hugmyndum og gagnrýni, — tryggja að hópurinn hlusti á skoðanir minnihlutans. Japönsk fyrirtæki hafa forvitni- legan sið, sem gæti verið þess virði að taka upp: Þar er það megin- regla, að lægst setti einstaklingur- inn fær að segja sína skoðun fyrst Höfundur er með meistara- og verkfræðigrádu í aðgerðarrann- sóknum frá Standford-háskóla með ákvörðunarfræði sem sérsvið. Hann rekur eigin ráðgjafarþjón- ustu..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.