Morgunblaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 1
HEILDSALA: Breyttir tímar kalla á breytt ráö /4
IÐNAÐUR: Umtalsveröur árangur af vöruþróunarátaki /8
VEDSKIFn AIVINNULIF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 16. JANUAR 1992
BLAÐ
B
Einkavæðing
Stórfelld einkavæðingá döf-
inni hjá Reykjavíkurborg
REYKJAVÍKURBORG hefur frá sl. hausti unnið að undirbúningi
mjög umfangsmikillar einkavæðingar í starfsemi sinni. Á þessu
ári verða hafnar tilraunir með útboð á almennri sorphirðu í ein-
stökum hverfum borgarinnar, að sögn borgarstjóra, Markúsar
Arnar Antonssonar. Hann segist vonast til þess að hægt verði
að breyta Pípugerð Reykjavíkurborgar í hlutafélag eða selja fyrir-
tækið á næstunni. Þá er verið að meta kosti og ókosti þess að
breyta Rafmagnsveitu Reykjavíkur í hlutafélag eða sameina hana
Hitaveitu Reykjavíkur. Frá síðasta hausti hafa ýmis önnur atriði
verið könnuð með einkavæðingu í huga og hefur borgarstjóri
m.a. nefnt rekstur Malbikunarstöðvar Reykjavíkur og Strætis-
vagna Reykjavíkur.
Markús Örn segir að útboð á
sumarblómum og trjám verði hafín
í sumar. „Gróðrastöð borgarinnar
í Laugardal hefur séð borginr.i
fyrir sumarblómum og trjáplönt-
um og auk þess hafa verið við-
skipti við Skógræktarfélag
Reykjavíkur í Fossvogi. Aðrar
gróðrastöðvar hafa ekki komið við
sögu. Við ætlum að stefna að því
að hefja útboð á að a.m.k. ein-
hverjum hluta af því sem við þurf-
um að planta á næsta sumri til
að fá fram samanburð á verði og
kanna markaðsástand."
Borgarstjóri segist vonast til að
tilraunir með útboð á sorphirðu
hefjist á árinu og segir hann Breið-
holtshverfi helst hafa verið nefnt
í því sambandi. Hann nefnir sér-
staklega að einkareknar gáma-
stöðvar hafi staðið sig vel í sorp-
hirðu. Borgarstjóri telur nauðsyn-
legt að prófa sig áfram í ákveðnum
hverfum í borginni þar sem það
taki einkafyrirtæki tíma að koma
sér upp þeim tækjabúnaði sem
þurfi til almennrar sorphirðu.
Um einkavæðingu strætisvagn-
anna segir Markús Örn að borgin
hafi rætt um samstarf við nýja
fyrirtækið Almenningsvagna höf-
uðborgarsvæðisins, sem er að taka
að sér samgöngurnar í nágranna-
byggðunum. Enn sé þó margt
óljóst í þeim efnum.
„Umræður hafa verið um það
frá sl. hausti innan meirihluta
borgarstjórnar að til greina komi
að huga að breytingum á rekstrar-
formi orkufyrirtækja. Menn eru
þá fyrst og fremst með það í huga
að Rafmagnsveita Reykjavíkur
verði gerð að hlutafélagi, annað
hvort algjörlega í eigu borgarinn-
ar, eða með það að markmiði að
selja hluta á almennum mark-
aði.„Þetta eru stórar pólitískar
ákvarðanir og breyting í þessa átt
yrði mjög í anda þeirrar stefnu sem
ríkisstjórnin hefur mótað og
stefnuskrár Landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins.’ í henni er tekið
fram að það beri að breyta rekstri
orkuveitufyrirtækjanna og sam-
eina rafmagnsveitur og hitaveitur
í eitt fyrirtæki. Það er ein hlið sem
við hljótum að kanna hér í
Reykjavík með Rafmagnsveituna
annarsvegar og Hitaveituna hins
vegar, ekki síst þar sem stefnt er
að því að Hitaveitan fari að fram-
leiða rafmagn á Nesjavöllum í
framtíðinni," segir Markús Örn.
Verslunarráð íslands sendi Borg-
arráði bréf fyrr í vikunni þar sem
ráðið óskaði eftir því að hafist
yrði handa við að kanna af fullri
alvöru einkavæðingu hjá
Reykjavíkurborg. Aðspurður hvert
væri svar borgarstjóra við bréfi
Verslunarráðs sagði Markús Örn
að borgin hefði verið með þessa
könnun í gangi frá sl. sumri og
væri hún nú langt komin. Hann
tók fram að borgarfulltrúar hefðu
verið samstíga í einkavæðingará-
formum og ekki þyrfti hvatningu
frá Verslunarráði til þess.
Vegin meðaltöl
14
12
10
F M
J J
VAXTAÞROUMN á sl. ári einkenndist sem ö 0 N
kunnugt er af miklum sveiflum á raunvaxtastigi óverðtryggðra
lána. Hér að ofan sést vaxtaþróunin á sl. ári og fram á þetta ár. Vextir
óverðtryggðra lána eru nú svipaðir og á fyrri hluta sl. árs áður en verðbólgan fór af stað
með slæmum afleiðingum fyrir bankana þar sem ekki tókst að láta nafnvaxtastigið
haldast í hendur við verðbólguna. Aðstæður eru hins vegar allt aðrar um þessar mundir
enda er búist við að verðbólgan verði aðeins 2-3% á árinu og skilyrði séu jafnvel að
skapast fyrir raunvaxtalækkun.
Rádgjafar Landsbréfa hf. veita fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf um viðskipti
á hlutabréfamarkaði, sem felur meðal annars í sér eftirfarandi:
m
LANDSBRÉF H.F.
S
Landsbankinn stendur með okkur |
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 s
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Adili að Verðbréfaþingi íslands *
• Mat á verðmæti hlutabréfa.
• Aætlanir um opnun fyrirtækfa
og sölu hlutabréfa á almennum markaði.
• Undirbúning og framkvæmd hlutafjárútboða.
• Tengsl við Verðbréfaþing Islands.
• Skráningu hlutabréfa.