Morgunblaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 3
morgunblaðið' VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF fimmtudagur 16. janúar 1992
B 3
Fyrirtæki
Verðbréfaviðskipti VÍB
um 35 milljarðará sl. ári
VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI hjá VÍB, Verðbréfamarkaði íslands-
banka hf., á árinu 1991 námu tæplega 35 milljörðum króna og
er það liðlega tvöföldun frá veltu ársins 1990. Sala verðbréfa nam
alls 24,2 milljörðum en verðbréfakaup 10,2 milljörðum. Alls voru
seld skuldabréf fyrir 23,2 milljarða en-hlutabréf fyrir liðlega 1
milljarð.
Af skuldabréfum seldist mest
af skuldabréfum og víxlum banka
og sparisjóða eða samtals fyrir
13,8 milljarða, samkvæmt upplýs-
ingum VIB. Næst komu Sjóðsbréf
VIB sem seldust fyrir 3,1 milljarð
en þar af voru Sjóðsbréf 1 seld
fyrir 1,2 milljarða króna en inn-
leyst voru Sjóðsbréf 1 fyrir tæp-
lega 1,9 milljarða króna. Spari-
skírteini ríkissjóðs voru seld fyrir
um 2,8 milljarða króna, húsbréf
fyrir 1,1 milljarð og önnur skulda-
bréf fyrir 2,2 milljarða.
Af hlutabréfum seldist mest af
hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum
hf. eða fyrir 135 milljónir og í
Hlutabréfasjóði VÍB fyrir 133
milljónir. Þá komu hlutabréf í
Flugleiðum sem seld voru fyrir 118
milljónir og þá hlutabréf i Eimskip
Hlutabréfamarkaður
og Granda sem seld voru fyrir 70
og 67 milljónir. Birgðir hlutabréfa
voru lengst af miklar á árinu, um
20-30 milljónir á fyrri hluta ársins
en 50-60 milljónir á síðari hlutan-
um m.v. lok hvers mánaðar. Lækk-
un á verði hlutabréfa um nálægt
10% að jafnaði frá september til
ársloka ollu tapi á viðskiptum með
hlutabréf á þeim mánuðum um
yfír 5 milljónir króna. Vegna góðr-
ar sölu í desember voru hins vegar
birgðir í árslok aðeins 8 milljónir
króna og viðskipti með hlutabréf
á árinu öllu voru rekin með hagn-
aði.
Eignir verðbréfasjóða í vörslu
VÍB voru liðlega 4 milljarðar í lok
ársins 1991. í upphafi ársins 1991
voru eignir sjóðanna liðlega 5
milljarðar og jukust framan af
í tilkynningu sem aðstandendur
Enskilda skýrslunnar, Seðlabank-
inn, Iðnþróunarsjóður og Verslun-
arráð, sendu frá sér í gær kemur
fram að stjórnendur nokkurra
hlutafélaga hafi þegar lýst því
yfir að þeir muni sækja um skrán-
ingu hlutabréfa sinna á Verðbréfa-
þingi íslands. Stjórnendur nokk-
urra annarra hlutafélaga hafa lýst
því yfir að þegar reglur þingsins
verði tilbúnar muni þeir leggja til
við stjórn að sótt verði um skrán-
ingu hlutabréfa.
VASKHUGI
Byrjaðu nýtt ár með bókhaldið á hreinu.
Vaskhugi er forrit, sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfaldleika
í notkun. Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölukerfi,
birgðir, uppgjör vsk., verkefnabókhald, jafnvel einföld
ritvinnsla.allt í einu kerfi á mjög hagstæðu verði.
Námskeið verða haldin í febrúar, bæði fyrir byrjendur og þá, sem
lengra eru komnir.
Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur í síma 656510.
íslensktæki, Garðatorgi 5, Garðabæ.
K Y N N I N G
Words
fyrir Windows
í dag kl.13 á 2. hæb.
•4—
i
--------,
EINAR J.SKULASON HF
Grensásvegi 10, Sími 68 6933
árinu í 5,3 milljarða í maí og 5,1
milljarð í júlí sl. Á síðari hluta
ársins minnkuðu eignir verðbréfa-
sjóðanna vegna innlausnar Sjóðs-
bréfa umfram sölu um nálægt l
milljarð. Fjármunir í vörslu VÍB
nema nú alls liðlega 7,5 milljörð-
um.
Starfsmenn YÍB voru 36 í lok
ársins en 35 í ársbyijun. Reiknað
er með því að fyrirtækið hafi ver-
ið rekið með hagnaði á árinu 1991
en mun minni en á síðustu árum.
Þá breytingu er einkum að rekja
til breyttra markaðsaðstæðna á
verðbréfamarkaði á árinu 1991 og
til aukinnar samkeppni.
Nýjar reglur Verð-
bréfaþings taka gildi
STEFNT er að því að nýjar reglur um Verðbréfaþing íslands taki
gildi um næstu mánaðamót en þær eru liður í framkvæmd til-
lagna Enskilda Securities um verðbréfamarkað hér á landi. Helstu
atriðin í nýju reglunum varða sjálfstæði Verðbréfaþings, skipun
sljórnar, upplýsingakerfi og gjaldskrá. Samkvæmt drögum að
reglum verður slakað á formkröfum vegna umsókna um skrán-
ingu hlutabréfa á þinginu á aðlögunartímabili sem stendur frá
1. febrúar til 1. júlí. Gert er ráð fyrir að á þeim tíma verði fyrir-
tækjum heimilt að sækja um skráningu á grundvelli ársreiknings
1990, milliuppgjörs 1991 eða ársreiknings 1991 og bæklings með
viðbótarupplýsingum í stað þess að upplýsingar séu í einu skjali.
Unnið hefur verið að breyting-
um á tölvukerfi þingsins og mun
þeim breytingum væntanlega
ljúka í mars nk. Einnig hefur ver-
ið unnið að kynningu á Verðbréfa-
þingi íslands og fyrirhuguðum
breytingum.
Fyrirhugað er að ný stjórn
Verðbréfaþings skipuð 7 aðilum
taki til starfa þann 1. júlí nk. Er
gert ráð fyrir 2 fulltrúum hluta-
félaga, 1 fulltrúa Seðlabanka, 2
fulltrúm þingaðila og 2 fulltrúum
kaupenda.
H0VIK*STÁL
Lagerhillur
Vörubrettahillur
Hillubúnaður
fyrir allar þarfir!
HF.OFNASMIDJAN
HÁTEIGSVEGI 7, S: 21120
VERSLAR ÞÚ VIÐ BANDARÍKIN ?
Þeir hjá Ambrosio vita
allra best hvernig koma á
vörusendingum hratt og örugglega
til og frá íslandi.
REYNIR GÍSLASON, ÍSLENSKUR STARFSMAÐUR UJÁ
AMBROSIO, HEFUR ÞAÐ SÉRVERKEFNI AÐ ANNAST
SENDINGAR TIL OG FRÁ ÍSLANDI.
Ambroslo Shipping Company hefur sérhæft.
sig í flutningum frá Bandaríkjunum til íslands
í rúm 30 ár.
Fyrirtækið hefur aðsetur í New York og Norfolk.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hf. er umboðsaðili
Ambrosio á íslandi. Ambrosio annast flutninga-
miðlun, sækir vörur innan Bandaríkjanna,
sér um alla pappíra, og kemur sendingum í flug-
eða sjófrakt.
í sameiningu bjóða Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
og Ambrosio bætta flutningaþjónustu frá
Bandaríkjunum: safnsendingar í flugi
frá New York.
GÓÐ OG HRÖÐ ÞJÓNUSTA
Á FRÁBÆRU VERÐI.
B R O s
j o>
^ / p p I ^
Virginia:
Sími: 90-1-804-523-411, fax: 90-1-804-523-6190.
New York:
Sími: 90-1-718-244-6294, fax-. 90-1-718-995-4293
skipaafgneiösla
jes zimsen hf
ALHUCA HJJTNINGAWÓNUSTA
Sími: (91) 13025, 14025, fax: (91) 622973
t(to§dJ(í){5(D0Í3
veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum
• Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag-
stæðum greiðslukjörum.
• Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign
eða bankaábyrgð.
• Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna
í samvinnu við umsækjendur.
• Sjóðurinn veitir einnig styrki til greiðslu á nauð-
synlegri ráðgjöf vegna þróunarverkefna.
Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e.
Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði.
HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR.
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda
hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hæð,
pósthólf 5410,125 Reykjavík, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044.