Morgunblaðið - 16.01.1992, Page 8

Morgunblaðið - 16.01.1992, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍr FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1992 IMýsköpun Nýtt vöruþróunar- verkefni að hefjast Valin verða 10 fyrirtæki sem fá myndarlegan fjárhagslegan og faglegan stuðning IÐNTÆKNISTOFNUN og Iðnlánasjóður eru um þessar mundir að hleypa af stokkunun vöruþróunarverkefni í samvinnu við Rannsókn- aráð ríkisins. Þetta er í annað sinn sem ráðist er í slíkt verkefni en Iðntæknistofnun stóð fyrir vöruþróunarátaki á árunum 1988 og 1989 þar sem 25 fyrirtæki hófu þátttöku. í því verkefni sem nú er að hefjast eru nýjar áherslur og má þar t.d. nefna að Rannsóknaráð ríkisins mun fjalla um fyrirliggjandi umsóknir. Mun ráðið styrkja þau verkefni sem krefjast tæknilegrar útfærslu. Þá verða aðeins valin 10 verkefni að þessu sinni en það mun gera kleift að styðja betur við einstök fyrirtæki en áður. Vöruþróunarverkefnið mun standa yfir í tvö ár og er áætlaður heildarkostnaður við það um 108 milljónir króna. Karl Friðriksson, verkefnisstjóri, var spurður um tildrög þess að ákveðið var að ráðast í slíkt verkefni að nýju og í hveiju það fælist. „Tildrögin að því að Iðntækni- stofnun og Iðnlánasjóður fara aftur af stað með vöruþróunarverkefni má auðvitað rekja til þess að fyrra verkefnið telst hafa heppnast vel. Þegar því var að ljúka árið 1989 fundum við fyrir þrýstingi frá fyrir- tækjum um að setja upp annað verk- efni. Iðntæknistofnun hafði þá lokið við sína rekstraráætlun og Iðnlána- sjóður gerði ekki ráð fyrir nýju verk- efni í sinni rekstraráætlun. Stofnun- in og sjóðurinn töldu því ekki fært að leggja í annað verkefni. Frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á að endurtaka vöruþróunarátakið. Það , var hið fyrsta sinnar tegundar og fólst í raunhæfri þróunarvinnu þann- ig að hugmynd stjómenda í fyrir- tækjunum var þróuð í markaðshæfa vöru og sett á markað. Þannig var hægt að mæla árangurinn þótt verk- efnið hafi einnig haft önnur markm- ið eins og að vekja athygli á vöruþró- un og nýsköpun auk þess sem það fól í sér þekkingaröflun fyrir stjóm- endur fyrirtækjanna." Tengslin við fyrirtæki endurnýjuð „Iðntæknistofnun og Iðnlánasjóð- ur komust einnig í verulega mikil tengsl við viðskiptavini sína í gegn- um verkefnið, sem var talið mjög jákvætt. Með nýja verkefninu er ætlunin að endumýja tengslin á þessu sviði, auk þess að bæta þjón- ustu við fyrirtæki hvað varðar vöru- þróun. Vöruþróunarverkefnið er mjög frábmgðið hefðbundnum vöm- þróunarlánum Iðnlánasjóðs. Sjóður- inn tekur við umsóknum um vöru- þróunarlán með ákveðinni áætlun og síðan er veitt lán fyrir 50% af áætluðum kostnaði. Iðnlánasjóður á erfitt með að fylgjast með t.d. hvem- ig haldið er utan um verkefnið, hversu vel unnið er að þróuninni og hvemig verkefnastjómuninni er hagað. I nýja verkefninu er fylgst með verkefnastjómuninni og að vömþróunin sjálf sé unnin á skikk- anlegan hátt. Það hefur einnig skapast áhugi á vömþróunarverkefninu hjá Rann- sóknaráði ríkisins og hyggst ráðið taka umsóknirnar sérstaklega fyrir. Kannski getum við brúað hina svo- kölluðu „nýsköpunargjá" með verk- efnum hjá þátttökufyrirtækjum en með því er átt við verkefni sem fela bæði í sér vömþróun og rannsóknir. í nýja verkefninu fær Rannsóknar- áðið umsóknir til umfjöllunar m.t.t. til hugsanlegrar þátttöku sjóðsins í fjármögnun einstakra verkefna." Tilgangxirinn einnig að auka umræðu um nýsköpun „Tilgangur vöruþróunarverkefn- isins er einnig að auka umræðu um nýsköpun í þjóðfélaginu. Vömþró- unarátakið vakti vemlega athygli og hugmyndin er að endurtaka það. Við teljum æskilegt að fá meiri umræðu um það þegar t.d. fyrirtæki em að koma með nýjungar á mark- að.“ - Á hvem hátt er þetta verkefni frábmgðið vömþróunarátakinu? „Nú er sett það skilyrði fyrir þátt- töku að væntanleg vara feli í sér nýjung og sé ekki í beinni sam- keppni við sambærilega vöm á markaðnum frá öðmm innlendum aðila. Samvinnan við Rannsóknaráð er einnig nýmæli. Fyrra verkefnið fékk á sig nokkra gagnrýni fyrir að hafa ýtt undir aukna samkeppni í sölu á ákveðnum vörutegundum. Það var af hinu góða í sumum tilvikum en öðram ekki. Þess ber einnig að geta að við geram mun strangari kröfur um verkefnin sem slík en áður. í vöm- þróunarátakinu voru tekin inn 25 fyrirtæki þannig að umfangið er minna en jafnframt ætlum við að taka viðameiri verkefni. Meira fjár- magni verður þannig varið til hvers verkefnis." - Hvernig verður styrkveitingum vegna verkefnisins háttað? „Iðnlánasjóður og Iðntæknistofn- un veita styrk vegna undirbúnings og stjómunar að fjárhæð 8 milljón- ir. Síðan er gert ráð fyrir að sjóður- inn veiti áhættulán til hvers þátt- tökufyrirtækis sem nemur 50% af viðurkenndum kostnaði. Iðntækni- VORUÞROUN - „Það er heilmikið mál fyrir meðal- stórt íslenskt fyrirtæki að leggja út í vömþróun sem kost- ar 10 milljónir. Einhver þarf að stjóma þróunarstarfinu og knýja á um að viðkomandi hlut- ir séu unnir,“ segir Karl Frið- riksson, verkefnisstjóri. stofnun mun jafnframt veita styrk til sérhvers fyrirtækis sem nemur 25%1af heildarkostnaði, þó að há- marki ein milljón króna. Það er því hugsanlegt að fjármögnun á mjög stómm verkefnum væri þannig að 50% kæmi frá Iðnlánasjóði, 1 milljón frá Iðntæknistofnun og ákveðið hlut- fall komi síðan frá Rannsóknaráði. Ein af ástæðum fyrir þeim áhuga og velvilja sem svona verkefni fá hjá fyrirtækjum er sú staðreynd að fyrirtæki ná í fjánnagn til að standa straum af kostnaði við vöruþróun." - Ef fjárstuðningur er undanskil- inn hvaða ávinning hafa fyrirtæki af þátttöku í verkefninu? „Með þátttöku sinni geta fyrir- tæki komið af stað góðum og gildum verkefnum sem þau annars gætu ekki tekist á við vegna lítillar yfir- byggingar. Meðalstór íslensk fyrir- tæki hafa oftast nær ekki skilgreind- an aðila til að vinna að vömþróun. Þróttur stjómendanna fer að miklu leyti í daglegan rekstur og að halda fyrirtækinu fersku hvað varðar al- menna markaðsfærslu á núverandi vömm, samskipti við starfsfólk o.þ.h. Þegar kemur að stómm mál- um á sviði vömþróunar er ekki gmndvöllur fyrir þau þar sem það krefst of mikillar vinnu. Það er t.d. heilmikið mál fyrir meðalstórt ís- lenskt fyrirtæki að leggja út í vöru- þróun sem kostar 10 milljónir. Ein- hver þarf að stjórna þróunarstarfinu og knýja á um að viðkomandi hlutir séu unnir. Þetta er mikilvæg ástæða til þess að menn sækja í að taka þátt í vömþróunarverkefninu. Menn gera sér grein fyrir því að þeir muni fá aðhald, rétt verði unnið við vöm- þróunina og verkefnastjórnunin sé . farsællega af hendi leyst.“ - Hvaða skilyrði era fyrír þátt- töku fyrirtækja í verkefninu? „Eitt meginskilyrðið er að um sé að ræða iðnfyrirtæki sem greiði iðn- lánasjóðsgjald. Fyrirtækin þurfa einnig að uppfylla kröfur Iðnlána- sjóðs um lántöku svo og þau skilyrði sem Rannsóknaráð setur. Að öðm leyti viljum við hafa tryggingu fyrir því að fyrirtæki geti séð um þá íjár- mögnun sem ætlast er til af því sjálfu þannig að fjárhagsstaða þeirra þarf að vera góð,“ sagði Karl Friðriksson. KB Umtalsverður árangur af vöruþróunarátaki ’ 88-89 ÁRANGUR vöruþróunarátaksins á árunum 1988-1989 varð sá að átta fyrirtæki þróuðu markaðshæfar vörur sem hafa skilað um- talsverðri veltu. I sumum tilvikum hefur varan verið einn helsti vaxtarbroddurinn í rekstri þeirra. Þá þróuðu sex fyrirtæki mark- aðshæfa vöru sem er við það að ná fótfestu. Fjögur fyrirtæki eru í biðstöðu með sína vörur enda þótt þær séu taldar markaðshæf- ar. Hins vegar náðist Iítill sem enginn árangur hjá þremur fyrir- tækjum. í einu fyrirtæki var hætt við þróunina eftir forathugun á arðsemi. Þau fyrirtæki sem náðu góðum árangri með vörur úr vömþró- unarátakinu voru Árblik, Bakarí Friðriks Haraldssonar, Brúnás, Gluggasmiðjan, Límtré-Yleining- ar, Málning, Opal og Trefjar. Raunar má segja að árangur Lím- trés í átakinu sé stofnun Yleininga hf. en þar starfa nú um 40 manns. Árblik þróaði nýja sumarlínu úr bómull og eftir eitt ár skilaði sú iína um 30% af veltu fyrirtækis- ins. Bakarí F.H. þróaði pizzu og pítubrauðsframleiðslu sem tryggði betri nýtingu á vélakosti og jók umsvif bakarísins vemlega. Opal þróaði m.a. sykurlausan Opal í átakinu og Gluggasmiðjan tréglugga sem klæddir em með áli. Málning þróaði utanhússmáln- ingu fyrir steinsteypt mannvirki og Trefjar þróuðu vaska, sturtu- botna, baðker og heita potta úr akrýl. Hafa þessar vömr Trefja verið vaxtarbroddurinn í rekstri fyrirtækisins. Olíumarkaður Guðmundur W. Vilhjálmsson Lækkun á olíuverði en óvissa framundan OPEC ríkin ákváðu á fundi sínum , 24. september sl. að halda óbreyttu framleiðslumagni frá síðasta árs- fjórðungi þessa árs á fyrsta ársfjórð- ungi næsta árs. Fundurinn var stutt- ur og og út á við virtist hann fara friðsamlega fram. Reyndar komu Saudi Arabar fram með ýmsar yfir- lýsingar sem öðmm fundarmönnum líkaði ekki, svo sem að þeir myndu auka framleiðslu sína úr 8,5 mt/d í 10 mt/d og jafnframt, að þeir myndu ekki draga úr framleiðslu sinni í hlut- falli við aukið framboð frá Kúveit og írak. Fyrir áhrif írana drógu þeir nokkuð úr yfirlýsingum sínum, en - eftir stóð að þeim bar ekki saman við aðra fundaraðila, um hve miklar þarfír verða á OPEC olíu á fyrsta ársfjórðungi ársins. Alveg var fallið frá því að ræða um hve mikið skyldi framleiða á öðr- um ársQórðungi næsta árs. Verður það gert á fundi þeirra 12. febrúar nk. í framhaldi af niðurstöðu fundar- ins framleiða öll OPEC ríkin nú eftir fremstu getu utan Saudi Arabíu. Síðustu daga hefur olíuverð lækkað þó nokkuð, sem er mjög óvenjulegt á þessum vetrarmánuðum. Ýmsar ástæður em fyrir því. Gífurleg birgð- asöfnun átti sér stað í kjölfar bylting- artilraunarinnar í Sovétríkjunum í ágúst, þá var óttast að útflutningur myndi að miklu leyti falla niður það- an. Reyndar átti sér líka stað mikil birgðasöfnun í Þýskalandi fyrir 1. júlí, en þá vom skattar hækkaðir þar á olíuvömm. Helstu óvissuþættir nú um fram- hald verðþróunarinnar em: Kuld- ar: Birgðastaðan hefur verið miðuð við mögulegan harðan og langan vetur og em olíubirgðir nú meiri en á sama tíma í fyrra. Veturinn hefur verið mildur og af þeim sökum hefur lítið gengið á birgðir. Síðbúnir kuldar munu hafa mikið minni áhrif en ef þeir hefðu komið fyrr. Þess vegna leita seljendur nú kaupenda, en neyt- endur em tregir. Með hverri viku sem líður án mikilla kuldakasta má búast við meiri sölugleði þeirra sem hafa mikinn kostnað af birgðahaldi. Rússland: Vissulega hefur með hverju ári dregið úr olíuframleiðslu og útflutningi frá Rússlandi og öðr- um Sovétríkjum, en búist var við meiri samdrætti en raun varð á. Nýlega vom öll útflutningsleyfi aft- urkölluð og orsakaði það skjálfta á markaðinum, en í ljós kom að þetta var aðgerð til endurskoðunar, til að útiloka sölu á öðru en heimsmarkaðs- verði og til að endurnýja leyfí í hlut- falli við raunverulegar birgðir til út- flutnings, en eldri leyfí voru fyrir töluvert meira magni. Þessi útflutn- ingur gengur nú framar vonum, enda er hann gmndvöllur allra úrbóta í Sovétríkjunum. Olíuútflutningur mun nema um 65 hundraðshlutum af gjaldeyrisöflun Sovétríkjanna. Síðustu daga hafa þó verið truflanir í útflutningi frá Rússlandi. írak og Kúveit: írakar hafa ekki enn samþykkt skilmála Sameinuðu þjóðanna fyrir takmarkaðri 'undan- þágu frá hafnbanni á útflutningi á olíuvöru. Svo virðist sem þeir telji að skilyrðin verði með tímanum mild- uð, en stjórnin í Washington hefur varað íraka við bjartsýni á þessu sviði. I framhaldi af því að Bretar greiddu írökum 1,1 milljarð dollara af innistæðu þeirra, sem fryst hafði verið í Bretlandi, að því er talið var í skiptum fyrir að tveir breskir kaup- sýslumenn voru látnir lausir, gera írakar sér vonir um að ná meiru úr frysti. Fara þeir sér hægt, en 8. jan- úar hittast Irakar og fulltrúar SÞ í Vínarborg til að ræða frekar skilmál- ana. Sérstaklega óska Irakar eftir að fá að nota útflutningshöfn sína við Persaflóa, Mina Al-Bakr, en þeir telja, að Tyrkir okri á þeim fyrir þá þjónustu að flytja olíuna gegnum Tyrkland að Miðjarðarhafi. Framleiðsla og útflutningur eykst stöðugt frá Kúveit, sem leiddi til þess að framleiðsla OPEC ríkja var í nóvember um 450 þúsund tunnum meiri en síðasti fundur ákvað að hún skyldi vera. í desember jókst fram- leiðsla OPEC enn með aukinni fram- leiðslu írana. Líbýa: Bandaríkjamenn hóta nú Líbýumönnum hafnbanni á olíu og jafnvel árásum framselji þeir ekki tvo Líbýmenn sem taldir eru valdir að sprengingu í PanAm-þotu, sem fórst yfir Lockerbie í Skotlandi. Bretar styðja Bandaríkjamenn í þessu, en aðrar Evrópuþjóðir em tregar til. Um er að ræða 1,5 mt/d af bestu olíu, sem þær þjóðir eiga erfítt með að vera án, sérstaklega Þjóðveijar og ítalir. Álítið er að hafnbann gæti hækkað olíuverð um allt að því 5 dollara á tunnu. Efnahagsástand iðnríkja: Ekki hefur verið mikill bati í efnahagslífi iðnríkja og dregur það að sjálfsögðu úr eftirspurn á olíu. Lækkun á gengi dollars dregur enn úr líkum á bata í Bandaríkjunum, þar sem allar olíu- vörur verða þeim mun dýrari. Áðurgreindir punktar eiga sér- staklega við um fyrsta ársfjórðung þessa árs, en hafa að sjálfsögðu mik- il áhrif á annan ársfjórðung þar sem spurningin um, hve mikið verður gengið á birgðir á fyrsta ársfjórð- ungi hefur ásamt ákvörðun OPEC fundar 12. febrúar úrslitaáhrif á verð olíu á öðmm ársfjórðungi. Svo virð- ist af nýlegum yfírlýsingum Saudi Araba, að þeir hafi nokkuð breytt afstöðu sinni. Þeir segja nú að þeir muni ekki fóma olíuverði til að bæta efnahagsástand á Vesturlöndum. Álitið var að Bandaríkjastjórn hefði fengið samþykki þeirra við því að þeir tryggðu með framleiðslu sinni, að verðið færi ekki of hátt. Talið er að Bush hafi misst tök á efnahags- málum heima fyrir, og hátt olíuverð á næsta ári gæti spillt fyrir honum í forsetakosningunum. Höfundur er lögfræðingur og for- stöðumaður eldsneytisdeildar Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.