Morgunblaðið - 16.01.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1992
B 9
Sjónarhorn
Um samstarf fyrirtækja
og hagkvæmni smæðarinnar
eftir Kristján
Guðmundsson
Ef verður af samningi um Evr-
ópskt efnahagssvæði mun hann
fela í sér meiri breytingar fyrir
íslenskt efnahagslíf heldur en
nokkur annar milliríkjasamningur
sem við höfum gert. Þeir
hagsmunir, sem í húfi eru, eru þó
að miklu leyti undir okkur sjálfum
komnir. Hvernig ætlum við að búa
okkur undir þessar breytingar,
sem m.a. eiga eftir að koma fram
í lægra vöruverði, bættu efnahags-
legu umhverfi fyrirtækja og aukn-
um hagvexti? Ætlar ísland að
vera virkur þátttakandi í þessum
breytingum eða fljóta sofandi að
feigðarósi?
Ræðst árangur fyrirtækja
af stærð þeirra?
Innan við 1% íslenskra fyrir-
tækja hefur fleiri en 60 starfs-
menn. Sú staðreynd undirstrikar
rækilega að ísland er smáfyrir-
tækjasamfélag. Ef samningar
náðst um Evrópskt efnahagssvæði
hljótum við að spyija okkur hvern-
ig getum við eflt íslenskt atvinnu-
líf, skapað fyrirtækjunum viðun-
andi umhverfi og möguleika á að
bæta afkomu starfsmanna sinna.
í Evrópubandalaginu er í gangi
sérstök áætlun, sem miðar einmitt
að því að bæta efnahagslegt um-
hverfi lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja. Sú áætlun felur m.a. í sér
að draga eins og kostur er úr
stjórnunarlegum byrðum, miðla
fyrirtækjunum upplýsingum,
stuðla að aukinni samvinnu fyrir-
tækja, örva fyrirtæki til þátttöku
í rannsóknar- og þróunarverkefn-
um og bæta aðgang fyrirtækjanna
að fjármagni. Að þessu verða
stjórnvöld, hagsmunasamtök og
fyrirtæki að fara að vinna ekki
l.gri
seinna en strax, ef við ætlum okk-
ur að búa í þessu landi við sam-
bærileg lífsskilyrði og gerist og
gengur í nágrannalöndum okkar.
Mestan hluta þessarar aldar
hefur það verið viðtekið sem heil-
agur sannleikur í viðskiptalífi
heimsins að árangur fyrirtækja
ráðist af stærð þeirra. Það var þó
ekki fyrr en í upphafi níunda ára-
tugarins að menn fóru í alvöru að
endurskoða þessa speki. Mönnum
fór að verða ljóst að á sama tíma
og stóru fyrirtækin áttu í miklum
erfiðleikum og urðu af þeim sökum
að draga stórlega úr umsvifum
sínum, þá blómstruðu víða minni
fyrirtækin, einkum fyrirtæki með
færri en 100 starfsmenn. Þau
færðu út kvíarnar og sköpuðu um
það bil 8 af hveijum 10 nýjum
störfum á níunda áratugnum. Á
þessum tíma voru stór fyrirtækin
sein að innleiða nýja tækni og
aðlagast nýjum mörkuðum en litlu
fyrirtækin kappkostuðu að fara
nýjar leiðir og taka upp nýja tækni.
Þessi staðreynd leiddi óhjákvæmi-
lega til þess að endurskoða þurfti
klisjuna um að stórt væri endilega
betra. Og í framhaldi af því að
spyija sig spurningarinnar: Hvert
er hlutverk litlu fyrirtækjanna í
efnahagslífi heimsins? Geta þau
gert þjóðum kleift að öðlast meiri
samkeppnishæfni?
Hvaða þjóðir ná forskoti á
alþjóðlegnm mörkuðum?
Hin hefðbundna skoðun, að því
stærri sem fyrirtæki séu, þeim
mun hagkvæmari og hins vegar
að þeim mun smærri sem þau eru
þýði það meiri óhagkvæmni og
óstöðugleika, er á hallanda fæti.
Efnahagsleg og tæknileg þróun
síðustu ára hefur leitt til nýrrar
sýnar, nýs afsprengis, sem sam-
einar bæði kosti stórra og lítilla
fyrirtækja. Við getum litið á þetta
Kristján Guðmundsson
sem nýtt „rekstrarform“, þar sem
það er ekki stærðin sem skiptir
mestu máli, heldur gæði þeirra
viðskiptatengsla, sem tengja fyrir-
tækin saman. Lykileiningin er ekki
fyrirtækið sem slíkt, heldur net
fyrirtækja, sem tengjast saman á
lýðræðislegan hátt. Þetta hefur
verið að gerast á nokkrum stöðum
í heiminum á sama tíma, í Japan,
Þýskalandi, Bandaríkjunum, Dan-
mörku og Ítalíu.
Þetta nýja „rekstrarform“ hefur
að sjálfsögðu ekki orðið til af sjálfu
sér. Auðvitað er þama um að
ræða þróun, sem hefur orðið m.a.
vegna þess að stjórnendur hafa
haft vilja til að skilgreina fyrir-
tæki sín upp á nýtt en það hefur
leitt til þess að samskipti og við-
horf til bæði viðskiptavina og
keppinauta hefur orðið að endur-
skoða. Og til þess að þessi þróun
geti átt sér stað, þurfa stjórnvöld,
atvinnurekendasamtök og verka-
lýðsfélög að skapa nauðsynlegt
stofnanalegt umhverfi, nýtt um-
hverfi, sem er jafn mikilvægt og
góðar samgöngur og gott fjar-
skiptakerfi. Þjóðir sem bera gæfu
til að skapa slíkt umhverfi munu
ná forskoti á alþjóðlegum mörkuð-
um, það hefur þegar sýnt sig. ,
Smáfyrirtækin skapa flest
atvinnutækifæri
í Bandaríkjunum hafa menn
þóst sjá að skortur á samstarfi lí-
tilla framleiðslufyrirtækja og jafn-
framt að viðunandi umhverfi víæri
ekki til staðar, væri höfuðástæða
þess að staða smáfyrirtækjanna í
Bandaríkjunum er langt að baki
því sem gerist meðal annarra iðn-
aðarþjóða. Einnig er viss kald-
hæðni í því fólgin að á sama tíma
og fjölmargir málsmetandi menn
í Bandaríkjunum lofa og prísa
smáfyrirtækin, þá hafa önnur
lönd, sérstaklega Japan, Þýska-
land og Ítalía með markvissum
aðgerðum lagt áherslu á að gera
lítil og meðalstór fyrirtæki að mik-
ilvægum þætti í alþjóðlegri sam-
keppni.
Mestan hluta þessarar aldar
hefur mikilvægi smáfyrirtækja,
mælt sem hlutdeild í heildarvinnu-
afli í fyrirtækjum með færri en
100 starfsmenn, farið minnkandi
í öllum hinum iðnvædda heimi.
Upp úr 1970 fer þetta að snúast
við jafnframt því sem stórfyrirtæki
sjá í vaxandi mæli hag sínum bet-
ur borgið með því að kljúfa sig í
smærri einingar.
Milli áranna 1980 og 1986
fækkaði starfsmönnum í fyrir-
tækjum í Bandaríkjunum með
fleiri en 500 starfsmenn um 11%,
eða sem samsvarar tæplega tveim-
ur milljónum starfa. Á sama tíma
fjölgaði starfsmönnum í fyrirtækj-
um með færri en 100 starfsmenn
um 326.000 eða sem samsvarar
um 8% aukningu. í sjálfu sér ei
nógu merkilegt að þetta skuli ge
rast í Bandaríkjunum, en enn at
hyglisverðara er að þessar grund
vallarbreytingar eru að eiga séi
stað víða á sama tíma, einkum
löndum eða svæðum þar sem um-
hverfi er svipað. Þessi fjölgui
starfsmanna í litlum og meðalstór-"
um fyrirtækjum endurspeglai
bæði efnahagslegar og tæknilegai
breytingar. Á fyrri hluta aldarinn-
ar stóð fjöldaframleiðsla undii
vexti stórfyrirtækjanna en í dag
er hins vegar eftirspurn eftir sér-
hæfðari afurðum, stöðuguir
tækninýjungum og afkastameir
tölvutækni, sem leiðir til minni og
minni miðstýringar í framleiðslu.
Við getum borið þessar breyt-
ingar saman við iðnbyltinguna á
sínum tíma, sem olli gjörbreytingi'
í atvinnuháttum og uppbyggingu
þjóðfélaga. Véltækni kemur tii
sögunnar og framleiðslugeta
margfaldast. Borgarsamfélögin
þenjast út, samgöngur batna og
markaðir verða því ekki eins ein-
angraðir. Upp úr aldamótunum fei
að bera á aukinni samkeppni mill:
framleiðenda, sem fljótt leiðir al
sér viðbrögð til að ná forskoti á
keppinautana. Það markar upphæí
sjálfvirknivæðingar í iðnaði, seir
löngum var litið á sem hina full-
kömnu lausn. í fyrstu einskorðuð-
ust þær lausnir við að auka hraða-
vélanna og alveg framundir 1940
eru sjálfffirknilausnir útfærðar
fyrst og fremst vélfræðilega, þ.e.
ekki út frá þörfum mannsins. Um
1940 heldur rafeindatæknin inn-
reið sína og um 1950 koma fyrsti
iðntölvurnar á markað.
Sú bylting, eða þróun sem nú
er að eiga sér stað er kannski
ekki eins áberandi og erfiðara að
henda reiður á henni, heldur en
iðnbyltingunni forðum. En það ei
auðvitað líka vegna þess að í dag
kemur okkur fátt á óvart, við lifum
í tækniheimi, sem sjálfsagt er að
haldi stöðugt áfram að skila okkui
nýjum og nýjum afurðum.
í næstu grein verður skoðac
hvernig þessar breytingar koma
fram í rekstri og umhverfi fyrir-
tækja og borin saman þrjú svæði,
Bandaríkin, Japan og Ítalía.
Höfundur er viðskiptafræðingur
hjá Landssambandi iðnaðar-
manna.
Samanburður stýrikerfa
eftir Snorri Agnarsson
Fimmtudaginn 19. desember
birtist á viðskiptasíðu Morgunblaðs-
ins grein eftir ívar Pétur Guðnason,
þar sem ívar þykist gera saman-
burð á nýjustu stýrikerfunum fyrir
Macintosh-tölvur og PC-tölvur.
Samanburður þessi var villandi,
ósmekklegur og lítt ígrundaður.
Ég vil benda á nokkur atriði í
hans grein, sem mér finnst sérlega
aðfinnsluverð.
ívar heldur því fram að System
7 á Macintosh II tölvu með 4MB
vinnsluminni sé hægvirkara en
MS-Windows á 2MB, 16 megariða
386SX tölvu. Þetta er samkvæmt
minni reynslu hreinlega kolrangt
og ég hef reynt hvort tveggja. Ivar
heldur síðan áfram og gerir þá at-
hugasemd að DOS 5,0 gangi á allar
PC-tölvur, sem framleiddar hafi
verið frá 1981, en System 7 gangi
einungis á nýrri gerðum Macintosh-
tölva. Það er rétt að System 7 þarf
meira minni en sumar eldri Macint-
osh-tölvur búa yfir. í flestum tilvik-
um er auðvelt að bæta úr því með
því að kaupa stærra minni í vélarn-
ar hafi eigendur þeirra hug á að
nota System 7. Eigendur PC-tölva
verða einnig oftast að auka minni
þeirra vilji þeir nota MS-Windows
að einhveiju inarki og ekki veit ég
um neinn, sem notar MS-Windows
á eldri gerðum PC-tölva. System 7
er, eins og önnur stýrikerfi fyrir
Macintosh, grafískt stýrikerfi, og
veitir notandanum mun meiri þjón-
ustu en DOS 5,0 gerir. Málflutning-
ur ívars er því mjög villandi.
ívar lýsir slæmri reynslu sinni
af uppfærslu í System 7. Hann
lætur ekki fylgja neina lýsingu á
vinnubrögðum sínum við uppsetn-
inguna. Ivar hefur engar skýringar
á þessu og virðist ekki hafa leitað
þeirra. Hann hefði átt að leita skýr-
inga og hjálpar, til dæmis hjá um-
boðsaðilum Macintosh-tölva, til að
komast að því hvort gagnrýni hans
á við rök að styðjast. Þessi vinnu-
brögð eru mjög gagnrýnisverð í
grein, sem virðist eiga að vera
tæknileg.
Á einum stað í grein Ivars skrif-
ar hann: „System 7 er heimska
átján vetra ljóskan, sem svaf hjá
öllum í dómnefndinni til þess að fá
útlitsverðlaunin." Þessi samlíking
er órökstudd og óskýrð og er því
ekki unnt að sjá hvað ívar meinar
með þessu. Er Ivar að gagnrýna
System 7 stýrikerfið fyrir útlitsfeg-
urð og gott viðmót?
ívar skrifar að frágangurinn á
System 7 pakkanum minni mest á
lagerútsölu saltfiskframleiðanda.
Enn er samlíkingin óskýrð og órök-
studd og er því gagnslaus lesendum.
Greinar eins og sú, sem ívar
skrifaði, eru alls ekki til þess falln-
ar að hjálpa tölvunotendum til
ákvarðanatöku. Ef greinin átti að
vera brandaragrein um tölvumál þá
er ljóst að brandararnir hafa misst
marks, að smekkleysa og fordómar
ívars hafi borið kímnigáfuna ofur-
liði.
Ef vel er að staðið geta tæknileg-
ar greinar um tölvumál verið les-
endum Morgunblaðsins til gagns
við að ákveða hvers kona vélbúnað
og hugbúnað þeir vilja kaupa. En
f>að er ljóst að greinar eins og grein
vars eru frekar til þess fallnar að
villa um fyrir mönnum og gera
þeim erfiðara að taka réttar ákvarð-
anir í tölvuvæðingu.
Eftir að hafa lesið grein ívars
hafa eflaust margir haldið að hér
væri verið að bera saman sambæri-
lega vöru og að MS-DOS 5.0 byði
upp á svipað vinnuumhverfi og
Macintosh-tölvur, nema hvað MS-
DOS 5.0 væri betra. Þetta er langt
frá sanni.
Án þess að ég vilji taka þátt í
trúarbragðastríði um hin og þessi
stýrikerfi á einmenningstölvum vil
ég halda því fram að ef bera eigi
System 7 fyrir Macintosh-tölvur
saman við stýrikerfi á PC-tölvum,
þá ættu þau kerfi helst að vera
MS-Windows og OS/2. Slíkur sam-
anburður yrði vafalaust einhveijum
lesendum gagnlegur, þ.e. þeim les-
endum, sem vilja kaupa tölvu með
grafísku notendaviðmóti, en eiga
eftir að taka ákvörðun um hvers
konar tölvu þeir muni kaupa. í slíkri
grein þyrfti að sjálfsögðu að gæta
fyllsta hlutleysis og telja upp bæði
kosti og galla á þeim kerfum, sem
fjallað er um.
Einnig væri gagnlegt að bera
MS-DOS 5.0 saman við önnur stýri-
kerfi á sömu vélargerðum, svo sem
DR-DOS 6.0 og OS/2. Þessi stýri-
kerfi geta öll keyrt meira eða minna
sama hugbúnað og samanburður á
þeim getur því vel verið hlutlægur
og laus við fordóma. Vel unninn
samanburður á þeim kerfum yrði
mörgum lesendum vafalaust að
gagni, til dæmis þeim lesendum,
sem þegar eiga tölvur, sem keyrt
geta þessi stýrikerfi.
Loks væri gagnlegt að fá saman-
burð á þeim stýrikerfum, sem bjóð-
ast á Macintosh-tölvur, þ.e. System
6, System 7 og A/UX (útgáfa Apple
af UNIX stýrikerfinu).
Höfundur er prófessor í tölvunar-
fræði við Háskóla íslands.
Tilboð
Vetð frá
.. 31.120,-