Morgunblaðið - 16.01.1992, Page 12
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
gWi»r0Mttl>lfal»ll>
VIDSKIPn AIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1992
XJöfðar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
Gæðamál
Vottun verður æ mikil-
vægari í útflutningi
Fjögur íslensk fyrirtæki munu væntanlega fá vottun á gæðakerfum
skv. alþjóðlega staðlinum ISO/9000 á árinu
„ÍSLENSK fyrirtæki hafa nú þegar mætt fyrirspurnum erlendra við-
skiptavina um hvort þau hafi vottað gæðakerfi og gefið hefur verið
í skyn að vottun verði gerð að skilyrði fyrir viðskiptunum. Ef litið er
á hina hröðu þróun í Evrópu þá sést að frá því að svona fyrirspurnir
berast þá líður ekki langur tími þangað til vottun verður orðið mikil-
vægt skilyrði fyrir viðskiptunum", segir Kjartan J. Kárason fram-
kvæmdastjóri Vottunar hf. Kjartan telur nauðsynlegt fyrir íslensk
fyrirtæki að gera sér grein fyrir auknum gæðakröfum á mörkuðum
erlendis og laga framleiðslu sína að þeim, því sé nauðsynlegt fyrir
þau að byggja upp vottunarhæft gæðakerfi
Vottun fer þannig fram að gæða-
kerfi og gæðahandbók fyrirtækisins
er metið af vottunarskrifstofu, t.d.
fyrirtækinu Vottun hf. Eftir athuga-
semdir vottunarfyrirtækisins og
þegar breytingar hafa fram þá gerir
vottunarfyrirtækið umfangsmeiri
vottunarúttekt. Uppfylli fram-
leiðandinn alþjóðlega staðla, ISO
9000, sem hafðir eru að leiðarljósi
fær það vottun. Ef varan uppfyllir
þær grunnkröfur sem um hana gilda
iá Evrópumarkaði má setja CE-merk-
ið á framleiðsluvöruna, sem kallað
hefur verið vegabréfið á hinum sam-
eiginlega markaði. Úttektir
vottunarfyrirtækja eru framkvæmd-
ar tvisvar á ári til að fylgjast með
gæðakerfmu og hvetja til sífelldra
gæðaumbóta. Kjartan J. Kárason er
eini starfsmaður Vottunar hf. og
mun hann bráðlega fara á úttekt-
arnámskeið erlendis til að geta veitt
íslenskum fyrirtækjum úttektarþjón-
ustu. Stefnt er að því að innan
tveggja ára geti Vottun hf. hlotið
viðurkenningu til að mega stunda
vottun. Fyrirtækið hefur leitað eftir
samstarfí við vottunarstofur í Dan-
merku og Bretlandi og segir Kjartan
mikinn veljvilja og áhuga vera fyrir
hendi hjá hinum erlendu aðilum á
samstarfi. Vottun hf. mun væntan-
lega starfa fyrst um sinn sem undir-
verktaki erlendra vottunarfyrirtækja
og síðar sem sjálfstæð eining.
Til að uppfylla þær kröfur til
framleiðslu, sem gerðar eru og verða
hertar á næstu árum á evrópskum
mörkuðum, þá hafa nokkur íslensk
fyrirtæki nú þegar kynnt sér hinn
alþjóðlega gæðastaðal ISO 9000 og
eru í samstarfi við erlenda vottunar
aðila. Lýsi hf. stefnir að vottun
snemma á árinu og íslenska álfélag-
ið mun óska eftir vottun á þessu
ári. Þá eru tvö önnur íslensk fyrir-
tæki langt á veg kominn, annað í
iðnaði og hitt er sjávarútvegsfyrir-
tæki, en Kjartan vildi ekki nefna
hvaða fyrirtæki það eru vegna trún-
aðarskyldu sinnar við þau. „Fljótt á
litið virðast um 10 íslensk fyrirtæki
stefna í vottun á næstu 2 árum“,
segir Kjartan og að vaxandi áhugi
sé hjá mörgum öðrum íslenskum
fyrirtækjum. Að hans mati eru ís-
lensk fyrirtæki þó mun skemur á
veg kominn en fyrirtæki í nágranna-
ríkjum okkar og nefndi hann sem
dæmi að á Bretlandi eru yfír 17.000
fyrirtæki með vottað gæðakerfi, yfir
300 fyrirtæki á írlandi og 53 fyrir-
tæki í Danmörku, en þar hafa 340
ný fyrirtæki sótt um vottun. Vott-
un hf. var stofnað s.l. sumar og mun
fyrirtækið sérhæfa sig í úttektum
og vottun gæðakerfa hjá íslenskum
fyrirtækjum. Að stofnun fyrirtækis-
ins stóðu 16 fyrirtæki og hagsmuna-
samtök, þ.á.m. Sölusamband ís-
lenskra fiskframleiðenda, Iðnlána-
sjóður, Félag íslenskra iðnrekenda,
Verslunarráð íslands og Eimskipafé-
lag íslands.
Vottun er ekki bundin eingöngu
við framleiðslufyrirtæki heldur getur
hvaða fyrirtæki sem er fengið vottun
þó erfiðara sé t.d. að meta starfsemi
þjónustufyrirtækis en iðnaðarfyrir-'
tækis. „Gæðakerfi samkvæmt þess-
um stöðlum byggist á því að ná sem
mestri nýtni út úr hráefninu og öllum
starfskröftunum, stjórnendunum
líka, þannig að sem minnst fari til
Fólk
Nýir menn hjá
Þróun
M Ásgcir J. Sigurðsson hefur ver-
ið ráðinn til starfa við hugbúnaðar-
gerð hjá Þróun hf., frá l.ágúst
1991. Asgeir er 27 ára rafmagns-
tæknifræðingur, af tölvulínu, frá
Aarhus Teknikum í Danmörku,
1991. Hann hefur meðal annars
starfað að hugbúnaðargerð hjá
Hagvangi og Fjárfestingafélagi Is-
lands.
Mjóhann Sveinsson hóf störf við
hugbúnaðargerð hjá Þróun hf. í
nóvember 1991. Jóhann er 28 ára
rafmagnstæknifræðingur af tölvu-
línu frá Odense Teknikum í Dan-
mörku 1988. Vorið 1991 lauk hann
M.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá
Danmarks Tekniske Höjskole í
Danmörku, þar sem hann starfaði
tímabundið við rannsóknarstörf.
Jóhann á eina dóttur.
MReynir Kristbjörnsson tók til
starfa hjá Þróun hf. í september
1991. Reynir er 26 ára rafmagns-
verkfræðingur, með B.Sc. frá Há-
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Vottunarfyrirtæki —Kjartan J. Kárason, framkvæmda-
stjóri Vottunar hf. segir vottun á gæðakerfum fyrirtækja verða æ
mikilvægari í útflutningi íslenskra fyrirtækja
spillist. Það er náttúrulega mikil-
vægt fýrir fyrirtækið sjálft og þjóð-
félagið líka að allur vinnsluferill sé
sem hagkvæmastur“, segir Kjartan
J. Kárason. Þess má geta að lokum
að Vottun hf. mun hafa kynningu á
þjónustu sinni og kostnaði við gæða-
mat á næstu mánuðum. Vottun hf.
er til húsa hjá Iðntækistofnun ís-
lands að Keldnaholti.
Ásgeir Jóhann
skóla íslands
1989 og M.Sc.
próf í rafmagns-
verkfræði frá
Danmarks
Tekniske Höj-
skole 1991. -
MÓlafur Ólafs-
son hefur verið
ráðinn fram-
kvæmdastjóri
tæknisviðs Þróun-
ar hf. Ólafur er 32 ára og lauk
hann B.Sc._ prófi í tolvunarfræði frá
Háskóla íslands 1982 og M.Sc.
prófi í tölvunarfræði frá Florida
Institute of Technologi 1991.
Hann hóf störf hjá Þróun í hluta-
starfi 1980 en kom í fullt starf
Reynir Ólafur
1982 og starfaði að hugbúnaðar-
gerð til ársins 1989.
H Tryggvi Harðarson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs Þróunar hf. Hann er 32 ára.
Tryggvi lauk prófi í vélaverkfræði
frá Háskóla Islands 1983, B.Sc.
prófi í tölvunarfræði frá Háskóla
Islands 1985 og M.Sc. prófi í
rekstrarverkfræði frá Danmarks
Tekniske Höjskole 1991. Hann
starfaði við ráðgjafa- og rannsókn-
arstörf hjá Rannsóknarstofnun
Fiskiðnaðarins samhliða námi
1983-1985 og starfaði síðan að
hugbúnaðargerð hjá Þróun 1985-
1989. Tryggvi er kvæntur Oddf-
ríði Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi
og eiga þau tvær dætur.
ð
Einkavæðingin þarf aukinn meðbyr
RÍKISSTJÓRNIN lýsir þvíyfir í Hvít-
bókinni svokölluðu að áformað sé
að breyta í hlutafélög og undirbúa
sölu hlutabréfa í Búnaðarbanka
íslands, Sementsverksmiðju ríkis-
ins og Síldarverksmiðjum ríkisins.
Einnig er stefnt að sölu eignar-
hluta ríkisins í Gutenberg hf., Ferð-
askrifstofu íslands, Endurvinnsl-
unni o.fl. fyrirtækjum.
David Watson, framkvæmda-
stjóri hjá Enskilda Corporate Fin-
ance í London vék að þessum
áformum ríkisstjórnarinnar á
morgunverðarfundi Verslunarráðs
sl. þriðjudag í erindi sínu um einka-
væðingu. Hann birti þar sinn eigin
lista yfir nokkur ríkisfyrirtæki sem
hann taldi að hægt væri að selja.
Þar var Búnaðarbankinn efstur á
blaði og benti Watson á að bank-
inn væri starfraektur á viðskipta-
grundvelli í samkeppni við aðra
banka og væri bæði arðbær og
fjárhagslega sterkur. Þetta ætti að
auðvelda sölu hans. Jafnframt
væri starfandi einkabanki fyrir sem
auðveldaði ákvörðun um markaðs-
verð bréfanna. Watson kvaðst
hafa lesið um skoðanakönnun
meðal almennings um sölu Búnað-
arbankans þar sem niðurstöður
urðu þær að tveir þriðju þátttak-
enda lýstu sig andvíga sölunni.
Þessi niðurstaða undirstrikaði
nauðsyn öflugrar kynningarher-
ferðar meðal almennings um að
einkavæðing væri framfaramál.
Næsta fyrirtæki á lista Watson
er Póstur og sími en hann segir
nauðsynlegt að póstdreifingin og
símakerfið verði aðskilin. Benti
hann sérstaklega á góða reynslu
af einkavæðingu breska símafé-
lagsins. Þar næst í röðinni er Frí-
höfnin í Keflavík og Keflavíkurflug-
völlur sem sjaldan er raunar
minnst á í umræðu um einkavæð-
ingu. í kjölfarið koma svo Lands-
virkjun og Ríkisútvarpið. Watson
bendir hins vegar á að Landsvirkj-
un sé of stór biti fyrir íslenska
hlutabréfamarkaðinn og þörf sé á
aðild erlendra fjárfesta. Hvað
snertir ríkisútvarpið viðurkennir
hann að einkavæðing ríkisrekinna
sjónvarpsstöðva sé mjög umdeild
í Evrópu og mörg vandamál óleyst
í því sambandi.
Ef ráðist yrði í kynningarherferð
meðal almennings um kosti einka-
væðingar ríkisfyrirtækja hér á landi
mætti e.t.v. leita í smiðju til Davids
Watsons sem rakti nokkur almenn
markmið einkavæðingar og dæmi
um góðan árangur í Bretlandi.
Höfuðmarkmiðið er jafnan að auka
hagkvæmni í viðkomandi starf-
semi. í Bretlandi hefur þetta glögg-
lega komið í Ijós en þar hefur ver-
ið dregið úr skriffinnsku í fyrirtækj-
um í kjölfar einkavæðingar og
ábyrgð aukist í rekstri.
Þá verða fyrirtæki í einkageiran-
um jafnan að hafa það að leiðar-
Ijósi að vaxa og skila hagnaði þó
ýmis önnur markmið hafi áhrif þar
á t.d. umhverfissjónarmið eða af-
staða til starfsmanna og notenda
þjónustunnar. Þegar aftur á móti
tiltekin starfsemi er þjóðnýtt kunna
pólitísk sjónarmið að hindra að
slík markmið nái fram að ganga.
Áður en breska flugfélagið British
Airways var einkavætt keypti það
gjarnan allar nýjar útgáfur af þot-
um -sem voru framleiddar.
Núna eru viðhöfð markvissari
vinnubrögð við kaup á vélum sem
skilar sér í hagkvæmari þjónustu,
þjálfun starfsmanna og viðhaldi.
Fyrir nokkru ákvað félagið að
kaupa ekki Rolls Royce-hreyfla
heldur ganga til samninga við
bandarískt fyrirtæki en það hefði
verið óhugsandi ef það væri enn
í ríkiseigu.
Markmið einkavæðingar er
einnig að koma á aukinni sam-
keppni en Watson benti á að aug-
Ijóslega væri mjög mikilvægt að
skapa skilyrði fyrir samkeppni þeg-
ar einokunarstarfsemi væri seld
einkaaðilum.
Af öðrum markmiðum má nefna
dreifingu eignaraðildar en til marks
um það má nefna að frá árinu
1979 hefur hluthöfum í Bretlandi
fjölgað úr 2 milljónum í 12 milljón-
ir. Loks eru ónefnd pólitísk mark-
mið einkavæðingar sem hljóta allt-
af að ráða ferðinni og markmið um
tekjuöflun ríkisins með sölu ríkis-
fyrirtækja.
Lítið hefur bólað á undirbúningi
að einkavæðingu ríkisfyrirtækja í
samræmi við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar að frátaldri ákvörðun
um sölu eigna Skipaútgerðar ríkis-
ins. Þá virðist ekki ríkja nægur
skilningur í þjóðfélaginu á þýðingu
einkavæðingar ef marka má áður-
nefnda skoðanakönnun um Bún-
aðarbankann. Virðist Ijóst að þörf
er á öflugu átaki til að kynna kosti
einkavæðingar þannig að stjórn-
völd fái nauðsynlegan meðbyr við
þetta brýna verkefni. Er þar af
nógu að taka því áætlað hefur
verið að um 75% af eigin fé fimm-
tíu stærstu fyrirtækja á íslandi séu
í eigu ríkis eða annarra opinberra
aðila.
KB