Morgunblaðið - 25.01.1992, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
Hann varð
samviska
bjóðarinnar
ÞEKKTASTI rithöfundur Ástralíu fyrr og síðar er án efa Nóbelsskáldið
Patrick White (1912-90). Hann átti meiri þátt í því en flestir aðrir að
koma Ástralíu á blað sem bókmenntaþjóð og var þess getið í tilkynn-
ingu sænsku akademíunnar á sínum tíma. Þessi risi í ástralskri bók-
menntasögu lést fyrir hálfu öðru ári án þess að bækur hans næðu
nokkurn tímann verulegum vinsældum heima fýrir. í fyrra kom hins
vegar út ævisaga hans, rituð í þökk hans, og vakti verulega athygli.
Varð hún til að glæða verulega áhuga á skáldskap þessa sérstæða manns.
Patrick White er þekktastur
fyrir skáldsögur sínar-, en
hann skrifaði einnig tölu-
vert af smásögum og leik-
ritum og stóð oft mikill styr
um uppfærslumar á leik-
verkunum. Frægasta bók Whites
er að líkindum skáldsagan Voss.
Hún fjallar um leiðangur sam-
nefnds þýsks landkönnuðar inn í
óbyggðir Ástralíu og er byggð á
sannsögulegu efni að hluta. í
óbyggðum finnur Voss fyrir sjálfan
sig og dauðann; hann er myrtur
af frumbyggjum. Aðferðir og þekk-
ing hvíta mannsins, siðmenningin
sjálf, dugar skammt við þær að-
stæður sem hann mætir. Mælistik-
um vesturlandabúans verður ekki
þröngvað upp á landið; meðan
Voss og leiðangursmenn hans vesl-
ast upp leika frumbyggjamir, sem
lifa í samlyndi við náttúmna, við
hvem sinn fingur. I sögunni er að
finna heilmikla leit að merkingu,
tilvistarspumingar sækja á Voss í
eyðimörkinni. Sagan minnir að
sumu leyti á hið fræga verk Jos-
ephs Conrad, Heart of Darkness;
um er að ræða ferðalag um manns-
sálina, leit að kjama, eins og í svo
mörgum verkum Whites.
Af öðrum þekktum bókum Whit-
es má nefna The Tree of Man,
Riders in the Chariot, The Vivisect-
or, The Twyborn Affair og The
Solid Mandala, og eru sumar þeirra
fáanlegar hér á landi.
En það eru ekki verk Whites sem
hér verða í brennidepli heldur karl
sjálfur. Ævisaga hans, Patrick
White - A Life, slcrásett af David
Marr - kom út um mitt síðasta ár
og þótti einn helsti bókmenntavið-
burður ársins þar syðra. Hennar
hafði lengi verið beðið með eftir-
væntingu, enda skrifuð með sam-
þykki og fulltingi Patricks sjálfs.
Þetta þarfnast kannski frekari
útlistunar:
Patrick White var orðlagður
durtur, þótti viðskotaillur og duttl-
ungafullur. Hann var þjóðsagna-
persóna í lifanda lífí, lét öllum illum
látum ef sá gállinn var á honum,
hikaði aldrei við að segja löndum
sínum til syndanna (hann talaði til
að mynda oft um „stóm áströlsku
auðnina" í margræðum skilningi)
og áður yfír lauk hafði honum tek-
ist að móðga flesta höfðingja
landsins og kóngafólkið líka. Hann
átti með öðrum orðum ekki skap
við alla og kannski síst við þjóð
sína og þess vegna kom á óvart
að karlinn skyldi fást til að eiga
samstarf við ævisagnaritara.
White gaf skýringu á því: hann
væri orðinn leiður á skrifum fræði-
manna um sig, þótti mikill fjarski
að lesa sumar útleggingar þeirra.
White batt vonir við að Marr, sem
er lögfræðingur að mennt en starf-
ar við tjölmiðla, tækist það sem
bókmenntafræðingunum tókst
ekki: að draga upp trúverðuga
mynd af persónunni Patrick White.
Marr tókst svo vel upp að þegar
White las yfir handritið að doðrant-
inum, fáum vikum fyrir andlát sitt,
las hann ósjaldan gegnum tár. Svo
sársaukafullur var lesturinn að
honum þótti helst við hæfi að kalla
bókina Ófreskju allra tíma.
Ófreskjan var hann sjálfur. Engum
efnisatriðum breytti hann þó og
þarf einurð til.
Sáð í auðnina
Saga Patricks White er að
mörgu leyti þroskasaga áströlsku
þjóðarinnar og ástralskra nútíma-
bókmennta. Hann var nokkurs
konar yfirkennari og óspar á vönd-
inn.
Patrick fæddist árið 1912 í
Lundúnum þar sem foreldrar hans
voru staddir í einni af sínum reglu-
legu heimsóknum þangað.
Álnir foreldra hans gerðu hon-
um kleift að sinna
ritstörfum án þess að
hafa áhyggjur af
ijárhagnum, en þær komu ekki í
veg fyrir erfíða æsku. Patrick var
oft mjög þjáður á uppvaxtarárum
sínum, bæði á sál og líkama. And-
lega þjáningin stafaði af einsemd,
einkum meðan hann var við nám
á Englandi, en sú líkamlega var
af völdum asma sem aldrei rættist
af honum og dró hann að lokum
til dauða. Honum samdi ekki við
móður sína og ekki batnaði sam-
komulagið þegar uppvíst varð að
hann var hommi. Alla ævi barðist
hann við þá einangrunar- og utan-
garðskennd sem að honum sótti,
jafnvel eftir að hann settist alfarið
að í Ástralíu.
í rauninni var Patrick White
klofinn milli Evrópu og Ástralíu
eins og ástralska þjóðin. En þrátt
fyrir að hann hefði ekki mikið álit
á menningarástandi landa sinna
fann hann sig knúinn til að flytja
heim eftir að hafa gegnt herþjón-
ustu í seinni heimsstyijöldinni.
Ástralía var eina landið sem hann
hafði í beinunum, sagði hann. Þetta
varð niðurstaðan þrátt fyrir að
efnilegustu listamenn landsins
flyttu vanalega af landi brott á
þessum tíma. Lengi vel fannst
White að Ástralía væri einungis
land byggingaverkamanna, bænda
og presta. Meðalmennskan allsráð-
andi. Til marks um álit hans á
áströlskum bókmenntum þessa
tíma má nefna fræga tilvitnun frá
1958: „móbnint og daufgert af-
sprengi blaðamennskuraunsæis“.
Þetta varð honum þó áskorun um
að sá í auðnina sem hann sá í ástr-
ölsku menningarlífi. Það gerði
hann m.a. með því að fjalla um
auðnina í verkum sínum.
49 ára sambúð
Til mótvægis hvers slags firr-
ingu lagði White áherslu á tryggð
við maka sinn og samband hans
við Grikkjann Manoly Lascaris stóð
í 49 ár. Þeir kynntust í seinni
ii s * ■ ■ ■ ■ heims-
Nyutkomm ævisaga styijöld-
ástralska Nóbelsskáldsins Patricks Whites
vekur athygli andfætis
inni og stóðu saman gegnum súrt
og sætt eftir það og víst er að
ýmislegt gekk á. I ævisögunni seg-
ir m.a. frá því að White hafi átt
tiL'að taka fram ferðatöskur um
miðjar nætur og krefjast þess að
elskhuginn hefði sig á brott. En
Manoly hafði þá sálarró sem
Patrick öðlaðist aldrei og náði oft-
ast að lægja öldurnar. „Patrick
hefur snilligáfu," er haft eftir
Manoly, „ef hann þarf að óskapast
er ég til staðar ... það er mjög
sárt, en ég fyrirgef honum.“ Enda
var Manoly mjög atkvæðamikill við
að skapa elskhuga sínum næði til
að skrifa. White bar vini sínum líka
oftastnær vel söguna, lýsti honum
einu sinni sem „smávöxnum
Grikkja með gífurlegt siðferðis-
þrek“. Sjálfan sig taldi White mis-
heppnaðan sem manneskju og
þjáðist af sjálfshatri sem oft fékk
útrás í skáldskapnum; ósjaldan var
honum borið á brýn að vera ófyrir-
leitinn í garð sögupersóna sinna
og jafnvel kallaður and-húmanisti.
Þetta um mann sem átti til að
senda samúðarbréf til fólks sem
hafði misst hundinn sinn.
Nóbelsverðlaunin
undantekning
Rithöfundarferill Whites er rak-
inn all ítarlega í ævisögu Marrs,
greint frá helstu áhrifavöldum og
gefinn smjörþefur af viðtökum og
viðgangi bókanna, bæði heima og
erlendis. Ekki reið White alltaf
feitum hesti frá viðureignum sín-
um.
Baráttan við rúnirnar hófst í
Lundúnum á millistríðsárunum.
White byijaði á því að semja ljóð
og leikrit, en gekk fremur illa að
koma þeim á framfæri. Síðan
samdi hann þrjár skáldsögur áður
en hann skráði sig í herinn. Tvær
þeirra komu út í byijun stríðs en
sú þriðja að því afstöðnu og fengu
allar þokkalega dóma beggja
vegna Atlantshafsins. Það var þó
ekki fyrr en með bók-
inni The Tree of Man
árið 1955 og Voss
1957 sem virkilega fór að kveða
að kappanum. Síðan komu verk frá
honum í býsna stríðum straumi til
dauðadags. Sjálfur var White
ánægðastur með bækurnar The
Aunt’s Story (1948), The Solid
Mandala (1966) og The Twyborn
Affair (1979) og gramdist að hann
skyldi ár og síð eyrnamerktur „höf-
undurinn sem skrifaði Voss“ (og
sú bók fékk ekki einu sinni góða
dóma þegar hún kom út!).
Eftir að hafa borið heim flest
virtustu verðlaun Ástralíu og Bret-
lands tók White til við að hafna
öllum verðlaunum og nafnbótum.
Þannig dró hann nafn sitt til baka
þegar hann var tilnefndur til Book-
er-verðlaunanna í Bretlandi,
kvaðst vilja veita yngri höfundum
brautargengi. Aðalástæðan fyrir
því að hann hafnaði viðurkenning-
um var þó sú að honum fannst þær
binda hendur sinar. Hann vildi
vera sjálfstæður, hafa frelsi til að
höggva á þáðar hendur ef því var
að skipta. I viðbót hafði hann ímug-
ust á fjölmiðlafári og sýndar-
mennsku.
White sannaði nýju regluna með
einni undantekningu: Nóbelsverð-
laununum. Þau gat hann vel hugs-
að sér að hreppa, upplýsir David
Marr. Árið 1969 komst nafn hans
í fyrsta skipti á lista sænsku aka-
demíunnar, en það var ekki fyrr
en 1973 að meðlimir hennar gátu
komið sér saman um að veita hon-
um verðlaunin. í tilkynningu dóm-
nefndarinnar sagði: Til Patricks
Whites fyrir epíska og sálfræðilega
frásagnarlist sem hefur komið
nýrri álfu á spjöld bókmenntasög-
unnar. Ekki dillaði White þó for-
dild sinni með því að halda til
Stokkhólms í það sinnið heldur
sendi vin sinn og bar við viðkvæm-
um lungum. Verðlaunaféð setti
hann í sjóð handa rithöfundum sem
ekki hefðu uppskorið eins og þeir
sáðu.
Baráttan við asmann
Asminn lék stórt hlutverk í lífí
Patricks White. Asmakast virtist
til dæmis óaðskiljanlegur hluti' af
tilurð nýrrar bókar. Yfirleitt læstist
það um lungu hans þegar hann var
að atast í uppkastinu, en það
fannst honum erfiðasti hluti sköp-
unarsögunnar. Asmalyfið cortisone
olli beinþynningu sem fór með bak-
ið á honum og gerði hann karlæg-
an löngu áður en sálarneistinn var
slokknaður. Síðustu mánuðina
kvartaði hann undan því að hafa
ekki orku til annars en að anda.
Þeirri baráttu lauk 29. september
1990 og lík hans var brennt tveim-
ur dögum síðar. Það var enginn
viðstaddur; White var samkvæmur
sérlyndi sínu alla leið.
Frá þessu viðburðaríka lífi, fullu
af furðum og fjarstæðum, segir
David Marr af samviskusemi og
hreinskilni. Það hefur ekki alltaf
verið auðvelt. í leiðinni bregður
Marr upp eftirminnilegum svip-
myndum úr menningarsögu ungrar
og stundum ofurlítið afturhalds-
samrar þjóðar sem söguhetja hans
átti í linnulausum útistöðum við.
„Hann varð að lokum samviska
þjóðarinnar," sagði Marr þegar
hann stóð upp frá verkinu. Næsta
verkefni hans var hrun kommún-
ismans.
Rúnar Helgi Vignisson