Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 1
litid byggt
á nordvest-
urhorninn
RÚMLEGA 40% þeirra
íbúða, sem fullgerðar voru
á árinú 1990 hér á landi, voru
byggðar í Reykjavík. Það ár
voru smíðaðar 748 íbúðir í höf-
uðborginni af 1754 nýjum íbúð-
um á landinu öllu. Hlutur
Reykjavíkur í nýsmíðinni sveifl-
aðist verulega á sfðasta áratug
eða allt frá 25% árið 1982 upp
í rúm 50% 1987. Svipaða sögu
er að segja um aðra lands-
hluta. Mikla sveiflur voru þar í
fjölda þeirra íbúða, sem full-
gerðar voru á hverju ári.
Á meðfylgjandi mynd sést
skipting fullgerðra íbúða eftir
landshlutum á árunum 1988-
1990. Þar kemur í Ijós, að mjög
fáar íbúðir hafa verið smíðaðar
á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra á sfðustu árum eða
20-40 íbúðir á hverju ári. Hlutur
grannbyggða Reykjavíkur hefur
hins vegar verið mjög stór í
nýsmíðinni, enda hafa verið
skipulögð þar stór ný svæði
undir íbúðabyggð á undanförn-
um árum. Heldur virðist þó
hafa dregið úr nýsmíðinni þar
á árinu 1990, á meðan talsverð
aukning varð f nýjum íbúðum á
Suðurnesjum.
BLAÐ
Gamlír
eldhús-
skápar
Íþætti sínum Smiðjan fjallar
Bjarni Ólafsson f dag urh,
hvernig gera megi upp gamla
eldhússkápa og gefa þeim nýtt
og ferskt yfirbragð. Hann ræðir
fyrst um ástand gamalla eld-
hússkápa og síðan um skápa-
hurðir, sem eru úr sér gengnar
og þarf að endurnýja. Bjarni
bendir á, að á mörgum gömlum
eldhússkápum og fataskápum
eru heillegar og góðar hurðir
og ráðleggur fólki eindregið frá
því að skipta um þær. Lagfæra
þurfi hengslin og smellurnar
og ef til vill að kaupa nýjar
höldur og mála hurðirnar, helzt
með fallegri og sterkri olíu-
málningu. Hið sama gildir auð-
vitað einnig fyrir skúffurnar.
Við slíka meðferð fær gamla
innréttingin nýtt, hreinlegt og
fallegt yfirbragð. ^
Skattfrelsi
leigutekna
NÚ er mikið rætt um að taka
upp húsaleigubætur eða
grípa til annarra aðgerða í því
skyni að draga úr húsnæðis-
kostnaði leigjenda. Það er mat
stjórnar Húseigendafélagsins,
að raunhæfasta og raunar eina
leiðin til þess að ná þessu
markmiði sé sú að fella niður
tekjuskatt af húsaleigutekjum.
Þetta kemurfram íviðtali
hér f blaðinu f dag við Sigrúnu
Benediktsdóttur, stjórnarform-
ann Húseigendafélagsins. Hún
segir þar, að niðurfelling tekju-
skatts af húsaleigu muni óhjá-
kvæmilega hafa íför með sér
aukið framboð á leiguhúsnæði,
sem hljóti að leiða til lækkunar
á húsaleigu. Hagsmunir hús-
eigenda og leigjenda færu hér
saman, sem sýndi sig í því, að
á aðalfundi Leigjendasamtak-
anna sl. haust var samþykkt
ályktun um, að tekjur af húsa-
leigu verði gerðar
skattfrjálsar.
16
SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992