Morgunblaðið - 16.02.1992, Síða 2
f)
2
eVBIJM
FASTEIGNIR
MORGUNBLAÐIÐ
nf^TTTJT^^ ,, ,,
SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992
ARKITEKTÚR
Bygging- Guggenheim-safnsins I
New York sem er ásamt sumar-
bústaðnum „Falling Water“
þekktasta hús arkitektsins.
Lloyd Wright jr. árið 1891, sem var
hið fyrsta af fimm börnum hans.
Hann skildi við konu sína og tók
saman við ástkonu sína sem var
myrt ásamt tveimur börnum hennar
og fjórum öðrum. Kveikt var í húsi
sem hann hafði byggt fyrir hana.
Þetta var árið 1914. Stuttu eftir
morðin tók hann saman við þriðju
konu sína og átti með henni barn.
Nokkrum árum síðar kvæntist hann
seinustu konu sinni. Ellefu árum
síðar, árið 1925, brann hús hans
aftur, og enn skemmdist heimili
hans í eldi árið 1952.
Það gustaði af Frank Lloyd
Wright hvar sem hann fór. Hann
var vel klæddur og gekk í síðum
frakka sem hann bar á herðum sér
og sagt var að hann hefði haft slíka
persónutöfra að þegar hann gekk
inná Hótel Astoria í New York hafi
ljósakrónurnar í loftinu skolfið.
Frank Lloyd Wright dó 9. apríl
1959, þá orðinn tæplega 92 ára.
Höfundur er arkitckt.
Franli Lloytl Wríght
„BANDARIKIN eru eina stórþjóðin sem þróast hefur frá barbarisma
til úrkynjunar án þess að hafa farið í gegnum menningarskeið."
Ekki veit ég hvort þessi yfirlýsing bandaríska arkitektsins Franks
Lloyds Wrights ber vott um kímnigáfu hans eða hroka. Sennilega
um hvorutveggja, því hann var talinn hinn skemmtilegasti hrokagikk-
ur. Frægt er álit hans á sjálfum sér. Hann hélt því ekki aðeins fram
að hann væri besti arkitekt í heimi, heldur sá besti sem uppi hefði
nokkru sinni verið og eigi nokkru sinni eftir að verða uppi.
Frank Lloyd Wright vann á
teiknistofu eins af fremstu
arkitektum Bandaríkjanna fyrir
aldamótin. Þetta var faðir „funkti-
onalismans“ Luis Sullivans. En
BHaaaa Sullivan hafði ein-
mitt á þessum
árum snúið baki
við snobb-
byggingarlist efri
stétta bandarísks
þjóðfélags og
beindi nú kröftum
sínum að því að
móta bandarískan
eftir Hilmar
Þór Björnsson
arkitektúr. En arkitektúr í Banda-
ríkjunum hafði fram að þessum
tíma verið sóttur til Evrópu. Eftir
aðeins tvö ár á teiknistofunni var
Wright, sem aðeins var tuttugu og
eins árs, kominn með skrifstofu við
hliðina á Sullivan. Eins og oft vill
verða á teiknistofum þar sem unnið
er að stórum byggingum koma við-
skiptavinirnir og vilja láta hanna
fyrir sig einbýlishús fyrir sig og
fjölskyldu sína. Þessi verk voru lögð
í hendur Wrights og hann vann þau
heima hjá sér í frítíma sínum. Upp
úr þessu vann hann að fjölda ein-
býlishúsa alveg sjálfstætt. Á þess-
um árum og í þessum húsum kom
snilligáfa hans fyrst fram.
Það hefur oft verið um það deilt
hvort Sullivan hafi stjórnað Wright
eða hvort hann hafi haft áhrif á
fyrsta og eina kennara sinn. Sagn-
fræðingar eru þó sammála um að
Wright hefði ekki afkastað helm-
ingnum af því sem hann gerði ef
hann hefði ekki notið tilsagnar
Sullivans og þeirra tækifæra sem
hann gaf honum í bytjun.
Ég hef haft tækifæri til þess að
skoða nokkrar byggingar Wrights
og ætla ég að gera tvær þeirra að
umtalsefni hér. Önnur byggingin
er Robie House í Chicago sem
byggt var á árunum 1906-1909.
Húsið er einkennilega nýtískulegt.
Mér er sagt að húsið hafi þótt ný-
tískulegt þegar það var byggt og
það þykir nýtískulegt enn í dag.
Þetta er meðalstórt einbýlishús á
bandarískan mælikvarða og er eitt
af hinum svokölluðu Prairie Houses
sem Wright er þekktur fyrir. Húsið
er byggt á mjórri lóð í suðurhluta
borgarinnar og einkennist af lárétt-
um línum og miklu þakskeggi.
Eitt þótti einkennilegt við húsið
á þessum árum, en það var að á
neðstu hæð var byggður þrefaldur
bílskúr. Bílar voru ekki mjög al-
gengir á þessum árum en menn
trúðu á þá sem framtíðarfarartæki.
Þessi framsýni við hönnun hússins
á sér tvær skýringar. Húsbyggjand-
inn var verkfræðingur sem trúði á
vélvæðingu og Frank Lloyd Wright
elskaði þægindi.
Seinna húsið er hygging Guggen-
heim-safnsins í New York sem er
ásamt sumarbústaðnum „Falling
Water“ þekktasta hús arkitektsins.
Húsið teiknaði hann þegar hann var
84 ára gamall (svo halda menn að
lífinu ljúki um fertugt!!) og ekki er
annað að sjá en að bryddað sé uppá
algerri nýjung. Nýjungin er bæði
starfræn og formræn. Fyrir mig er
starfræna nýjungin áhugaverðari
vegna þess að hún er mikilvægari.
Listunnandi sem gengur inní bygg-
inguna tekur lyftu upp á efstu hæð
og gengur síðan niður spíral fram-
hjá öllum listaverkum safnsins
þangað til komið er á jarðhæð húss-
ins. Þar er matsalur þar sem fólk
fær sér hressingu og spjallar um
það sem fyrir augu bar á niðurleið-
inni. Þessi starfræna hugmynd var
notuð síðar í listasafninu Luisiana
í Humlebæk í Danmörku, en með
allt öðrum hætti, þar er húsið, sem
teiknað er af prófessor Jörgen Bo,
látið líða um fallegan garð safns-
ins. Listunnandinn gengur á sama
tíma um safnið og garðinn og end-
ar svo á kaffiteríu þar sem hægt
er að njóta útsýnis yfir Eyrarsund
og ræða það sem fyrir augun bar
á safninu.
Robie House í Chicago sem byggt
var á árunum 1906-1909.
Þeir Le Courbusier skrifuðust á
og í einu svarbréfi skrifaði Wright
um kröfu Le Courbusier um að hús
ættu að vera jafn starfhæf og vél-
ar, að líta mætti á eplatré sem verk-
smiðju sem framleiddi epli. En
menn mættu ekki gleyma því að
eplatréð væri líka miklu meira en
það. M.ö.o. húsin ættu ekki einung-
is að fullnægja þeim starfrænu
kröfum sem til þeirra eru gerðar
heldur miklu fleiri þörfum. Það er
að segja listrænum og félagslegum
þörfum. Þarna er _,,funktionalism-
inn“ útvíkkaður. í Guggenheim-
safninu hefur arkitektinum einmitt
tekist að hanna starfræna byggingu
sem er miklu meira en „vél til að
sýna myndlist".
Ekki er hægt að fjalla um Frank
Lloyd Wright í svona grein öðruvísi
en að fjalla aðeins um stórbrotið
einkalíf hans. Wright kvæntist fyrst
árið 1889 ogeignaðist soninn Frank
INNANSTOKKS OG UTAN
Filu (1í§ fyrir allai1
allai' fyrir eina
Það er sannarlega ástæða tii að gleðjast þegar eitthvað sem beðið
hefur verið eftir lengi kemur á heimilið. Til dæmis er það nánast bylt-
ing þegar búið er að flísaleggja gólf sem áður var bara málað.
Flísar kosta sitt og því miður þurfa
margir að bíða lengur eftir þeim
en þeir hefðu sjáifir kosið. Þegar svo
loksins er farið að kaupa flísarnar
er stundum sparað óþarflega mikið
og látið nægja að
kaupa nákvæm-
lega þær flísar sem
þarf og ekki stykki
umfram það.
Kunningi minn sem
afgreiddi í verslun
með gólfefni sagði
mér að eitt af því
sem honum þætti
leiðinlegast við starfíð væri að segja
fólki að ekki væri hægt að fá meira
af flísunum sem það vantaði viðbót
á. Verst fannst honum þó að sumum
hafði verið bent á að kaupa nokkrar
aukaflísar strax, en þeim fannst ekki
ástæða til að fara eftir þeim ábend-
ingum og sjálfsagt talið þetta sölu-
bragð.
Þessi mistök gátu kostað að heilt
gólf var ónýtt þegar vel hefði verið
hægt að bjarga því með nokkrum
aukaflísum.
Sprungin flís og nýir fletir
Margt getur valdið því að þurfí
að skipta um eina eða fleiri flísar í
gólfi eða á veggjum.
Stundum myndast holrúm undir
flís þar sem límið hefur verið of þunnt
eða illa dreift. Þar er hætta á að
sprunga myndist ef þungt högg kem-
ur á flísina. Það er hægt að heyra
holhljóð ef bankað er á flísarnar eft-
ir að límið er orðið þurrt og oft er
betra að losa flís sem holt er undir
og líma hana betur strax, heldur en
að bíða eftir að hún springi og þurfa
að losa um hana þá til að líma nýja
í staðinn.
Oft þarf að losa flís til að koma
einhveiju fyrir þegar verið er að
breyta gömlu húsnæði. Gamlir skáp-
ar eða lausir veggir eru líka stundum
rifnir og þá myndast gap þar sem
engin flís er undir. í svoleiðis tilfell-
um er gott að eiga nokkrar flísar
afgangs og stundum er hægt að sjá
fyrir hvort þörf verður fyrir þær.
Þegar ein flís er sprungin er allur
flöturinn skemmdur. Ein sprungin
flís getur stungið illilega í augun,
sérstaklega ef fólk veit af henni.
Vatn og óhreinindi setjast i sprung-
una og fljótlega er hún orðin sóða-
leg. Ef eigandinn hefur verið svo
snjall að kaupa auka flísar er létt
verk og löðurmannlegt að skipta um
flísina, og gólfið eða veggirnir verða
eins og nýir aftur. Það er samt viss-
ara að fara rétt að svo maður skemmi
ekki meira en maður lagar!
Að skipta um flís
Þegar á að skipta um flís þarf að
byija á að losa meðfram henni. Best
er að nota síl eða mjóan meitil og
reyna að ná sem mestu af fúgunni
upp. Farið samt varlega til að skaða
ekki flísamar sem liggja að þeirri
skemmdu.
Ef flísin sem á að losa er heil
verður að reyna að losa hana sjálfa
með því að mylja varlega límið undan
henni frá öllum hliðum þar til komið
er að holrúminu undir henni. Hafið
klút á milli verkfærisins og flísanna
til að veija þær fyrir hnjaski. Það
getuf verið mjög erfitt ef ekki
ómögulegt að ná flís heilli úr lögn
og sérstaklega ef hún er í miðjum
fleti, og það getur verið erfítt að
komast að henni án þess að skemma
flísamar í kringum hana.
Ef á að losa upp skemmda flís er
farið öðra vísi að. Þegar búið er að
losa fúguna er höggvið í flísina miðja
með hamri og hún síðan mulin áfram
út til hliðanna. Þegar því er lokið er
hægt að losa brotin upp með meitli.
(mynd 1)
Eftir að öll flísabrotin eru farin
er hreinsað vel upp úr holunni með
meitli og síðan ryksugað rækilega
og strokið yfír með rökum klút. Yfír-
boðið á að vera slétt, hreint og þurrt
áður en hafíst er handa við að leggja
nýja flís. (mynd 2)
Eftirleikurinn er svipaður eins og
þegar nýjar flísar eru lagðar. Fyrst
er límið borið jafnt og þykkt í hol-
una, flísin er lögð ofan á og henni
þrýst niður þannig að hún verði ör-
ugglega í sömu hæð og þær flísar
sem liggja að henni.
Passið að skorða flísina vel af með
bita úr flísakrossi þannig að hún sé
í miðju holunnar og síðan er bara
að bíða þangað til límið er þurrt og
þá er hægt að fúga yfír allt saman
til aðjafna hana að hinum. (mynd 3)
Ef nokkrar flísar og svolítið fúgu-
sement í réttum lit er geymt er hægt
að bæta úr ef ein flísin skemmist.
Þá er hægt að skipta um eina flís í
stað allra. Kostnaðurinn og fyrir-
höfnin eru sáralítil.
eftir Jóhönnu
Harðardóttur