Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 16
16 6 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 Til sölu gistiheimili í Reykjavík Eitt af þekktustu gistiheimilum borgarinnar er til sölu. 10 herbergi vel búin húsgögnum, 25 rúm, setustofa, borðsalur, eldhús, þvottahús auk tveggja herbergja íbúðar í kjallara. Fyrirtækið er í fullum rekstri, traust innlend og erlend viðskiptasambönd. Upplýsingar aðeins veittar á skrif- stofu undirritaðs. Kristján Stefánsson, hrl., Ránargötu 13,101 Reykjavík. Eignaliöllixi Suóurlandsbraut 20, 3. hæó. Sími 68 00 57 LINDARSMÁRI - KÓP. Vorum að fá þessi glæsil. raðhús í sölu, stærð 153 fm, hæð og ris. Húsín skilast tilb. u. trév. eða fullb., máluð að utan og lóð fullfrág. með grasi. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Byggaðili: SS-hús hf. Símatími sunnudaga kl. 12-15 Einbýli EINBÝLISHÚS - ARNARNESI Gott 302 fm hús við Máva- nes. Frábær sjávarlóð með blönduðum gróðri. Báta- skýli. Arin-stofa. Gegnhellt parket. Steinflísar. Gesta- herb. o.fl. Góð „stúdíó“-íb. Tvöf. bílsk. Mikið útsýni. 4ra-5 herb. ÓSKA EFTIR 4RA herb. íbúð með eða án bílsk. f. traustan aðila. Allt greitt út á árinu. Verð 7-9 millj. LAUGARNESVEGUR 80 fm 72,7 fm nettó falleg íb. á 4. hæð. Parket og flísar á allri íb. Aukaherb. í kj. Áhv. 1,4 millj. veðdeild. Verð 6,5 millj. BARMAHLÍÐ Falleg 4ra-5 herb. 174 fm sérh. á 1. hæð á þessum vinsæla stað ásamt 31 fm bílsk. Eignask. möguleg á raðh. miðsvæðis í Rvk. Verð 9,2 millj. 3ja herb. KRUMMAHÓLAR Góð íb. í lyftuhúsi. Rúmg. suð- ursv. Gott útsýni. Stæði í bílskýli. Áhv. 3,3 millj. Verð 6,3 millj. ÁSTÚN Björt ca 80 fm íb. á 3. hæð Parket og flísar. Suðursv Þvherb. á hæð. Góð sam- eign. Áhv. 3,8 millj. veðdeild o.fl. Verð 7,3 millj. NJÁLSGATA - LÁN 60 fm íb. á jarðhæð. Sérinng. Nýjar lagnir og ríy tæki á baði. Flísar og dúkur á gólfum. Áhv. ca 2,6 millj. veðd. o.fl. Verð 4,4 millj. Útb. 1,8 millj. ÓSKA EFTIR 2JA-3JA herb. íbúð fyrír fjárst. kaup- anda með góðu húsnstjláni. Allt greitt ut. 2ja herb. HAFNARFJÖRÐUR Ca 70 fm íb. á jarðhæð. Nýtt eldhús og bað. Áhv. 2,7 millj. veðdeild. Útb. 3,3 millj. MIÐBORGIN Falleg einstaklíb. á 1. hæð í stein- húsi með séreldhúsi. Áhv. ca 650 þús. veðdeild o.fl. Verð 2,6 millj. Nýbyggingar GRASARIMI 168,2 fm parhús á tveimur hæðum m/innb. bílsk. Afh. fokh. Verð 6,9 millj. EYRARHOLT - HF. Eigum örfáar íbúðir eftir á þessum góða stað, tilb. u. trév. Stærð 104-116 fm. Verð frá 6,8 millj. ÁLFHOLT - HF. 126 fm neðri sérhæð í tvíbhúsi. Selst fullb. Verð 10,8 millj. ÁRKVÖRN - ÁRBÆJARHVERFI - KVÍSLAR Glæsilegar íbúðir í fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað í Reykjavík. íbúðirnar eru vel hannaðar og til afh. rúm- lega tilb. u. trév. Mikið útsýni og sérinng. í allar íbúðir. Traustur byggingaraðili. Fáar íbúðir eftir. Til sýnis sunnudag kl. 14.00-17.00 Verðdæmi miðað við skipt afföll húsbréfa: 2ja herb. 53,50 fm nettó. Verð 5350 þús. 3ja-4ra herb. 93,70 fm nettó. Verð 7500 þús. 4ra herb. 117,80 fm nettó. Verð 8600 þús. 4ra-5 herb. 126,00 fm nettó. Verð 8980 þús. Finnbogi Kristjánsson, sölustj., Hilmar Viktorsson, viðskfr., Símon Ólason, hdl. og Kristín Höskuldsdóttir, ritari. SliattfreM leigu- tekna er sameisin- legt hagsmunamál eigemla «g leigjemla - segir Sigríin Kcncdiklsdótlir formaóur Húscigcndafclagsins Hér á Iandi eru 80-85% af öllu íbúðarhúsnæði í eigu þeirra, sem í því búa. Þetta hlutfall mun óvíða vera hærra og geta má þess til samanburðar, að á hinum Norðurlöndunum er hlutfall þeirra, sem búa í eigin húsnæði vel undir 50%. Leigumarkaðurinn skipt- ir því mun minna máli hér á landi en víða annars staðar, þar sem tiltölulega fáir einstaklingar hér eiga meira húsnæði en það sem þeir búa í og þeir eru fáir, sem stunda útleigu hús- næðis að staðaldri og sér til framfæris. annig komst Sigrún Bene- diktsdóttúr, lögfræðingur og formaður Húseigendafélags- ins, að orði í viðtali við Morgun- blaðið. Sigrún er fædd 1954 og alin upp í Kópa- vogi. Hún gekk í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent það- an 1975. Hún var flugfreyja um tíma, en hóf svo nám í lögfræði við Háskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan 1983. Um tíma var hún framkvæmda- stjóri Húseigendafélagsins og hún var einn af stofnendum Kvennaráðgjafarinnar. Sigrún hefur verið lögfræðingur mæðra- styrksnefndar um árabil og kennt íjölskyldurétt í Fóstruskólanum. Siðast liðin þijú ár hefur hún verið fulltrúi hjá borgardómara- embættinu í Reykjavík. Þeir eigi húsnæðið, sem búa í því — Mikilvægasta baráttumál Húseigendafélagsins er, að íbúð- arhúsnæði verði í einkaeign þeirra, sem í því búa. Félagið telur það æskilegt af mörgum ástæðum. Með því nýtist fjár- magnið betur og því fylgir betra viðhald og betri umgengni, heldur Sigrún áfram. — Hagsmunamál fasteignaeigenda eru þar fyrir utan fjölmörg og Húseigendafé- lagið hefur reynt að vekja á þeim athygli og fylgja þeim eftir, eins og frekast er kostur. Þannig hef- ur félagið haft afskipti af setn- ingu og efni ýmiss konar löggjaf- ar, sem snertir hagsmuni íbúðar- og húseigenda. Við höfum t. d. barizt ákaft fyrir þvi, að lánamálum verði komið í það horf, að ungu fólki sé gert kleift að eignast eigin íbúð. Einnig þarf að rýmka skil- yrði fyrir lánum til viðgerða og endurbótum á húseignum frá því sem nú er. Lækkun fasteigna- gjalda, eignaskatta og annars kostnaðar af rekstri fasteigna hefur lengi verið eitt af helztu baráttumálum okkar. Ennfremm- ur er mikil þörf á því, að hags- muna húseigenda sé betur gætt gagnvart þeim aðilum, sem sjá um byggingu og viðhald húsa og að ákveðnar reglur settar um ábyrgð þeirra. Þá þarf að fylgja ákvæðum byggingarreglugerða eftir af mun meiri festu en nú er gert og sjá til þess, að tryggingar þær sem húseigendum standa til boða séu fullnægjandi og kostnaði við þær haldið í lágmarki. Þá má ekki gleyma öryggismálum hús- eigenda. Þau verða ávallt að vera í sem beztu horfi, ekki sízt á sviði brunavarna. Félagið sinnir fræðslu og upp- lýsingaþjónustu. Þannig gefur það út fréttabréf, sem dreift er endurgjaldslaust til félagsmanna. í því birtast ýmsar greinar og annað efni, sem varðar hagsmun- amál húseigenda. Loks rekur félagið lögfræðiþjónustu fyrir fé- lagsmenn sína. Sú þjónusta felst m. a. í ráðgjöf, álitsgerðum, gerð leigusamninga o. fl. Auk þess er á skrifstofu félagsins hægt að fá flest allar þær upplýsingar, sem húseigendum eru nauðsynlegar. Húsaleigubætur ekki bezta leiðin Nú er mikið rætt um að taka upp húsaleigubætur eða grípa til annarra aðgerða í því skyni að draga úr húsnæðiskostnaði leigj- enda. Sigrún var spurð um af- stöðu Húseigendafélagsins til slíkra ráðstafana. — Það er mat stjórnar Húseigendafélagsins, að raunhæfasta og raunar eina leið- in til að draga úr húsnæðiskostn- aði leigjenda sé sú að fella niður tekjuskatt af húsaleigutekjum, segir hún. — Húsaleigubætur eða aðrar aðgerðir koma þar ekki að sama gagni. Talið sé og það með með nok- kurri vissu, að stór hluti húsaleig- utekna er í raun ekki gefinn upp til skatts. Ýmsir hafi líka komið sér undan því að greiða tekju- skatt af húsaleigu með því að stofna hlutafélag um reksturinn og nýtt sér þannig ýmsa frádrátt- arliði, sem ella leyfist ekki. — Upplýsingar skattayfirvalda yfir uppgefna og skattlagða hú- saleigu benda ennfremur til þess, að tekjur ríkisins af skattlagn- ingu húsaleigutekna séu ekki verulegar samanborið við fyrir- sjáanlegan kostnað af húsaleigu- bótum, segir Sigrún. Hún bendir á, að kostnaður af fjárfestingum í leiguhúsnæði og rekstri þess sé það verulegur, að við óbreyttar aðstæður borgi sig ekki að eiga íbúðarhúsnæði til að leigja út á almennum mark- aði og segir: — Það er samdóma álit þeirra, sem um þessi mál fjalla, að töluvert af því hús- næði, sem ella væri í útleigu, standi autt af þessum sökum. Ef fara ætti að óbreyttu ástandi að greiða húsaleigubætur til leigjenda, er sjálfgefið, að húsaleigutekjur yrðu almennt gefnar upp til skatts. Auðvitað er ekkert við því að segja og sjálf- .sagt, að farið sé að lögum. En það sem skiptir máli fyrir leigj- endur er, að þetta myndi óhjá- kvæmilega hafa þá hliðarverkun- in í för með sér, að húsaleiga myndi hækka í hlutfalli við aukna skattbyrði leigusala. Slíkt myndi draga enn úr framboði leiguhús- næðis, enda fjárhagslegur ávinn- ingur af því að stunda leigustarf- semi þá enn minni en fyrr. í raun yrði þannig um tvöföld hækkun-, aráhrif að ræða. Slík ráðstöfun myndi, þvert á yfirlýstan tilgang, leiða til lakari stöðu þeirra, sem hún á raunverulega að gagnast, en það það eru tekjuminni leigj- endur. Hefði í för með sér meira framboð á leighúsnæði Yrðu leigutekjur tekjuskatts- fijálsar, yrði staða beggja samn- ingsaðila um leið tryggari, því að þá hyrfi allt pukur varðandi þá ótvíræðu og lagalegu skyldu aðilanna að gefa upp leigutekjur. — Niðurfelling tekjuskatts af húsaleigu mun óhjákvæmilega leiða til aukins framboðs á leigu- húsnæði, sem skiptir mestu máli fyrir leigjendur, enda yrði þá augljóslega hagkvæmara að stunda húsaleigu í ábataskyni, segir Sigrún. — Aukið framboð á leiguhúnæði hlyti síðan almennt að leiða til lækkunar á húsaleigu með hliðsjón af samspili framboðs og eftirspurnar. Sem sanngirnisrök fyrir niður- fellingu tekjuskatts af húsaleigu megi ennfremur minna á að fjár- magnstekjur eru skattfijálsar. Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því að setja leigutekjur skör lægra. — Hagsmunir húseigenda og leigjenda fara hér ótívrætt sanv an, heldur Sigrún áfram. — Á aðalfundi Leigjendasamtakanna sl. haust var samþykkt ályktun um, að tekjur af húsaleigu verði gerðar skattfijálsar. Þar var vak- in athygli á því, að húsnæðisbæt- ur til leigjenda, greiddar eftir efnum og ástæðum, myndu hafa í för með sér kröfu um, að húsa- leiga verði talin fram til skatts, en nú eru leigutekjur oftast fald- ar. Til þess að koma í veg fyrir hækkun leigunnar vegna skatt- lagningar og einnig til að auð- velda frekari opnun leigumarkað- ar, lagði fundurinn til að húsa- leigutekjur yrðu gerðar skatt- fijálsar. Sigrún telur líka, að nýtt kerfi húsaleigubóta eigi auk þess eftir að leiða til meira skrifræðis og kalla á aukinn mannafla til að sinna þeim störfum. Gallinn við þessa leið sé þó sá, að lækkun húsaleigu komi ekki að fullu fram strax vegna þeirra húsaleigu- samninga, sem þegar hafi verið gerðir. — Til lengri tíma litið eru kostirnir þó ótvíræðir, segir Sig- rún. — Stjórn Húseigendafélags- ins gerir sér hins vegar fulla grein fyrir því, að ráðstafanir sem þess- ar yrðu auðveldlega misskildar á þann veg, að hinn almenni þjóðfé- lagsþegn liti svo á, að eingöngu væri verið að hygla þeim, sem mest mega sín. Því þyrfti að vanda vel til slíkra aðgerða og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.