Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 31

Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 31
morgúnbÍlaðið FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 SMIÐJAN (■cfiirn eld- hússkápun- iini nýtt úllil Hér má sjá fallega eldhússkápa frá 1932. Löngum hefur það talist til dyggða að vera nýtinn og hag- sýnn, sóa ekki verðmætum að óþörfu eða henda nothæfum munum á ösku- hauga. Síðustu ár höfum við lifað tísku ein-nota vör- unnar. Með aug- lýsingum hefur okkur verið sagt að nú sé tími til kominn að fá sér ný húsgögn, nýja fataskápa, eldhús- skápa, ný föt o.s.frv. Síðan hafa risið upp hreyfingar sem vinna gegn slíkri stefnu. Þannig hefur margt fólk aflað sér húsgagna sem þóttu annars of gamaldags. Mætti telja upp mörg dæmi slíkrar nýtnistefnu. Á árunum 1950 til 1970 var smíð- að mikið af eldhúss: og fataskápum með rennihurðum. í eldhússskápum voru það einkum yftrskáparnir sem búnir voru rennihurðum. Rökin fyrir því voru þau að slíkar hurðir tækju minna rúm og að skápahurðirnar væru þreytandi til lengdar, þær skyggðu alltaf á hluta af innihaldi skápsins og svo tækju þær fljótlega að renna illa, stæðu á sér. Eru skáparnir góðir að öðru leyti? Það er hægt að setja nýjar og fallegri hurðir framan á skápana. Við skulum þó fyrst athuga þá að innan. 1. Eru hillumar ósléttar eða með sprungum og rifum? 2. Er bak í skápunum? 3. Eru grindur innan á hliðunum sem torvelda hreingerningu skáp- anna? Ef svarið við 1. og 2. spurningu er já, þá má vel bæta úr því með því að kaupa sér t.d. vatnsheldan plastdúk, eins og stundum er límdur innan á sturtuklefa. Gott er að líma slíkan dúk á hillur og vegginn inni í skápunum, ef ekki er í þeim slétt bak. Þetta á einnig við um hillurn- ar. Vatnshelt veggfóður má nota í sama tilgangi. Einnig er hugsanlegt að skipta megi um hillur, ef þær eru ekki góðar. Þá má benda á hið gamla og góða ráð að mála skápana vel að innan. Varðandi 3. spurningu má vel hugsa sér að klæða með þunnri plötu innan á hliðargrindurnar, en málun sótthreinsar einnig vel. Þar á ég við olíumálningu. Ef áhugi er fyrir að láta gamlan trélit haldast, er ráðið einfaldlega að þvo skápana vel að innanverðu. Til sótthreinsunar má e.t.v. blanda svolitlu kalki í sápuvatnið. Nýjar skáphurðir? Það kann að vera gott ráð að setja nýjar hurðir á gömlu skápana. Hjá verslunum sem selja eldhúsinn- réttingar eða fataskápa eru seldar skáphurðir af mismunandi gerðum og stærðum. Einnig vil ég benda á að mörg trésmíðaverkstæði munu taka að sér að smíða skáphurðir eftir máli, ef þörf krefur. Ekki má heldur gleyma að fá ný stykki framan á skúffurnar í eldhús- inu, þær verða að vera í samræmi við skáphurðirnar. Þegar settar eru nýjar hurðir framan á skápa þar sem áður voru rennihurðir, en nýju hurðirnar hanga á hjörum, þá þarf að setja lóðrétta pósta sem hjarirnar eru hengdar á. Á mörgum yfirskápum í eldhús- um var hafður halli, þannig að skáp- urinn var mun grynnri að neðan heldur en að ofan. Þar sem svo hagar til er nauðsynlegt að bæta lista framan á botnstykkið svo að hægt sé að setja lóðréttu póstana framan á skápinn. Síðan verða nýju hurðirnar hengdar á þessa pósta. Fallegar gamlar hurðir Nú hefi ég aðallega rætt um gamlar skápahurðir sem eru úr sér gengnar. Á mörgum gömlum eld- husskápum og fataskápum eru heil- legar og góðar hurðir. Ef svo er, ræð ég fólki eindregið frá að skipta um hurðirnar. Þá þarf að lagfæra hengslin og smellumar, e.t.v. að kaupa nýjar höldur og mála hurðim- ar, helst með sterkri og fallegri olíu- málningu. Hið sama gildir auðvitað einnig fyrir skúffumar. Við slíka meðferð fær gamla inn- réttingin nýtt, hreinlegt og fallegt yfirbragð. Eru neðri skáparnir of lágir? Allir kannast við hve þreytandi það er fyrir fætur og bak að vinna við eldhúsbekk eða borð sem er of lágt. Þetta á einkum við um gamla eld- húsbekki, að ég tali nú ekki um að vaska upp mataráhöld úr djúpri vaskskál sem er felld ofan í lágan eldhúsbekk. Með endurtekningu slíkrar vinnu er hætt við að hryggjarliðir okkar skemmist. Það borgar sig að gefa þessu atriði gaum. I gömlum eldhúsinnréttingum geta neðri skáparnir verið 78 til 80 sm háir. Það fer að vísu eftir hæð einstaklinga sem mest vinna í hvetju eldhúsi, hve háir bekkirnir skulu vera, vel má tala um 90 sm hæð. Nýjar plötur Það fer vel á því að laga einnig borðplöturnar, þegar eldhúsið verð- ur málað, eða settar nýjar hurðir á skápana. Undanfarið hefur tíðkast að setja svonefndar límtrésplötur á borðin í eldhúsum. Plötur þessar eru fallegar og með góðri hirðu haldast þær lengi heilar og fallegar. Ef skipt verður urn borðplötur er sjálfsagt að hækka skápana, eða bekkina um leið, séu þeir of lágir. Hækkunina er hægt að fram- kvæma á tvennan hátt. I fyrsta lagi með því að losa undirskápana frá veggjum og hækka sökkulinn undir þeim. í öðru lagi með því að bæta lista eða mjóu borði ofan á skápinn áður en nýja platan er sett á. Hækkunin getur orðið allt að 7 til 10 sm. Við slíka smíði er mönnum í lófa lagið að fella inn í borðið útdragsplötu, jafnvel litla borðplötu sem þægilegt getur verið fyrir tvo að sitja við og matast. Það getur verið þægilegt í litlu eldhúsi að bæta við slíkri borðplötu. Hæð eldhúsgluggans Eitt vandamál getur komið upp ef eldhúsbekkirnir verða hækkaðir, það er hve hátt er frá gólfi upp á gluggakistu. Ef eldhúsbekkurinn verður 90 sm hár er viðbúið að gluggakistan sé ekki hærri en 85 sm. Þetta er þó misjafn og verður auðvitað’ að mæl- ast á hverjum stað fyrir sig. Það er auðvelt að leysa úr slíkum vandamál- um með því t.d. að loka borðplötu- kantinum við gluggann með lista. Vinnuljós í eldhúsið Þegað unnið er við lagfæringar á eldhússkápum og innréttingum má ekki gleyma því að koma góðri vinn- ulýsingu í eldhúsinu. Það er þægi- legt að hafa lampa undir yfirskáp- unum sem lýsa niður á helstu vinnu- staði. Einnig er gott að hafa lampa yfir vaskinum og yfir eldavél er oft- ast lampi í gufugleypinum. Auk þess er þörf á a.m.k. einum eða tveimur lömpum til viðbótar. Einnig getur verið nauðsynlegt að fjölga tenglum yfir undirskápunum. eftir Bjarna Ólafsson 681066 Leitið ekki iangt yfir skammt Opið kl. 12-15 2ja herb. Barónsstígur 56 fm mjög góð íb. mikið end- urn. Verð 5,2 millj. Lindargata Ca 30 fm einstaklib. í risi. Laus strax. Verð 2,4 millj. Fálkagata 40 fm snyrtil. íb. m/sérinng. Lítið niðurgr. Verð 3,1 millj. Flyðrugrandi 61 fm góð íb. á 3. hæð. Stórar svalir í suður. Verð 6,2 millj. Nýlendugata 36 fm einstklíb. Sérinng. Verð 2450 þús. Hraunbær 60 fm íb. á 2. hæð. Skipti mögu- leg á stærra. Verð 5,5 millj. Rekagrandi 52ja fm mjög góð íb. Suðursv. Stæði í bílskýli. Ákv. sala. Verö 6,0 millj. Asparfell Ca 55 fm góð íb. m. sérinng. Parket. Skipti mögul. á stærra. Verð 5,1 millj. Vesturbær 56 fm mjög skemmtil. 2ja herb. íb. á efri hæð j þríbh. Parket. Arinn í stofu. Ákv. sala. Áhv. gott veðdlán. Verð 6,0 m. Reykjavíkurvegur - Hf. 48 fm snyrtil. 2ja herb. íb. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. í Hafn. eða Gbæ. Verð 4,9 millj. Garðavegur - Hf. 52ja fm íb. á neðri hæð í tvíb. Sérinng. Verð 3,5 millj. 3ja herb. Þverholt 80 fm skemmtil. íb. í lyftuh. Til afh. strax tilb. u. trév. Stæði í bílskýli. Rauðás 70 fm falleg íb. á 1. hæð m/suð- urverönd. Bílskplata. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. V. 6,9 m. Fífusel 96 fm mjög góð íb. á 2. hæð. Vandaðar innr. Sérþvottah. Stæði í bílskýli. Mögul. á 3 svefnherb. Verð 8,5 millj. Goðatún - Gbæ Ca 80 fm íb. á neðri hæð i tvib. Sérinng. Bílsk. Skipti mögul. á stærri eign tilb. u. trév. V. 6,4 m. Hlíðar 76 fm góð íb. á 3. hæð. Park- et. Nýl. eldhinnr. Áhv. gott veðdlán. Verð 6,4 millj. Grensásvegur 72ja fm mjög góð íb. á 3. hæð. Parket. Nýtt eldhús. V. 6,4 m. 4ra herb. Espigerði 110 fm mjög góð 5 herb. íb. á 3. hæð m/útsýni. Toppeign. Laus strax. Verð 11,0 millj. Nýbýlavegur 110 fm góð íb. m/bílsk. Skipti mögul. á einb. Verð 9,1 millj. Suðurbraut - Hf. 4ra-5 herb. mjög góð endaíb. m/glæsil. útsýni. Sérþvhús. Bílskréttur. Ákv. sala. Verð 7.950 þús. Hvassaleiti 98 fm góð íb. á 1. hæð. Skipti mögul. á minni eign. V. 8,9 m. Álfheimar 107 fm vönduð íb. Verð 7,5 m. Jöklafold 110 fm mjög vönduð íb. Falleg- ar innr. Bílsk. Ákv. sala. Háagerði Góð íb. á miðh. í þrib. Skipti mögul. á sérbýli. Verð 8,5 millj. Vesturberg 98 fm góð íb. á 1. hæð. V. 6,8 m. Ljósheimar 86 fm íb. á 1. hæð. Ákv. sala. Verð 7,0 millj. Engihjalli 97 fm góð ib. Parket. V. 7,1 m. Álfatún - Kóp. 100 fm góð íb. á 2. hæð. Skipti mögul. á rað- eða einbhúsi. Verð 9,6 millj. Ofanleiti 105 fm vönduð íb. á 3. hæð. Skipti mögul. á stærri eign. Verð 11,0 millj. Engihjalli 97 fm snyrtil. íb. Parket. Ákv. sala. Verð 7,0 millj. Hlíðarhjalli - Kóp. 108 fm mjög góð íb. Fallegt útsýni. Vandaðar innr. Bílsk. Skipti mögul. á einb. V. 11,0 m. 1 5-6 herb. Suðurgata - Hf. 145 fm glæsil. íb. á neðri hæð. Skipti mögul. á minni íb. Verð 12,0 millj. Álfheimar Góð íb. 4 svefnherb. V. 7,8 m. Leirutangi - Mos. 115 fm efri hæð í tvíb. Allar innr. i 1. flokki. Skipti mögul. á stærri eign. Verð 9,1 millj. Reynihvammur - Kóp. 112 fm neðri hæð f tvíb. Stúdíóíb. fylgir. Verð 10,3 millj. Hólmgarður 138 fm efri hæð. Búið að lyfta þaki. Miklir mögul. Skipti mögu- leg á minni eign. Verð 10,8 millj. Hofteigur 118 fm góð ib. á efri hæð. Ákv. sala. Bílsk. Verð 10,2 millj. Miðbær 233 fm íb. á tveimur hæðum + óinnr. ris. íb. gefur mikla mögu- leika. Skipti mögul. á minni eign. Verð 9,5 millj. Álfhólsvegur - Kóp. 140 fm mjög góð efri hæð. Mögul. á lítilli íb. Glæsil. útsýni. Bílsk. Verð 11,5 millj. Raðhús/einbýli Dalsel 177 fm gott raðhús. 4 svefn- herb. Mögul. á sér stúdíóíb. í kj. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. íb. Stæði í bílskýli. Verð 12,8 m. Móaflöt — Gbæ 150 fm einbhús á einni hæð. 5 svefnherb. Vel staðsett. Tvöf. bílsk. Verð 14,8 millj. Vesturbær 220 fm mjög vandað einbhús á tveimur hæðum. Bílsk. Ákv. sala. Eignaskipti mögul. Verð 20,0 millj. Nesbali 200 fm gott hús með innb. stór- um bilsk. Ákv. sala. V. 15 m. Kársnesbraut - Kóp. Glæsil. hús vel staðs. m. bílsk. Verð 18,0 millj. Víðigrund - Kóp. 131 fm mjög gott hús á einni hæð, vel staðs. Ákv. sala. Verð 14,0 millj. Steinasel 280 fm fallegt hús. Glæsil. út- sýni. Bílsk. Skipti mögul. á ca 100 fm íb. miðsv. Verð 18,0 m. Víðiteigur - Mos. 82ja fm mjög fallegt hús á einni hæð. Skipti mögul. á stærra. Verð 8,3 millj. Vogahverfi Vandað hús á tveimur hæðum. Mögul. á tveimur íb. Til afh. fljótl. Bílsk. Skipti mögul. á minni eign. Verð 14,8 millj. Húsafell 104 Reykjavik Sími68 10 66 Jón Kristinsson, Þorlákur Einarsson, Gissur V. Kristjánsson hdl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.