Morgunblaðið - 20.02.1992, Qupperneq 4
eer jiAúíiaar-i 02 qnaA£miMi/J3 lijllllliw«\iwiffignf qiöa ihvi’iohom
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLIF FIMMTUDAGÚR 20. FEBRÚAR 1992-
!1b
FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI
Arðsemi 500 stærstu fyrirtækja
Evrópu var 20% árið 1990
Tekjuskiptingarhlutföll milli launþega og fyrirtækja á íslandi eru með öðrum hætti en annars staðar í OECD. Svo
virðist sem hver vinnandi hönd á íslandi framleiði of lítil verðmæti.
Verg landsframleiðsla
150
140
130
120
110
100
Hagnaður fyrirtækja
sem hlutfall af landsframlelðslu
45%
40
1980
'82
’84
JlT
'88
'90
35
30
25
Eigið fé
(hlutfallsleg skipting eftir löndum)
Þýskaland
Frakk-
land
Sviss
Spánn
Önnur lönd
J
2%
2%
Italía
- Belgía
■ Holland
rLJ
1990
1989
25
%
20
15
10
60-
%
50
40
30
20
10
77,8%
124%
20
n
20
Arðsemi eigin fjár
500 stærstu fyrirtækja
í Evrópu 1989 og 1990
(skipting eftir löndum)
|41,7
Arðsemi eigin fjár 500 stærstu
fyrirtækja í Evrópu 1989 og 1990
(skipting eftir atvinnugreinum)
MYNDIRNAR hértil hliðarsýna
arðsemi 500 stærstu fyrirtækja í
Evrópu eftir löndum og atvinnu-
greinum samkvæmt upplýsingum
Financial Times um rekstur þeirra
árin 1989 og 1990. Á súluritunum
vekur athygli hve arðsemi stór-
fyrirtækjanna er stöðug milli
áranna 1989 og 1990 ekki síður
en hve há hún er. Að jafnaði er þó
arðsemi lítið eitt minni 1990 en
árið áður og á það við hvort sem
fyrirtækin eru flokkuð eftir löndum
eða atvinnugreinum. (Bretlandi,
Hollandi, Noregi og Sviss er arð-
semi fyrirtækjanna að jafnaði þó
nánast óbreytt milli ára en í
þessum löndum er meðalarðsemi
ábilinu 13% (Sviss)til 24%(Bret-
land). Þessi gögn eru sett fram hér
ekki síst til að minna á að til að
standa undir þeim lífskjörum sem
íslendingar hafa tileinkað sér nú
þarf verulega arðsemi í rekstri
fyrirtækja. Arðsemi eiginfjár í ís-
lenskum fyrirtækjum er aðeins á
bilinu 2-7% jafnaðarlega. Línuritið
að ofan til vinstri sýnir hvernig
landsframleiðsla á íslandi hefur
dregist aftur úrframleiðslu f ríkjum
OECD á síðustu árum. Engin
aukning á framlelðni hefur orðið
í íslensku atvinnulífi að jafnaði
síðan árið 1987. Línuritið til hægri
sýnirað skipting þáttatekna
(þjóðartekna) er með allt öðru
sniði hér en í öðrum rikjum OECD.
Mun lægra hlutfall af þáttatekjum
rennur til fyrirtækja á I slandi en í
ríkjum OECD en að sama skapi
hærra hlutfall sem tekjur til
launþega.
eftir Sigurð B.
Stefánsson
í Pjármálum á fimmtudegi er
að þessu sinni fjallað um arðsemi
500 stærstu fyrirtækja í Evrópu.
Þær upplýsingar er hér birtast eru
unnar úr yfirliti Financial Times
um rekstur 500 stærstu fyrirtækja
Evrópu á árinu 1990 eins og þau
eru flokkuð eftir markaðsverð-
mæti. Aðeins er því um að ræða
fyrirtæki sem skráð eru á hluta-
bréfamarkaði í viðkomandi Iönd-
um.
Myndirnar sýna að arðsemi
þessara fyrirtækja er að jafnaði
mun hærri en almennt gerist í
rekstri fyrirtækja á íslandi. Arð-
semi eigin fjár 25 stærstu fyrir-
tækja í Evrópu er t.d. 22% árið
1990 og 25 minnstu fyrirtækjanna
í þessum hópi (þ.e. fyrirtækja nr.
476 til 500 í röðinni yfir 500
stærstu) er yfir 18%. Að meðal-
tali reyndist arðsemi eigin fjár
þessara stærstu fyrirtækja Evrópu
vera um 20%. I apríl sl. var á
þessum síðum fjallað um arðsemi
500 stærstu fyrirtækja í Evrópu
samkvæmt upplýsingum Financial
Times um rekstur þeirra á árinu
1989. Við samanburð á arðsemi
fyrirtækjanna 1989 og 1990 eins
og þau eru flokkuð á meðfylgjandi
mynd eftir atvinnugreinum og
löndum vekur ekki aðeins athygli
hve arðsemi eigin fjár er há heldur
einnig hve stöðug hún er.
Arðsemi 182 stærstu
fyrirtækja Breta var 24%
að jafnaði
í þessu 500 fyrirtækja úrvali
úr evrópsku atvinnulífi er arðsemi
breskra fyrirtækja hæst eða
hvorki meira né minna en 24% að
meðaltali rekstarárið 1990 og
raunar var hún 25% árið 1989.
Bretar eiga nú auk þess flest fyrir-
tækja í hópi þeirra 10 stærstu,
alls sex ef bresk-hollensku fyrir-
tækin Royal Dutch/Shell og Unile-
ver eru talin með (arðsemi eigin
fjár 20% og 29%). Hin eru British
Telecom, Glaxo, BP og British
Gas. Samtals eru 182 fyrirtækj-
anna 500 bresk og meðalarðsemi
þeirra árið 1990 um 24% eins og
fyrr segir. Markaðsverðmæti þess-
ara bresku fyrirtækja var 51% af
markaðsverðmæti fyrirtækjanna
500. Því mætti raunar skjóta inn
hér að hlutdeild bresku fyrirtækj-
anna í 500 stærstu í Evrópu er
óvenjulega há árið 1990 (hún var
37% árið 1989) vegna þess að
hlutabréfaverð í Bretlandi var
hlutfallslega hátt í samanburði við
önnur lönd í lok tímabilsins sem
ofangreindar upplýsingar ná til.
Líklega kemur ekki síður á
óvart að meðalstærð bresku fyrir-
tækjanna - þ.e. eigið fé hvers og
eins þessara 182 fyrirtækja að
jafnaði - var jafnvirði um 300
milljarða íslenskra króna. Til sam-
anburðar má geta þess að allar
eignir allra íslenskra fyrirtækja
eru taldar nema nálægt 300
mrð.kr. - en þá er eftir að draga
skuldir þeirra frá. Nú lætur nærri
að Bretar séu 200 sinnum fleiri
en Islendingar. Samt er fjarri því
að Islendingar eigi fyrir einu
„meðalfyrirtæki“ af 182 fyrirtækj-
um Breta - sem hvert um sig bar
24 og 25% arðsemi árin 1989 og
1990. Ef allt eigið fé í íslenskum
atvinnurekstri væri lagt í einn
pott nægði það ef til vill fyrir um
þremur fjórðu hlutum úr slíku fyr-
irtæki. En þetta íslenska eigin fé
ber ekki 24 eða 25% arðsemi held-
ur oftast aðeins um 0-5% sam-
kvæmt áætlunum Þjóðhagsstofn-
unar um arðsemi íslenskra fyrir-
tækja (t.d. 1,8% árið 1989 og
minna árið 1988, sjá Ársreikninga
fyrirtækja 1988-1989, Þjóðhags-
stofnun, desember 1990.)
Hagnaður íslenskra
fyrirtækja stenst ekki
samanburð við evrópsk
fyrirtæki
Ef til vill er samanburður af
þessu ósanngjarn og jafnvel óeðli-
legur. Jafnan þarf að fara með
varúð við samanburð á hagtölum
milli landa vegna þess að tölur eru
ekki alltaf samanburðarhæfar.
Sem dæmi má nefna í þessu sam-
bandi að á íslandi er leiðrétt fyrir
áhrifum af verðbólgu við
reikningsskil fyrirtækja en það er
hvergi gert í þeim ríkjum sem hér
eru til samanburðar. Verðbólga í
Bretlandi var 9,5% árið 1990 og
7,8% árið 1989. Þá ber að geta
þess að verið er að bera saman
182 af stærstu almenningshlutafé-
lögum Breta - þau sem skarað
hafa fram úr á alþjóðavettvangi
til að ná svo langt sem um getur
- við öll fyrirtæki í eigu smáþjóð-
ar, jafnt þau sem fá að nýta auð-
lindir endurgjaldslaust eða þau
sem njóta svonefndrar séraðstöðu
af ýmsu tagi sem önnur.
Engu að síður verður ekki kom-
ist hjá því að horfast í augu við
þá staðreynd að afrakstur í at-
vinnurekstri íslendinga er fjarri
því að standast samanburð við það
sem gengur og gerist annars stað-
ar og hagnaður á íslandi er víðs
fjarri því sem best gerist meðal
annarra þjóða. Líklega ber árang-
ur Eimskipafélagsins hæst ís-
lenskra fyrirtækja á þessu sviði,
a.m.k. meðal almenningshluta-
félaga, en arðsemi eigin fjár þess
félags hefur verið um 13% að jafn-
aði síðustu sex árin og frávikin frá
því meðaltali hafa verið lítil.
Þótt það fyrirtæki sé aðeins
hluti af samgöngum sem atvinnu-
grein má áreiðanlega rekja þátt
Eimskips í þeim árangri sem náðst
hefur í framleiðniaukningu í þeirri
grein - nálægt 3% árlega að jafn-
aði síðasta áratuginn. Slíkur
árangur virðist ekki hafður í mikl-
um metum á íslandi, a.m.k. ekki
ef marka má af fjölmiðlum. Lítinn
skilningur virðist ríkjandi á því að
framleiðniaukning getur ekki orð-
ið varanleg í atvinnurekstri nema
arðsemi eigin frjár í fyrirtækjum
sé viðunandi. Og án framleiðn-
iaukningar stöndum við í stað sem
þjóð (sjá annað af meðfylgjandi
Iínuritum), getum ekki haldið
sömu lífskjörum og aðrar þjóðir,
verðum að draga úr þjónustu vel-
ferðarkerfisins o.s.frv. •
Þjóðarbúið þarf mörg
stórfyrirtæki með 10-20%
arðsemi
Annað línuritið efst á meðfylgj-
andi mynd sýnir að engin aukning
hefur orðið á framleiðslu þjóðar-
innar í sex ár eða síðan árið 1987.