Morgunblaðið - 20.02.1992, Qupperneq 8
8 B
0—f9r
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNlILÍF FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992
, rrrynFTfryTn\7^TrtT?rTHT'-'.i i / i.r/in/in ,—
Vatnsútflutningur
Milljón lítrar fluttír út
af vatni á einu ári
Rætt við forsvarsmenn Þórsbrunnar hf., þá Ragnar Atla Guðmundsson, forstjóra fyrirtækis-
ins, Pál Kr. Pálsson, framkvæmdastjóra Vífilfells, og Þórodd Sigurðsson vatnsveitustjóra
FYRIRTÆKIÐ Þórsbrunnur hf., sem einnig hefur verið kallað fs-
lenska vatnsfélagið, flutti út tæplega 1 milljón lítra af vatni á sl.
ári. Þetta samsvarar um 70% af því vatni sem sent var á erlenda
markaði á sl. ári samkvæmt útreikningum Þórsbrunnar en þeir eru
byggðir á útflutningstölum Hagstofu Islands. Aðrir útflytjendur eru
íslenskt bergvatn hf. með 32% af því magni sem flutt er út og
Akva hf. með 0,2%. Þrátt fyrir þennan útflutning Þórsbrunns hefur
lítið sem ekkert verið fjallað um fyrirtækið í fjölmiðlum þar til
nýverið að Reykjavíkurborg ákvað að auka hlut sinn í fyrirtækinu
um 4 milljónir í samræmi við 20% eignarhlut sinn. Aðrir hluthafar
eru Hagkaup og Vífilfell. Morgunblaðið hitti forsvarsmenn Þórs-
brunnar að máli og forvitnaðist um hvert væri svar þeirra við ásök-
unum um óeðlilega hlutdeild borgarinnar í Þórsbrunni, starfsemi
fyrirtækisins almennt og viðhorf þeirra til vatnsútflutnings frá ís-
landi.
STJÓRNENDUR — Fólkið á bak við Þórsbrunn — f.v. Krist-
ín Norland, markaðsstjóri, Ragnar Atli Guðmundsson, forstjóri, og
Dröfn Þórisdóttir rekstrarstjóri.
„Hugmyndin að þessu fyrirtæki
og útflutningi á vatni er 30 ára
gömul frá Pálma Jónssyni í Hag-
kaupum. Það var síðan ekki fyrr
en um haustið 1988 að Hagkaup
og Vífilfell fóru að ræða um sam-
starf á útflutningi á vatni,“ segir
Ragnar Atli Guðmundsson, forstjóri
Þórsbrunnar. „Við töldum þá hent-
ugt að í stjóm fyrirtækisins væri
fólk úr verslun, átöppun og Vatns-
veitu Reykjavíkurborgar þar sem
mikil þekking á vatni er til staðar.
Vorið 1989 stofnuðum við formlegt
undirbúningsfélag og fórum að
vinna bæði innanlands og á erlend-
um mörkuðum. Innanlands fórum
R A B B
í DAG...KL.17:15...
„ Verdur bylting^ íjjibskiptum
með hlutabréf á Islancti“
EIRÍKUR GUÐNASON
formaður stjórnar
Verðbréfaþings Islands
Adgangur er öllum heimill.
Ármúla 13a, 1. hæO.
við að kanna lindina og hversu
hæft vatnið væri til útflutnings,
hvaða kröfur þyrfti að uppfylla til
að fá að vatn inn í ýmis ríki og
hvernig umbúðir og miða við vildum
nota. Einnig könnuðum við markaði
og markaðssetningu í Evrópu,
Bandaríkjunum og lítillega í
Austurlöndum. Við komust og því
að verðið í Bandaríkjunum er hag-
kvæmast fyrir okkur og því höfum
við einbeitt okkur að þeim mark-
aði. I desember 1990 stofnuðum
við formlega hlutafélag sem heitir
Þórsbrunnur hf. Hlutafé er nú 46
milljónir og eiga Hagkaup og Vífil-
fell jafn stóra hluta, eða 40%, en
Vatnsveita Reykjavíkur á 20%
hlutafjár."
Samkeppni á milli íslenskra
vatnsútflytjenda
misskilningnr
- Nú hefur verið gagnrýnt að
Reykjavíkurborg eigi hlut í fyrir-
tæki sem er í samkeppni við önnur
íslensk fyrirtæki í vatnsútflutningi.
Hvernig svarið þið slíkri gagnrýni?
„Reykjavíkurborg, sem nú á 9,2
milljóna króna hlut í Þórsbrunni, jók
sitt hlutafé m.a. til gera sinn hlut
verðmeiri en ella. Ef fyrirtækið nær
verulegri fótfestu í útflutningi þá
mun borgin hagnast þegar hún sel-
ur sín 20%,“ segir Páll Kr. Pálsson,
framkvæmdastjóri Vífilfells. „Það
er hins vegar rétt að þá má efast
um réttmæti þess að borgin taki
þátt í stofnun svona fyrirtækis þeg-
ar fleiri aðilar eru að fást við svip-
aða hluti á sama tíma. Það sem
skiptir þó meginmáli er að þessi
íslensku vatnsútflytjendur eru ekki
í samkeppni. Ekkert hinna íslensku
merkja er komið með markaðs-
ímynd á erlendum mörkuðum. Það
er einnig mikilvægt að fólk geri sér
grein fyrir því að við erum ekki
verðleiðandi á markaðnum, þó að
við reynum að sjálfsögðu að selja
vatnið á sem hæstu verði og því
eru fuliyrðingar Davíðs Scheving
Thorsteinssonar um að við séum
að selja á lægra verði og hafa nei-
kvæð áhrif á hans sölu algjörlega
út í hött. Spyija má hvaða for-
réttinda Þórsbrunnur hf. hefur not-
ið fram yfír íslenskt bergvatn. Þá
verður fátt um svör fyrir utan það
hlutafé sem borgin á í fyrirtækinu,
þó vissulega hafí verið mjög gott
fyrir okkur að hafa Þórodd Sigurðs-
son vatnsveitustjóra í stjórn fyrir-
tækisins þar sem fáir vita jafnmikið
um vatn og hann. Vatnsveitan ætl-
ar sér ekki að vera hluthafi að ei-
lífu heldur mun hún væntanlega
einnig selja öðrum fyrirtækjum vatn
og því öðlast hún mikla þekkingu
á þessum iðnaði. Fullyrða má að
Vífílfell og Hagkaup séu alveg eins
að fjármagna þekkingaruppbygg-
ingu Vatnsveitunnar sem hún getur
nýtt í viðskiptum við önnur fyrir-
tæki og veitt þeim betri þjónustu en
annars."
Einungis samstarf við
Þórsbrunn kom til greina
Aðspurður um hvers vegna
Vatnsveitan hafí valið Þórsbrunn
til samstarfs segir Þóroddur
Sigurðsson vatnsveitustjóri að
Vatnsveitan hafí haft áhuga á sam-
starfí við fleiri aðila en Þórsbrunn
en úr því hafi ekki ræst. „Um 1984
eða 1985 komu til mín Pálmi Jóns-
son og Davíð Scheving Thorsteins-
son og við ræddum um vatnsút-
flutning í fullri alvöru. Það slitnaði
hins vegar upp úr samvinnu Vatns-
veitunnar við Sól hf. vegna þess
að þeir höfðu ekki aðstöðu til að
hefja þetta á þessum tíma en áhugi
Pálma héjst stöðugur,“ segir Þór-
oddur. „íslenskt bergvatn hefur
aldrei pakkað öðru en vatni með
kolsýru í til útflutnings vegna þess
að fyrirtækið hefur ekki haft nægi-
legt rými til þess í verksmiðjunni,
en aðalmarkaðurinn í Bandaríkjun-
um liggur í sölu á hreinu vatni.
Þegar Hagkaup og Vífílfell komu
sameiginlega til mín ákvað ég að
ræða við Davíð Oddsson, þáverandi
borgarstjóra, og spyija hann um
hvort Vatnsveitan ætti að taka þátt
í stofnun þessa fyrirtækis. Þá sagði
hann Vatnsveituna það sterkt fyrir-
tæki að hún væri ekkert of góð til
að koma iðnaði af stað og skapa
atvinnu í borginni. En þegar fyrir-
tækið væri komið af stað þá myndi
Aóalfundarboó
Aðalfundur Sæplasts hf. verður haldinn í Sæluhúsinu á Dalvík
miðvikudaginn 26. febrúar 1992 og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 16. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillaga stjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Reikningar félagsins ásamt dagskrá fundarins og endanlegum
tillögum munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá miðviku-
deginum 19. febrúar og verða sendir þeim hluthöfum, sem
þess óska.
Stjórn Sæplasts hf.
MORGUNVERÐARFUNDUR
föstudaginn 21. febrúar nk. kl. 8.00 á Hótel Holiday Inn, Hvammi
Árangur í íslenskum útfíufningi
Hvernig veróa tækifærí til?
Framsögumenn verða:
Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf.
Svavar Jónatansson, framkvæmdastjóri Virkis-Orkint
Tryggvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Össurs hf.
Félagsmenn FVH og aðrir
áhugamenn um umræðuefnið
eru hvattir til að mæta.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
borgarfyrirtækið selja sinn hlut. Á
þessum tíma voru engir aðrir sem
til greina komu fyrir Vatnsveituna
að eiga samstarf við vegna þess
að hún var að leita eftir samstarfs-
aðilum í útflutningi á vatni án kol-
sýru.“
85 milljónir króna í
reksturinn
Ragnar Atli tekur undir orð Þór-
odds og segir jafnframt að vatnsút-
flutningur Þórsbrunns sé mikið þró-
unarstarf sem margir íslenskir aðil-
ar geti hagnast á. „í dag eru þau
þijú fyrirtæki sem eru í vatnsút-
flutningi nokkuð frábrugðin hvert
öðru. Islenskt bergvatn flytur t.d.
út vatn með og án bragðefna en
90% af okkar sölu er vatn án kol-
sýru,“ segir Ragnar.
í mars 1991 stofaði Þórsbrunnur
hf. annað fyrirtæki, Thorspring Ice-
land America, sem er ætlað að sjá
um sölu- og dreifísamninga í
Bandaríkjunum. Þórsbrunnur er í
samstarfi við tvö fyrirtæki í Banda-
ríkjunum, sem m.a. sjá um dreif-
ingu vatnsins.
„í okkar augum hefur vatnsút-
flutningur allan tímann verið
áhættuverkefni en við reynum auð-
vitað að hafa þá áhættu sem tekin
er í lágmarki. Við getum ekki sagt
að okkur hafí tekist að sanna að
um arðbæra atvinnugrein sé að
ræða,“ segir Ragnar. „Líklega get-
um við' ekki séð fram á hagnað
fyrr en eftir tvö ár en þangað til
er þetta bara kostnaður. Hingað til
hefur rekstur fyrirtækisins kostað
um 85 milljónir króna og þar af
hafa farið um 50 milljónir í mark-
aðsrannsóknir. Ljóst er að ekki er
hægt að fá hugmynd að vatnsút-
flutningi, fara strax að flytja út og
græða skömmu seinna, Iíkt og sum-
ir virðast halda."
Vatnsmarkaðurinn minni
en í fyrstu virðist
Ragnar segir að heildarmark-
aðurinn í Bandaríkjunum sé um
6.900 milljónir lítra af vatni en
mikill -hluti af því er ódýrt vatn sem
íslenskir útflytjendur geti ekki
keppt við. Innflutt vatn er um 206
milljónir lítra. „Því er markaðurinn
í raun mun minni en hann sýnist
vera. Vatnsneysla mun þó væntan-
lega aukast um 10% á ári vegna
síaukinnar áherslu á holla lifnaðar-
hætti í Bandaríkjunum.
Við ætlum að einbeita okkur að
þröngu svæði í Bandaríkjunum og
kynna vöruna þar mjög vel til að
festa hana í sessi þar. Jafnframt
kynnumst við sjálf markaðnum best
með þessu móti. Útflutningur vatns
er í raun meiri áhætta fyrir okkur
en t.d. Kanadabúa þar sem við höf-
um engan heimamarkað sem við
getum prufað okkur á. Öll okkar
markaðssetning og vinna þarf að
fara fram á erlendum mörkuðum.
Við stefnum að sölu 3-5 milljóna
lítra á árinu 1992 og eftir næsta
sumar verður ljóst hvort við ætlum
að stækka okkar markaðssvæði, þá
kemur í ljós hvert áframhaldið verð-
ur. En fyrirtækið þarf að selja um
12 milljónir lítra af vatni til að starf-
rækja eigin verksmiðju.
Þeir aðilar sem nú flytja út vatn
hérlendis, Þórsbrunnur,' íslenskt
bergvatn og Akva, ætla í auknum
mæli að tala saman og miðla hvert
öðru reynslu sinni. Það er nauðsyn-
legt fyrir okkur að samræma
gæðaímynd sem byggir á hreinleika
íslensks vatns,“ segir Ragnar Atli
Guðmundsson.
Vatnsútflutningur og
fiskeldi
Páll segir stjórnvöld hafa
ákveðnu hlutverki að gegna gagn-
vart vatnsútflytjendum. „Stjórnvöld
eiga t.d. að gæta þess að vatn sé
ekki flutt út í tankskipum en slíkur
útflutningur mun leiða til þess að
ekki verður hægt að byggja upp
þá gæðaímynd sem æskilegt er að
gera,“ segir Páll. „Einnig eiga
stjórnvöld að koma á gæðaeftirliti
með framleiðslunni þannig að ljóst