Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 10

Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 Tölvur - Marinó G. Njálsson Tölvuvæðing eða tölvunetvæðing? Millitölvur eru óðast að víkja fyrir staðarnetum Fyrir tólf árum, nánar tiltekið 1980, var kynnt nýjung á tölvu- markaðnum. Þetta var spjald, sem átti að sjá til þess að örtölvur (þ.e.. Pésar eða Macintosh, o.s.frv.) gætu haft samskipti sín á milli. Spjaldið var kennt við Ethernet, sem út- leggst á íslensku sem ljósvakanet. Þetta spjald átti eftir að verða upp- hafið að mikilli breytingu í tölvu- væðingu fyrirtækja ásamt hinni öru þróun á örtölvum. Það sem hér er um að ræða er svo kallað staðarnet. Gjöfin til hennar fœst hjá okkur r Sævar Karl Olason Bankastræti 9, sími 13470 Það var samt ekki fyrr en 1984, sem fyrstu staðarnetin, eins og við þekkjum þau, komu á markað. Það ár kynnti Microsoft MS Networks og IBM PC-Network Program. Bæði þessi net byggðu á MS-DOS stýrikerfínu. Á sama tíma var þriðja fyrirtækið, Novell Inc., að vinna að sjálfstæðum nethugbúnaði, sem notaði ekki MS-DOS. Hugmynd allra var að búa til kerfí, sem gæti leyft örtölvum að hafa samskipti sín á milli og samnýta gögn, hug- búnað og vélbúnað. Notendur voru tregir að taka við þessari nýjung og það var ekki fyrr en 1988, að einhver kippur komst í sölu staðarneta. Á því ári tvö- faldaðist því sem næst fjöldi upp- settra staðarneta, þ.e. fór úr um það bil 420.000 í 820.000. (Þetta' er að sjálfsögðu á heimsvísu.) í lok þessa árs er því spáð að uppsett staðarnet verði um 2,2 milljónir. Hvað er staðarnet? I stuttu máli er það staðarnet, þegar tvær eða fleiri örtölvur (ein- menningstölvur) eru tengdar saman og þær hafa samskipti sín á milli um kapla. Örtölvurnar samnýta gögn, vélbúnað og hugbúnað og eru að jafnaði innan sama svæðis. Helstu kostir staðarneta eru auk samnýtingar á gögnum, vélbúnaði og hugbúnaði, betri nýting á vél- búnaði, samskipti milli notenda með tölvupósti, háhraða gagnasam- skipti, dreifð vinnsla og betri nýting á notendahugbúnaði. Einnig að net- in má stækka eftir þörfum notand- ans, staðsetja má öflugar tölvur þar sem þeirra er þörf og að hver not- andi getur verið sjálfstæður á net- inu, ef tölvan hans er með ákveðinn lágmarksbúnað. Millitölvukerfin Fyrir tíma staðarnetanna höfðu fyrirtæki ekki marga kosti, ef sam- nýta þurfti tölvutæk gögn. Þau urðu að fá sér fjölnotendakerfi á borð við S/36 frá IBM eða VAX frá DEC. Þessi kerfi höfðu marga kosti umfram það, sem önnur tölvukerfi gátu boðið á þessum árum. Má þar helst nefna að margir notendur geta tengst einni og sömu móður- tölvunni og þannig hafa þeir sam- eiginlegan aðgang að gögnum sem þar eru geymd. Móðurtölvan mið- stýrir allri skráavinnslu og sam- skiptum milli notenda og auk þess fer öll vinnsla fram á henni. Notend- ur vinna á sérhönnuðum skjástöðv- um, sem oftast eru ekki færar um neitt annað en að bera skilaboð milli lyklaborðs notandans og móðurtölvunnar og þaðan aftur að skjá notandans. Þessi tölvukerfi hafa líka marga ókosti og er gífurlegur kostnaður efstur á blaði. Það liggur við að allt kosti mikið: upphaflega móður- tölvan, hugbúnaðurinn, jaðartæki og útstöðvarnar. Ef stækka þarf kerfíð eru viðbætur eða uppfærslur jafnvel enn dýrari og endursöluverð gamla búnaðarins oft lítið í saman- burði við nýja tölvu. Þetta þýðir, að það er ekki á færi allra að setja upp svona samstæðu. Kostir staðarneta Það er mjög algengt að fyrirtæki sem eru að netvæðast eigi fyrir ein- hverjar örtölvur. Þessar tölvur hef- ur fyrirtækið eignast á nokkurra ára tímabili í samræmi við þarfír fyrirtækisins (og kröfur skattayfír- valda). Eftir því, sem tölvunum hefur fjölgað, hefur þörfin á sam- nýtingu gagna, hugbúnaðar og vél- búnaðar (jaðartækja) aukist. Ein- föld lausn á því er að flytja gögnin á milli tölva á disklingum, setja sama hugbúnaðinn upp á mörgum tölvum og hafa sérstakar tölvur, þar sem prenta má út skjöl og lista. Þessi lausn er bæði óhandhæg og dýr, fyrir utan að vera oftast brot á höfundarrétti hugbúnaðar. Margir hafa sett upp staðamet hjá sér með því að byrja að tengja saman tvær eða þrjár örtölvur, með gagnasamskipti í huga. Síðan hefur kerfíð undið upp á sig og tölvunum fjölgað. í þessu koma kóstir staðar- neta ótvírætt fram. Hægt er að byija smátt og ódýrt og bæta síðan við eftir þörfum. Með miðlægri gagnageymslu á netstjóra eða miðli geta allir notendur haft aðgang að gögnum sínum frá hvaða netstöð sem er. Þetta þýðir að notendur geta ekki bara samnýtt gögn og hugbúnað heldur líka vélbúnað. Þörfin fyrir margar dýrar og afkast- amiklar tölvur minnkar, vegna þess að starfsmenn geta skipst á að nota nota slíka tölvu (t.d. fyrir teiknivinnu) en síðan haft hver um sig afkastaminni og ódýrari tölvu á sinu borði. Samkeppnin við millitölvur Staðarnet eru nú farin að koma í staðinn fyrir millitölvukerfi í nær allri vinnslu. Fyrir utan að þau eru ódýrari og sveigjanlegri, þá er auð- veldara að bæta við kerfið án þess að það reyni mikið meira á afkasta- getu móðurtölvu/netstjóra. í milli- tölvukerfinu kemur að þeim punkti að vinnslugeta móðurtölvunnar leyfir ekki meiri fjölgun útstöðva, nema það komi niður á svartíma notenda. Slíkt hendir ekki á staðar- netinu, vegna þess að vinnsla hvers notanda er framkvæmd af örgjörva þeirrar netstöðvar, sem unnið er við, en ekki á netstjóranum. Hin seinni ár hefur þeim verk- efnum fækkað, sem millitölvurnar ráða við en örtölvurnar ekki. Á ör- tölvumarkaðnum hefur þróun vél- búnaðar verið mjög ör. Svo ör að það liggur við að meiriháttar tækni- nýjung komi á 6 mánaða fresti. Sífellt er að koma á markaðinn nýr hugbúnaður eða nýjar og endur- bættar útgáfur af eldri, sem eiga engan sinn líka í millitölvuumhverf- inu. Og notendaskil eru almennt mun vingjarnlegri. Á þessu sést að staðarnetin bjóða upp á marga kosti, sem millitölvur geta einfald- lega ekki keppt við. Þar sem enn þá er þörf fyrir reiknigetu millitölva hafa mörg fyrirtæki séð þann kost vænstan að hafa örtölvur sem út- stöðvar og tengja þær síðan saman í staðarnet. Þannig er staðarnetið aðal vinnsluumhverfí notandans, en tenging við bókhald á millitölvu auka möguleiki. Ég vil taka það skýrt fram að hjá mörgum fyrirtækjum og stofn- unum er enn þá þörf fyrir tölvu- kerfi, sem hafa meiri afkastagetu en örtölvur geta boðið. Þessum undantekningu fer fækkandi. Öflugustu örtölvur (t.d. 486 tölvur) hafa jafnvel meiri reiknigetu en millitölvur í S/3X línunni frá IBM eða VAX/700 línunni frá Digital, en þær síðamefndu hafa á móti ýmsa kosti fram yfir 486-tölvuna. Mestu máli skiptir að staðamet bjóða á viðráðanlegu verði vinnslu- umhverfi, sem hentar flestum og geta uppfyllt flestar kröfur um tölvusamskipti, samnýtingu gagna, hugbúnaðar og vélbúnaðar og ör- yggi gagna jafnvel, ef ekki betur en millitölvurnar. Höfundur er tölvunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.