Morgunblaðið - 20.02.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 20.02.1992, Síða 12
Ttru 't JTiynTrvvmizi <>?>?>! íí'A’nfrT^i ti‘> ^rr; t/.(r,,fTVTATrrf t ptiOirgnwlblfo^ií^ VEDSKIFn AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 Þjónustukannanir Markaðsrannsókn byggð ájapanskri forskrift NYIR STARFS- MENNHJÁÍS- LENSKRIFOR- RITAÞRÓUN HF. starfaði hún sem umsjónarmaður tölvukerfis hjá Olíufélaginu hf. til ársins 1990. Árið 1991 starfaði Ólína á eigin vegum og við kennslu. Eiginmaður hennar er Þórður Tryggvi Stefánsson. Islenskar markaðsrannsóknir vinna að þjónustukönnimum fyrir Toyota P. SAMÚELSSON hf. hefur gert samstarfssamning við Islenskar markaðsrannsóknir hf. um að sjá um markaðs- og þjónustukannanir fyrir fyrirtækið. fslenskar mark- aðsrannsóknir munu m.a. sjá um reglulega framkvæmd CS-þjón- ustukönnurnar sem miðar að því að fá svörun viðskipavina Toyota á reynslu þeirra af viðskiptum við fyrirtækið. Umboðsmenn Toyota víða um heim láta framkvæma þessa rannsókn að japanskri for- skrift. Að sögn Skúla Gunnsteins- sonar framkvæmdastjóra ís- lenskra markaðsrannsókna er könnun sem þessi nýmæli á ís- landi. „CS stendur fyrir ánægju við- skiptavinarins eða „Customer Sat- isfaction", en það er samnefnari fyr- ir átak sem Toyota er að gera um allan heim til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Það hefur sýnt sig að ánægðir viðskiptavinir kaupa flestir sömu bílategund aftur og eru jafn- framt mjög góðir „sölumenn" út á við,“ segir Emil Grímsson markaðs- stjóri P.Samúelssonar en sl. tvö ár hefur Toyota verið mest seldi bíllinn á íslandi. Skipta má könnununum í tvo fiokka. Annars vegar eru það kann- anir þar sem viðskiptavinir Toyota er spurðir um hvernig fyrirtækið stóð sig í þjónustunni og hins vegar kann- anir þar sem óháður aðili velur úrtak og mælir hið sama hjá Toyota og helstu keppinautum fyrirtækisins. Hvatning fyrir starfsfólk fyrirtækisins Að sögn Skúla Gunnsteinssonar byggist framkvæmdin á því að tekin ■ j eru viðtöl við viðskiptavini Toyota í gegn um síma, en rannsóknin nær bæði til kaupenda nýrra og notaðra bifreiða. Enn fremur eru lagðar fram spurningar til þeirra sem átt hafa bílana í 18 mánuði. „Kröfur neyt- enda, sem ávallt eru að verða betur upplýstir, eru sifellt að aukast enda er valkostum alltaf að fjölga. Auk þess að afla upplýsinga um mat við- skiptavinanna hafa þjónustukannan- ir ýmsan annan tilgang sem er ekki síður mikilvægur. Þessum rannsókn- um er ætlað að vekja upp þá tilfinn- ingu hjá viðskiptavinum fyrirtæksins að það láti sér skoðanir þeirra miklu skipta og hafí mikinn metnað til að bæta sig eftir þeirra óskum,“ segir Skúli. Jafnframt segir hann þjón- usturannsóknimar veita sölumönn- um og öðru starfsfólki hvatningu og aðhald. „Rannsóknir líkt og við mun- um nú framkvæmda fyrir Toyota er sérstaklega árangursríkar fyrir selj- endur vara og þjónustu þar sem kaupandinn tekur ser góðan um- hugsunarfrest og ber vandlega sam- an verð og gæði nokkurra vöru- merkja áður en hann tekur ákvörðun ,“ segir Skúli. Skúli telur að innan margra ís- lenskra fyrirtækja hafi stjómendur velt fyrir sér framkvæmd þjónustuk- annana en ýsmir þættir, t.d. tíma- leysi og skortur á sérþekkingu, hafí hindrað framkvæmdina. „Fyrirtæki eiga alls ekki að láta slíkar kannanir sitja á hakanum þar sem velgengni fyrirtækja má oft beinlínis að hluta til þakka vitneskju um markaðinn og viðskiptavini fyrirtækisins." íslenskar markaðsrannsóknir em ungt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í markaðs- og þjónusturannsóknum. Fyrirtækið keyrir spurningavagna einu sinni í mánuði og að sögn Skúla er það oftar en hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum á þessu sviði. Nú em starfsmenn þess 5 talsins. Að sögn Emils Grímssonar eru frekari rannsóknir fyrirhugaðar. „Ætlunin er að fara ýmsar nýjar leiðir við framkvæmd annarra og meiri rannsókna en áður hafa verið gerðar hérlendis. Tölvuhugbúnaður Islenskra markaðsrannsókna og hug- búnaður þeirra gerir þeim kleift að framkvæma meiri og flóknari úr- vinnslu en almenn eru gerðar hér- lendis. Við munum áfram leggja áherslu á rannsóknir sem þessar og er þessi nýji samningur okkar við íslenskar markaðsrannsóknir ein- ungis bytjunin. UEINAR Ingi Ágústsson hóf störf í markaðsdeild íslenskrar forritaþróunar hf. 1. febrúar sl. Einar er 31 árs kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verslunar- skóla Islands (TVÍ) og hefur einn- ig stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Einar starfaði á árunum 1985- 1989 í tölvudeild Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda, en hefur hin síðari Einar Ingi ár starfað sjálf- stætt við hugbúnaðargerð og markaðssetningu. Eiginkona Ein- ars er Ásta Margrét Guðlaugs- dóttir flugfreyja. USIGURÐUR Ólafsson kerfís- fræðingur hóf störf í þróunardeild íslenskrar forrita- þróunar hf. í jan- úar sl. Sigurður er 33 ára. Hann útskrifaðist úr TVÍ í __ ársbyijun 1990. Áður hafði hann útskrifast úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Eftir út- skrift úr TVÍ starfaði Sigurður hjá Hjarna hf. þar til í ársbyrjun 1992. UÓLÍNA Björk hóf störf í þjón- ustudeild ÍF 1. febrúar sl. Ólína er 29 ára og stúd- ent frá Verslun- arskóla íslands og hefur einnig stundað nám í TVÍ. Eftir að námi lauk 1983 Kristinsdóttir Ólína Björk Slgurður ■ÁSA B. Áskelsdóttir hóf störf Hnnheimtudeild ÍF í nóvember sl. Ása er 40 ára og útskrifaðist með verslunarpróf frá Verslunarskóla íslands árið 1971. Hún starf- aði sem ritari hjá Lögfræðiskrif- stofu Árna Guð- jónssonar síð- astliðin 13 ár. Eiginmaður henn- ar er Stefán Ómar Oddsson húsasmiður. Ása Islendingur til starfa hjá finnsku álfyrirtæki UPALMI Stefánsson hefur verið ráðinn sem stjórnandi hjá Kumera álfyrirtækisinu í Finnlandi við upp- byggingu álvera. En áður hefur hann verið ráð- gjafi fyrirtækisins m.a. um álmark- aði í Austur-Evr- ópu. Pálmi er 53 ára gamall og lauk hann prófi frá háskóla í Þrándheimi sem efnaverkfræðing- ur með vélaverk- fræði sem aukagrein. Hann starf- aði áður sem stjórndeildarstjóri hjá íslenska Álfélaginu, hóf hann störf í því fyrirtæki l.mars 1968 og lét þar af störfum þann 14.febrúar 1989. Eiginkona Pálma er Svan- hildur Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn. T o r g i ð Kostnaðinum velt á komandi kynslóðir SÚ UMRÆÐA sem farið hefur fram að undanförnu í þjóðfélaginu um niðurskurð ríkisútgjalda hefur aðeins að litlu leyti tekið mið af erlendri skuldastöðu þjóðarbús- ins eða lánsfjárþörf ríkisins. Stjórnmálamenn hafa reyndar ít- rekað varað við afleiðingum um- frameyðslu ríkisins og bent á að með henni væri verið að velta kostnaðinum af velferðinni yfir á komandi kynslóðir. Þá hafa ýmsir orðið til að benda á þá leið að mæta ríkissjóðshallanum með sérstökum hátekjuskatti eða skattlagningu fjármagnstekna. Lítið hefur aftur á móti verið rætt um þær lántökur sem ríkissjóður þarf að ráðast í á þessu ári og eru að stórum hluta ráðstöfun til að mæta gífurlegum hallarekstri ríkissjóðs á sl. ári. Hið sama á við um skuldastöðu þjóðarbúsins á þessu ári. Á meðan mótmælin gegn niðurskurðinum í ríkisrekstrinum stóðu sem hæst leitaði ríkissjóður á erlendan lánamarkað í þeim til- gangi að afla fjár til að geta stað- ið við skuldbindingar sínar bæði hérlendis og erlendis. í viðskipta- blaði sl. fimmtudag var greint frá því að ríkissjóður hefði tekið um 175 milljón þýsk mörk að láni til 10 ára með skuldabréfaútboði í Þýskalandi. Þetta samsvarar um 6,3 milljörðum króna á núgildandi gengi. Samkvæmt nýjustu upplýsing- um frá alþjóðadeild Seðlabankans var útboðið síðan stækkað um 50 milljón þýsk mörk þannig að heildarfjárhæð útboðsins nemur um 225 milljónum marka eða um 8,1 milljarði króna. Af þessari fjár- hæð verður um 2,7 milljörðum varið til að endurfjármagna lán ríkissjóðs í Þýskalandi í júní nk. en afgangurinn, um 5,4 milljarðar, verður að stærstum hluta notaður til að greiða upp yfirdráttinn í Seðlabankanum og skammtíma- lán erlendis. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig frekari er- lendum lántökum verður háttað á þessu ári en samkvæmt lánsfjár- lögum fyrir árið 1991 er fjármála- ráðherra heimilt að taka 12,8 milljarða að láni erlendis. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa vaxið hratt undanfarin ár og námu um sl. áramót um 190,7 milljörðum. Höfðu þær aukist úr 176,5 milljörðum frá árinu áður. Um áramótin námu erlendar skuldir þjóðarbúsins um 52,3% af landsframleiðslu og hafði þetta hlutfall nánast staðið í stað frá árinu áður. Seðlabankinn gerir hins vegar ráð fyrir að þetta hlut- fall muni hækka í 56% á þessu ári með auknum lántökum og samdrætti í þjóðarframleiðslu. Enda þótt lántaka ríkissjóðs sé síður en svo neitt gleðiefni er þó önnur og bjartari hlið til á málinu. Svo virðist sem erlendir fjárfestar séu áfjáðir í skuldabréf ríkissjóðs og má til marks um það nefna að upphafleg fjárhæð var tvívegis aukin frá upphaflegri útboðsfjár- hæð vegna mikillar eftirspurnar. Upphaflega átti að bjóða út 150 milljón mörk en fjárhæðin var hækkuð strax eftir að útboðið hófst. Þá voru ýmsar virtar fjár- málastofnanir aðilar að útboðinu og má þar nefna Goldman Sachs, Morgan Stanley og Salomon Brothers. Mikið lánstraust erlendra fjár- málastofnana dugar þó skammt ef áfram verður haldið á þeirri braut sem íslendingar hafa verið á hin síðari ár. Greiðslubyrði vaxta og afborgana af erlendum lánum hefur upp á síðkastið verið 7-8% af landsframleiðslu og jafngildir það um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Til viðbótar þeirri er- lendu lántöku sem ráðast þarf í vegna ríkissjóðshallans kemur einnig innlend lántaka en þrátt fyrir að ríkið hafi sogað til sín megnið af nýjum sparnaði innan- lands dugir það skammt. Stærst- um hluta þess fjár er ráðstafað til að standa undir afborgunum af lánum ríkissjóðs innanlands. Ríkið þarf þannig stöðugt að taka ný lán til að greiða upp eldri lán með vöxtum og tilheyrandi kostn- aði. Má t.d. nefna að vextir af 8,1 milljarðs láni ríkissjóðs í Þýska- landi nema um 640 milljónum, a.m.k. fyrsta árið. Sá viðvarandi halli sem verið hefur á ríkissjóði grefur sífellt undan stöðugleikanum í hagkerf- inu og á sama tíma aukast erlend lán þjóðarbúsins með ógnar- hraða. Þegar málin eru skoðuð í Ijósi þessara staðreynda má öll- um vera Ijóst hversu brýnt er að snúið verði af braut þeirrar umfra- meyðslu sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. KB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.