Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
OLYMPIULEIKARNIR I FRAKKLANDI
Norðmenn
meðfultt
hús í göngu
Dæhlie og Ulvang unnu báðir þrenn gull-
verðlaun og ein silfurverðlaun
Reuter
Björn Dæhlie ákveðinn á svip í 50 km göngunni á laugardag, er hann tryggði
sér þriðju gullverðlaunin á Ólympíuleikunum að þessu sinni.
Yamaguchi kom
Bandaríkjunum á
blað eftir 16 ár
ALBERTVILLE92
OQp
■ 941.650 aðgöngumiðar seldust
á Vetrarólympíuleikunum og er
það 20% meira en framkvæmda-
stjóm leikanna hafði gert ráð fyrir
í upphafi.
■ 2174 keppendur tóku þátt í
leikunum frá 64 þjóðum. Aðeins
þurfti að fresta einni keppnisgrein
- færa hana aftur um einn dag,
risasvig kvenna, og þykir það vel
sloppið.
■ JEAN-Claude Killy, annar
framkvæmdastjóri Vetrarólympíu-
leikanna í Albertville, segist ekki
vera sammála Juan Antonio Sam-
aranch, forsta Alþjóðu Olympíu-
nefndarinnar, að skipta leikunum
í framtíðinni milli þjóða. Samar-
anch lýsti því yfir að umfang
Vetrarólympíuleikanna væri nú
orðið of mikið fyrir eina þjóð. „Það
er ekki rétt að skipta leikunum
milli þjóða, það er afturför," sagði
Killy.
■ SUÐUR-Kórea sigraði í 5.000
metra skautaboðhlaupi karla á
laugardag og bætti eigið heimsmet
frá því undanrásunum fjórum dög-
um áður um 0,05 sek. Kanada
hafði forystu allt þar til kom að
síðasta hring að Suður-Kóreu-
menn fóru fram úr og kom í mark
0,04 sek. á undan. Japan hafnaði
í þriðja sæti.
■ CATHY Turner varð ólympíu-
meistari í 500 metra skautahlaupi
kvenna. Turner, sem er 29 ára
fyrrum kabaret-söngkona, ákvað
að snú sér að skautahlaupinu fyrir
þremur árum. Hún var aðeins
skautalengdinni á undan Li Yan
frá Kina í mark.
■ PREINFALK Lavagni frá
Costa Ríka keppti í svigi karla á
laugardag og var síðastur, næstum
þremur mínútum á eftir Finn
Christian Jagge frá Noregi.
Preinfalk Lavagni státaði sig af
því að hafa gert betur en Marc
Girardelli sem komst ekki í gegn-
um fyrri umferð. Þegar Costa
Ríka-maðurinn kom í markið eftir
síðari umferð var Alberto Tomba
fyrstur til að fagna honum og ít-
ölsku áhorfendumir létu sitt ekki
eftir liggja.
■ ÞJOÐVERJAR unnu flest gull-
verðlaun í Albertveille, 10 alls.
Af þessum tíu eru aðeins tveir sem
eru fyrrum Vestur-Þjóðverjar.
Það eru Georg Hackl, bobsleða-
maður og Fritz Firscher, ólympíu-
meistari í skíðaskotfimi. Hinir gull-
verðlaunahafarnir koma allir frá
fyrrum Austur-Þýskalandi.
■ DEBORAH Compagnoni frá
Ítalíu, sem sigraði í risasvigi, sagði
eftir sigurinn; „Egtileinka gullverð-
launin öllu því fólki sem þarf að
dvelja á sjúkrahúsi og er að horfa
á mig núna.“ Aðeins einum sólar-
hring síðar var hún sjálf komin á
sjúkrahús, eftir slæmt fall í stór-
svigskeppninni.
■ ALBERTO Tomba sagði að
það hafi skyggt á ánægjuna á
Ólympíuleikunum að keppendurnir
í alpagreinum kvenna bjuggu í
Meribel en ekki á sama stað og
kariamir, í Val d’Isere.
■ LAMINE Guey frá Senegal,
sem tók þátt í brunkeppninni, sagði
að ekkert orð væri til yfír brun í
heimalandi sínu. „Það er kannski
ekkert skrítið þar sem engin fjöll
eru þar heldur," sagði Guey, sem
var Iangsíðastur í bruninu.
BJÖRN Dæhlie vann þriðju gull-
verðlaun sín í 50 km göngu
karla á laugardag, sem var síð-
asta göngugrein Olympíuleik-
anna, og tryggði þar með Norð-
mönnum sigur í öllum göngu-
greinunum í karlaflokki. Félagi
hans, Vegard Ulvang, vann
einnig þrenn gullverðlaun í Al-
bertville.
Dæhlie, sem er bestur í fijálsu
aðferðinni eða skautatakinu,
gekk 50 km á 3 klukkstundum og
41,5 mínútum ðg hefur aldrei áður
náðst svo góður tími á ólympíuleik-
um. Hann var 57,6 sekúndum á
undan ítalska brunaverðinum
Maurilio de Zolt, sem er 41 árs.
Landi hans, Giorgio Vanzetta, varð
þriðji.
Dæhlie er 24 ára og býr í Nanne-
stad. Hann varð einnig ólympíu-
meistari í 15 km göngu og boð-
göngu og annar í 30 km göngu.
Norðmenn höfðu ekki unnið í skíða-
göngu karla á ÓL síðan 1976 áður
en þeir komu til Albertville. En fóru
heim með öll gullverðlaunin sem í
boði voru - frábær árangur.
Maurilio de Zolt sýndi að allt er
fertugum fært með því að vinna
silfurverðlaun í 50 km göngu aðra
ólympíuleikana í röð. Hann er elst-
ur, hvort sem er í karla eða kvenna-
flokki, til að komast á verðlauna-
pall í skíðagöngu á ÓL. Hann sagði
galdurinn við að ná svo góðum ár-
angri væri að borða mikið af spag-
hetti og njóta þessa að snæða morg-
unverð fyrir keppni. „í morgun fékk
ég mér tvo skammta af hunangi
og einn bolla af kaffi. Keppnin var
auðveld fyrir mig. Undirbúningur-
inn var erfiðastur," sagði De Zolt.
Dæhlie var fyrsti Norðmaðurinn
til að sigra í 50 km göngu á ÓL
síðan Ivar Formo gerði það 1976.
Hann sagði að gangan hefði ekki
verið svo erfið nema að hann þurfti
að drekka vatn nokkuð reglulega.
Hann var ræstur út síðastur 79
keppenda og gat því fengið upplýs-
ingar um millitíma þeirra sem á
undan honum gengu. Hann var með
bestu millitímana í brautinni frá
byijun til enda. De Zolt byijaði illa
og var aðeins með 21. besta tímann
eftir rúmlega 10 km.
Gangan var mikil vonbrigði fyrir
Svía. Torgny Mogren ákvað að nota
skíðin sem hann varð heimsmeistari
á í 50 km göngunni á Ítalíu í fyrra
og fékk að gjalda þess. „Eftir 30
kílómetra voru þau ómöguleg,"
sagði Mogren, sem endaði í 12.
sæti og v_ar sjö mínútum á eftir
Dæhlie. „Ég vona að við vinnum
þá næsta ár,“ sagði Svíinn.
Vegard Ulvang, sem sigraði í 30
km, 10 km og boðgöngu, sagði að
hann hefði aldrei búist við að vinna
50 km gönguna á laugardaginn.
„Fæturnir eru ekki nægilega undir-
búnir til að skauta," sagði Ulvang
og bætti við að hann yrði að huga
að skautatækninni betur í framtíð-
inni.
Gro Harlem Brundtland, forsæt-
isráðherra Noregs, var meðal áhorf-
enda á laugardaginn og fagnaði
samlöndum sínum.
KRISTI Yamaguchi varð á
föstudag ólympíumeistari í list-
hlaupi kvenna á skautum og
færði Bandaríkjunum þar með
fyrstu gullverðlaunin í þessari
grein á Ólympíuleikum síðan
1976 er Dorothy Hamill sigraði.
Yamaguchi er 22 ára, aðeins 1,62
m á hæð og 42 kg og er frá
Kalifomíu. Faðir hennar er japansk-
ur en móðir hennar bandarísk. Hún
byijað að æfa þegar hún var sex
ára gömul. Eftir barnaskólagöngu
æfði hún með Rudi Galindo, sem
síðan vann með henni heimsmeist-
aratitil unglinga í parakeppni í list-
hlaupi á skautum, auk þess sem
hún varð unglingameistari í list-
hlaupi kvenna sama ár. í lok síð-
asta árs varð hún bandarískur
meistari í fyrsta sinn og nú ólympíu-
meistari.
„Það er ekki hægt að gleðjast
meira en ég geri núna. Eg var
ánægð með skylduæfingarnar og
ég vissi að ég gerði vel í fijálsu
æfingunum," sagði Yamaguchi,
sem sveif um svellið eins og lítil
brúða. Midori Ito frá Japan varð
önnur og Nacny Kerrigan, herberg-
isfélagi Yamaguchi, hlaut brosn-
verðlaunin. Evrópumeistarinn,
Surya Bonaly frá Frakklandi, náði
sér ekki á strik og hafnaði í fimmta
sæti.
Annars voru það keppendur frá
Samveldi sjálfstæðra ríkja sem
stálu senunni í skautahöllinni í Al-
bertville, Unnu þrenn gullverðlaun,
ein silfurverðlaun og ein bronsverð-
laun. Það er betri árangur en gömlu
Sovétríkin náðu nokkru sinni. Rúss-
ar fögnuðu sigri í parakeppninni,
ísdansi og í listhlaupi karla í fyrsta
sinn.
100.000 teikningar
Öll norska þjóðin fylgdist með Ólympíuleikunum af miklum áhuga
og ekki síst yngsta kynslóðin sem nú hefur eignast fjölmargar fyrir-
myndir. í upphafi leikanna bauð íþróttadeild norska sjónarpsins norsk-
um bömum að senda inn teikningar með efni frá Ólympíuleikunum
og óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið góð. A 10 dögum bár-
ust deildinni tæplega 100.000 teikningar hvaðanæva af landinu sem
var mun meira en búist var við.
Reuter
Kristinn Björnsson í svigbrautinni á laugardag. Hann tók áhættu eins og
til stóð, en féll í fyrri ferðinni.
Kristinn Bjömsson lauk ekki sviginu:
Ákvaðaðtaka
áhættu frekar en
keyra af öryggi
KRISTINN Björnsson frá Ólafs-
firði keyrði út úr í fyrri umferð
svigkeppninnar á laugardag.
Honum tókst heldur ekki að
Ijúka keppni i stórsvigi, en varð
í 43. sæti í risasviginu á leikun-
um.
Eg var mjög illa upplagður og
fann mig aldrei í svigbraut-
inni,“ sagði Kristinn við Morgun-
blaðið eftir svigkeppnina. Hann
komst niður í miðja braut, en þá
yfirkantaði hann sem kallað er og
féll. Hann sagðist ekki vera sáttur
við árangur sinn á leikunum. „Ég
hefði viljað gera betur. En ég ákvað
það fyrir Olympíuleikana að taka
áhættu í keppninni í stað þess að
keyra af öryggi. Það er ekkert gam-
an að koma niður vitandi það að
maður hafi ekki gert sitt allra
besta.“
Hann sagði að þetta hafi verið
mikil reynsla. „Nú veit ég hvar ég
stend miðað við stóru nöfnin. Það
er greinilega mikil vinna framundan
og ég stefni á Ólympíuleikana í
Lillehammer 1994,“ sagði Kristinn.
Kristinn hélt frá Frakklandi til
Noregs í gær en hann er í skíða-
menntaskóla í Geilo. Hann sagði
að nú tækju við strangar æfingar
fram að norska meistaramótinu
sem fram fer í lok mars. Hann
kemur síðan til íslands í byijun
apríl og tekur þátt í Skíðamóti ís-
lands, sem fram á að fara á Dalvík
og í Ölafsfirði.