Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992 Hlutabréfaeign Lífeyrissjóðs verslunarmanna Hlutabréfa- % af hlutafé Hlutabréfaeign, eign (nafnv.) viðkomandi félags bókfœrt verð árslok 1991 árslok 1990 91 90 árslok 1991 árslok 1990 Ármannsfell hf. 463.000 463.000 0,4 0,1 1.064.900 1.064.900 Draupnissjóðurinn hf. 41.250.000 25.000.000 7,1 7,1 51.858.962 29.175.000 Eignarh.fél. Alþýðubankinn hf. 117.942.505 60.103.431 10,7 8,3 167.660.691 61.686.625 Eignarh.fél. Iðnaðarbankinn hf. 57.296.610 52.373.484 6,9 5,0 76.188.446 59.118.483 Eignarh.fél. Verslunarbankinn hf. 136.368.101 116.057.403 15,5 15,4 142.6Ö2.138 134.880.463 Féfang hf. 18.167.000 18.167.000 10,7 10,7 27.677.966 20.421.700 Fjárfestingarfélagið hf. 22.046.167 22.046.167 10,6 10,6 22.046.167 22.046.166 Flugleiðir hf. 114.182.552 100.984.062 6,1 5,9 200.935.495 177.491.259 Frumkvæði hf. - 350.000 - 5,0 - 350.000 Grandi hf. 7.356.240 ' - 0,9 - 19.861.848 - Hf. Eimskipafélag íslands 24.576.205 28.838.344 3,4 3,1 38.335.596 28.838.344 Haraldur Böðvarsson hf. 7.000.000 - 2,2 - 19.642.017 - Nláttarstólpar hf. (Máttur). 7.691.805 7.000.000 9,0 10,7 7.691.805 7.000.000 Olís hf. 6.000.000 6.000.000 0,9 0,9 11.700.000 10.200.000 Olíufélagið hf. 11.564.000 8.238.500 1,9 1,6 56.665.560 50.337.112 Skagstrendingur hf. 1.500.000 - 0,9 - 7.200.000 - Skeljungur hf. 7.553.645 3.935.650 1,9 1,1 40.034.319 27.943.115 Tollvörugeymslan hf. 6.324.318 5.749.380 4,3 4,3 5.749.380 - Útgerðarfélag Akureyringa hf. 3.444.647 - 0,7 - 16.017.609 5.749.380 Þróunarfélagið hf. 20.000.000 20.000.000 5,8 5,8 20.000.000 20.000.000 SAMTALS 620.727.195 475.296.421 932.932.899 656.302.547 Hlutabréf 240 milljónir kr. i LIFEYRISSJOÐUR verzlunar- manna keypti á sl. ári hlutabréf fyrir 240 milljónir króna. Sjóður- inn á nú hlutabréf í 19 hlutafélög- um og voru þau bókfærð á um ARVIK ÁRMÚU 1 - REVKJAVÍK - SiUI <87222 -TELEFAX 687298 932,9 milljónir í ársíok. Hann gerðist hluthafi í þremur útgerð- arfélögum á árinu þ.e. Granda, Útgerðarfélagi Akureyringa og Haraldi Böðvarssyni en einnig var hlutur sjóðsins í ýmsum félögum aukinn t.d. eignarhaldsfélögunu, Flugleiðum og Eimskip. Auk hlutabréfa keypti sjóðurinn hús- bréf fyrir 1.315 milljónir, lán til sjóðfélaga námu 667 milljónum og jafnframt keypti sjóðurinn traust verðbréf af ýmsum aðilum. Á meðfylgjandi töflu sést hluta- bréfaeign Lífeyrissjóðs verslunar- manna en hann er meðal stærstu hluthafa í einstökum félögum. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris var um 22.339 milljónir króna í árslok 1991 og hafði hækk- að um 4.274 milljónir frá fyrra árí. Á árinu 1991 greiddu 25.276 virkir sjóðfélagar og launagreiðendur þeirra samtals 2.031 milljón. Sjóðfé- lögum fjölgaði um 4,6% frá fyrra ári óg er meðalaldur þeirra 31 ár. Sjóðurinn ráðstafaði,“4.268 milljón- um króna á árinu í ýmis útlán og kaup á verðbréfum. í nýsamþykktum ársreikningi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrir árið 1991 kemur fram að sjóðurinn var stærsti lánveitandi Húsnæðis- stofnunar og iánaði stofnuninni 1.365 milljónir eða seni svarar 14,7% af því fé sem stofnunin tók að láni hjá lífeyrissjóðum lands- manna- Á skrá hjá sjóðnum í árslok 1991 Verktakar, Iðnaðarmenn ! Nú getió þió halclió utan um launakostnað fyrir hvert verkjvrir sig. ERASTUS flvtur /aunaútreikninga inn á verk á mjög einfaldan ogjljótvirkan hátt. 30 daga skilaréttur. Launuforritið ERASTUS 'Einfaldfega þctgiíegra M.Flóvent Sími: 91-68X933 og 985-30347 voru 59.669 einstaklingar sem greitt hafa iðgjald til sjóðsins. Greiddi hann 2.078 lífeyrisþegum 432 milljónir í lífeyri á liðnu ári. Samkvæmt tryggingafræðilegri út- tekt sem gerð var í árslok 1987 þurfti að ná 3,6% raunávöxtun á eignir sjóðsins næstu áratugina umfram hækkun launa til að ná jöfnuði milli skuldbindinga og eigna. Frá þessum tíma hefur raunávöxtun sjóðsins umfram hækkun launa numið að” meðaltali 7,4% þannig að staða sjóðsins gagnvart framtíðar- skuldbindingum hefur styrkst. Lyfjaiðnaður Fyrstu vörur Omega Farma hf. á markaðinn 8 tegundir íslenskra vítamína FYRSTU framleiðsluvörur íslenska almenningshlutafélagsins Omega Farma hf. hafa verið settar á markaðinn. Um er að ræða 8 tegund- ir bætiefna sem markaðsett eru undir vörumerkinu Biomega. Að sögn Friðriks Kristjánssonar framkvæmdastjóra Omega Farma hf. hafa vítamínin sem einungis eru seld í apótekum fengið mjög góðar viðtökur. Omega Farma hf. var stofnað 1990 og var gert að al- menningshluta- félagi sama ár. Nú eru hluthafar orðnir tæplega 70. Framleiðslan fer fram að Kársnesbraut í Kópavogi í hús- næði sem var innrótiað sér- stitkiega fyrir lyfjaframleiðsl- 'una. Hjá Omega Farma vinna fjórir lyfjafræð- ingar í fullu stárfi við fram- leiðslu, gæðaeftirlit og vöruþróun. Vítamínin sem fyrirtækið fram- leiðir og hefur nú sett á markað eru Vítaplús sem er alhliða fjölvíta- mín og Vítamínus sem er ný bæti- efnablanda án A- og D-vítamína, ætlað fólki sem tekur lýsi. Kalsíum + D er einnig nýjung og inniheldur ein tafla 250 mg af kalsíum en aðrar innlendar kalktöflur innihalda 70 mg. í töflunum er bragðefni þannig að hægt er að tyggja þær. Betaplús er fjórða framleiðsluvaran og inniheldur beta-karótín, C- og E-vítamín. Blandan er talin geta veitt vörn gegn krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. í máli Húsbréf meiri en framboð? Lífeyrissjóðir keyptu 54% af húsbréfaútgáfunni 1991 HÚSBRÉFAKAUP lífeyrissjóðarina á verðbréfamarkaði námu um 6,7 milljörðum króna á sl. ári. í nýútkomnu fréttabréfi Landsbréfa segir að ef lífeyrissjóðir hafi hug á að kaupa svipað hlutfall hús- bréfa og í fyrra muni kaupin nema a.m.k. 7,8 milljörðum. Hins veg- ar bendi margt til þess að einungis muni húsbréf fyrir um 6,5 millj- arða leita út á markaðinn. Því muni hugsanlega verða meiri eftir- spurn en framboð af húsbréfum á þessu ári. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða er áætlað tæpir 30 milljarðar króna árið 1992 sem er um 4 milljörðum meira en á sl. ári. í fréttabréfinu segir að húsbréf séu enn einn hag- stæðari fjáfestingarkostur fyrir „stofnanaíjárfesta“ eins og Iífeyrís- sjóði. Áætluð útgáfa húsbréfa á þessu ári eru 12 milljarðar króna sem verða að söluvirði líklega um 10 milljarðar. Orðrétt segir í frétta- bréfinu: „Reynslan af húsbréfakerf- inu hingað til bendir til þess að aðeins um 65% útgefinna húsbréfa leiti út á markaðinn sem þýðir þá um 6,5 mrð. kr. að söluvirði. Spurn- ingin er því hvort eftirspurn hús- bréfa verði mun meirí á þessu ári en framboðið og í framhaldi af því, hve mikil áhrif hefur þetta til lækk- unar ávöxtunarkröfunnar?" Friðriks kom fram að með rann- sóknum hefur tekist að sýna fram á samhengi milli lítillar inntöku þessara efnasambanda og aukinnar tíðni fyrrgreindra sjúkdóma. Þá eru settar á markaðinn tvær tegundir af C-vítamín tuggutöflum með ávaxtabragði, B-vítamíntöflum og Barnavítamín tuggutöflur með járni. Verslun 10-11 verslun í Glæsibæ í GLÆSIBÆ verður opnuð 10-11 verslun af sömu aðil- um og nú reka 10-11 verslun að Engihjalla. Verslunin í Glæsibæ verður opnuð í lok mánaðrins eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu, segir Eiríkur Sigurðsson framkvæmdasljóri og einn af eigendum 10-11. Verslunin 10-11 hóf starfsemi sína fyrir um 3 mánuðum í 330 fermetra húsnæði Engihjalla. Eiríkur segir reksturinn hafa gengið mjög vel þrátt fyrir mikla samkeppni. Verslunin í Glæsibæ er um 430 fermetrar og mun hún verða rekin nám- kvæmlega eins og hin fyrri. Starfsmenn munu verða átta í hvorri verslun og munu þeir starfa á tvískiptum vökt- um. Verslanirnar verða báðar opnar frá kl. 10.00 tii 23.00 alla daga vikunnar. cnouih I mmÉMi_-__ LyTrarar Gæði og gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN HILLUKERFIOG LYFTARAR - ÞAÐ ER OKKAR FAG BlLDSHÖFÐA 16SIMI672444 TELEFAX672580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Viðskipti/Atvinnulíf (05.03.1992)
https://timarit.is/issue/124608

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Viðskipti/Atvinnulíf (05.03.1992)

Aðgerðir: