Morgunblaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1992
Þjónusta
Nauðsynlegt að koma á
samkeppni í símaþjónustu
- segir Holberg Másson, umboðsaðili IDT-símafélagsins, sem býður íslenskum fyrirtækjum
yfir 40% lægri símgjöld en Póstur og sími
ÍSLENSKUM fyrirtækjum sem eru í miklu símasambandi við
Bandaríkin gefst nú kostur á nýrri þjónustu hér á landi sem mið-
ar að því að lækka verulega símakostnað þeirra. Gegn föstu mánað-
argjaldi geta fyrirtæki fengið úthlutað númeri hjá bandaríska sím-
afyrirtækinu International Discount Telecommunications (IDT)
þannig að þau greiða millilandasímgjöld samkvæmt gildandi gjald-
skrá í Bandaríkjunum, sem er mun lægri en gjaldskrá Pósts og
síma. Getur sparnaðurinn numið yfir 40% á símtölum til Bandaríkj-
anna og fjarlægari staða samkvæmt upplýsingum umboðsaðila IDT
hér á landi, Fóns hf., en aðaleigandi er Holberg Másson, fram-
kvæmdasljóri. Þegar hafa nokkur fyrirtæki gerst áskrifendur að
þessari þjónustu en samkvæmt áætlunum IDT er gert ráð fyrir
að hún sé hagkvæm fyrir þau fyrirtæki sem noti hana a.m.k. 10-15
mínútur á hveijum degi.
„Fyrir um 10 árum var hafíst
handa í Bandaríkjunum að koma
á samkeppni á tækjamarkaðnum
á síma- og fjarskiptasviðinu," seg-
ir Holberg aðspurður um tildrögin
að þeim hræringum sem nú virð-
ast í uppsiglingu á fjarskiptasvið-
inu. „AT&T sem er langstærsta
símafélag heims var brotið upp í
minni einingar en það veitir síma-
þjónustu innan Bandaríkjanna og
am allan heim. 1 Evrópu hefur átt
sér stað svipuð þróun. Samkeppni
hófst fyrst á tækjamarkaðnum og
nú er að heijast samkeppni á þjón-
ustumarkaðnum. Evrópuband-
aiagið hefur sett ákveðin markmið
í þessu sambandi og við munum
taka þátt í þeirri þróun. Afleiðing-
B B
í DAG...KL.17:15..
„Fiskur í hörkusamkeppni
við aðra matvöru “
MAGNÚS GÚSTAFSSON
forstjóri Coldwater Seafood
Corporation
Fundurinn er öllum opinn.
S T O F A N
Ármúla 13a, 1. hæö.
in af þessari samkeppni er sú að
símataxtar hafa farið lækkandi í
þjónustu þar sem mikill hagnaður
hefur verið. Sums staðar hefur
örlítil hækkun orðið á töxtun fyrir
þjónustu við heimili sem áður var
niðurgreidd. Yfirleitt er hins vegar
reiknað með að taxtar fyrir venju-
lega þjónustu haldist svipaðir.“
Erum að verða á eftir með
nýjungar
„í Evrópu hafa símafélögin ver-
ið lengur með einokun en í Banda-
ríkjunum og hafa þarafleiðandi
haldið uppi töxtunum milli landa,"
segir Holberg ennfremur. „Þannig
er áætlað að Bandaríkjamenn hafi
þurft að greiða 3 milljarða dollara
til Evrópu árið 1990 vegna mis-
hárra taxta fyrir símtöl. Banda-
ríkjamenn líta á þetta sem við-
skiptahindrun og eru mjög
óánægðir. Þannig eru taxtar
bandarísku símafélaganna mun
lægri en hjá þeim evrópsku. Póst-
ur og sími tekur 91,60 krónur á
mínútu fyrir símtöl til Bandaríkj-
anna en ef Bandaríkjamenn
hringja hingað greiða þeir að með-
altali 55,30 krónur.
Póstur og sími hefur yfir 1.500
milljónir í tekjur af jarðstöðinni.
Sennilega er yfír 50% hreinn hagn-
aður. Þetta eru að vísu tölur sem
fyrirtækið vill ekki staðfesta en
ég hef nokkuð áreiðanlegar heim-
ildir fyrir þeim. Póstur og sími
hefur um einn milljarð í hagnað
af um 9 milljarða veltu. Hagnaður-
inn er fyrst og fremst af milliland-
asímtölum og umframskrefum
sem einkum eru greidd af fyrir-
tækjum. Einnig er góður hagnaður
af farsímaþjónustunni. Samt er
athyglisvert að samkvæmt töflum
sem Póstur og sími gefur út til
alþjóða póst- og símamálastofnun-
arinnar fjárfesti stofnunin hlut-
fallslega allra minnst í nýjungum
af vestrænum símafélögum. Við
erum því að verða á eftir í því að'
g|a|g|n|h/f
Údýrustii liftimm á ísMi?
í samvinnu við eitt traustasta og virtasta
tryggingafélag í Bretlandi, getum við nú
boðið líftryggingarnar, sem sennilega eru
þær lang ódýrustu hér á landi.
Hringdu og fáðu tilboð í líftryggingu fyrir
þig og þína. Upplýsingar virka daga frá
kl. 14.00-17.00 í síma 91-641099.
Gagn hf. - líftryggingar á frábæru verði!
Gagn hf. ★ Kríunesi 7 ★ Sími 641099 ★ Fax 642108
taka upp nýjungar í símaþjónustu
sem lækka tilkostnað fyrirtækja.
Ég tel nauðsynlegt að við fylgj-
umst betur með þróuninni og kom-
um á samkeppni í símaþjónustu
hér á landi. Að sjálfsögðu þarf að
gera ráð fyrir ákveðnum aðlögun-
artíma. Það er hins vegar nauðsyn-
legt að hefja undirbúning því ís-
lendingar eru bundnir af reglum
Evrópubandalagsins ef við
göngum inn í EES. Því lengur sem
við drögum þetta þeim mun erfið-
úthlutar númerum sem notandi í
Evrópu getur hringt í og síðan
lagt á. Síðan er hringt til baka
og þar með er evrópski notandinn
kominn með aðgang að bandaríska
símakerfinu. Þannig er unnt að
nota ýmsa þjónustu sem banda-
rísku símafélögin bjóða upp á en
fyrst og fremst horfa menn til
þess að gjaldskrá er miklu lægri
en hjá evrópsku símafélögunum.
„Þessi þjónusta hefur vakið
mikla athygli og umtal og IDT
Símagjöld á mínútu
kl. 18.00-23.00 að íslenskum tíma
(fsí. kr. án virðisaukaskatts)
Póstu/ogsimi frá Islandi IDTfráisl.i gegnum Bandar. Mismunur (Bandar. ódýrari)
Danmörk 57,83 95,11 -37,28 -64%
Holland 60,24 94,76 -34,52 -57%
Bretland 67,07 80,76 -13,69 -20%
Ítalía 91,57 94,88 -3,31 -4%
Grænland 140,56 129,35 11,21 8%
Ástralfa 140,56 107,62 32,94 23%
Tæland 189,56 124,91 64,65 34%
S-Afríka 189,56 103,76 85,55 45%
Hong Kong 211,24 112,69 98,55 47%
Japan 211,24 106,87 104,37 50%
Bandaríkin 91,57 36,29 40%
ísland 55,28 ‘intematiarB! Óiscount Tétecomnunicatkjns
ari verður aðlögunin fyrir Póst og
síma. Samkeppni í símaþjónustu
mun lækka rekstrarkostnað ís-
lenskra fyrirtækja og bæta sam-
keppnisstöðu þeirra gagnvart er-
lendum aðilum."
Endursala á þjónustu stóru
símafélaganna
Á ráðstefnunni Telecom ’91 í
Genf í október kynnti fyrirtækið
International Discount Telecomm-
unications nýjung sem felur í sér
endursölu á þjónustu stóru banda-
rísku símafélaganna. Fyrirtækið
hefur vaxið mjög hratt,“ segir
Holberg. „Þjónustan er veitt til
Evrópulanda, Asíu, Afríku, Suður-
Ameríku og um allan heim. Aug-
ljóslega hentar hún sérstaklega
fyrirtækjum sem þurfa að hringja
frá sinni heimsálfu og það auðveld-
ar notkun hennar ef fáir hringja
mikið. Það er augljós hagnaður
af þessu fyrir mörg fyrirtæki og
reyndar eru dæmi um meiri mun
en á íslandi. Sums staðar eru sím-
gjöld hlutfallslega mun hærri en
hér á landi og þá ennþá meiri
ástæða til að nota þessa þjónustu.
Holberg Másson
IDT telur sig vera að bæta
virðisauka við þjónustu símafélag-
anna og þetta er aðeins fyrsta
skrefíð. Næstu skref eru símakort
sem veita aðgang að ódýrri síma-
þjónustu hvar sem notandinn er
staddur. Með þeim er hægt að
skuldfæra símtöl á bandarískum
taxta. Sérstök raddpóstþjónusta
felur í sér að notandinn getur les-
ið skilaboð inn í símakerfíð og það
reynir síðan að koma boðunum til
skila á sjálfvirkan hátt. Kerfið
reynir af og til að ná í viðkomandi
og tilkynna honum um raddboð
sem hann síðan getur kallað fram
með því að ýta á ákveðna takka.
Þannig er stöðugt verið að bæða
við þjónustuna sem miðar að því
að auka notkun símans. Með því
að taka upp nýjungar og auka
tekjumar geta símafélögin lækkað
verðið á grunnþjónustunni.“
Óhætt fyrir Póst og síma
að lækka gjöldin
Holberg bendir á að Póstur og
sími hafí þegar fest kaup á nýrri
jarðstöð og þá vakni sú spurning
hvemig hún verði nýtt. „Aukning-
in á millilandasímtölum er aðeins
um 10% á ári vegna þess hversu
gjöldin era há. Ef gjöldin yrðu
lækkuð mynd aukningin að mínu
mati vega upp á móti lækkuninni.
Símtöl til Bandaríkjanna era um
20% af öllum millilandasímtölum
íslendinga og það má reikna með
að gjöld fyrir þau séu yfir 300
milljónir. IDT gerir ráð fyrir að
ná um 1% markaðshlutdeild sem
er mjög lítið og því er engin ástæða
Stefnt að því að lækka giöld
vegna talsambands við útlönd
— segir Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri
„ÞAÐ hefur verið á stefnuskrá hjá Pósti og síma síðan i ársbyrj-
un 1990 að lækka gjaldskrána vegna talsambands við útlönd,
sérstaklega við Bandaríkin," segir Ólafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri. „Vegna hárra greiðslna I ríkissjóð hefur hins
vegár ekki verið svigrúm til þess ennþá en ég vona að það geti
orðið áður en langt um líður. Eitt af því sem hefur tafið þetta
eru greiðslur Pósts og síma í ríkissjóð sem eru 940 miiyónir á
þessu ári, 540 milljónir í fyrra og 500 milljónir árið 1990.“
Ólafur segist telja að sam-
keppni komi til með að verða í
ýmsum greinum í sérþjónustu.
Varðandi talsamband við útlönd
séu miklu stærri fyrirtæki heldur
en IDT sem muni keppa við Póst
og síma í framtíðinni eða hin stóra
símafyrirtæki. „Það er stefnan hjá
Evrópubandalaginu að auka sam-
keppni en ég læt ósagt hvenær
sú samkeppni mun berast hing-
að,“ segir hann.
Hann bendir á að þjónustu IDT
megi líkja við það þegar hringt
er til Bandaríkjanna og viðmæ-
landinn beðinn að hringja til baka
en það sé hins vegar ennþá ódýr-
ara en verið sé að bjóða hjá IDT.
Ólafur segir að gífurleg aukn-
ing hafí orðið á talsambandi við
útlönd og bendir jafnframt á að
gjöldin hafí um nokkurt skeið
verið óbreytt að krónutölu þannig
að þau hafí lækkað að raungildi.
„Áhersia hefur verið lögð á að
lækka langlínusamtöl hér innan-
lands. í framhaldi af því var ætl-
unin hjá stofnuninni að lækka
gjaldskrá fyrir talsamband við
útlönd. Það sem þarf að lækka
mest er talsamband við Bandarík-
in. Þessir aðilar (IDT, innsk. blm.)
og aðrir eru hins vegar einnig að
keppa við símastjórnir í Evrópu
Ólafur Tómasson
og það er að skapast pólitískur
vilji til að lækka gjaldskrána fyrir
talsamband við Bandaríkin,"
sagði Ólafur Tómasson.