Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI llRpRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
B 3
Mm
FOLK
■ KEVIN Keegan, sem fór frá
Newcastle í fússi eftir 3:1 sigur
gegn Swindon, sagðist ætla að
standa við sinn hluta samningsins,
■mBBD þó stjórn félagsins
Frá hefði ekki gert slíkt
Bob hið sama. „Ég er
Hennessy samningsbundinn út
lEn9landl tímabilið," sagði
hann og bætti við að félagið yrði
að tryggja að peningar væru til
staðar til að kaupa leikmenn.
■ KEEGAN var lofað því að hann
fengi um 100 millj. ÍSK til að kaupa
menn, en þegar loforðið hafði ekki
verið efnt s.l. föstudag lét hann
stjómina heyra það.
■ PETER Schmeichel var mað-
urinn á bak við sigurmark Man-
chester United, en danski mark-
vörðurinn þakkaði fyrir að hafa
fengið að ljúka leiknum. „Ég hélt
að ég yrði rekinn af velli fyrir gróft
brot, en slapp með skrekkinn.“
■ GORDON Durie virðist vera
fyrirmunað að skora fyrir Totten-
ham. Hann hefur ekki gert deildar-
mark síðan s.l. september.
■ PETER Shreeves er í „heitu“
sæti hjá Spurs og telja margir að
framtíð hans hjá félaginu sé háð
því að liðið komist áfram í Evrópu-
keppninni, en það á heimaleik ann-
aðkvöld.
■ GUÐNI Bergsson kom inná
sem varamaður hjá Spurs fyrir
Terry Fenwick á 73. mínútu.
Guðni verður í byrjunarliðinu á
morgun.
■ ANDERS Limpar var tekinn
út úr leikmannahópi Arsenal fyrir
leikinn gegn West Ham. „Mér
fannst Perry Groves standa sig
vel,“ sagði George Graham. „En
maður veit aldrei fyrr en að leiks-
lokum hvort rétt ákvörðun hefur
verið tekin.“
■ BRIAN Clough var kjörinn
stjóri síðasta mánaðar fyrir að
koma Nottingham Forest í tvo
bikarúrslitaleiki á Wembley.
■ Roy Keane var verðlaunaður
sem besti ungi leikmaður síðasta
mánaðar og þakkaði fyrir sig með
því að gera fyrra mark Forest
skömmu síðar — 11. mark hans á
tímabilinu.
■ LEE Chapman var með þrennu
fyrir Leeds um helgina og var þetta
í annað sinn á tímabilinu, sem hann
gerir þrjú mörk í leik, en í sjötta
sinn á ferlinum.
■ BRUCE Grobbelaar lék 400.
deildarleik sinn fyrir Liverpool og
átti sök á marki mótheijanna.
■ DAVID Pleat er sannfærður
um að Luton bjargi sér frá falli á
síðustu stundu þriðja árið í röð.
„Við erum ekkert á leiðinni niður.
Það eru átta leikir eftir og við þurf-
um aðeins að sigra í fjórum þeirra,“
sagði hann, en Luton hefur ekki
sigrað á útivelli í rúmlega ár.
■ LEEDS hefur gert samning við
15 ára skólastrák, sem ekki er í
frásögur færandi nema vegna þess
að drengurinn, sem er frá Wals-
hall, heitir í höfuðið á öllum leik-
mönnum Manchester United, sem
töpuðu 1:0 fyrir Southampton í
bikarkeppninni 1976. Strákurinn
gerði átta mörk í 8:0 sigri skóla
síns í síðustu viku og heitir Gra-
ham, Alex, Jimmy, Stewart,
Gerry, Brian, Martin, Steve,
Sammy, Stuart, Lou, Gordon,
David, Tommy, Matt, Cross
I JOE Kinnear lét menn sína
gleyma knattspymu fyrir leikinn
gegn Leeds og fór með þá á nætur-
klúbb í London til að horfa á fá-
klæddar stúlkur skemmta. Hætt er
við að tilgangurinn hafi ekki helgað
meðalið — leikmennimir vom ann-
ars hugar á Elland Road og töp-
uðu 5:1.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Manchester
endurheimti
sjáHstraustið
Reuter
Michael Thomas hjá Liverpool reynir að stöðva Andy Thom, Crystal Palace.
KNATTSPYRNA / SPANN
Meistaraheppni
með Barceiona
Sannkölluð meistaraheppni var
með Barcelona gegn Atlétícó
Madríd í spænsku deildinni um
helgina. Atlétícó komst í 2:0 eftir
stundarfjórðung og tveggja stafa
tal virtist liggja í loftinu, en Barce-
lona fór í gang síðustu 20 mínúturn-
ar og náði að jafna. Jöfnunarmark-
ið skrifast samt alfarið á Abel Res-
ino, sem hélt hreinu í samfleytt
1.275 mínútur í fyrra. Hann var
kæruleysið uppmálað, þegar hann
ætlaði að stöðva sendingu aftur
með fætinum, en boltinn fór af
honum og til Jose Bakero, sem
þakkaði fyrir sig og jafnaði 10 mín-
útum fyrir leikslok.
Heimamenn léku vel, einkum í
fyrri hálfleik, og Carlos Aguilera
var ógnandi á hægri kanti. Hann
lagði upp fyrra markið, en Toni
Munoz átti heiðurinn að því seinna.
Fyrirliðinn Paulo Futre var ekki
með, tók út leikbann, og virtist það
ekki koma að sök.
Barcelona átti fyrst skot að
marki mótheijanna á 61. mínútu
og vaknaði til lífsins skömmu síðar.
Meistararnir, sem söknuðu Danans
Michaels Laudrups, náðu þá undir-
tökunum á miðjunni og kræktu í
dýrmætt stig.
Luis Aragones, þjálfari heima-
manna, var að vonum óánægður
með úrslitin. „Við gerðum allt, sem
hægt er að gera, lékum vel og sköp-
uðum færi, en vorum sjálfum okkur
verstir.“
Real Madríd mátti sætta sig við
1:0 tap gegn Logrones, en það var
Austurríkismaðurinn Antoni Polst-
er, sem gerði eina mark leiksins.
„Við erum enn með í baráttunni
um titilinn," sagði Leo Beenhakker,
þjálfari Real, „en ekki er stöðugleik-
anum fyrir að fara í leik okkar.“
MANCHESTER United gefur
hvergi eftir i baráttunni um
enska meistaratitilinn. Liðið
þurfti samt einnig á meistara-
heppni að halda á Bramall
Lane, þar sem tvö ódýr mörk
tryggðu liðinu 2:1 sigur gegn
Sheffield United. Manchester
ertveimur stigum á eftir Leeds,
sem vann Wimbledon 5:1, en á
þrjá leiki til góða og fyrsti
meistaratitillinn í 25 ár er í
augsýn.
Manchester United var marki
undir í hálfleik, en liðið nýtti
sér mistök mótheijanna og fagnaði
öðrum sigrinum í
Frá síðustu sex leikjum
Bob — hefur ekki tapað
Hennessy { s;ðUstu níu leikjum
i Englandi 0g er 4 góðri leið að
settu marki.
„Þegar allt kemur til alls þá átt-
um við skilið að sigra,“ sagði Alex
Ferguson. „Við sýndum stöðug-
leika, öryggi og biðlund og ef við
höldum áfram á sömu braut eigum
við mikla möguleika á meistaratitl-
inum. Sjálfstraustið er aftur til
staðar hjá félaginu, við gáfum allt,
sem við gátum í leikinn og stuðn-
ingsmennirnir voru óborganlegir.“
United hefur gengið illa að skora
og aðeins gert 15 mörk í síðustu
14 leikjum. „Fyrir bragðið höfum
við gert of mörg jafntefli. En mörk-
in koma í bylgjum og ég sá gegn
Middlesborough í bikarnum að við
erum að bijótast út úr hringnum,"
sagði Ferguson.
Lee Chapman var með þrennu
fyrir Leeds í 5:1 sigrinum gegn
Wimbledon. Þetta var þriðji sigur
Leeds í síðustu sjö leikjum.
Tottenham tapaði 12. heima-
leiknum á tímabilinu, nú 2:0 fyrir
Sheffield Wednesday, og er liðið í
18. sæti, aðeins fimm stigum frá
fallsæti.
Stuðningsmenn Spurs púuðu á
liðið og heimtuðu að Peter Shreéves
yrði rekinn. „Ég heyrði í þeim, en
þetta er hluti af leiknum. Þegar við
skorum ekki er mér kennt um.“
En Spurs fékk gullin tækifæri
til að gera út um leikinn í fyrri
hálfleik og geta Paul Allen og sér-
staklega Gordon Durie kennt sér
um hvernig fór.
Andy Townsend, fyrirliði
Chelsea, og Clive Allen, sem kom
inná sem varamaður, fengu að sjá
rauða spjaldið í 1:0 tapleik heima
gegn Coventry. „Reglur eru reglur
og sennilega hafði dómarinn rétt
fyrir sér,“ sagði Ian Porterfield um
brottrekstrana.
Nottingham Forest sigraði öðru
sinni í síðustu átta leikjum, vann
Norwich 2:0 og þokast fjær hættu-
svæðinu. Þetta var fyrsti sigur For-
est í deildinni í þijá mánuði.
Crystal Palace, sem sigraði á
Anfield fyrr á tímabilinu, endurtók
leikinn og vann Liverpool 1:0 heima.
Eric Young nýtti sér mistök Bruce
Grobbelaars og annar sigur Palace
í 15 leikjum var staðreynd.
„Það eru ekki mörg lið, sem sigra
Liverpool í báðum leikjunum,“ sagði
Steve Coppell. „En ég er aðdáandi
Liverpool og vona að enginn leik-
manna liðsins hafi meiðst, því ég
vil sjá liðið ganga frá ítölunum í
Evrópukeppninni á miðvikudag-
inn.“
Aston Villa virðist hvorki geta
skorað né sigrað, en liðið hefur
gert eitt mark síðustu 15 klukku-
stundirnar í deildinni. Villa tapaði
1:0 heima fyrir QPR og geta gest-
irnir þakkað tékkneska markverðin-
um Jan Stejskal fyrir stigin, en han
varði mjög vel. QPR hefur reyndar
leikið vel að undanfömu og aðein
stapað einum af síðustu 17 leikjum
í deild og bikar. „Ég er ekki vanur
að vera í skýjunum, en ég vona
bara að ég fái ekki blóðnasir,“ sagði
Gerry Francis og lofaði menn sína
í hástert.
Arsenal, sem hefur verið á góðri
ferð og leikið sjö leiki í röð án taps,
vann West Ham 2:0 og virðist
West Ham dæmt til að falla. Ian
Wright skoraði fyrir Arsenal „og
ég held að þetta hafi veið besti leik-
ur hans með Arsenal," sagði George
Graham.
„Þetta var búið hjá okkur eftir
seinna markið," sagði Billy Bonds,
en látið var að því liggja að ef
Bond ætti að bjarga liðinu yrði það
að vera hinn eini og sanni 007!
ÍÞRÚmR
Þúsundasti sigur Juve
FJÖGUR stig skilja enn að efstu
lið ítölsku 1. deildarinnar í
knattspyrnu, AC Milan og Ju-
ventus. Það ástand hefur varað
í einn mánuð og ekkert virðist
geta komnið í veg fyrir að þessi
tvö yf irburðalið haldi áf ram að
stinga önnur lið af í kapphlaup-
inu um meistaratitilinn.
Milan, sem fékk Bari í heimsókn,
lék vægast sagt illa en engu
að síður vann liðið öruggan sigur, 2:0.
Fyrir leikinn var búið
Luca Testoni að vara við Bari sem
ogBirgir nú er á mikilli sigl-
Breiðdal ingu, með Englend-
skrifa inginn Platt og verð-
andi leikmann AC Milan, Króatann
Boban, fremsta í flokki. Engu að síður
varð 2:0 sigur staðreynd og voru
mörkin sérlega glæsileg. Það fyrra
gerði Marco Simone á 37. mín. með
viðstöðulausu skoti — hálfgerðri hjól-
hestaspymu — eftir fyrirgjöf Hollend-
ingsins Riijkard. Landi hans, marka-
kóngurinn Van Basten, gerði seinna
markið á 70. mín. beint úr auka-
spyrnu. Það var 21. mark hans í vetur
og 100. markið hans í ítölsku deildinni.
Þjálfari Milan, Fabio Capello, heldur
áfram að predika yfir mönnum sínum
og biður þá að halda einbeitingunni
og spila af varkámi. „Meiðsli eru það
eins sem ég hræðist," sagði hann.
Juventus gefur ekkert eftir, liðið
verður æ meir sannfærandi og sigur-
inn á Cremonese var 1.000 sigur í
deildarleik í sögu félagsins. Brasilíu-
maðurinn Julio Cesar gerði fyrra
markið beint úr aukaspymu, með
stórglæsilegu skoti af rúmlega 30 m
færi. Roberto Baggio innsiglaði svo
sigurinn með marki eftir skyndisókn
á síðustu sekúndunum.
Innbyrðisleikir Genúa-liðanna
tveggja, Sampdoria og Genúa, hafa
alltaf verið mjög fjörugir og engin
undantekning varð þar á nú. Gianluca
Vialli hjá Sampdoria sagði fyrir leik-
inn: „Að skora í nágrannaslag er jafn
yndislegt og gott kynlíf." Hann náði
reyndar ekki að skora að þessu sinni,
en leiknum lauk með jafntefli, 2:2.
Leikurinn einkenndist af hröðum
sóknarleik, en Genúa hafði ávallt yfir-
höndina. Fyrsta markið gerði Signor-
ini á 3. mín. en Katanec jafnaði á
þeirri 14. Bortolazzi kom Genúa aftur
yfir á 17. mín. og Sampdoria jafnaði
aftur á 41. mín. er Mancini skoraði.
Óvæntustu úrslit dagsins urðu í
Flórens: botnlið Ascoli vann annan
sigur sinn í röð, nú 2:1 gegn Fiorent-
ina, en heimaliðið — sem lék án fram-
heijans Batistuta — var vægast sagt
óheppið, átti m.a. þrívegis skot í mark-
stangir gestanna.
Jafntefli varð í viðureign Napoli og
Inter. Heimamenn vom mjög góðir í
fyrri hálfleik og átti Zenga þá stórleik
í marki Inter. Hann gat þó ekki stöðv-
að þrumuskot Zola af löngu færi. í
seinni hálfleik náði Desideri svo að
jafna og strax eftir markið hljóp hann
að þjálfara sínum, Spánveijanum Luis
Suarez, og sagði: „Þetta gerði ég fyr-
ir þig, hálfvití." Astæðan mun vera
sú að hann hefur leikið lítið undanfar-
ið! _______________________
■ Úrsllt / B6
■ Staöan / B6
FOLK
■ JEAN-Pierre Papin kom Mar-
seille í 3. umferð frönsku bikarkeppn-
innar, gerði bæði mörkin í 2:1 sigri
gegn Istres á laugardaginn.
■ JOEL Bats, markvörður PSG,
fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að
mótmæla vítaspymudómi og Nancy,
sem er neðst í 1. deild, vann 3:2.
■ DENNIS Bergkamp gerði þijú
mörk, þegar Ajax vann FC Twente
7:0 í hollensku deildinni, og er kominn
með 22 mörk.
■ FEYENOORD tapaði fyrsta
leiknum á heimavelli á tfmabilinu, 1:0
gegn Maastricht.
■ PSV er á góðri leið með að sigra
í hollensku deildinni í sjötta sinn á sjö
ámm. Liðið, sem hefur aðeins tapað
einum leik á tfmabilinu, er með fjög-
urra stiga forystu, þegar sex umferðir
era eftir
■ SKÖMMU áður en leikur Espan-
ol og Cadiz hófst f 1. deild spænsku
knattspymunnar á sunnudaginn, var
flugeldi skotið þvert yfir völlinn. 14
ára strákur fékk hann í hálsinn.
Drengurinn var þegar fluttur á sjúkra-
hús, þar sem hann lést skömmu síðar.
Tveir piltar vom handteknir gmnaðir
um verknaðinn.