Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Mmt
FOLK
■ RÖGNVALDUR Ólafsson var
endurkjörinn formaður Glímusam-
bands Islands á ársþingi sam-
bandsins um síðustu helgi, en Ás-
geir Víglundsson var einnig í
framboði ti! formanns. Endurkjörn-
ir í stjórn voru: Hjálmur Sigurðs-
son og Jón M. ívarsson. Nýir
menn í stjórn voru kjörnir Árni S.
Unnsteinsson og Jóhannes Jónas-
son. Velta sambandsins á síðasta
starfsári var um 6 milljónir króna.
Rekstrarhalli var um 200 þúsund
krónur og eru heildarskuldir nú 2
milljónir króna.
■ DANÍEL Jakobsson, skíða-
göngumaðurinn ungi frá ísafirði,
tekur þátt í heimsmeistaramóti
unglinga sem fram fer í Voukatti
i Finnlandi og hefst á morgun,
miðvikudag. Daníel keppir í 10 og
30 km göngu. Þetta er í fyrsta sinn
sem Islendingur tekur þátt í HM
unglinga í skíðagöngu.
■ ■ LIU Jun frá Kina sigraði í ein-
liðaleik karla á All England mótinu
í badminton, sem lauk um helgina.
Hann bar sigurorð af landa sinum,
heimsmeistaranum Zhao Jianhua,
15:13, 15:13. Kínveijar voru einnig
í úrslitum einliðaleiks kvenna; þar
hafði Tang Jiuhong betur í viður-
eign við Bang Soohyun, 9:12,
12:10, 11:1.
B LIU Jun færðist upp um 13
sæti, í annað sætið, á stigalista
Grand-Prix móta vetrarins. Hann
er hins vegar 11. á heimslistanum.
■ FORSETI alþjóða Ólympíu-
nefndarinnar, Spánveijinn Juan
Antonio Samaranch, lýsti því yfir
í gær að hann hefði áhuga á að
hlaupa spöl með Ólympíueldinn, á
leiðinni til Barcelona, þar sem
Ólympíuleikamir verða haldnir í
sumar. Yfir 9.000 manns munu
bera kyndilinn, eftir að hann kemur
til Spánar.
■ RUUD Gullit, hollenski lands-
liðsmaðurinn í knattspymu hjá ít-
alska félaginu AC Milan, gæti þurft
í enn einn uppskurðinn. Hann kvart-
aði um eymsli í „góða“ hnénu —
því vinstra — eftir leik helgarinnar,
en Gullit var frá keppni nær allt
keppnistímabilið 1989-90 vegna
uppskurða á því hægra.
■ ALAIN Prost, franski ökuþór-
inn kunni og fyrmm heimsmeistari
í Formula-1 kappakstri, sagðist í
viðtali við franska íþróttadagblaðið
L’Equipe í gær reikna með að taka
þátt í heimsmeistarakeppninni aftur
á næsta ári. Hann var rekinn frá
Ferrari í fyrra, en hefur átt í viðræð-
um við Guy Ligier, eigenda Ligier-
keppnisliðsins. Ekki hefur samist,
þar sem Ligier hefur ekki tekist að
afla nægilegs fjármagns. Prost
reiknaði með að taka sér frí þetta
árð, og koma svo endurnærður til
leiks 1993.
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik heldur í dag til Aust-
urríkis, þar sem B-keppnin
hefst á f immtudaginn. Þá
mæta íslendingar liði Hollend-
inga. Á laugardag verður leikið
gegn Belgum og síðan gegn
Norðmönnum á sunnudag.
orbergur Aðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari, sagði í samtali við
Morgunblaðið að keppnin legðist
vel í sig. „Ég tel að við eigum raun-
hæfa möguleika á að komast í A-
keppnina. Strákarnir hafa hvílt sig
í þijá daga og eru vel stefndir fyrir
átökin. Við vanmetum ekki mót-
heija okkar en eigum að vinna
Holland og Belgíu nokkuð örugg-
lega. Annars tökum við einn leik
fyrir í einu og nú eru það Ho lend-
ingar. Ég sá tvo leiki með hollenska
landsliðinu í vetur og veit á heiju
við eigum von,“ sagði Þorbergur.
Þjálfarinn sagði að Júlíus Jónas-
son hafi farið til Spánar í gær til
að spila bikarleikinn með Bidasoa
gegn Teka á morgun. Ef Bidasoa
tapar kemur Júlíus til Austurríkis
á fimmtudag og spilar gegn Belgum
á laugardaginn. Ef Bidasoa tæki
upp á því að vinna Teka yrði Júlíus
að vera áfram á Spáni og þá tæki
Alfreð Gíslason stöðu hans í lands-
liðinu og myndi leika gegn Norð-
mönnum á sunnudag.
íslenska liðið flýgur til Vínar-
borgar í dag með millilendingu í
Amsterdam. Frá Vín verður ekið í
rútu til Linz, þar sem íslenska liðið
spilar í riðlakeppninni ásamt Hol-
lendingum, Belgum og Norðmönn-
um. Þijár efstu þjóðirnar fara síðan
í milliriðil sem spilaður verður í
Innsbruck.
Myndin hér fyrir ofan var tekin
Morgunblaðið/Sverrir
í gær, á síðustu landsliðsæfingunni
hérlendis fyrir keppnina. Fremsta
röð frá vinstri: Sigurður Sveinsson,
Geir Sveinsson og Valdimar Gríms-
son. Miðröð frá vinstri: Konráð
Olavson, Gunnar Andrésson, Bjarki
Sigurðsson, Guðmundur Hrafnkels-
son, Kristján Arason. Aftasta röð
frá vinstri: Sigurður Bjarnason,
Gunnar Gunnarsson, Einar Gunnar
Sigurðsson, Sigmar Þröstur Ósk-
arsson, Bergsveinn Bergsveinsson,
Héðinn Gilsson, Birgir Sigurðsson
og Þorbergur Aðalsteinsson þjálf-
ari.
Landsliðið utan í dag
KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND
EyjóKúr hetja Stuttgart
„SIGURINN var mjög ánægju-
legur og það var ekki verra að
skora sigurmarkið," sagði Ey-
jólfur Sverrisson, sem tryggði
Stuttgart 1:0 sigur gegn Köln
í þýsku úrvalsdeildinni á laug-
ardaginn. Þetta var fjórða mark
Eyjólfs á þessu keppnistímabili
og það fyrsta ífjóra mánuði.
tuttgart er áfram með í barátt-
unni um þýska meistaratitil-
inn. Eyjólfur skoraði sigurmarkið
þegar 5 mín. voru eftir. Hann fékk
sendingu inní vítateiginn frá Buch-
wald og skoraði með lúmsku skoti
úr þröngu færi í vinstra markhom-
ið. Stuttgart er tveimur stigum á
eftir Dortmund, sem vann meistara
Kaiserslautern 3:1, og með jafn-
mörg stig og Frankfurt, sem vann
Niimberg með sömu markatölu.
„Með sigrinum á Köln erum við
svo til öruggir með Evrópusæti.
Nú heimta forráðamenn félagsins
og þjálfarinn meistaratitilinn. Það
hefur verið góður stigandi í leik liðs-
ins í síðustu leikjum og þetta var
fímmti sigurleikurinn í röð. Við eig-
um allgóða möguleika á titlinum
eins og er, en það er mikið eftir
enn,“ sagði Eyjólfur.
_ Þó talið sé að Dortmund og
Frankfurt séu með betri lið, er
Stuttgart sýnd veiði en ekki gefin.
Christoph Daum þjálfari vildi fara
með liðið í æfingabúðir út tímabilið,
en það mæltist illa fyrir og sagðist
hann þá stefna að því að hafa liðið
alla vega saman í tvo daga fyrir
hvem leik í staðinn fyrir einn dag
eins og hingað til.
Erich Ribbeck stjómaði Bayem
Miinchen í fyrsta sinn og liðið vann
HSV 2:0, þrátt fyrir að vera síst
betra enda léku leikmennimir jafn-
illa og að undanfömu. Tvö mörk
voru dæmd af HSV vegna rang-
stöðu og voru gestirnir ekki sam-
mála, en heimamenn skomðu síðan
á síðustu mínútunum.
Dortmund hefur nú leikið 17 leiki
í röð án taps og hafa leikmennirnir
sennilega aldrei leikið betur. Þar
hefur mikið að segja að lykilmenn
eru jafnframt að keppa um lands-
liðsstöður vegna EM og kemur það
liðinu til góða.
Mynd: Bild Zeitung
Eyjólfur, í ljósum búningi á móts við stöngina, gerir sigurmarkið gegn Köln
á laugardaginn. Hann fékk sendingu inn í teig, snéri sér snöggt við og sendi
knöttinn í fjærhornið, framhjá Bodo Ilgner, landsliðsmarkverði Þjóðveija.
GETRAUNIR: 2 2 1 X t 1 1 2 2 2 2 X 2 LOTTO: 16 25 29 30 32 (7)