Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.03.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 B 5 Morgunblaðið/Theodór ðsstjóri, Bjarki Þorsteinsson, Birgir Mikaels- Morgunblaðið/Theodór ríms, þegar ljóst var að sætið í deildinni var fnsdóttur, formanni körfuknattleiksdeildarinn- flugferð SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN Fyrsti sigur Aamodt Paul Accola sigraði í heimsbikarnum samanlagt og í risasviginu KJETIL Andre Aamodt frá Nor- egi sigraði í síðasta mótinu í risasvigi íheimsbikarkeppninni sem fram fór í Aspen í Banda- ríkjunum um helgina og var þetta fyrsti sigur hans í heims- bikarnum. Paul Accola frá Sviss varð þriðji og dugði það honum til að verða stigahæstur í risasviginu. Aamodt, sem sigraði í risasvig- inu á Ólympíuleikunum, var að vonum ánægður með fyrsta sig- ur sinn í heimsbikarnum. Hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús fyrir keppnistímabilið vegna veik- inda og því var ekki búist við miklu af honum í vetur. „Þegar ég lá á sjúkrahúsinu fyr- ir keppnistímabilið hugsaði ég að- eins um að geta lifað eðlilegu lífi á nýjan leik, og bjóst ekki við því að geta keppt mikið á skíðum,“ sagði Aamodt eftir sigurinn. Brautinn var geysilega erfið og margir þekktir skíðamenn féllu úr keppni. Aamodt var nærri dottinn í tvígang, en tókst að standa alla leiðina í mark. „Ég skil ekki hvern- ig ég fór að því að standa niður brautina. Tvisvar var ég nærri dott- inn en mér tókst einhvern vegin að koma mér í gegnum hliðin,“ sagði hinn tvítugi Norðmaður alsæll. Marc Girardelli var meðal þeirra sem féllu úr keppni, en hann hafði vonast eftir góðum úrslitum til að sigra Accola í heildarkeppni risa- svigsins og komast nær Alberto Norðmaðurinn Kjetil Andre Aamodt fagnar sigri í risasvigi. Gunther Mader frá Austurríki (til vinstri) varð annar og Paul Accola frá Sviss þriðji. Accola sigraði í stigakeppni risasvigsins. Tomba, sem er í öðru sæti í heildar- stigakeppni vetrarins. Það tókst i ekki því hann féll úr keppni í sama hliði og Aamodt var nærri dottinn í. Accola fór brautina af öryggi, að því er virtist. „Ég tók enga áhættu. Ég varð að fá góðan tíma til að halda mínu og því ætlaði ég að fara brautina af öryggi og vand-1 aði mig því mikið. Það munaði samt ekki nema hársbreidd að ég færi á hausinn nokkrum sinnum. Þetta var mjög erfið braut,“ sagði hann. Góður endir hjá Mahrer Daniel Mahrer frá Sviss hefur verið iðinn við kolann síðan á Ólympíuleikunum. Um helgina sigr- aði hann í síðasta brunmóti heims- bikarsins og tryggði sér þar með annað sætið í stigakeppninni. Með sigrinum kórónaði Mahrer tímabilið hjá sér, en síðan Ólympíuleikarnir voru í Frakklandi hafa verið þijú brunmót. Mahrer hefur tvívegis far- ið með sigur af hólmi og einu sinni varð hann að sætta sig við annað sætið. Franz Heimer frá Sviss, sem hafði tryggt sér sigur í brunkeppn- inni, varð í sjötta sæti um helgina. A.J. Kitt frá Bandaríkjunum tryggði sér þriðja sætið með því að ná áttunda sæti um helgina. ISHOKKI Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skautafélag Akureyrar varð á laugardaginn fyrsti íslandsmeistarinn í íshokkí. Sigurlið SA var skipað eftirtöldum, aftari röð frá vinstri: Benedikt Sigurgeirsson, Pekka Santanen, þjálfari, Magnús -Finnsson, þjálfari, Baldur Gunnlaugs- son, Garðar Jónasson, Sigurgeir Haraldsson, Haukur Hallgrímssonj Heiðar Gestur Smárason, Sigurður Sveinn Sigurðs- son, Héðinn Björnsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Björnsson, Ágúst Ásgrímsson, Heiðar Ingi Ágústsson, Sigurgeir Soöbek, Birgir Júlíusson, Jónas Björnsson, Einar Gunnarsson og Ágúst Ásgrímsson. Með liðinu í vetur léku einnig: Sigurbjörn Þorgeirsson, Birgir Ágústsson, Lýður Ólafsson, Davíð Bjömsson, Jón Björns- son, Atli Ólafsson og Bergþór Ásgrímsson. Akureyringar unnu fyrsta meistaratKilinn Skautafélag Akureyrar tryggði sér sigur á fyrsta íslandsmót- inu í íshokkí með því að vinna bæði Skautafélag Reykjavíkur á skauta- svellinu í Laugardal á laugardaginn. SA vann Björnin á föstudags- kvöld 10:1 og síðan Skautafélag Reykjavíkur á laugardag, 7:0. Ein- um leik er ólokið í Bauer-deildinni, leik Bjarnarins og SR, en hann breytir engu um úrslit mótsins. Ákureyringar voru mun betri eins og lokatöluvnar gefa til kynna.- Þeir gerðu tvö mörk í fyrsta leik- hluta og bættu síðan við fjórum í öðrum leikhluta og sjöunda markið kom rétt fyrir leikslok. Ágúst Ás- grímsson gerði 3 marka SA og þeir Sigui’geir Haraldsson, Garðar Jón- asson, Héðinn Björnsson og Baldur Gunnlaugsson gerðu sitt markið hver. „Okkur líður mjög vel eftir sigur- inn. Þetta er árangur sem að var stefnt,“ sagði Magnús Finnsson, þjálfari SA. „Við teljum að við séum vel að titlinum komnir. Við teljum okkur hafa ákveðið forskot á liðin í Reykjavík. Við erum með stráka sem hafa verið á skautum frá fimm ára aldri og hafa því meiri skauta- tækni en Reykvíkingarnir,“ sagði þjálfarinn. SA hlaut 14 stig úr 8 leikjum, SR er í öðru sæti með 10 stig eftir 7 leiki og Björninn hefur ekki hlot- ið stig. Markahæsti leikmaður mótsins var Heiðar Ingi Ágústsson, SA. Kronberger stendur vel aðvígi PETRA Kron- berger f rá Austurríki stendur vel að vígi í keppninni samanlagt. Carole Merle f rá Frakklandi ersúeina sem getur hugsanlega náð henni að stigum þeg- ar aðeins tvö heimsbikar- mót eru eftir. Kronberger Kronberger varð að taka á honum stóra sínum til að vinna í bruninu á laugardaginn. Það gekk allt á afturfótunum hjá henni á æfingum fyrir keppnina. „Ég sagði við sjálfa mig að ég hlyti að geta betur, og það tókst,“ sagði Kronberger eftir sigurinn. Með sigrinum færist hún nær þriðja sigri sínum í röð í heims- bikarkeppninni. Hún hefur 194 stiga forskot á Merle og tvö mót eftir, svig _og stórsvig um næstu helgi. „Ég þarf að fá nokkur stig til viðbótar til að tryggja mér sigur,“ sagði Kronberger. „Ég á að geta það - og ég ætla að gera það,“ bætti hún við. Merle var ánægð með annað sætið í bruninu. „Þetta var gott hjá mér því ég er langt á eftir í bruninu. Ég er mjög ánægð ef ég kemst á pall þar,“ sagði hún. í risasviginu sigraði hún hins vegar og þar varð Kronber- ger að sætta sig við tólfta sætið. ■ ÚrsHt V B6 I ! : í -■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.