Morgunblaðið - 19.03.1992, Page 1
FLUG: Viðunandi afkoma Flugleiða miðað við aðstæður í rekstri /4
ÁRSREIKNINGAR: Hvað er sjóðstreymi? /8-9
JMróttttnHafcife
vmsHPn AiviNNUiir
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 BLAÐ B
Iðnaður
Saltverksmiðjan á
Reykjanesi gangsett á ný
Áformað að auka hlutafé fyrirtækisins um 160 milljónir
Saltverksmiðjan á Reykjanesi var gangsett á ný um sl. helgi eftir
endurskipulagningu og umfangsmiklar breytingar. Reiknað er með
að fyrsta framleiðslan verði sett á markað hérlendis í apríl eða maí
nk. Fyrirtækið bindur nú einna mestar vonir við framleiðslu á heilsu-
salti sem sett verður á markað á þessu ári.
íslenska saltfélagið, sem rekur
verksmiðjuna, er að fullu í eigu
danska fyrirtækisins Saga Food
Ingredients (SFI). Danskir aðilar
eiga 85% af fyrirtækinu og þar af
eiga 4 af stærstu lífeyrissjóðunum
í Danmörku 50% hlutafjár. Þrír ís-
lenskir aðilar, Burðarás, Iðnlána-
sjóður og Þróunarfélagið eiga sam-
tals 15% hlutafjár.
Að sögn Ingólfs Kristjánssonar,
verksmiðjustjóra hjá íslenska salt-
félaginu, er það mat dönsku lífeyris-
sjóðanna að ekki sé um áhættufjár-
festingu að ræða þar sem fyrirtæk-
ið sé með óriftanlegan sölusamning
við stærsta saltframleiðanda heims
til næstu átta ára.
Aformað er að auka hlutafé Is-
lenska saltfélagsins úr um 320
Kjörtímabil manna í aðalstjórn
Flugleiða er jafnan tvö ár þannig
að aðeins er kosið um helming
stjórnarinnar árlega. Að þessu sinni
á að kjósa um sæti Halldórs H. Jóns-
sonar, Indriða Pálssonar, Ólafs
Johnson og Grétars Kristjánssonar.
Sjálfkrafa sitja áfram í stjórninni
Hörður Sigurgestsson, Páll Þor-
steinsson, Kristjana Milla Thor-
milljónum íslenskra króna í um 480
milljónir sem er 50% aukning. Að
sögn Wilmar F. Fredriksen, fram-
kvæmdastjóra íslenska saltfélags-
ins, verður endanleg ákvörðun um
hlutafjáraukninguna tekin innan
næstu 6 mánaða.
Endurskipulagning og um-
fangsmiklar breytingar hafa ver-
ið á verksmiðjunni á Reykjanesi
frá ágústmánuði á sl. ári til að
auka afkastagetuna og hefja fram-
leiðslu á heilsusalti.
Sjá nánar á bls. 6.
steinsson, Árni Vilhjálmsson og
Benedikt Sveinsson.
Halldór Þór Halldórsson hefur
setið í varastjórn og er búist við að
tillaga verði gerð um Jón Ingvarsson
í hans stað. Auk Halldórs hafa setið
í varastjórn þeir Jóhann J. Ólafsson
og Björn Theodórsson og er reiknað
með að þeir gefi kost á sér til endur-
kjörs.
Aðalfundur
Mannabreytingar í
sijórn Flugleiða
Á aðalfundi Flugleiða í dag verður kosið um fjóra stjórnarmenn í
aðalstjórn félagsins, þ.á.m. sæti Halldórs H. Jónssonar sem lést fyrir
skömmu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er búist við að
gerð verði tillaga um son Halldórs, Halldór Þór Halldórsson, í stjórnar-
líjörinu og að hinir þrír sljórnarmennirnir gefi kost á sér til endurkjörs.
STÆRSTU HLUTHAFAR
FLUGLEIÐA
g V ' |
m '' ii
þús. kr.
1. Burðaráshf 636.177 ’92
’91[
2. Lífeyrissj. versl.manna 114.183
34.2% I
3. Sjóvá-Almennar hf.
16,1%
I 16.6%
109.983 B! 5,9%
r~~i5.9.%
4. Hlutabréfasjóðurinn hf. 40.510 R2,2%
□2,1%
5. Db. Alfreðs Elíassonar 33.241 |: i,8%
□ 1,8%
6. Grétar Br. Kristjánsson 28.800 |1A%
7. Anna Kristjánsdóttif 28.600 |t,5%
Ql,5%
8. Lífeyrissj. Austurlands 24.140 |Í1,3%
21.914 1;1,2%
9. VÍB-Sjóður 4
10. Vaxtarsjóður VÍB
11. Sigurður Helgason
12. Hlutabréfasjóður VÍB
13. Björn Theódórsson 14.583 |o,8%
14. Magnús Þorgeirsson hf. 14.387
15. Lífeyrissj. Vestfjarða
16.967 00,9%
Q 1.0%
15.324 00,8%
Qo,8%
14.866 §0,8%
Q0,8%
13.640 0 0,7%
Heildarhlutafó
er 1,869.565
1G. Lífeyrissi. Vesturiands 13.640 lo,7% Þús.kr.
ö 0,7%
LITLAR breytingar hafa orðið meðal stærstu hiuthafa Flugleiða frá
síðasta aðalfundi. Htutur tífeyrissjóðs verslunarmanna hefur
minnkað iítillega frá síðasta ári eri aftur á móti hefur Lffeyrissjöður
Austurlands aukið viö sinri hiut. Færisi sá síðamefndi úr fjórtánda
sæti í þaó áttunda. Athygli vekur hversu lífeyrissjóðir og verð-
bréfasjóðir em orðnir öflugir í hluthafahópi Flugleiða.
.
SAGA
BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga
Business Class lækkarðu
ferðakostnað til muna með
því að eiga kost á heimferð strax og þú
hefur lokið viðskiptaerindum þínum.
CLASS
Hagsýnir kaupsýslumenn velja
alltaf Saga Business.Class
Mundu einnig að eitt og sama fargjald með
Saga Business Class getur gilt á milli margra
áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo
ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er
tekist á við verkefni sem bíða þín heima.
FLUGLEIÐIR