Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
B 15
IÐNAÐUR — Búist er samdrætti í bílaframleiðslu í Evrópu á
þessu ári og reiknað er með að allt að 800.000 færri bílar frá Vestur-
Evrópu seljist.
Bílar
Evrópskir framleið-
endur búa sig undir
aukna samkeppni
Búist er við, að á þessu ári seljist 800.000 færri bílar í Vestur-Evr-
ópu en í fyrra og aðallega vegna minni sölu í Þýskalandi. Útlitið
fyrir næsta ár er hins vegar talið gott en vegna aukinnar sam-
keppni við Japani er talið óhjákvæmilegt, að evrópsku bílasmiðjurn-
ar skeri niður kostnaðinn og fækki starfsmönnum.
Sameining Þýskalands olli því,
að bílasalan jókst þar í fyrra um
nærri 30% og átti meginþátt í
metbifreiðasölu í Evrópu eða 13,5
milljónir bíla. Nú er gert ráð fyrir,
að bílasalan í Þýskalandi minnki
um 20% og verði þá í Evrópu á
bilinu 12,7-13 milljónir. í Frakk-
landi og á Spáni var salan frekar
slök á síðasta ári en því er spáð,
að hún taki vel við sér nú og jafn-
vel í Bretland síðar á árinu þrátt
fyrir efnahagssamdráttinn þar.
Horfumar eru sem sagt nokkuð
góðar en evrópski bílaiðnaðurinn
verður samt að taka sig taki hvað
varðar tilkostnaðinn. Um næstu
áramót falla burt fyrstu hömlurnar
á sölu japanskra bíla og þá eykst
samkeppnin um allan helming.
Brennur þetta ekki síst á Þjóðveij-
um vegna þess, að í Þýskalandi
eru laun hærri en annars staðar í
Evrópu og vegna samninga við
verkalýðsfélögin og landslaga er
ekki hlaupið að því að segja upp
fólki. Af þessum sökum er áætlað,
að kostnaðurinn við hvern bíl eða
hveija einingu sé 20-30% hærri en
almennt annars staðar í Evrópu.
í Þýskalandi er þetta starf þó
hafið og BMW, Bayerische Motor-
en Werke AG, boðaði í febrúar,
að 3.000 manns yrði sagt upp.
Daimler-Benz AG er með það sama
á pijónunum og Ford of Europe í
Bretlandi hefur fækkað um 2.100
starfsmenn. í Vauxhall-verksmiðj-
Fjármagn til
framkvæmda
SUDURLANDSBR. 22
108 REYKJAVÍK
SÍMI 689050 - FAX 812929
um General Motors hefur einnig
komið til uppsagna og þær byijuðu
þegar á síðasta ári hjá Fiat á Ítalíu.
SKJALASKÁPAR
H0VIK*
SKÚFFUSKÁPAR
2JA, 3JA OG 4RA SKÚFFU
TEIKNINGASKÁPAR
SKÁPAR MEÐ RENNIHURÐUM,
VÆNGJAHURÐUM, TVÖFALDIR
SKÚFFUSKÁPAR O.FL.
HF.0FNASMI6JAN
HÁTEIGSVEGl 7, S: 21220
ÁRMÚLA 13A
Samgöngur
Alþjóðleg skráning
á sænskum skipum
Reuter.
Sænska stjórnin hefur lagt til, að tekin verði upp alþjóðleg kaup-
skipaskráning í landinu en ineð henni verður leyfilegt að ráða lágt
launaða útlendinga til starfa á skipunum. Eru talsmenn útgerðarfé-
Iaganna mjög ánægðir með þessa fyrirætlan en sjómannafélögin
hafa gagnrýnt hana harðlega.
Sænska samgönguráðuneytið
kynnti tillöguna síðastliðinn mánu-
dag en í henni felst, að aðeins
verða gerðar kröfur til, að skip-
stjóri og yfirvélstjóri verði sænskir
borgarar. Reglur um aðra skip-
veija verða þær sömu og gilda á
skipum, sem sigla undir hentifána.
„Þetta er rýtingsstunga í bakið
á fimm eða sex þúsund sænskum
sjómönnum,“ sagði Böije Persson,
varaformaður Sjöfolksförbundet,
helstu farmannasamtakanna í Sví-
þjóð. Sagði hann, að tilgangurinn
með þessari skipan væri augljós,
að reka sænsku sjómennina í land
til að unnt væri að ráða ódýrt
vinnuafl í þeirra stað.
Samtök sænsku kaupskipaút-
gerðanna, Sveriges Redarefören-
ing, hafa aftur á móti fagnað til-
lögunni og segja, að hún muni stór-
bæta samkeppnisaðstöðuna. Talið
er, að alþjóðlega skráningin muni
ná til um 250 sænskra kaupskipa
en hún gildir ekki gagnvart far-
þegaskipum og feijum.
I tillögu samgönguráðuneytisins
er einnig reynt að koma til móts
við sjómenn með sama hætti og
gert var í Danmörku, það er að
segja, að útgerðinni er heitið veru-
legum skattafslætti gegn því að
hafa sænska sjómenn áfram á
skipunum. Talsmenn sjómanna-
samtakanna segjast þó ekki hafa
neina trú á, að útgerðin muni taka
þann kostinn, heldur muni hún
setja þá í land og ráða til sín áhafn-
ir frá þriðjaheimslöndum fyrir
smánarlaun.
„Hér er í raun verið að lögleyfa
kynþáttamisrétti og við munum
beijast gegn því með öllum tiltæk-
um ráðum,“ sagði Persson.
TELEFAXPAPPÍR
Gæðapappír frá
Technorand
ÁRVÍK
ARMÚU 1 • REYKJAVlK • SlMI 687222 • TELEFAX 687295
T-Jöfóar til
XJLfólks í öllum
starfsgreinum!
AWWWVVVWVWWWWWWWVVM
Símkerfi með langlinulæsingu fyrir allt
að 12 símtæki og fjórar línur inn.
Símtækin eru handfrjáls með 18
númera beinvalsminni, endurvali og
möguleika á veggfestingu.
/V) r oi L
SÉRVERSLUN MEÐ SlMBÚNAÐ
ÁRMÚLA 32, SlMI 686020
SÖLUADILAR:
REYKJAVlK: Radióbúöin. Húsasmiójan. Heimasmiðjan. Tölvuhúsið. Kringlan/Laugavegi. Hljómco Faxafeni. VESTMANNAEYJAR: Eyjaradió. AKUREYRI: Tölvutæki. Bókval
BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga. BLÖNDUÓS: Kaupfélag Austur-Húnvetninga BOLUNGARVik: Rafsjé. KEFLAVlK: Túlvur, Skrifstofuvúnrr. SELFOSS: Vörubisinn.
vwwwwwwwwwwwwwww
IÐNLÁNASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950
____i__k______________