Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Verðbréfamarkaður Áherslubreytingar hjá VÍB eftir erfitt ár HAGNAÐUR Verðbréfamark- aðs íslandsbanka hf. (VÍB) varð tæpar 600 þúsund krónur á sl. ári samanborið við 40,7 milljónir árið áður. Rekstrartekjur dróg- ust saman á milli ára úr 212 milljónum í 205 milljónir og má Fyrirtæki Vogueopnar í Skeifunni VOGUE hf. opnar á næstunni stærstu vefnaðarvöruverslun landsins í 800 fermetra húsnæði í Skeifunni 8. í versluninni verða á boðstólum vörur til sauma, mikið úrval gluggaljaldaefna og heimilisdeild. Auk nýju verslun- arinnar starfrækir fyrirtækið verslanir í Mjóddinni, við Strandgötu í Hafnarfirði, Skóla- vörðustíg og heildverslun í Sundaborg 5. Auk þess eru útibú á Akureyri, Keflavík og Sel- fossi. Hins vegar verða lagðar niður verslanir Vogue I Glæsibæ og Kringlunni. Hin nýja verslun verður opnuð á 40 ára afmæli fyrirtækisins þann 21. mars en það var stofnað í marsmánuði 1952 af hjónunum Hólmfríði Eyjólfsdóttur og Jóni Einarssyni. Fyrirtækið var fyrst til húsa í Bergstaðastræti 28 og voru starfsmenn ijórir. Fyrirtækið hefur síðan verið á ýmsum stöðum í Reykjavík. Starfsmenn eru núna um 50 talsins og var veltan um 260 milljónir á sl. ári, segir í frétt frá Vogue. Flugmál Flugleiðir taka ínotkun tölvuvætt innritunarkerfi Keflavík. FLUGLEIÐIR hafa nú tekið nýtt tölvuvætt innritunarkerfi - og hleðslukerfi í flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli sem kemur til með að verða til mikillar hagræðingar að sögn Gunnars Olsen stöðvarstjóra. Nýja kerfið kallast Astral og er tekið á leigu frá Aer Lingus og með því verða grundvallarbreyt- ingar við innritun flugfarþega. ÖII handavinna við undirbúning og eftirvinnslu á miðum heyrir nú sögunni til. kerfi í New York og Baltimore. Kerfin verða tengd við fleiri flugfé- lög sem gerir farþegum mögulegt að innrita sig í Keflavík og fá af- Fyrirtæki hent brottfararspjald alla leið á áfangastað, hvort sem um eina eða fleiri millilendingar er að ræða. -BB Kaupþing liyggur á aukna markaðssókn Morgunblaðið/Bjðrn Blöndal Flugleiðir — Fyrstu farþegarnir innritaðir í nýja innritunar- og hleðslukerfi Flugleiða í flugstöð Leifs Eiríkssonar á þriðjudaginn. í brottfararsal eru 14 stöðvar þar sem hægt er að innrita farþega. rekja þessi umskipti til harðn- andi samkeppni á verðbréfa- markaði og tekjutaps vegna lækkandi gengis skuldabréfa og hlutabréfa. Þannig nam tekju- tap vegna verðlækkunar í við- skiptum með hlutabréf og skuldabréf á bilinu 20-30 millj- ónum á árinu 1991. Þetta kom fram á aðalfundi VÍB sl. föstu- dag þar sem boðaðar voru áherslubreytingar í starfsem- inni vegna þeirra umskipta sem urðu á verðbréfamarkaði á sl. ári. í ræðu sinni á aðalfundinum greindi Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri. frá því að frá því á miðju ári 1991 og fram til febrúar 1992 léti nærri að eignir Verðbréfasjóða VÍB hefðu minnk- að um nálægt 1,5 milljarða eða um nálægt þriðjung og tekjur VÍB fyrir rekstur sjóðanna dregist sam- an um a.m.k. sama hlutfall. „Til að draga úr kostnaði að sama skapi hafa verið undirbúnar breytingar á gjaldskrá VÍB vegna viðskipta með Sjóðbréf og miða þær að því marki að draga úr sölu á Sjóðbréf- um til viðskiptavina sem ætla sér aðeins að ávaxta fé sitt í skamman tíma. VÍB mun þannig draga held- ur úr þjónustu sinni við einstakl- inga í verðbréfaviðskiptum með því .að beita gjaldskrárbreytingum. Meginmarkmiðið í einstaklings- þjónustu verður þó áfram að ieggja áherslu á hlutlausa fjármálaráðg- jöf þar sem tekið er mið af heildar- skipulagi í ijármálum einstaklings eða Ijölskyldu hans.“ Sigurður sagði að á sl. ári hefði áhersluþunginn í starfsemi fyrir- tækisins verið færður í auknum mæli yfir á rekstur sjóða annars- vegar og yfir á miðlun verðbréfa til stórra kaupenda hins vegar. VÍB hyggst taka upp fjárfest- ingaraðferð sem ætlunin er að nái til allra Ijármuna sem fyrirtækið hefur umsjón með. Hún felur í sér að notaðar eru tölfræðilegar niður- stöður til að móta skiptingu verð- bréfaeignar þannig að ávöxtun í hveiju verðbréfasafni er hámörkuð að gefinni þeirri áhættu sem hver og einn viðskiptavinur VIB vill taka. í efnahagsreikningi VÍB kemur fram að heildareignir félagsins námu 300 milljónum og eru um 45% hærri en í árslok 1990. Skuld- ir félagsins voru 154 milljónur og eigið fé 146 milljónum. Verðbréfasjóðir Landsbréfjók markaðs- hlutdeild ífyrra Hagnaður 5,8 milljónir á sl. ári HAGNAÐUR af starfsemi Landsbréfa varð alls 5,8 milljónir á sl. ári samanborið við 8,5 milljónir árið áður. Á árinu var haldið áfram að styrkja þrjú megin viðskiptasvið en þau eru verðbréfamiðlun, rekstur og stjórnun sjóða og fjárvarsla. Landsbréf reka Landssjóð sem er deildaskiptur verðbréfasjóður. Þrátt fyrir nokkurt útstreymi fjár úr deildum Landssjóðs seinni hluta ársins eins og hjá öðrum verðbréfasjóðum jókst markaðshlutdeild úr 4,6% í 10,4%. Heildar- eignir námu alls 1.153 milljónum en voru 615 milljónir í upphafi ársins. Með sparnaðaraðgerðum tókst að snúa tapi í hagnað á sl. ári UM 1,6 milljóna króna hagnaður varð hjá Kaupþingi hf. á sl. ári saman- borið við um 17 milljóna hagnað árið áður. Mikið tap varð af rekstri fyrirtækisins framan af árinu en í kjölfar sparnaðaraðgerða sem grip- ið var til á miðju ári batnaði afkoman. Rýrari afkoma varð einkum á verðbréfasviði sem einkum má rekja til samdráttar í verðbréfasjóðum Hávöxtunarfélagsins. Minni sala varð á Einingabréfum og minni við- skipti með aðrar tegundir verðbréfa að húsbréfum undanskyldum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbréfum efldi fyrirtækið á sl. ári sölukerfi bankavíxla og banka- bréfa Landsbankans ennfrekar og stóð auk þess að fjölda skuldabréfa- útboða fyrir opinber fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Þá voru erlend tengsl efid t.d. með sölu húsbréfa fyrir milligöngu virtra er- lendra verðbréfafyrirtækja. Þá tók fyrirtækið þátt í því að sölutryggja skuldabréfaútboð Norræna fjárfest- ingarbankans í íslenskum krónum sem boðið var eingöngu erlendum fjárfestum. Landsbréf tók einnig þátt í fjár- hagslegri endurskipulagningu í sjávarútvegsfyrirtækjum víða um land og annaðist almennt útboð hlutabréfa í tveimur þeirra á árinu 1991. Þá hefur fyrirtækið veitt líf- eyrissjóðum og sveitarfélögum ráð- gjöf af ýmsu tagi og byijað útgáfu fréttabréfa í því sambandi. Heildarverðbréfaviðskipti Lands- bréfa námu 32,3 milljörðum á sl. ári en þar af nam sala 24,3 milljörð- um.. Eigið fé Landsbréfa var í árs- iok um 60 milljónir en heildareignir voru 257 milljónir. Á aðalfundi í febrúar var ákveðið að greiða 15% arð. A sl. ári átti Lýsing aðild að stofnun eignaleigufélagsins Steins hf. og er eignarhlutur fyrirtækisins 30% af 50 milljón kr. hlutafé. Aðrir hluthafar Steins eru Hagkaup hf., Sjóvá/Almennar tryggingar hf. og Gunnar sagði að nýja kerfið byði upp á fjölmarga nýja möguleika og væri enn einn liðurinn í bættri þjón; ustu Flugleiða við farþega sína. í brottfararsai væru 14 stöðvar og yrði afgreiðsla mun jafnari og fljót- ari en áður. Farþegar gætu nú inn- ritað sig á hvað borði sem væri og því ættu iangar biðraðir við einstök borð að styttast verulega á álags- tímum. Þá geta farþegar sem ein- göngu ferðast með handfarangur framvísað fullgildum farseðli við útlendingaeftirlit til að fá aðgang að biðsal þar sem þeir síðan geta látið innrita sig við upplýsingaborð. Móðurtölva og gagnabanki kerf- isins er í Dublin og þaðan eru sam- skiptin um gerfitungl í móðurtölvu Flugleiða í Reykjavík og síðan með Ijósleiðurum til Keflavíkurflugvall- ar. Annar hluti kerfisins er hleðslu- skrá sem sér um alla skráningu og útreikninga sem eykur öryggi í þyngdarútreikningi til mikilla muna. Á næstunni er svo fyrirhug- að að taka upp sama innritunar- Jara sf., sem er að miklu leyti í eigu Vífilfells hf. og Skúla Þorvalds- sonar. Steini hf. er ætlað að sinna sérstökum verkefnum á sviði eign- arleigu fasteigna. í ársskýrslu fyrirtækisins segir Rekstrartekjur Kaupþings námu alls tæpum 176 milljónum króna á sl. ári samanborið við 147 milljónir árið áður. Eigið fé var alls 136 millj- ónir í árslok samanborið við 129 milþónir árið áður. Á aðalfundi Kaupþings fyrir skömmu kom fram að í ljósi breyttra aðstæðna á verðbréfamarkaðnum er talið nauðsynlegt að auka þungann á sviði markaðsmála um leið og leit- að verður nýrra leiða á því sviði. Áfram verður reynt að spara í rekst- urskostnaði þar sem ætla má að aukin samkeppni komi fyrst og fremst niður á tekjum verðbréfafyrir- að umtalsverð aukning hafi verið á starfsemi Lýsingar hf. á árinu 1991. Eftirstöðvar eignarleigusamninga, jafngreiðslulána, skuldabréfa og annarra langtímakrafa í íslenskum krónum jukust úr 589 milljónum króna í 641 milljón. Eftirstöðvar eignarleigusamninga og jafn- greiðslulána í erlendri mynt hækk- uðu þó mun meira, eða úr 893 millj- ónum í 1.061 milljón. Greiddur var út 15% arður til hluthafa Lýsingar á árinu. tækjanna. Þá er einnig talið mikil- vægt að starfsmenn auki á fagþekk- ingu sína vegna þeirra breytinga sem eru að verða á fjármagnsmarkaðnum og til að mæta vaxandi samkeppni bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Eignaraðilar Kaupþings eru Bún- aðarbankinn og sparisjóðirnir sem eiga sinn helminginn hvor. Talið er mikilvægt að auka samstarf Kaup- þings við eignaraðilana til að mæta harðri samkeppni. Sérstakt dótturfélag Kaupþings Hávöxtunarfélagið hf., er skráður umsýsluaðili verðbréfasjóðanna og skilaði það 170 þús kr. hagnaði. Eignir félagsins í árslok voru tæpir 2,9 milljarðar. Afkoma dótturfélags- ins Kirnu hf. sem annast kaup og sölu verðbréfa var ennfremur slök. Markmið fyrirtækisins hafa hins veg- ar verið skilgreind að nýju og eru bundar vonir við að það muni skila betri afkomu á þessu ári. Sérstakt ráðgjafarfyrirtæki Ráðgjöf Kaup- þings hf. færði út kvíarnar á sl. ári og varð hagnaður af starfseminni. Loks á Kaupþing 55%' hlutafjár í Kaupþingi Norðurlands og skilað sú starfsemi hagnaði á sl. ári en umfang hennar fer stöðugt vaxandi. Stjórn Kaupþings skipa þeir Bald- vin Tryggvason, formaður, Sólon Sigurðsson, Geirmundur Kristinsson, Jónas Reynisson, Jón Adólf Guðjóns- son og Sveinn Jónsson. Forstjóri er Guðmundur Hauksson. Lýsing Aukin fjármögnun atvinnuhúsnæðis HAGNAÐUR Lýsingar hf. á síðastliðnu ári var 41 milljón króna samanborið við 33 milljónir árið 1990. Eigið fé í árslok nam tæplega 302 milljónum en tæplega 232 milljónum í árslok 1990. Að sögn Ólafs H. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Lýsingar, var veruleg aukn- ing á fjármögnun atvinnuhúsnæðis sem hófst í litlum mæli á árinu 1990. T.d. hafi verið fjármagnað húsnæði undir vélsmiðju og verslun- arrekstur og nú sé fjármögnun atvinnuhúsnæðis um 8% af heildar- samningum fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.