Morgunblaðið - 19.03.1992, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
Sjónarhorn
Hvað er sjóðstreymi?
Heimild: largay og Stickney. Cash Rows and Ratio Analysis. Financial Analysts Joumal, julí 1980.
Sjóðstreymi 1991
Framlag rekstrar 1990 1991
Hagnaður (tap) ársins 50.000 (5.000)
Rekstrariiðir sem ekki hreyfa hreint veltufé:
Afskriftir fastafjármuna 25.000 30.000
Verðbætur á langtímalán 20.000 23.000
Verðbreytingatekjur (25.000) (30.000)
Hreint veltufé frá rekstri 70.000 18.000
Breytingar liða rekstrartengdra liða:
Aukning viðskiptakrafna (30.000) (40.000)
Aukning birgða (20.000) (10.000)
Aðrir liðir 20.000 (20.000)
Handbært fé frá (til) rekstrar 40.000 (52.000)
Fjárfestingahreyfingar
Keyptar vélar og tæki (6.000) (12.000)
Keypt hlutabréf (2.000) (3.000)
Söluverð seldra eigna 12.000 0
Samtals: 4.000 (15.000)
Fjármögnunarhreyfingar:
Tekin langtimalán 0 30.000
Nýtt hlutafé 0 30.000
Afborganiraf iánum (5,000) (12.000)
Greiddur arður (2.000) (2.000)
Samtals: (7.000) 48.000
Aukning (lækkun) á árinu: 37.000 (19.000)
Handbært fé í ársbyrjun (27.000) 10.000
Handbært fé í árslok: 10.000 (9.000)
eftir Stefán Svavarsson
Á undanförnum árum hefur
smám saman verið að ryðja sér til
rúms nýtt töluyfirlit í ársreikning-
um íslenskra fyrirtækja, sem ber
heitið sjóðstreymi. Þetta yfirlit er
samið í stað svonefnds fjármagns-
streymis sem fram til þessa hefur
yfirleitt verið hluti ársreikninga. í
þessari grein er ætlunin að ræða
um þessi íjárstreymisyfirlit, einkum
hið nýja yfirlit.
Samkvæmt ákvæðum hlutafé-
lagalaga samanstendur ársreikn-
ingur fyrirtækis af rekstrarreikn-
ingi, efnahagsreikningi og skýring-
um. Af því má ráða að fjárstreymis-
yfirlitin tvö, ijármagnsstreymi og
sjóðstreymi, njóta ekki lögverndar.
Það þykir mörgum sérkennilegt,
einkum þegar til þess er litið að
þessi yfirlit hafa að geyma fróðleik
sem ekki birtist í lögskipuðum árs-
reikningi en er nauðsynlegur til
þess að lesendur reikningsskila geti
myndað sér heildstæða skoðun á
fjárhagslegum málefnum fyrir-
tækja. Raunar er það svo, að marg-
ir kunnáttumenn á sviði reiknings-
skila líta einmitt fyrst til þeirra
upplýsinga sem er að finna í um-
ræddum fjárstreymisyfirlitum. En
þó að fyrirmæli laga séu með þess-
um hætti, breytir það engu um að
flest fyrirtæki láta semja þessi yfir-
lit vegna þeirra gagnlegu upplýs-
inga sem þar er að finna.
Ársreikningum fyrirtækja er ætl-
að að svara tilteknum spurningum
um fjárhagsleg málefni fyrirtækja.
Þeim spurningum, sem notendur
reikningsskila varpa fram, má t.9.
skipa í þrjá flokka. í fyrsta lagi eru
spumingar um ijárhagslegan styrk-
leika og rekstrarhæfi fyrirtækja.
Fróðleik um það efni er aðallega
að finna í efnahagsreikningi. I ann-
an stað er spurt um rekstur fyrir-
tækja, þ.e. hvernig hann gengur
til. Um það mál má finna ýmislegt
gagnlegt í rekstrarreikningum. Þá
má raunar einnig tengja saman
upplýsingar úr rekstrarreikningi og
efnahagsreikningi til þess að kom-
ast að niðurstöðu í því efni; þannig
er arðsemi ýmiss konar reiknuð.
Og í þriðja lagi er gjarnan spurt
um hæfi fyrirtækja til að standa
við greiðsluskuldbindingar sínar til
skamms og langs tíma. Svör við
þess konar spurningum er m.a. að
finna í fjárstreymisyfirlitunum
tveimur, sem hér eru tekin til skoð-
unar.
Sú samlíking er stundum gerð
að jafna efnahagsreikningi við ljós-
mynd, þ.e. kyrrstöðumynd á til-
teknu augnabliki. Á myndinni birt-
ast eignir, skuldir og eigið _fé þess
aðila sem hún er tekin af. Á sama
hátt er rekstrarreikningi jafnað við
kvikmynd, þ.e. hreyfimynd sem
sýnir tekjur og gjöld og tengir sam-
an tvær kyrrstöðumyndir af efna-
hagsreikningi. Af þessu má ráða
að rekstrarreikningur er í raun til
skýringar á því hvers vegna eigið
fé fyrirtækis hefur breyst frá einum
tíma til annars; hann er sem sé
nokkurs konar sundurliðun á viss-
um breytingum á eigin fé fyrirtæk-
is. Hið sama er að segja um fjár-
streymisyfirlitin tvö; þau eru til
skýringar á því hvers'Vegna tiltekn-
ar stærðir úr efnahagsreikningi
hafa breyst frá einum tíma til ann-
ars. Fjárstreymisyfirlitin eru því
hreyfimyndir á sama hátt og rekstr-
arreikningurinn. Fjármagnsstreym-
ið er til skýringar á því hvers vegna
hreint veltufé, þ.e. mismunur
veltufjármuna og skammtíma-
skulda, hefur breyst á tilteknu tíma-
bili. Sjóðstreymið er hins vegar tais-
vert þrengra, en það er til skýring-
ar á því hvers vegna handbært fé
hefur breyst. Skal nú gerð nánari
grein fyrir þvi hvernig þessi yfirlit
eru samin og hvaða fróðleik þau
hafa að geyma. Þá verður einnig
um það fjallað, hvers vegna sjóð-
streymið hefur orðið vinsælla en
fjármagnsstreymið á síðustu árum.
Eins og áður sagði eru yfirlitin
samin til þess að skýra hvers vegna
tiltekin stærð í efnahagsreikningi,
hreint veltufé eða handbært fé,
hefur breyst á tilteknu tímabili. Það
er gert með því að skýra hvað breyt-
ingar hafa orðið á öðrum efnahags-
stærðum. í íjárstreymisyfirlitunum
er sem sé gerð grein fyrir þeim
breytingum sem orðið hafa í flokki
fastafjármuna, langtímaskulda og
eigin fjár. Yfirlitin skýra samkvæmt
því frá fjárfestingum í og sölu á
varanlegum rekstrarfjármunum,
nýjum lánum til langs tíma og af-
borgunum af þeim og hreyfingum
á eiginfjármagni, en það fjármagn
kemur annaðhvort frá eigendum
eða rekstri viðkomandi fyrirtækis.
í grófum dráttum má segja að yfir-
litin séu sett fram á sama hátt;
gerð er grein fyrir uppruna fjár-
magns og ráðstöfunum þess. Sér-
staklega kemur fram í báðum yfir-
litunum, hversu miklu fé reksturinn
hefur skilað eða til hans rann eftir
því sem við á; sú fjárhæð þykir
raunar áhugaverðust í yfirlitunum.
Ástæða þykir því til þess að ræða
sérstaklega um þessa fjárhæð en
nokkur munur er á efni hennar í
yfirlitunum tveimur.
I rekstrarreikningi eru færðar
tekjur og gjöld viðkomandi fyrir-
tækis og getur verið nokkur munur
á því hvers eðlis þessir rekstrarliðir
eru. Inn í rekstrarreikning er búið
að færa ýmsar fjárhæðir sem varða
afkomumælingar fyrirtækja en
hreyfa hins vegar ekki lausafjár-
stöðu þeirra. Hér er um reiknaðar
rekstrarstærðir að ræða sem verður
að bæta við afkomu viðkomandi
fyrirtækis eða draga frá til þess að
draga fram framlag rekstrar, hvort
sem það jákvætt eða neikvætt.
Dæmi um þessar stærðir eru af-
skriftir, verðbætur á langtímalán
og verðbreytingarfærslan svo-
nefnda. Þessir liðir eiga það allir
sameiginlegt að kalla ekki á ráð-
stöfun íjármagns, heldur eru þeir
reiknaðir liðir sem verður að taka
tillit til afkpmumælingar. Þegar
þessar leiðréttingar hafa verið gerð-
ar á afkomunni í rekstrarreikningi
kemur fram fjárhæð, sem segir til
um hversu miklu hreinu veltufé
reksturinn hefur skilað. Framlag
rekstrar af hreinu veltufé er mjög
áhugaverð stærð, enda segir hún
mikið til um hæfi rekstraraðila til
þess að standa við greiðsluskuld-
bindingar sínar. Til að mynda geta
fyrirtæki ekki greitt skuldir sínar
til langs tíma, sem yfirleitt eru tekn-
ar til að fjármagna fárfestingar í
varanlegum rekstrarijármunum,
nema framlagið sé jákvætt.
En þó að þessi rekstrarstærð,
þ.e. framlag rekstrar af hreinu
veltufé, sé áhugaverð er hún ekki
gallalaus. í því sambandi skiptir
einkum máli að unnt er að hafa
áhrif á hana með því að hnika til
tölum við gerð reikningsskila. Slíkt
háttalag samrýmist að sjálfsögðu
ekki góðri reikningsskilavenju, en
það breytir engu um að freistandi
er fyrir forráðamenn fyrirtækja að
láta reksturinn líta betur út en
stenst skoðun, ef það mætti verða
til þess að halda honum lengur
áfram. Þetta á að sjálfsögðu aðal-
lega við, þegar svo stendur á að
menn trúa því að reksturinn megi
bæta á næstu tímabilum. Leiðir til
þess að ná þessu markmiði eru t.d.
þær að hækka matsverð birgða eða
færa tekjur áður en sala fer fram.
Það er einmitt þessi hreyfanleiki
stærðarinnar hreint veltufé frá
rekstri sem hefur orðið til þess að
sjóðstreymi er orðið vinsælt. Onnur
skýring á því er þó sú, að hugtakið
hreint veltufé er forráðamönnum
ekki mjög tamt. Þeir hugsa frekar
um stöðu a bankareikningi sínum,
þegar mat er lagt á lausafjárstöð-
una. Og nokkuð er til í því, þó að
slikt sjónarhorn sé raunar talsvert
of þröngt. Til þess að bæta úr þessu
máli heur þótt áhugavert að sýna,
hversu miklu handbæru fé rekstur-
inn skilar eða til hans rann eftir
því sem við á. Sú tala segir til um
mismuninn á innborguðum tekjum
og útborguðum gjöldum. Ekki er
unnt nema að takmörkuðu leyti að
hafa áhrif á þann mismun 'og ein-
mitt af þeirri ástæðu þykir hún
áreiðanlegri um framlag rekstrar
til breytinga á lausafjárstöðu fyrir-
tækja.
Loks má nefna eitt atriði til við-
bótar í þessu sambandi, sem miklu
skiptir um þá þróun sem hér er
gerð að umtalsefni. Það er, að rann-
sóknir á erlendum ársreikningum
hafa sýnt að framlag rekstrar af
handbæru fé hefur þótt vera betri
fyrirboði um erfíðleika í greiðslu-
stöðu en framlag rekstrar af hand-
bæru fé. Þetta kemur skýrt fram á
myndinni sem fylgir hér á eftir.
Myndin sýnir þróun á þremur
stærðum úr rekstri fyrirtækisins
WT Grant, en það var bandarískt
verslunarfyrirtæki sem varð gjald-
þrota á árinu 1975. Bersýnilegt er,
að beint samband var í þessu tilviki
á milli afkomu fyrirtækisins og
framlags af hreinu veltufé, en hins
vegar fylgdi framlag rekstrar af
handbæru fé ekki þessum tveimur
stærðum, því að það var neikvætt
tveimur árum áður. Ljóst er, að
lánardrottnar fyrirtækisins hefðu
fengið aðra hugmynd um rekstur
og stöðufélagsins, ef sjóðstreymi
hefði fylgt ársreikningi félagsins.
Óhætt er að fullyrða, að vitneskja
um þetta mál varð m.a. til þess að
bandarísk fyrirtæki verða nú að
semja og birta sjóðstreymi I stað
fjármagnsstreymis í ársreikningum
sínum.
En þó að ofangreind rök fyrir
sjóðstreyminu séu sannfærandi, þá
er það nú samt svo að yfirlitið er
ekki gallalaust. Eitt er það, að viss
hætta er á því að framlag rekstrar
verði túlkað sem afkoma. Einmitt
af þeirri ástæðu var viss tregða af
hálfu endurskoðenda að taka þetta
yfirlit í notkun. Afkoma fyrirtækja
er reiknuð í rekstrarreikningi og
þar gildir sú regla, að tekjur eru
skráðar þegar til þeirra er unnið
og gjöld þegar þau hafa fallið á,
án tillits til þess hvort innheimta
eða útborganir hafi átt sér stað.
Það verður því að vara við þessari
túlkun á framlagi rekstrar. Hitt er
svo annað mál, að miklu varðar að
fjárhæðin sem segir til um framlag
rekstrar sé jákvæð, því þegar til
lengdar lætur verður rekstgrinn að
skila jákvæðu greiðsluframlagi, að
öðrum kosti verða lán ekki greidd
niður.
Annað atriði er einnig rétt að
benda á í þessu sambandi. Því var
haldið fram hér að framan að minni
möguleikar væru á því að hafa
áhrif á framlag rekstrar af hand-
bæru fé en samsvarandi fjárhæð í
fjármagnsstreyminu. Það er vissu-
lega rétt, en þó eru hér einnig
möguleikar. Til dæmis að taka get-
ur fyrirtæki sem ekki hefur fengið
rekstrarlán hjá viðskiptabanka sín-
um, ákveðið að greiða ekki ýmsar
skammtímaskuldir er varða
reksturinn, t.d. skatta starfsmanna
eða lífeyrissjóðsgjöld þeirra. Hér
væri því um sjálftekin skammtíma-
lán að ræða. Afleiðing þessa á fram-
lag rekstrar af handbæru fé gæti
verið sú, að það verði jákvætt, enda
felast í innborgunum tólf mánaða
rekstrartekjur en aðeins t.d. níu
mánaða rekstrargjöld. Lesandi sjóð-
streymis slíks fyrirtækis kynni því
að halda að reksturinn stæði vel
fyrir sínu, enda vakin athygli á já-
kvæðu greiðsluframlagi rekstrar.
Þetta góða greiðsluframlag rekstr-
ar kynni nú að leiða til þessað
utanaðkomandi aðilar ljái máls á
því að leggja fyrirtækinu til fjár-
magn. Á næsta ári kæmust þeir
að því að greiðsluframlagið er orðið
verulega neikvætt, enda var fé
þeirra notað til þess að greiða
skammtímaskuldir, sem voru í van-
skilum frá árinu á undan. Hið nei-
kvæða framlag samstæði því af
tólf mánaða innborgunum en
fimmtán mánaða gjöldum. Ábend-
ingin í þessu sambandi er því sú,
að sjóðstreymið má ekki skoða eitt
og sér, heldur verður að vera ljóst
að það töluyfirlit er aðeins hluti af
ársreikningi. Niðurstöður sjóð-
streymis verður sem sé að skoða í
samhengi við þann fróðleik sem er
að hafa í ársreikningnum að öðru
leyti.
Nú er með þessum dæmum ekki
verið að halda því fram, að sjóð-
streymið sé einskis nýtt; öðru nær.
þar er mikinn fróðleik að hafa og
staðreyndin er sú, að greiðslufram-
lag rekstrar má ekki verða nei-
kvætt til langs tíma, því þá er í
óefni komið. Lausn á umræddum
vanda gæti því verið tvenns konar.
í fyrsta lagi væri gagnlegt að sýna
í sjóðstreyminu hvert framlag
rekstrar af hreinu veltufé er. Það
er gert með því að sýna millistærð,
þegar greiðsluframlagið er leitt út.
Og hins vegar mætti bæta ársreikn-
inginn að þessu leytinu til með því
að sýna í skýringum fimm ára yfir-
lit um framlag rekstrar af hand-
bæru fé. Það hefur nefnilega tak-
markað upplýsingagildi að skýra
frá greiðsluframlagi fyrir eitt ár,
eins og að framan segir. Hitt væri
miklu fróðlegra að sjá frammistöðu
fyrirtækis í þessu efni í sérstakri
töflu er sýnir framlagið undanfarin
ár.
Sjóðstreymið er tiltölulega ungt
yfirlit í ársreikningi og af þeim sök-
um hafa ekki birst miklar rannsókn-
ir á notagildi ýmissa kennitalna sem
unnt er að reikna út frá því yfirliti.
Þó birtist nýlega grein um þetta
efni, þar sem tillaga var gerð um
nokkrar kennitölur.1 Rétt er þó að
stinga því hér að, að framlag rekstr-
ar af handbæru fé sem hlutfall af
heildarskuldum hefur þótt áhuga-
vert, þegar greiðsluhæfi fyrirtækis
er metið. Það er einkum breytingar
á því hlutfalli milli ára, sem hafa
þótt gefa vísbendingu í þessu efni.
En í umræddri grein var boðið upp
á nokkrar kennitölur, sem mér
finnst ástæða til að vekja athygli
á. Hér er ekki rúm til þess að skýra
kennitölurnar, heldur eru aðeins
sagt frá því, hvernig þær eru reikn-
aðar. í fyrsta lagi er kennitala sem
nefnd er gæði sölunnar. Hún skýrir
frá hlutfalli innborgaðra sölutekna
og bókfærðra sölutekna. í annað
stað er kennitala sem nefnd er
gæði afkomunnar. Hún skýrir frá
hlutfalli handbærs fjár frá jekstri
og hreinum rekstrartekjum. í þriðja
lagi er kennitala sem setur í sam-
band handbært fé frá rekstri og
fjárfestingar. Loks er kennitala sem
skýrir hlutfall á milli handbærs fjár
frá rekstri án vaxta og skatta og
heildareigna. Ymsar aðrar kennitöl-
ur koma jafnframt til greina. Nokk-
urn tíma getur tekið að öðlast leikni
í því að túlka slíkar tölur, svo að
vel fer á því að reikna ýmsar út
og athuga hver kemur að mestu
gagni hjá fyrirtækjum.
Að endingu fylgir hér sýnishorn