Morgunblaðið - 19.03.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
B 13
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Hvað er EB að gera ímál-
efnum upplýsingatækni?
9. mars sl. var haldinn kynning-
arfundur á vegum viðskipta- og
iðnaðarráðuneytis, ráðgjafanefnd-
ar um upplýsinga- og tölvumál,
SKÝRR, EDI-félagsins, ICEPRO-
nefndarinnar, upplýsingatækni-
sviðs viðskiptaskorar, félags
tölvunarfræðinga og Tölvuháskóla
Verslunarskóla íslands um stefnu
framkvæmdarstjórnar Evrópu-
bandalagsins í málum upplýsinga-
tækni. Gestur fundarins var Tilo
Steinbrinck forstjóri Datenzentrale
Schleswig-Holstein og formaður.
Samtaka félaga tölvunotenda í
Evrópu. Fj'allaði hann almennt um
stefnu EB frá sjónarhorni notenda.
í máli Tilo Steinbrinck kom fram
að Evrópubandalagið hyggst
leggja um 2,2 milljarða ECU (ná-
lægt 160 milljarða króna) í rann-
sóknir á upplýsingatækni á árun-
um 1990 til 1994. Þetta er gert í
ljósi þess að velta tölvumarkaðar-
ins í Evrópubandalaginu er talin
hafa verið um 175 milljarðar ECU
1990 og 700 milljarðar ECU á
heimsvísu. Markaðurinn hefur
vaxið mjög hratt undanfarin ár og
markaðsrannsóknir gefa í skyn að
sá vöxtur mun halda áfram a.m.k.
út þennan áratug.
Tölvuiðnaðurinn í Evrópu hefur
ýmsa vaxtar möguleika, þó svo að
stærstu fyrirtækin 1989, s.s. Siem-
ens, Bull og Olivetti, hafi verið
rétt um þriðjungur af stærð IBM.
Veikleikar Evrópsku fyrirtækjanna
hafa verið í rafeindadvegrásum,
jaðartækjum og heimilistölvum.
Ástæðan hefur m.a. verið fallandi
gegni bandaríska dalsins og
japanska jensins samanborið við
ECUið, sem hafa gert samkeppnis-
stöðu evrópsku fyrirtækjanna
erfiðari.
Stefnumótun EB
Lagðar hefa verið fram tillögur,
sem lúta að fimm þáttum, þ.e.
eftirspurn, tækni, þjálfun, ytri
samskipti og viðskiptaumhverfi.
Verður nú fjallað lauslega um
hvern þátt um sig.
Eftirspurn. Aðaltillaga til að auka
eftirspurn eftir upplýsingatækni
og tölvubúnaði er að koma upp
sam-Evrópsku tölvuneti. Lagt er
til að þessu neti verði komið upp
eins fljótt og auðið er, þar sem
boðið verður upp á mikla samvinnu
upplýsingakerfa. Netið getur átt
þátt í að hraða samruna evrópska
markaðarins. Þegar eru í gangi
rannsóknaverkefni varðandi þróun
tölvubúnaðar til skipulagningar á
fjarkennslu, flutningum og heilsu-
gæslu. Að auki er eitt verkefni sem
lítur að breiðbandsnetum. Ákveðið
hefur verið að megin markhópur-
inn verði lítil og meðalstór fyrir-
tæki.
Tækni. Varðandi hugbúnað er
áhersla lögð á aukna framleiðni
með því að horfa á framleiðsluað-
ferðir og -tæki með lítil og meðal-
stór fyrirtæki í huga. Varðandi
tölvuvædda framleiðslu og hönnun
er áhersla lögð á að nýta nýjustu
upplýsinga- og tölvutækni, til að
stytta hönnunartíma, bæta tíma-
stjórnun og auka sveigjanleika
framleiðslunnar. Varðandi raf-
eindadvergrásir, að þróa hönnun-
ar- og framleiðslutækni fyrir bæði
staðlaða tölvuhluta (minni og rök-
rásir) og sérhannaða hluta. Lögð
verði áhersla á nýja kynslóð sam-
Til leigu - Nýbýlavegur 4
□□□ i—m-ni—m
- —
*
- I I .1 L W-
Jarðhæð húseignarinnar Nýbýlavegar4, Kópavogi.
Stærð u.þ.b. 925 fm. Býður upp á ötal möguleika.
Frábær staðsetning í hjarta Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Upplýsingar veittar í símum 680510 á skrifstofutíma og
í símum 19762 og 685124 utan skrifstofutíma.
skiptalíkana, sem tryggir sam-
hæfni og að skiptin frá eldri kyn-
slóð gangi vel fyrir sig. Varðandi
jaðartæki er áhersla lögð á fram-
leiðslu harðra diska og háupp-
lausna skjátækni sem byggir á
fljótandi kristölum. Varðandi háaf-
kasta tölvur er áhersla lögð á þá
möguleika, sem samhliðavinnsla
býður upp á, en með henni er reikn-
að með að auka megi afkastagetu
tölvukerfa 1.000 falt fyrir lok ald-
arinnar. Hér er um meiri háttar
tækninýjung að ræða, sem kallar
á miklar breytingar í hugbúnaðar-
gerð. Varðandi tölvusamskipti er
áhersla lögð á að mæta kröfum.
um betri notendaskil, meiri hag-
kvæmni, styttri svartíma og meira
valfrelsi og sveigjanlegri tengingu
við þjónustukerfi.
Þjálfun. Þjálfa þarf nýjar kynslóðir
vísindamanna og verkfræðinga til
að geta hannað og fullnýtt hina
nýju upplýsingatækni. Auka þarf
gæði þjálfunar starfsfólks, bæði
sem fæst við kennslu og þess sem
fæst við framleiðslu og stjórnun í
fyrirtækjum. Þjálfunin er líka ætl-
að að koma upp með nýja
stjórnunarhætti, öflugri tölvuvæð-
ingu og hátækni tölvusamskipti.
Ytrí samskipti. Ti-yggja þarf sam-
keppnishæfni fyrirtækja innan
Evrópubandalagsins með því að
halda opnu, marghliða viðskipta-
kerfi, bæta markaðsaðgang í lönd-
um aðalsamkeppnisaðila (þ.e.
Bandaríkjunum, Japan og Suður-
Kóreu), koma á heiðarlegri sam-
keppni á alþjóðamarkaði, styðja
við fjölþjóða vísinda-, tækni-, iðn-
aðar- og viðskiptasamvinnu, koma
á evrópsku efnahagssvæði með
samningum við EFTA og Austur-
Evrópuþjóðir og að lokum með
efnahagsaðstoð við þjóðir Austur-
Evrópu.
Viðskiptaumhverfi. Heilbrigt við-
skiptaumhverfi er mikilvægt fyrir-
tækjum í upplýsinga- og tölvumál-
um. Tiyggja verður aðgang þeirra
að íjármagni fyrir rannsóknar-
starf, bæði hjá opinberum aðilum
og fjármálastofnunum. Flýta þarf
fyrir samþykki staðla í framleiðslu
(bæði hugbúnaði og vélbúnaði).
Hjálpa þarf litlum og meðalstórum
fyrirtækjum að víkka sjóndeildar-
hringinnm með samstarfi við stór-
fyrirtæki og rannsóknarstofur inn-
an bandalagsins og utan.
TEN tölvusamskiptanetið
Með evrópska tölvusamskiptá-
netinu TEN (Trans European
Networking) er leitast við að koma
á ftjálsum og óhindruðum sam-
skiptum milli eins notanda á útstöð
(PC-tölvu) og annars notanda
áöðrum stað í heiminum, samteng-
ingu tækja og samvinnu tækja og
forrita. Til að svo megi verða þarf
almenna staðla, ramma utan um
staðlana, sameiginlegt og viður-
kennt samskiptalíkan fyrir tölvu-
samskipti, auðveld og þægileg not-
endaskil (eitt útlit fyrir alla), al-
mennar reglur fyrir aðgang að
gagnabönkum, einfalda verðlagn-
ingu fyrir aðgang, almennt skipu-
lag á stjórnun tölvuneta og nægi-
legt gagna- og samskiptaöryggi
svo eitthvað sé nefnt.
Stefnt er að því að TEN tölvus-
amskiptanetið komist í notk’un
seinna á þessu ári og hafa þegar
23 aðilar frá 18 Evrópu- löndum
skuldbundið sig til að taka þátt í
samstarfínu. Mikið starf er eftir
áður en netið verður hið fullkomna
samskiptanet, sem stefnt er að' og
sagði Tilo Steinbrinck að frá
sjónarhorni notenda vantaði helst
staðla.
Höfundur er tölvunarfrædingur.
STÁLVASKAR
I eldhúsið
í þvottahúsið
Á vinnustaði,
í bílskúra o.fl.
HF.OFNASMIflJAN
HATHIGSVEGI 7, S: 21220
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásídum Moggans!
VASKHUGI
Hafðu bókhaldið ailtaf á hreinu.
Vaskhugi er forrit, sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfaldleika
í notkun. Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölukerfi,
birgðir, uppgjör vsk., verkefnabókhald, jafnvel einföld
ritvinnsla. allt í einu kerfi á mjög hagstæðu verði.
NÁMSKEIÐ
bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, verða haldin
næstu laugardaga.
Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur í síma 656510.
íslensk tæki, Garðatorgi 5, Garðabæ.
Notkun funda í stjórnun og rekstri
Markviss fundarþátttaka
í mörgum fyrirtækjum og stofnunum er ótrúlega miklum vinnutíma varið í
fundi. Hafa stjórnendur vissu fyrir því, að tíminn sé vel nýttur og
niðurstaðan sé öllum fundarmönnum Ijós?
Staðreyndin er að tækni og aðferðir á fundum getur haft úrslitaáhrif á
skilvirkni fundar. Stjórnunarfélagið hefur fengið til liðs við sig fimm
stjórnendur fyrirtækja til að fjalla um þetta efni. Hvernig er fundum háttað í
fyrirtækjum þeirra? Hvað telja þeir að tryggi best „góðan fund“.
Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir við skipulagningu og stjórnun funda
hjá einkafyrirtækjum, opinberum stofnunum og/eða félagasamtökum.
Rætt verður um íundarstörf og helstu gryfjur sem menn falla í. Hvernig
verða fundir markvissir? Niðurstaða funda og/eða útkoma funda. Sýnt
verður myndband til frekari skýringa.
Námskeiðið er ætlað þeim sem sitja fundi og stjórna þeim.
Gunnar
Þórður Jón
Hildur
Arni
Leiðbeindendur:
Gunnar M. Hanson, forstjóri IBM á íslandi.
Þórður Sverrisson, frkvstj. hjá Eimskip.
Jón Ásbergsson, frkvstj. hjá Hagkaup.
Hildur Petersen frkvstj. hjá Hans Petersen.
Árni Sigfússon, frkvstj. hjá SFÍ.
Tfmi: 25. og 26. mars, kl. 13.00 til 18.00 báða dagana í Ánanaustum 15.
Stjórnunarfélðg
íslands
Ánanaustum 15, sími 621066