Morgunblaðið - 26.03.1992, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSIUPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAG'UR 26. MARZ 1992
Fyrirtæki
Fiskveiðasjóður
eykur framlög í
afskriftarreikning
Hagnaður 122 millj'ónir á sl. ári
HAGNAÐUR af rekstri Fiskveiðasjóðs íslands á síðasta ári var
um 122 milljónir króna skv. rekstrarreikningi. Heildareignir skv.
efnahagsreikningi voru 23.612 milljónir í árslok 1991. Eigið fé
sjóðsins var þá 4.076 milljónir króna samanborið við 3.683 milljón-
ir í lok árs 1990 og eiginfjárhlutfallið hækkaði úr 15,7% í 17,3%
milli ára. Raunávöxtun eigin fjár var rúmlega 3% á síðasta ári.
Á árinu lagði Fiskveiðasjóður 262 milljónir í afskriftareikning
útlána, en þar af námu beinar afskriftir aðeins um 7 milljónum
króna.
Heildartekjur Fiskveiðasjóðs
skv. rekstrarreikningi voru 2.702
milljónir á síðasta ári. Fjármuna-
tekjur námu samtals 2.675 millj-
ónum og fjármagnsgjöld 2.049
milljónum. Reiknuð gjöld vegna
verðlagsbreytinga voru um 105
milljónir og 262 milljónir voru
lagðar í afskriftareikning útlána.
Hreinar fjármunatekjur voru því
um 259 milljónir króna. Reksturs-
kostnaður Fiskveiðasjóðs á síðasta
ári nam 122 milljónum.
Á síðasta ári hækkaði Fiskveið-
asjóður hlutfall afskrifta af heild-
arútlánum úr 1,5% í 2,75% eða
úr um 322 milljónum í 577 milljón-
ir. Svavar Ármannsson, aðstoðar-
forstjóri Fiskveiðasjóðs,. sagði í
samtali við Morgunblaðið að ein
helsta ástæðan fyrir auknu af-
skriftahlutfalli sjóðsins væri
óútkljáð fiskeldismál þar sem lík-
legt væri að töluverðar upphæðir
ætti eftir að afskrifa.
Afgreidd lán Fiskveiðasjóðs á
síðasta ári námu 1.475 milljónum
en samþykkt lánsloforð hljóðuðu
upp á 2.825 milljónir. Eðli málsins
vegna fer ekki saman upphæð
lánsloforða og það sem sjóðurinn
afgreiðir á hveijum tíma. Áfgreidd
lán voru nánast öll fjármögnuð
með erlendum lántökum.
Stærstu hluthafar íslenska
útvarpsfélagsins
millj. kr. %
1. Fjölmiðlun sf. 150,0 27,1
2. Ehf. Verslunarbankans 100,0 18,1
3. Fjórmenningar sf. 37,0 6,7
4. íslenska útvarpsfélagið hf. 29,5 5,3
5. Jón Ólafsson & Co. sf. 26,5 4,8
6. Húsvirki hf. 26,0 4,7
7. Jóhann Óli Guðmundsson 21,7 3,9
8. Sólning hf. 18,0 3,2
9. Ellingsen hf. 15,0 2,7
10. Jóhann J. Ólafsson 15,0 2,7
11. Hávöxtunarfélagið 14,7 2,7
12. Teppabúðin hf. 14,0 2,5
13. Tryggingamiðstöðin hf. 10,0 1,8
14. Þorrihf. 10,0 1,8
170 aðrir hluthafar 66,6 12,0
Heildarhlutafé: 554 milljónir
Gæðastjórnun
Fimmti ISO-staðallinn
gefinn útáíslensku
STAÐLARÁÐ íslands á Iðntæknistofnun mun gefa út á næstunni
fimmta gæðastjórnunarstaðalinn, ISO 9004-2. Þessi staðall er hlið-
stæður hinum fyrri en er sérstaklega saminn fyrir þjónustufyrir-
tæki. Þeir staðlar sem þegar þafa verið þýddir og staðfestir bera
heitin ÍST ISO 9001, -9003 og -9004.
íslensk fyrirtæki sem bjóða vöru
sína eða þjónustu á erlendum mörk-
uðum verða í æ ríkari mæli að geta
sýnt kaupendum sínum fram á að
innan fyrirtækisins sé virk gæða-
stjórnun samkvæmt ISO 9000
stöðlunum, segir í frétt frá Staðla-
ráðinu. Fyrirtækin; þurfa að hafa
komið sér upp gæðahandbók og
starfa samkvæmt þeim. Auk þess
þarf viðurkenndur vottunaraðili að
hafa gert úttekt á fyrirtækinu og
vottað gæðakerfi þess. Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og Lýsi hf. hafa
unnið sig í gegnum þennan feril
með hjálp gæðastaðlanna og fleiri
fyrirtæki fylgja í kjölfarið á næst-
unni.
Staðlaráð íslands ráðleggur þeim
sem vilja kynna sér hvað felst í
stöðlunum _að kynna sér fyrst ÍST
ISO 9004. í honum er að finna leið-
beiningar og lýsingu á hinum ýmsu
hlutum gæðakerfa og er nokkurs
konar kennslubók í uppbyggingu
gæðakerfis fyrirtækja og stofnana.
Guðrún Rögnvaldardóttir, raf-
magnsverkfræðingur, hefur unnið
að þýðingu á stöðlunum og haft
umsjón með útgáfu þeirra.
STJORNARFUNDUR — Á stjórnarfundi íslenska útvarpsfélagsins sl. þriðjudag þegar reikning
ar félagsins voru kynntir. Á myndinni eru Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Jón Ólafs-
son, Jóhann J. Ólafsson, Páll Magnússon, Haraldur Haraldsson, Stefán Gunnarsson, Páll Kr. Pálsson, Jó-
hann Óli Guðmundsson og Sigurður G. Guðjónsson, varamaður Gunnsteins Skúlasonar í stjórninni.
Fyrirtæki
*
Rekstur Islenska útvarps
félagsins á batavegi
HAGNAÐUR Islenska útvarpsfélagsins hf. nam rúmlega 104 milljón-
um króna á sl. ári samkvæmt ársreikningi félagsins en í rekstraráætl-
un hafði verið gert ráð fyrir um 98 milljóna liagnaði. Þetta er mun
betri afkoma en árið áður þegar hagnaður var rúmlega 20 milljónir
á verðlagi ársins 1991 en það var fyrsta árið sem félagið skilaði
hagnaði. Eiginfjárstaða Islenska útvarpsfélagsins um síðastliðin ára-
mót var enn neikvæð upp á rúmlega 165 miHjónir samanborið við
232 milljónir árið áður. Páll Magnússon útvarpssljóri íslenska út-
varpsfélagsins segist gera ráð fyrir því að í lok þessa árs verði unnt
að hefja uppbyggingu jákvæðrar eiginfjárstöðu fyrirtækisins.
í sjóðstreymi íslenska útvarpsfé-
lagsins kemur fram að handbært
fé frá rekstri var rúmlega 152 millj-
ónir á sl. ári sem er mikil upp-
sveifla frá árinu áður þegar greiða
þurfti 170 milljónirmeð rekstrinum.
Handbært fé í árslok 1991 var 31
milljón en var neikvætt um 17 millj-
ónir árið áður.
Rekstrartekjur Islenska útvarps-
félagsins jukust um rúmiega 130
milljónir frá 1990 og voru á síðast-
liðnu ári 1.337 milljónir króna, en
félagið rekur nú Stöð 2 og Bylgj-
una. Athygli vekur að 77% tekn-
anna eru áskriftargjöld en einungis
21% þeirra koma frá auglýsingum
Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Páll
Magnússon segir hlutfall áskriftar-
tekna af heildartekjum líklega vera
hæn-a hjá Stöð 2 en Ríkisútvarp-
inu. Rekstrargjöld sl. árs voru 1.107
milljónir.
Páll segist þakka lægri útgjöld-
um, auknum tekjum og hagræðingu
hinn aukna hagnað fyrirtækins. Á
árinu 1991 störfuðu að meðaltali
159 starfsmenn hjá félaginu. „Við
fækkuðum starfsfólki um 20 manns
á milli áranna 1990 og 1991 án
þess að það kæmi niður á tekjuöfl-
uninni. Þá jókst fjöldi áskrifenda
um nokkur þúsund á sl. ári og í
desember slógum við fyrra met
þegar áskrifendur sem greiddu af-
notagjöld voru um 43 þúsund.“
Heildarskuldir félagsins námu í
árslok 1.291 milljón samanborið við
tæplega 1.311 milljónir árið áður.
Þar af námu skammtímaskuldir 839
milljónum. Þessi skuldabyrði vegur
þungt í rekstrinum og námu nettó-
fjármagnsgjöld sl. árs um 121 millj-
ón samanborið við 105 milljónir
árið áður. „Eiginfjárstaða fyrirtæk-
isins batnaði um rúmlega 66 millj-
ónir en batinn hefði verið betri ef
Islenska útvarpsfélagið hefði ekki
keypt hlutafé í sjálfu sér fyrir rúm-
lega 20 milljónir. Nú gengur mjög
hratt að byggja upp eiginfjárstöð-
una og tel ég það markmið raun-
hæft að í lok þessa árs verði hún
orðin jákvæð,“ segir Páll.
Stjórn Islenska útvarpsfélagsins
samþykkti á fundi sínum á þriðju-
dag sérstakar reglur fyrir stjórnar-
menn sem hafa það að markmiði
að tryggja að öll viðskipti félagsins
verði gerð á grundvelli heiðarleika
og hagkvæmni og hagsmunir fé-
lagsins skuli hafðir að leiðarljósi í
öllum viðskiptum þess. Áhersla skal
lögð á að forðast hagsmuna-
árekstrar og aðstöðu sem til þess
er fallin að skapa tortryggni í garð
félagsins eða stjórnar þess.
Til að tryggja þessi markmið
samþykkti stjórnin m.a. þá reglu
að við innkaup til félagsins skuli
viðhaft útboð þar sem því verður
við komið. Þá skuli stefnt að því
að eiga stærri viðskipti beint við
framleiðendur. Félagið skal þó ekki
fara fram hjá umboðsmönnum sem
þegar eru starfandi hér á landi,
með því að hafa beint samband við
umbjóðendur þeirra. Viðskipti fé-
lagsins við stjórnarmann eru ein-
ungis heimil ef útvarpsstjóri gerir
stjórn félagsins grein fyrir þeim
fyrir eða eftir að viðskipti áttu sér
stað. Stjórnarmanni ber að upplýsa
ef hann á sjálfur hagsmuni tengda
afgreiðslu einstaks máls. Þá segir
í reglunum að stjórnarmönnum sé
óheimilt að ræða við starfsmenn
félagsins,'aðra en útvarpsstjóra, í
því skyni að koma á viðskiptum við
félagið. Útvarpsstjóra ber að til-
kynna stjórn um slík tilvik verði
honum um þau kunnugt. Stjórnar-
mönnum er óheimilt að gerast um-
boðsaðilar fyrir aðiia sem félagið
hyggst eiga viðskipti við, hafi
stjórnarmaðurinn fengið vitneskju
um fyrirhuguð viðskipti vegna
stjórnarstarfa sinna hjá félaginu.
Jóhann J. Ólafsson, stjórnar-
formaður, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að í stjórn félagsins væru
margir eigendur stórra fyrirtækja
sem hefðu hagsmuni afviðskiptum
við félagið. Því gæti skapast hætta
á hagsmunaárekstrum. „Ég tel það
grundvallaratriði í stjórnun að sami
maðurinn sé aldrei að vinna bæði
fyrir ofan og neðan stjórnanda.
Þess vegna eru settar regiur til að
öll boðskipti fari í gegnum fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, aldrei
fram hjá honurn." Jóhann sagði að
ýmis viðskipti hefðu átt sér stað
milli félagsins og stjórnarmanna og
gilt um það nokkrar reglur. Núna
hefðu þær verið samræmdar, end-
urbættar og gerðar ítarlegri.
Aðalfundur íslenska útvarpsfé-
lagsins verður haldinn 1, apríl næst-
komandi en áður hafði verið gert
ráð fyrr að fundurinn yrði haldinn
í byijun maí. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins hefur ríkt
ágreiningur meðal stjórnarmanna
um þá ákvörðun að breyta tíma-
setningu aðalfundarins og boða
hann með svo stuttum fyrirvara
sem raun ber vitni. I aðalstjórn fé-
lagsins sitja nú Jóhann J. Ólafsson
sem er stjórnarformaður, Jón Ólafs-
son, Haraldur Haraldsson, Jóhann
Óli Guðmundsson, Páll Kr. Pálsson,
Stefán Gunnarsson og Gunnsteinn
Skúlason.
Innflutningur
Tollbúðin
í Tollvöru-
geymsluna
TOLLVÖRUGEYMSLAN hf.
hefur tekið við rekstri Toll-
búðarinnar. Allur tollskyldur
varningur sem kemur með
ferðamönnum í flugi til
landsins þarf að fara í gegn
um Tollbúðina og nú mun
Tollvörugeymslan hf. sjá um
vörsluna þar til varningurinn
hefur verið leystur út.
Jafnframt mun Tollvöru-
geymslan hf. á Héðinsgötu sjá
um alla skýrslugerð varðandi
þennan varning. 1 frétt frá Toll-
vörugeymslunni segir að breyt-
ingarnar muni þýða minna
umstang fyrir þá sem notfæra
sér þjónustu Tollbúðarinnar þar
sem þeir þurfi ekki lengur að
sjá sjálfir um flóka skýrslugerð
sem jafnan hafi fylgt því að
leysa út þessar vörur. Jafnframt
sé hægt að greiða aðflutnings-
gjöld af vörunum í Tollvöru-
geymslunni.
Tollbúðin var áður staðsett á
Tryggvagötu undir umsjón Toll-
stjóra.