Morgunblaðið - 26.03.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992
B 3
Fyrirtæki
40% veltuaukning
varð hjá Marel hf.
á síðastliðnu ári
Góður árangur á öllum helstu markaðssvæðum
REKSTRARAFKOMA Marels hf. var góð á síðasta ári. Hagnaður
af rekstri fyrirtækisins var 34,3 milljónir króna eða um 10% af
veltunni. Heildartekjur námu 335,9 milljónum og var um að ræða
40% aukningu frá árinu 1990. Skv. upplýsinguin frá Marel má
rekja þessa miklu veltuaukningu til þess að góður árangur náðist
á öllum helstu markaðssvæðum fyrirtækisins á síðasta ári.
Vöruúrval Marels jókst verulega
á síðasta ári. Ný kynslóð voga leit
dagsins ljós, framleiðsla var hafin
á nýjum flokkurum og seld voru
fyrstu tækin sem byggjst á svo-
kallaðri tölvusjón. Töluverð aukn-
ing varð á sölu í Bandaríkjunum
og námu sölutekjur dótturfyrir-
tækisins Marel Equipment í
Kanada 86,8 milljónum króna. Þá
var á árinu stofnað sölufyrirtækið
Marel Seattle í Seattle í samvinnu
við Gunnar Jóhannesson sem hef-
ur þjónustað tæki frá Marel á því
svæði undanfarin ár.
í árslok 1991 var efnt til al-
menns hlutafjárútboðs hjá Marel
þar sem hlutafé að nafnvirði 15
milljónir króna seldist upp á
skömmum tíma á genginu 1,85.
Nafnvirði heildarhlutafjár er nú
100 milljónir. Iðnlánasjóður seldi
á árinu Sigurði Egilssyni hlut sinn
'í féiaginu og í upphafi þessa árs
seldi Hagvirki hf. sinn hlut til
Burðaráss hf.
Starfsmenn Marel hf. á íslandi
era 44 auk þess sem 8-10 manns
Þjónusta
Gula línan er
sjálfstæður
gagnabanki
Vegna viðtals við Holberg Más-
son í viðskiptablaði þann 5.
mars sl. liefur Miðlun hf. óskað
eftir koma á framfæri eftirfar-
andi athugasemd:
„Gula línan er ekki í neinu sam-
starfi við Póst og síma. Gula línan
er upplýsingasími um vörur og
þjónustu. Fólk hringir í almennt
símanúmer 626262 og fær svör
frá starfsfólki sem leitar upplýs-
inga í gagnabanka Gulu línunnar.
Miðlun hefur hins vegar átt ágætt
samstarf við Póst og síma.“
starfa að jafnaði hjá undirverktök-
um við störf fyrir fyrirtækið. Hjá
dótturfélögum erlendis starfa 5
manns.
Aðalfundur Marel hf. verður
haldinn fimmtudaginn 2. apríl nk.
Stærstui
hlut-
hafar
Nafnv.
fcús.kr.) %
Burðarás hf.
26.566 26,6
Þróunarfélag ísl. hf. 26.096 26,1
Samvinnusj. Isl. hf. 14.049 14,0
Sigurður Egilsson 10.000 10,0
Auðlind hf.
3.591 3,6
Sjóvá Almennar hf. 2.000 2,0
Lífeyrissj. málm-
og skipasmiða 1.500 1,5
Hlutafé samtals: 100 milljónir kr.
Drykkjarvörur
Skipulagsbreytingar
hjá Gosan hf. og
Viking Brugg hf.
SAMEINING gosdrykkjaframleiðslunnar Gosan hf. og dótturfyrir-
tækisins Viking Brugg hf. er áformuð. Að sögn Björgúlfs Guðmunds-
sonar, forstjóra Gosan hf., er stjórn Pharmaco, sem er eigandi beggja
fyrirtækjanna, þessa dagana að ganga frá breytingum á rékstri
þeirra m.a. með sameiningu í huga.
Þessa dagana er verið að setja
upp nýja áfyllivél fyrir flöskur í
verksmiðju Viking Brugg á Akur-
eyri. Um er að ræða fjárfestingu
upp á rúmar 20 milljónir króna.
Nýbirtar sölutölur ÁTVR um sölu
á áfengum drykkjum á síðasta ári,
sýna að staða Viking Brugg hf. á
bjórmarkaðnum hefur styrkst nokk-
uð. Fram kemur að heildarhlutdeild
Viking Brugg í bjórsölu var 31% á
fyrsta ársfjórðungi 1991, en jókst
í 37% á síðasta ársfjórðungi.
Af einstökum tegundum sem
Viking Brugg framleiðir er Löwen-
brau mest seldi bjórinn með um 25%
markaðshlutdeild. Sala á Viking
bjór jókst á árinu og fór markaðs-
hlutdeildin úr 3% í 6%. í frétt frá
Viking Brugg segir að sala á sér-
brugguðum bjór hafi einnig aukist.
Morgunblaðið/Rúnar
AFYLLING — Viking Brugg hf. hefur fjárfest 20 milljónir í
nýrri áfyllivél í verksmiðju fyrirtækisins á Akureyri.
Verðbréf
Hagnaður Verðbréfa-
viðskipta Samvinnu-
bankans 17,2 m.kr.
HAGNAÐUR af rekstri Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans nam
alls um 17,2 milljónum króna á sl. ári samanborið við um 10,5 rnillj-
óna liagnað árið áður. Verðbréfaviðskipti á árinu námu alls rúmum
12 inilljörðum en þar af var sala verðbréfa um 6,1 milljarður. Hér
er um rúmlega 160% aukningu að ræða á milli ára.
R A B B
í DAG...KL.17:15...
„Eru vextir örlagavaldur á
fasteignamarkaöi ? “
Verðbréfaviðskiptin eru deild í
Landsbankanum með sjálfstæðan
ijárhag. Að sögn Þorsteins Ólafs,
forstöðumanns er ástæðan fyrir
mikilli aukningu á umsvifum sú að
fyrirtækið náði til breiðari hóps við-
skiptavina en áður. Hann sagði að
áframhaldandi aukning væri á veltu
í verðbréfaviðskiptum á þessu ári
þrátt fyrir vaxandi samkeppni á
verðbréfamarkaði.
Á sl. ári seldust bankabréf og
bankavíxlar fyrir tæpa 3,8 milljarða
og húsbréf fyrir um 1 milljarð. Þá
nam sala hlutabréfa alls um 262
milljónum.
vlterkurog
L/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
ÞÓRÓLFUR HALLDÓRSSON
formaður Félags fasteignasala
Fundurinn eröllum opinn.
Ármúla 13a, 1. hæö.
Hlutafjáraukning
Samþykkt að auka
hlutafé Skeljungs um
50 milljónir króna
Á aðalfundi Skeljungs á föstudag var samþykkt að heimila sljórn
félagsins að hækka hlutafé uin allt að 50 milljónir króna með
áskrift nýrra liluta. Hér er um framlengingu á heimild aðalfund-
ar frá síðasta ári sem ekki var notuð. Samkvæmt samþykktinni
munu hluthafar eiga rétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum í
réttu hlutfalli við hlut sinn. Stjórn félagsin ákveður útboðsgengi,
fresti til áskriftar og greiðslu þeirra.
Á aðalfundinum var ennfremur
samþykkt að greiða 15% arð af
hlutafé og að hlutafé verði hækkað
um 10% með útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa.
I stjórn félagsins voru kjörnir
þeir Indriði Pálsson, formaður,
Thor Ó. Thors, varaformaður, Jón-
atan Einarsson, ritari, Björn Hail-
grímsson og Sigurður Einarsson.
I varastjórn voru kjörnir þeir
Gunnar Ölafsson, Gunnar J. Frið-
riksson og Haraldur Sturlaugsson.
Vaskur
vinnuhestur
frá Renault
Nýr Express sendibíll!
Nú er kominn á markaðinn nýr Renault Express. Hann
byggir á öllum þeim kostum sem gert hafa þennan mikla
vinnuþjark aö mest selda sendibll f Evrópu. Hinn nýi
Express er kominn meö glæsilegra útlit, þægilegri og
fallegri innróttingu, breiöari hlífðarlista á hliöum og kraftmeiri
vél. Lítið viðhald, löng ending og lágur rekstrarkostnaður
gerir Renault Express aö mjög hagkvæmum valkosti fyrir
öll íslenskfyrirtæki. Eldsneytiseyösla í innanbæjarakstri er
aðeins 8,7 1/100 km. Renault Express - hagkvæmari rekstur.
- Kraftmeiri.vél - Nýtt og glæsilegt útlit
- Ný og þægiiegri innrétting - Lægri rekstrarkostnaöur
Lúgan ofanávörurýminu ereittdœmið um hina
margbreytilegu notkunarmöguleika Renault
Express. Það er hœgt aðflytja stiga eða lengri
hluti án þess að þeir standi út l umferðina.
Glœsileg innrétting gerir aksturinn
þœgilegan og skemmtilegan. Sœti eru
bólstruð og öllum stjórntœkjum er
haganlega fyrirkomið. Nýr og
kraftmeiri mótor gefur góða snerpu.
Flutningsrýmið erstórt(2,6m3).
Hurðir opnast 180 gráður og
hleðsluhteðin er mjög lág.
Burðargeta er 575 kg.
Renault
Fer á kostum
Verð
kr. 697.980,- (án vsk)
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 91-686633