Morgunblaðið - 26.03.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.03.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 B 5 Fyrirtæki Útfhitninguryegur æ þyngra hjá Össuri hf Hefur tífaldast undanfarin þrjú ár .og er von á töluverðri aukningu í ár. ÖSSUR hf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði á stoðtækjum, en það er samheiti yfir gervifætur, gervihendur, spelkur o.fl. Fyrirtæk- ið hefur verið að hasla sér völl í útflutningi undanfarið og það sem af er þessu ári hafa útflutningstekjurnar aukist verulega miðað við árið í fyrra. Hér er verið að tala um útflutning á svokölluðum Iee- ross silikonhulsum sem hafa verið hannaðar og framleiddar í fyrir- tækinu. Á næstunni mun Össur kynna sérstakan gerviframleista og ökklalið, Masterstep, sem ætlunin er að hefja markaðssetningu á erlendis á næstu vikum. Nýjasta afurðin er síðan PCI mótatæki sem áætlað er að komi á markað í sumar. Morgunblaðið ræddi við Tryggva Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóra Össurar um vöxtinn í fyrirtækinu og framtíðarhorfur. Össur hf. var stofnað árið 1971, en reksturinn hefur vaxið mjög síð- ustu ár. Veltan tvöfaldaðist þannig milli áranna 1989 og 1991, jókst úr 65,5 milljónum í 126 milljónir. Á þessum árum hefur hlutur út- flutnings tífaldast. Útflutningstekj- urnar voru 52 milljónir á síðasta ári og allar líkur á mikilli aukningu á þessu ári. Þróunarvinna hefur verið stór þáttur í starfsemi Össur- ar gegnum árin. „Að meðaltali má segja að um 10% af veltunni hafi farið í þróunarvinnu og það gerir að verkum að fyrirtækið hefur ver- ið nokkuð skuldsett. Þessi þróunar- vinna er nú að skila sér í auknum útflutningi þannig að við sjáum nú fram á betri tíð,“ sagði Tryggvi. Iceross silikonhulsan kom á markað fyrir sex árum og er sú vara fyrirtækisins sem komin er lengst í markaðssetningu. Nú eru hulsurnar seldar til um 16 landa, þar af mest til Bandaríkjanna. En hvað er Iceross silikonhulsa? „Þetta er einn hluti af heilum gervifæti sem notaður er til að festa fótinn við líkamann," sagði Tryggvi. „Hulsurnar eru framleiddar í stöðl- uðum stærðum, en annars staðar eru menn að framleiða sérútbúnar hulsur á hvern einstakling. Iceross hulsurnar eru úr sérstöku siliko- nefni sem er mjög teygjanlegt, lag- ar sig alveg eftir stúfnum og kemur í veg fyrir núningssár. Við erum með einkaleyfi á þessari fram- leiðslu, en auðvitað má eiga von á samkeppni fyrr en síðar. Menn eru jú alitaf að koma fram með nýjung- ar á þessu sviði eins og öðrum.“ Framleiðsluaðferðin á silikon- hulsunum er' flókin og að sögn Tryggva þurftu starfsmenn Össurar alfarið að þróa framleiðslulínuna sjálfir. „Um tíma áttum við í erfið- leikum með að anna eftirspurn, en nú höfum við margfaldað fram- leiðslugetuna með nýjum búnaði. Það voru komnir langir biðlistar eftir hulsunum, en við höfum leyst málið með að vinnu á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn frá því í janúar. Þegar frá líður munu tvö- faldar vaktir væntanlega nægja til að anna eftirspurn," sagði Tryggvi. Masterstep fer á markað á næstu vikum — Hvert er síðan næsta skref hjá ykkur? „Við erum að vinna að lokaþróun á gei’viframleista og ökklalið sem við köllum Masterstep, en hann hefur verið í biðstöðu í rúmt ár vegna fjármagnsskorts. Fram- leiðslustigið er að nálgast og það er áætlað að setja Masterstep á markað á Norðurlöndum á næstu vikum.“ Framleiðsla gerviökklans byggir á notkun efniseiginleika koltrefjasamfellu. Ávinningurinn er sá að orkan sem fer í að sveigja íjöðrina þegar tábergið ber allan líkamsþungann undir hröðunará- tak, vinnst aftur þegar álaginu linn- ir og notandinn fær þannig eðli- legra gangmynstur en áður þekkt- ist, bæði við hlaup og gang. „Við frumkynningu á Masterstep hafa menn sýnt verúlegan áhuga. Við höfum verið með ákveðna próf- un í gangi hér á landi, í Danmörku og Svíþjóð ásamt Bandaríkjunum þar sem ökklinn er áætlaður á markað í sumar.“ Nýjasta afurðin sem er í þróun hjá Óssuri er tæki til að taka gips- mót af stúf undir loftþrýstingi, svo- kallað PCI mótatæki. Þar er líkt eftir því þegar stúfur er í hulsu sem notuð er daglega. „Með þessari aðferð er hægt að stytta vinnslutím- ann verulega því harða hulsan sem kemur utan um silikonhulsuna passar nær undantekningalaust í fyrstu, þegar tækið er notað,“ sagði Tryggvi. „Þetta er einfalt og ódýrt tæki sem sparar mikla vinnu fyrir stoðtækjafræðinginn." „I þróunarvinnunni höfum við verið í samstarfi við Iðntæknistofn- un og Verkfræðistofnun Háskóla Islands. Það hefur verið gott svo langt sem það hefur náð, en þó höfum við þurft að leita talsvert til erlendra aðila, bæði varðandi efna- tækni og gerð framleiðslutækja." „Höfum áhuga á að prófa beina markaðssetningu og sölu frá íslandi" — Hvernig standið þið að mark- aðsmálum erlendis? „Við hófum útflutning árið 1986 og sömdum við fyrirtæki í Svíþjóð um að sjá um heimsmarkaðssetn- ingu fyrir okkur. Silikonhulsan var þarna alveg ný á markaðnum og óvíst um viðtökurnar. Fyrir tveimur árum voru markaðsmálin síðan tek- in til endurskoðunar í kjölfar vax- andi umsvifa í útflutningi. Þá var mörkuð sú stefna að koma okkur upp sérstökum umboðsaðila í hveiju landi til að komast sem næst mark- aðnum á hveijum stað. Við höfum þegar samið við aðila í Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkjunum og er- um með forkönnum í gangi í Japan og víðar.“ „Við höfum líka áhuga á að prófa beina markaðssetningu og söiu héð- an. Slíkt myndi reyndar kosta yfir- byggingu á fyrirtækið hér, en við fengjum meira fyrir vöruna þar sem milliliðurinn væri ekki lengur til staðar. Þá myndi það starf sem nú er unnið erlendis færast inn í land- ið. Ég tel að þetta verði sífellt væn- legri kostur eftir því sem samgöng- ur verða betri og við munum kanna þennan möguleika vandlega á þessu ári. Þessu fylgja náttúrulega ókost- ir eins og aukinn auglýsingakostn- aður, bundin hraðsendingaþjónusta o.fl., en við höfum samt áhuga á að gera tilraun með þetta." „Við erum að gera hluti sem vekja mikla athygli erlendis og hingað kemur fólk víðsvegar að til að kynna sér tækni okkar og fram- leiðsluvöru. Össur Kristinsson hefur séð um alla þróun og er eftirsóttur fyrirlesari erlendis á þessu sviði. Gjaldeyristekjurnar af útflutningi okkar fara sífellt vaxandi og í tengslum við markaðssetninguna erlendis erum við að byggja upp námskeiðahald til að kynna tækn- ina sem þarf að hafa í huga við notkun á vörum frá okkur. Þannig vonumst við til að auka útbreiðslu vörunnar. „Þess má geta að við hófum í fyrra að vinna að ákveðnu gæða- máli með virkri þátttöku starfsfólks hér. Þeirri vinnu er haldið áfram nú og síðan erum við að huga að því að vinna okkur inn vottun fyrir ISO staðlana svo við verðum klár í aukna samkeppni þegar og ef evrópska efnahagssvæðið verður að veruleika. Þar eigum við mikla vinnu fyrir höndum." Aðalvandinn liggur í fjármögnun þróunarvinnunnar — Hvernig hefur gengið að fjár- magna starfsemina þar sem svo mikil áhersla hefur verið lögð á þróunarvinnu? „Við fengum í fyrra styrk frá Rannsóknarráði. Lánafýrirgreiðsla hefur verið þung í vöfum þar sem við höfum ekki haft neinar stórar fasteignir á bak við okkur. Þetta hefur gengið upp hingað til, en fjár- mögnun þróunarvinnunnar er þó tvímælalaust erfíðasta vandamálið sem við eigum við að etja.“ — Hvernig hefur samstarfið verið við ráðamenn í heilbrigðis- þjónustunni? „Ég neita því ekki að okkur hef- ur. þótt þeir sýna okkur mikið áhugaleysi. Þaðan hefur lítil hvatn- ing komið varðandi þá þróunar- vinnu sem við höfum verið að inna af hendi og stjórnvöld hér hafa ekki sýnt mikinn áhuga á að að- stoða okkur í þeim efnum,“ sagði Tryggvi. „Það má í raun segja að ég hafi orðið fyrir nokkrum von- brigðum með samstarf okkar við hið opinbera hér í heilbrigðisgeiran- um.“ — Hvað með framtíðina. Munið þið í vaxandi mæli leggja áherslu á útflutning og þá jafnvel á kostnað innanlandsþjónustunnar? „Innanlandsþjónustan er orðin mjög þung í vöfum. Það er mikil kergja í öllum samskiptum við emb- ættismenn. Þeir tala um sparnað og niðurskurð sem því miður virðist felast í því að tefja afgreiðslu, koma í veg fyrir viðskipti og draga stór- lega úr þeirri þjónustu sem fötluð- um viðskiptavinum er veitt. Miðað við stöðuna í dag er líklegt að áhersla okkar eigi eftir að færast enn meira á erlenda markaði. í kjöl- farið gæti farið svo að við skoðuðum kosti þess að flytja einhvern hluta starfseminnar til útlanda. Rekstur- inn í ár mun skera úr um það hvort við grípum til þess ráðs,“ sagði Tryggvi Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Össur hf. að lok- um. HKF Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritið fyrir Macintosh og PC. Námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu. Höfum kennt á Word frá árinu 1987. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 s> & © Morgunblaðið/KGA STOÐTÆKI — Tryggvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Össurar, Kristján Guðmundsson og Jan Kristensen, stoðtækjafræðing- ur við vinnu á Masterstep gerviframleista og ökklalið. Áætlað er að setja Masterstep á markað á næstu vikum. Vaskur vinnuhestur frá Renault Nýr CIÍO sendibíll! Renault Clio hefur fengið fleiri alþjóðlegar viðurkenningar en nokkur annar bíll í sama stærðarflokki: "Bíll ársins í Evrópu", "Gullna stýrið 1991", "Auto Trophy 1991 ” svo nokkrar séu nefndar. Meðal umsagna í þekktum tímaritum er eftirfarandi: "Renault Clio hefur alla helstu kosti keppinauta sinna af sömu stærð, en er með betri aksturseiginleika, er þýðari, með efnismeiri og vandaðri innréttingu og meiri hljóðeinangrun". Nú er þessi vandaöi og glæsilegi bfll kominn í sendibílaútgáfu. Þar munu allir hans kostir sem fólksbíls nýtast, ásamt því að hann er búinn stóru flutningsrými sem auðvelt er að ferma og afferma. Sérstök grind fyrir aftan bílstjórann tryggir öryggi hans í akstri. Viðhalds- og rekstrarkostnaður er mjög lágur og eyðsla innanbæjar er aðeins 7.3 1/100 km Margfaldur verölaunabíll, nú kominn í sendibílaútgáfu. Einstaklega glæsilegur bíll meö frábæra aksturseiginleika og búinn stóru og rúmgóöu flutningsrými. Glœsileg og vönduð innrétting gerir aksturinn þœgilegan og skemmtilegan. Sœti eru einstaklega þœgileg og Clioinn er kattlipur í borgarumferðinni. Kraftmikil vél skilar mikilli snerpu og góðu viðbragði. Stórt farangursrými og þœgileg hleðsluaðstaða gera þennan bíl að góðum farkosti til flutninga. Hurðin opnast upp á við og hleðsluhieð er mjög lág. Renault Fer á kostum Verð kr. 623.000,- (án vsk) Bílaumboðið hf Krókhálsi 1 - 110Reykjavík - Sími 91-686633

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.