Morgunblaðið - 26.03.1992, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992
Tryggingar
Svipaðar áherslur í
starfsemi stóru
AF ársskýrslum stóru trygg'ingaíelaganna, Vátryggingafélags ís-
lands hf. og Sjóvár-Almennra trygginga hf. má ráða að þau hafa
haft svipaðar áherslur í starfsemi sinni á sl. ári. Megináherslan er
sem fyrr á það að ná niður kostnaði. Einnig reyná félögin að bæta
innheimtu, hækka iðgjöld í völdum greinum, styrkja eigin trygginga-
sjóð og ráðast af tjónunum með ýmsum hætti. Hins vegar skilur á
milli félaganna þegar litið er til afkomu sl. árs. Sjóvá-Almennar
voru skv. rekstrarreikningi fyrir sl. ár með 74 milljóna tap meðan
VÍS sýnir 41 milljón í hagnað.
í meðfylgjandi yfirlitsgreinum er
fjárhagsleg staða félaganna rakin
og leitast við að skýra hana út
ásamt afkomu sl. árs. Ljóst er að
mikil áhersla hefur verið lögð á
lækkun kostnaðar hjá félögunum.
Rekstrarkostnaður í hlutfalli við
iðgjöld ársins lækkar úr 23,4% í
19,4% hjá VÍS. Hjá Sjóvá-Almenn-
um lækkar hlutfallið úr 19,2% í
15,6%. Munur á milli félaganna
skýrist að einhverju leyti af meiri
umsvifum VÍS í þjónustu á lands-
byggðinni og meiri viðskiptum við
einstaklinga. Bæði félögin sýna
mikið tap í slysatryggingu öku-
manns og eigenda svo og í öðrum
greinum almennra slysatrygginga.
Hvað afkomuna snertir er ljóst
að niðurstaða VÍS er að miklu leyti
borin uppi af endurtryggjendum.
Félagið hefur aftur á móti náð
árangri í lækkun kostnaðar, inn-
heimtu og heldur hefur dregið úr
tjónum. Sjóvá-Almennar hafa einn-
ig notið endurtryggjenda við að
mæta stærri tjónum. Hins vegar
hefur félagið aukið við trygginga-
sjóði sína vegna aukins tjónaþunga
í umferðinni og niðurstaðan er tap-
rekstur.
Tryggingasjóðir hafa raunar
aukist hjá hjá báðum félögunum.
Aftur á móti er hlutfallið milli eigin
tryggingasjóðs og eigin iðgjalda
126% hjá VÍS í árslok en 180% hjá
Sjóvá-Almennum. Þannig er trygg-
ingasjóður Sjóvá-Almennra 40%
stærri en sjóður VÍS sem skýrist
væntanlega af mismunandi gjald-
dögum iðgjalda og misjöfnu mati
félaganna á skuldbindingum gagn-
vart tryggingatökum.
Þegarditið er á bókfærð iðgjöld
í ýmsum greinum sést að VIS er
stætra í eignatryggingum, öku-
tækjatryggingum og slysa- og
sjúkratryggingum. Sjóvá-Almennar
eru hins vegar stærri í sjó- og farm-
tryggingum og ftjálsum ábyrgðar-
tryggingum.
Hvað starfsmenn snertir voru
þeir 123 talsins á aðalskrifstofu
VÍS en 107 hjá Sjóvá-Almejmum.
Heildarstarfsmannafjöldi VÍS er
hins vegar 180 að meðtöldum um-
boðsmönnum sem eru fastráðnir hjá
félaginu.
Skiptirig bókfærðraJðgjalda
eftir greinum
irorajot
'Wr
vAtryggingaféi AC
ÍSLANDS
SjOVÁ-ALMENNAR
millj. kr. % millj. kr. %
Eignatryggingar 828,4 20 709,7 19
Sjó- og farmtryggingar 306,3 7 384,4 10
Ökutækjatryggingar 2394,7 58 2106,3 57
Frjálsar ábyrgðatryggingar 172,6 4 228,3 6
Slysa- og sjúkratryggingar 435,9 11 251,4 7
Frumtryggingar 4137,8 100 2680,0 100
ALLS 4527,3 4012,2
Kostnaðarhlutfall af
iðgjöldum ársins
laun, annar kostn. og graidd umboðslaun t
?7,7%
24,7%
23,4%
VATOrœjNCJPÍUG SJOVÁ-ALMENNAR
w* ,„%
15,6%
1988 1989 1990 1991
1988
1989 1990 1991
Mikil umskipti í
afkomu VIS á sl. ári
Þrátt fyrir 41 milljón í hagnað er þó ekki um viðunandi
afkomu að ræða í ljósi umsvifa og eigna félagsins
VIS Hagnaður yíS er aðeins um 1% af iðgjöldum ársins. Að
mati forráðamanna VÍS er engan veginn um viðunandi afkomu að
ræða enda þótt þeir séu ánægðir með það að hún þróaðist í rétta átt
á árinu.
MIKIL umskipti urðu í afkomu
Vátryggingafélags íslands á sl.
ári þegar um 41 milljónar króna
hagnaður varð af félaginu sam-
anborið við um 160 milljóna tap
árið áður. Þessi bati skýrist m.a.
af mikilli þátttöku endurtryggj-
enda í tjónum á sl. ári svo og
lækkun kostnaðar. Þrátt fyrir
þennan afkomubata er hér hins
vegar ekki um viðunandi árang-
ur að ræða með hliðsjón af um-
svifum félagsins en iðgjöld ársins
námu alls rúmum 4,2 milljörðum
og tjón ársins 3,9 milljörðum.
Mikill þungi slysatjóna í umferð-
inni rýrði afkoinuna verulega á
árinu eins og undanfarin ár og
varð áframhaldandi taprekstur á
slysatryggingum þrátt fyrir
hækkun iðgjalda í slysatrygg-
ingu ökunianns og eiganda. Þá
bitnuðu aukin vanskil á afkom-
unni og voru því gjaldfærðar alls
127,9 milljónir í ársreikningi
vegna tapaðra viðskiptakrafna.
Axel Gíslason, forstjóri VIS, var
spurður hvað ylli umskiptum í af-
komu félagsins. „Langstærsti þátt-
urinn í því á sl. ári er áframhald-
andi lækkun kostnaðar í rekstri.
Kostnaðurinn lækkaði á síðasta ári
sem samsvarar um 3,6% af iðgjöld-
um ársins og af 4,2% milljarða veltu
þá eru það um 150 milljónir. Þetta
vegur mjög þungt en einnig hafa
margir aðrir minni þættir áhrif.
Afkoma nokkurra greina hefur
batnað en í slysatryggingagreinum
hefur afkoman aftur á móti undan-
tekningarlaust versnað þrátt fyrir
hækkanir á iðgjöldum. Hækkun
tjóna hefur orðið miklu meiri. Það
hjálpar hins vegar til að fjármagns-
tekjur eru hærri en árið 1990.“
Ingi R. Helgason, stjórnarfor-
maður VÍS, bendir á að við samein-
ingu þeirra tveggja féiaga sem
stóðu að -stofnun VÍS hafi orðið til
félag méð miklu meiri fjárhagslega
burði en fyrirrennarar þess. VÍS
hafi því gefað minnkað þátttöku
endurtryggjenda í tjónum og ið-
gjöldum sefn'kkili sér í afkomunni.
Hér er þó að mati forráðamanna
VIS engan veginn um viðunandi
afkomu að ræða enda þótt þeir séu
ánægðir með það að hún þróaðist
í rétta átt á árinu. „Hagnaðurinn
er aðeiiíS. um 1% af iðgjölduin árs-
ins,“ ségir Ingi, „Ég tel að heilbrigð-
ur vátrýggingarekstur þurfi 2,5-3%
arðsemi af iðgjaldatekjum til að
unnt sé að byggja upp sjóði á rétt-
an hátt og mæta minni háttar áföll-
um.“
Varðandi afkomuna á yfirstand-
andi ári segir Axel Gíslason að verði
ekki breytingar á ytri forsendum
varðandi slysatrygginguna séu eng-.
ar horfur á bata. „Það hefur verið
biðstaða varðandi slysatryggingu
ökumanns og eiganda frá því sl.
sumar þrátt fyrir það að tap af
greininni skipti hundruðum millj-
óna. Til lengri tíma litið þarf að
r ákveða iðgjöld þannig í hverri grein
að þau standi undir tjónum og
kostnaði við hana.“
Hlutfall kostnaðar fer
lækkandi
Hlutfall rekstrarkostnaðar og
greiddra umboðslauna af bókfærð-
um iðgjöldum hefur farið lækkandi
hjá VIS á undanförnum árum og
lækkaði það úr 23,4% í 19,8% á
milli ára. Þetta hiutfall var 27,7%
árið 1988 í tíð félaganna sem stóðu
að stofnun VÍS en miðað við þetta
hlutfall hefði kostnaðurinn hefði
orðið um 332 milljónum hærri á sl.
ári hærri en raun bar vitni. „Ég
held að við getum alltaf gert betur.
Við verðum að horfa á hvetjum tíma
á það að vera samkeppnishæfir við
innlenda eða erlenda samkeppnis-
aðila,“ segir Axel Gíslason aðspurð-
ur um hvort horfur séu á að þetta
hlutfall muni enn fara lækkandi.
Ökutækjatryggingar eru lang-
veigamesti þátturinn í starfsemi
VÍS og nema iðgjöldin í þeirri grein
liðlegg. helmingi af heildariðgjöldum
félagsins. Að frádreginni hlutdeild
endurtryggjenda nema eigin tjón
tæplega 1.950 milljónum og er það
um 93,3% af eigin iðgjöldum. Enda
þótt hlutfallið hafi lækkað úr 99,5%
frá árinu áður er verulegt tap af
greininni að teknu tilliti til rekstrar-
kostnaðar og fjármunatekna.
Allt önnur niðurstaða sést í eign-
atryggingum þar sem hlutfall eigin
tjóna er 73,5% af eigin iðgjöldum
og hefur afkoman í greininni batnað
verulega frá árinu 1990 þegar þetta
hlutfall var 95,9%. Þetta skýrist
m.a. af því að nokkur stór tjón á
borð við óveðurstjónin í febrúar
voru að verulegu leyti borin uppi
af endurtryggjendum. í sjó- og
farmtryggingum hafa sömuleiðis
orðið hagstæð umskipti á milli ára
og nam fyrrnefnt tjónahlutfall
39,1% samanborið við 65,5% árið
áður. í fijálsum ábyrgðartr-ygging-
um er tjónahlutfallið 61,6%. í slysa-
og sjúkratryggingum fóru tjón árs-
ins langt fram úr iðgjöldum. Þannig
nam hlutfall eigin tjóna 129,9% af
eigin iðgjöldum og hækkaði úr
105,4% frá árinu áður.
Þáttur endurtryggjenda er sér-
staklega eftirtektarverður í árs-
skýrslu VIS þar sem félagið naut
mjög góðs af endurtryggingum á
sl. ári. Eitt af markmiðum með
þeim er að draga úr áhrifum á
stærstu tjónanna á rekstrarniður-
stöðuna en allmörg stór tjón ein-
kenndu einmitt starfsemi VÍS á
árinu. Þátttaka endurtryggjenda
nam alls 865 milljónum í tjónum
eða 21,9% af tjónum ársins og
greiddu þeir félaginu 168,2 milljón-
ir í umboðslaun. Hlutur þeirra í ið-
gjöldum nam aftur á móti aðeins
797 milljónum þannig að tap endur-
tryggjenda er um 236 milljónir.
Árið 1990 var hins vegar hagstætt
fyrir endurtryggjendur VIS sem
veldur því að viðskiptin á þessum
tveimur árum eru í jafnvægi.
Trygging'arsjóðir
mælikvarði á styrkleika
Tryggingasjóðir í reikningsskil-
um tryggingafélaga eru mikilvægur
mælikvarði á fjárhagslegan styrk
þeirra en þeim er skipt í iðgjalda-
sjóði og bótasjóði. í iðgjaldasjóði
eru þeir fjármunir sem félagið legg-
ur til hliðar í lok reikningsársins
vegna skuldbindinga sinna fyrir
ti-yggingatímabil sem ekki er liðið.
Bótasjóðir eru aftur á móti þeir fjár-
munir sem félagið hefur lagt til
hliðar vegna tjóna sem þegar hafa
orðið en eftir á að greiða. Við sam-
anburð milli tryggingafélaga að
þessu leyti þarf því að taka tillit til
þess hvenær gjalddagar iðgjalda
eru. Tryggingasjóðir félagsins
námu í árslok rúmum 4,9 milljörð-
um og hækkuðu um 28,4% frá árinu
áður. Eigin tryggingasjóðir þ.e.
þegar hlutur endurtryggjenda hefur
verið dreginn frá námu alls tæplega
4,3 milljörðum við lok ársins og
hafði aukist um 30,7% á árinu.
Gjarnan er litið á hlutfall eigin
tryggingasjóða og eigin iðgjalda
sem vísbendingu um styrkleika
sjóðanna og nam það 125,6% í árs-
lok samanborið við 120,6% árið
áður. Þannig hefur VÍS styrkt sína
tryggingarsjóði á milli ára. Þessi
aukning ætti að endurspegla áæti-
anir féíagsins um tjón á árinu og
skuldbindingar sem á því hvíla.
Reynist tjón hins vegar minni en
áætlanir gera ráð fyrir er afkoman
betri en rekstrarreikningur gefur
til kynna og lakari ef tjónin fara
fram úr áætlun.
Veltufjármunir námu tæpum 3,9
milljörðum við árslok og höfðu
hækkað um 51% á árinu. Skamm-
tímaskuldir námu 808 milljónum
við árslok og höfðu aukist um 53,8%
frá fyrra ári. Fastafjármunir námu
rúmum 2 milljörðum og jukust um
tæp 20% frá árinu áður. Af öðrum
liðum má nefna hlutafjáreign VÍS
í ýmsum fyrirtækjum sem er bók-
færð á tæpar 307 milljónir. Loks
nemur bókfært eigið fé alls tæpum
710 milljónum í árslok en það var
aukið um 300 milljónir milli ára
með sölu nýs hlutafjár í lok ársins.
í því sambandi má benda á með-
fylgjandi töfiu yfir hluthafa VÍS og