Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 B 7 Slök afkoma Sjóvár- Almennra vegna ijóna- þungans í umferðinni Um 74 milljóna tap sl. árs einkum rakið til umferðartjóna fyrri ára AFKOMA Sjóvár-Almennra trygginga breyttist mjög til hins verra á sl. ári og sýndi rekstrarreikningur 74 milljóna tap samanborið við 27 milljón hagnað árið áður. Meginskýring slakrar afkomu á þessum tveim- ur árum er mikill tjónaþungi í umferðinni en þar vegur þyngst stór- fellt tap félagsins í slysatryggingu ökumanns og eiganda. Félagið styrkti tryggingasjóði enn frekar á sl. ári með auknu framlagi til að mæta áætluðum óuppgerðum tjónum og sýnist staða félagsins nú sterk að því leyti. A aðalfundi félagsins sl. föstudag lýsti stjórnarformaður þess yfir vonbrigðum með afkomu félagsins í Ijósi þess að hlutfall rekstrar- kostnaðar að viðbættum greiddum umboðslaunum hefði enn lækkað á árinu. Kvað hann ekki útlit fyrir að reksturinn yrði i betra horfi á þessu ári og ekki unnt að spá hagnaði við núverandi aðstæður. Iðgjöld ársins námu alls tæpum 3,8 milljörðum króna og jukust um 25% frá árinu áður. Að frádregnum hlut endurtryggjenda námu eigin ið- gjöld 2,7 milljörðum sem er um 26% hækkun á milli ára. Tjón ársins námu 3,8 milljörðum sem er 25% hækkun og að frádreginni hlutdeild endur- tryggjenda námu eigin tjón ríflega 3 milljörðum sem er 31% hækkun. „Almennt má segja að tjón á árinu 1991 hafi verið heldur minni en oft áður, en það sem einkum veldur tap- inu er að greiðslur vegna tjóna á fyrri árum hafa reynst þyngri en við var búist,“ sagði Benedikt Sveinsson, - stjórnarformaður Sjóvár-Almennra, í ræðu sinni á aðalfundi félagsins. „Það eru fyrst og fremst umferðar- slys sem valda þessari slæmu út- komu. Svonefnd slysatrygging öku- manns og eiganda sem tekin var upp með nýjum umferðarlögum árið 1988 hefur reynst vátryggingarfélögunum mjög erfið. Þegar á móti blæs með þessum hætti er það oft álitamál hvort viðhalda eigi sterkum trygg- ingasjóðum eða draga úr tapi með því að lækka þá. Hjá Sjóvá-Almenn- um hefur fyrri leiðin verið valin eins og sést á því að hlutfall eigin trygg- ingaSjóða á móti eigin iðgjöldum hefur hækkað." Benedikt benti á í ræðu sinni að þrátt fyrir hækkanir á iðgjöldum í slysatryggingu ökumanns væri ljóst að hún hefði engan veginn dugað til að jafnvægi næðist í greininni. „Áætlað er að hækkunarþörf á bíla- tryggingum í heild kunni að vera nærri 10%. Á það var bent af forráða- mönnum nokkurra tryggingafélaga að nauðsynlegt væri að hækka slysa- tryggingu ökumanns strax síðasta haust um tugi prósenta. Á þetta var þó ekki fallist af Tryggingaeftirlit- inu.“ Um 200 milljóna sparnaður Verulegur árangur hefur náðst með hagræðingu hjá Sjóvá-Almenn- um sem sést best af hlutfalli rekstr- arkostnaðar af iðgjöldum ársins. Það nam 15,6% á sl. ári á móti 19,2% árið á undan. í þessu sambandi má nefna að skrifstofu- og stjórnunar- kostnaður hækkaði einungis um 3% á milli ára. í ræðu sinni á aðalfundi félagsins benti Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri á að hvert pró- sentustig í þessu sambandi samsvar- aði 37 milljónum til spamaðar. Á þeim þremur árum sem liðin væru frá sameiningu félaganna mætti ætla að heildarsparnaður í skrifstofu- og stjórnunarkostnaði næmi um 200 milljónum. Á sl. ári þurfti félagið að afskrifa iðgjöld og kröfur að fjárhæð 26 millj- ónir. Jafnframt eru þessir liðir færð- ir niður um 136 milljónir í efnahags- reikningi í varúðarskyni og er mynd- aður mótreikningur sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast. í ársreikningi Sjóvár-Aimennra er afkoma einstakra greina sundurliðuð með ítarlegum hætti. Eins og und- anfarin ár varð hagnaður af eigna- tryggingum enda nam hlutfallið milli tjóna og iðgjalda ársins 55%. Sömu sögu er að segja af sjó-, farm- og flugtryggingum hjá félaginu á sl. ári þar sem tjónahlutfallið var 60%. Af öðrum greinum var mikið tap, eink- um af ökutækjatryggingum, þar sem tapið er rúm 34% af iðgjöldum. Tjónahlutfallið í greininni nam 131%. SJOVA-ALMENNAR — Tjón árið 1991 voru minni en oft áður, en það sem einkum veldur um 74 miilj. kr. tapi er að greiðslur vegna tjóna fyrri ára voru þyngri en við var búist. I þessu sambandi benda forráðamenn félagsins á neikvæða afkomu ökutækjatrygginga. Þetta er langveigamesta greinin hjá félaginu en iðgjöld ársins námu um 1,9 milljörðum eða 56% af frum: tryggingariðgjöldum félagsins. í fijálsum ábyrgðartiyggingum var tjónahlutfallið 123%. Þá var það 153% í slysa- og sjúkratiyggingum og má að mestu rekja það til fjölgun- ar örorkutjóna. Dulið eigið fé í hlutabréfum Veltufjármunir félagsins námu í árslok alls rúmum 3,1 milljarði sem er um 47% hækkun á milli ára. Fastafjármunir námu aftur á móti rúmum 3 milljörðum og hækka um 8% á milli ára. Sérstaka athygli vek- ur hlutabréfaeignin sem er bókfærð á 727 milljónir. Félagið ert.d. stærsti hluthafi Eimskips og meðal stærstu hluthafa Flugleiða og fleiri félaga. Hlutabréfin í félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði eru bókfærð á tæpar 560 milljónir en samkvæmt skýringum í ársreikningi er markaðs- verð þeirra liðlega 1 milljarður. Þann- ig má segja að a.m.k. 450 milljóna dulið eigið fé sé í eignum félagsins. Skuldamegin í efnahagsreikningi sést að skammtímaskuldir námu alls 532 milljónum og hafa þær hækkað um 12%. Veigamesti skuldaliðurinn er hins vegar tryggingasjóður sem nam rúmum 5,9 milljörðum í árslok eða um 82% af skuldum og eigin fé félagsins. Þar af var hluti endur- tryggjenda rúmlega 1 milljarður. Eigin tryggingasjóður nam því rúm- lega 4,9 milljörðum og hækkaði um 32%. í þessu sambandi ber að nefna að tryggingasjóður samanstendur annarsvegar af bótasjóði og hins vegar iðgjaldasjóði. Iðgjaldasjóður svarar til þess hluta bókfærðra ið- gjalda þar sem tryggingatímabil nær yfir á næsta ár. Bótasjóður er tilkom- inn vegna tjónsatburða sem orðið hafa en eru óuppgerðir í lok reikn- ingsársins. Til að meta fjárhagslegan styrk tryggingafélaga er jafnan litið á hlutfall eigin tryggingasjóða á móti eigin iðgjöldum. Þetta hlutfall var 152% árið 1988, 168% árið 1989, 172% árið 1990 og á sl. árið var það komið í 180%. Eigið fé í árslok nam alls 623 milljónum og hækkaði um 6% á milli ára. KB ♦Tilboð þetta gildir til 31. maí og á hótelum sem Flugleiðir haíá samning við. EITT ARGJALD FYRIR BÆÐI SAGA Ánægjunnar, sem þú nýtur á Saga Business Class, nýturðu BUSINESS ^6St me^ 'lenn‘ með þeim sem þér þykir vænst Ai i r<Á um. Þess vegna bjóða Flugleiðir farþegum, sem greiða fullt Saga Business Class fargjald, sérstök vildarkjör: frímiða fýrir maka til New York og Baltimore og til allra áfangastaða í Evrópu utan Norðurlanda og 90% afslátt af fargjaldi til áfangastaða á Norðurlöndum. Auk þess bjóðum við á Norðurlöndum 8000 kr. upp í hótelkostnað í sömu ferð.* - Gefðu maka þínum tækifæri til að kynnast kostum þess að fljúga með Saga Business Class. Breyttu venjulegri viðskiptaferð FLUGLEIÐIR 1 einstaka uppllfún fyrir ykkur bæði. Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.