Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992
Atvinnulíf
Beinir styrkir til atvinnu-
lífs munu fara vaxandi
Óbeinir styrkir hafa verið meiri á íslandi en í nágrannalöndunum en kerfið er að breytast
OPINBERIR styrkir til atvinnu lífsins eru áberandi lægri á íslandi
en á öðrum Norðurlöndum en hæstir eru þeir i Noregi. Þetta kemur
fram í skýrslu sem Norðurlandaráð gaf út nýverið um styrki til
atvinnuveganna á Norðurlöndum á árunum 1986 til 1990. Að þess-
ari rannsókn unnu fulltrúar úr öllum fjármálaráðuneytum landanna
og frá Islandi var Guðmundur Rúnar Guðmundsson deildarstjóri í
fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir mikla vinnu og ítarlega skýrslu
segir Guðmundur hana þó ekki segja allan sannleikann þar sem á
Islandi hafi á árunum 1986-1990 líklega verið meira um óbeina styrki
í gegn um opinbera lánasjóði en á hinum Norðurlöndunum. Þar
beri mest á Byggðasjóði, Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina
og Hlutafjársjóði innan Byggðastofnunar. Guðmundur segir þróun-
ina almennt hafa verið þá að ríki hafi horfið frá óbeinum styrkjum,
ábyrgðum og vaxtakjörum vegna einkavæðingar fjármagnsmarkað-
ar. I staðin hafi verið teknir upp beinir styrkir í gegn um fjárlög.
Þetta eigi hins vegar eftir að gerast hérlendis. Að öllu óbreyttu
megi búast við að styrkir í fjárlögum eigi eftir að aukast.
Aðspurður um hvers vegna
ákveðið hefði verið að taka saman
þessa skýrslu sagði Guðmundur það
vera yfírlýst af hálfu Norrænu ráð-
herranefndarinnar að til að efla
Norðurlöndin efnahagslega sé
nauðsynlegt að draga úr ríkisstyrkj-
um til atvinnugreina eða rekstrar
sem ekki borgi sig. „Mat nefndar-
innar er ieggja beri niður styrki til
fyrirtækja og atvinnugreina sem
eiga í miklum erfíðleikum þar sem
reynslan hefur sýnt að þeir styrkir
viðhalda einungis erfiðleikunum en
laga ekkert. Það skekki samkeppn-
ismöguleika atvinnugreina að veita
þeim t.d. mismunandi lánskjör og
því eigi að útfæra styrki þannig að
þeir mismuni hvorki atvinnugrein-
um né fyrirtækjum á milli landa.
Þetta er sama hugmynd og í reglum
Evrópubandalagsins um ríkisstyrki.
Nefndinni var falið að gera grein
fyrir að hve miklu leyti ríkisstyrkir
á Norðurlöndum séu í samræmi við
þessi fyrrgreind markmið og í fram-
haldi af því benda á styrki sem
norræna ráðherranefndin ætti að
fjalla um með það fyrir augum að
leggja af eða breyta,“ segir Guð-
mundur Rúnar.
„Styrkir eru misjafnir á milli at-
vinnugreina innan landanna en þeg-
ar á heildina er litið en niðurstaðan
sú að samanborið við hin Norður-
löndum bendir ekkert til þess að
beinir ríkisstyrkir hérlendis séu
hærri en í nágrannalöndunum en
ENDURSKIPULAGNING
OG
SPARNAÐUR
Endurskipulagning og sparnaður eru
lykilorð hjá vel reknum fyrirtækjum og
stofnunum.
SECURITAS h/f, ræstingardeild, hefur á
annan áratug tekið að sér ræstingar fyrir
fyrírtæki og stofnanir á stór-
reykjavíkursvæðinu. í viðskiptum við okkur
eru mörg virtustu íyrirtæki á íslandi.
Þjónusta okkar nær yfir alla þætti ræstinga.
Ræstingardeildin býður fram þjónustu sína
til endurskipulagningar á ræstingarmálum
íyrirtækja. Þjónusta sem ömgglega skilar
árangri.
Við gerum þér tilboð án
skuldbindinga!
RÆSTINGARDEILD
Sími687600
mjög margt bendir til þess að hér
séu styrkimir umtalsvert lægri.
Hérlendis líkt og á hinum Norður-
löndunum er þróunin sú að það á
að gera styrkina sýnilega, út á það
ganga t.d. samingarnir um Evr-
ópska efnahagasvæðið.“
Endurfjármögnun og
afskriftir eru styrkir
Með nokkurri einföldun má segja
að ríkisstyrkir geti verið í þrennu
formi. í fyrsta lagi bein framlög á
íjárlögum ríkissjóðs eða hjá sveitar-
félögum. í öðru lagi óbeinir styrkir
í gegn um sjóðakerfið þar sem íáns-
kjör era betri en á almennum mark-
aði og mismunurinn á lánskjþrunum
skilgreinist sem styrkur. í þriðja
lagi er skattakerfíð. I skýrslu Norð-
urlandaráðs er aðallega fjallað um
fyrsta liðinn þar sem hann er tiltölu-
lega einfaldur. Lítið var fjallað um
annað og þriðja liðinn þar sem erfið-
ara er að taka á þeim. Nefndin er
enn starfandi og nú er verið að fjalla
um skattakerfið og styrki í gegn
um það. Vegna þessa koma hinir
duldu styrkir ekki í ljós í skýrslunni.
Sjóðakerfið á íslandi hefur breyst
mikið. Áður var hægt að fá lán á
neikvæðum vöxtum en nú eru
styrkirnir orðnir mjög takmarkaðir.
Nú eru veitt lán á svipuðum kjörum
og almennt tíðkast en áhættumat
I
VASKHUGI
Hafðu bókhaldið alltaf á hreinu.
Vaskhugi er forrit, sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfaldleika
í notkun. Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölukerfi,
birgðir, uppgjör vsk., verkefnabókhald, jafnvel einföld
ritvinnsla.. allt í einu kerfi á mjög hagstæðu verði.
NÁMSKEIÐ
bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, verða haldin
næstu laugardaga.
Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur í síma 656510.
íslensk tæki, Garðatorgi 5, Garðabæ.
Aðstoð við fyrirtæki
sem eiga í verulegum
rekstrarerfíðleikum
Hugboð hf.
býður sérhæfða aðstoð við stjórnendur fyrirtækja, sem
eiga í verulegum rekstrarerfiðleikum.
Hugboð hf.
aðstoðar við fjárhagslega endurskipulagningu, eins og
t.d. niðurskurð, endurfjármögnun, samruna við önnur
fyrirtæki, skuldbreytingar o.s.frv.
Hugboð hf.
er tímabundin aðstoð við stjórnendur, sém starfa við
óeðlilegar aðstæður.
Fullkominn tránaður
/4> HUGBOÐ HF.
Ráðgjafaþjónusta
Gísli Maack
Suðurlandsbraut 12
Sími 682420 • Fax 682425
ýmissa opinbera sjóða hefur verið
annað er sjálfstætt fyrirtæki myndi
sætta sig við. Ef sjóðir, bankar eða
stofnanir í eigu ríkisins bjóða hag-
stæðari lánskjör en almennt tíðkast
á markaði þá er mismunurinn ríkis-
styrkur. Hins vegar þegar afskrifa
þarf mikið af útistandandi lánum
t.d. vegna gjaldaþrots er það við-
skipalegt tap. Þá þarf að spyrja
hvort áhættumat eða ávöxtunar-
krafa hinna opinberu sjóða sé annað
en gildir á almennum markaði. Ef
svo er þá er mismunurinn ríkis-
styrkur. Þetta er hins vegar mjög
vandasamt að mæla. Hins vegar
vitum við að sífelld endurfjármögn-
un og afskriftir lána, líkt og t.d.
hjá Atvinnutryggingarsjóði útflutn-
ingsgreina og afskrift hlutafjár hjá
Hlutatjársjóði, kemur á endanum
að einhveiju leyti út sem ríkisstyrk-
ur. Með svona vinnubrögðum er
ekki fyrirfram vitað hversu miklir
styrkir eru veittir né til hverra þeim
er veitt. Styrkveitingin verður því
óljós og ómarkviss."
íslenski sjávarútvegfurinn
er styrktur
— Er meira um svona óbeina
styrki á íslandi en á öðrum Norður-
löndum?
„Já, ég tel svo vera. Á undanförn-
um árum hefur þróunin á hinum
Gpðmundur Rúnar Guðmunds-
son, deildarstjóri í Fjármála-
ráðuneytinu, sat í nefnd sem
fjallaði um ríkisstyrki til atvinn-
ulífs á Norðurlöndum. „Miðað
við óbreytt ástand á umfang
beinna ríkisstyrkja líklega eftir
að aukast þar sem markmiðið
er að gera styrki sýnilega."
Norðurlöndunum verið í átt frá
óbeinum styrkjum, með hagstæðum
lánskjörum og ábyrgðum, yfir í
beina styrki. Svo hefur hins vegar
ekki verið á íslandi og það er vegna
þess að þau eru komin mun lengra
í einkavæðingu fjármagnsmarkaðar
en við.
Dæmi um óbeina styrki hérlendis
er Atvinnutryggingarsjóður út-
flutningsgreina. Endurfjármögnun-
in er ekki fjarri markaðsvöxtum,
en hins vegar var áhættumat sjóðs-
ins allt annað en ef hann hefði ver-
ið utan ríkiskerfísins. Líklegar af-
skriftir sjóðsins i framtíðinni má
því skilgreina sem styrki.“
Guðmundur segir að ekki sé rétt
að setja alla ríkisrekna sjóði á ís-
landi undir einn hatt. „Mikil breyt-
ing hefur átt sér stað í sjóðakerfinu
og má t.d. bæði nefna Iðnlánasjóð
og Fiskveiðasjóð sem í dag ávaxta
sitt fjármagn á markaðskjörum.
Flestir sjóðir standa ágætlega. Hins
vegar eru dæmi um annað og t.d.
varð 'Framkvæmdasjóður svo gott
sem gjaldþrota. Aðrir sjóðir sem
hafa veitt óbeina styrki eru Byggða-
sjóður, Atvinnutryggingarsjóður
útflutningsgreina og Hlutafjársjóð-
ur innan Byggðastofnunar. Hluta-
fjársjóður starfar þannig að hann
kaupir hlutafé í fyrirtækjum eða
að skuldum fyrirtækja við Byggða-
stofnun er breytt í hlutafé.“
— í byijun árs 1991 átti Hluta-
fjársjóður um milljarð króna í 13
íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum,
er það styrkur?
„Ef það hlutafé gefur ekki af sér
eðlilega ávöxtun fjárins þá er mis-
munurinn ríkisstyrkur. Það sama
má líklega segja um Atvinnutiygg-
ingarsjóð þar sem endurgreiðslur í
Þegar koma
á skilaboðum
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 - REYKJAVlK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687295