Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 9

Morgunblaðið - 26.03.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 B 9 hann eru ekki eins og búist var við, því er sjóðurinn strax lentur í vandræðum. Samkvæmt skilgrein- ingu er sjómannaafsláttur einnig styrkur sem rennur þá til sjávarút- vegs. Þó að þessir óbeinu styrkir séu teknir með inn í dæmið þá tel ég að samanlegt sé líklega ekki meira um opinbera styrki til atvinnulífsins hér á landi en annars staðar. Hins vegar er mjög erfitt að meta þetta. Styrkirnir eru mestir til landbúnað- arins og sjávarútvegsins, einnig t.d. til ferðaþjónustunnar, en þetta eru sömu greinarnar og eru mikið styrktar í nágrannalöndunum. Það er ofsagt þegar íslendingar segjast ekki styrkja sinn sjávarútveg þar sem það er gert í gegn um milli- færslukerfið, en það er þó alltaf minni en á hinum Norðurlöndunum. Það sem e.t.v. er einnig hægt að kalla óbeina styrki eru mismunandi aðstöðugjöld á fyrirtæki. Aðstöðu- gjöld hjá sjávarútvegi og landbún- aði eru lægri en á verslun- og þjón- ustu, samkvæmt hinni almennu skilgreiningu er mismunurinn ríkis- styrkur þar sem einn nýtur betri kjara en annar. Gengisfelling í stað styrkja Séu Norðurlöndin borin saman við önnur ríki Evrópu þá er umfang ríkisstyrkja mjög sambærilegt og margt bendir til þess að Norður- löndin séu með lægri styrki en ákveðin lönd í Evrópu. Niðurstaða nefndarinnar er sú að styrkir á Norðurlöndum hafi almennt dregist saman á árunum frá 1986 til 1990. Það má túlka þannig að þjóðirnar hafi almennt verið að laga sitt efna- hagskerfi að reglum EB um styrki. Nefndin leggur til ákveðnar breyt- ingar á styrkjum en þær athuga- semdir sem gerðar eru við kerfið á íslandi eru svo litlar að þær skipta ekki máli. Enn ein ástæðan fyrir því hvers vegna beinir styrkir eru lægri á íslandi er vegna þeirra efnahags- stjórnar sem hér hefur verið. Þegar gengisskráningu og jafnvel vaxta- stigi er stjórnað eins og gert hefur verið þá kemur það í stað beinna styrkja . Gengisfelling getur haft mun meiri áhrif á atvinnulífið en umfangsmiklar styrkveitingar. Slíkt er ekki takið með í skýrslunni þegar umfang styrkjakerfisins er reiknað út og m.a. vegna þess eru styrkir á íslandi enn lægri en þeir eru á hinum Norðurlöndunum. Við SKJALASKAPAR H0VIK* SKUFFUSKAPAR 2JA, 3JA OG 4RA SKÚFFU TEIKNINGASKAPAR SKÁPAR MEÐ RENNIHURÐUM, VÆNGJAHURÐUM, TVÖFALDIR SKÚFFUSKÁPAR O.FL. HF.OFNASMIflJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 3,38 mrð.kr. 3 milljarðar kr. Ríkisstyrkir til atvinnuiífs á Norðurlöndum 1986-90 3,51 Noregi (Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu) '86 '87 '88 '89 '90 NORÐURLÖNDIN: Hér sést hversu miklum styrkjum Norðuriöndin veita til atvinnu- lífsins. ísland er greinilega með lægst hiutfall af vergri þjóðarframleiðslu á tímabilinu en Norðmenn með það hæsta. Almennt virðist hlutfallið hafa farið nokkuð minnkandi en athyglisverðust er þróunin í Sviþjóð þar sem styrkir til atvinnulífs fóru úr 1,6% af vergri þjóðarframleiðsiu árið 1986 í 0,6% árið 1990. 726,5 millj.kr. Ríkisstyrkir á Islandi 1986-90 til: Iðnaðar (Á verðlagi í mars 1991) 465,4 millj.kr. Annars atvinnureksturs 179,9 m.kr. Sjávarútvegs ISLAND: Líkt og a hinum Norðuriöndunum eru styrkir til landbúnaðar á íslandi yfirgripsmestir. Hér á landi voru þeir um og yfir 80% af heildarrikisstyrkjum til at- vinnulífs á 1986-1990 þrátt fyrir að niðurgreiðslur til iandbúnaðar væru ekki teknar meö í reikninginn, en þær hafa verið um 4,5 milljarðar króna ártega. ■I 99,tm.kr. 111,6 m.kr. 84,1 m.kr. .rnmmWm ..............■■■■ Niðurgreiðslumar hér á landi em ekki flokkaðar með ríkisstyrkjum til atvinnulífs vegna þess að umdeiit er hvort um styrki til bænda eða neytenda er að ræða. Þetta sýnir m.a. hversu flókin umræða um ríkisstyrki er og hversu erfitt að bera saman styrki á milli atvinnu- greina og á milli landa. höfum beitt öðrum aðferðum við stjórn efnahagsmála og uppbygg- ingu atvinnulífs. Aukið vægi beinna styrkja Við óbreytt ástand á umfang beinna ríkisstyrkja líklega eftir að aukast þar sem markmiðið er að gera styrki sýnilega. Þegar við tengjumst hinu evrópska umhverfi nánari böndum verður vægi ríkis- styrkja meira þar sem þeir verða virkara stjórntæki en hingað til. Beinar fjárveitingar munu taka við hlutverki óbeinna styrkja og hins miðstýrða efnahagsumhverfis sem hingað til hafa verið ráðandi. í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði er skilgreint hvaða styrkir eru heimilir og hverjir ekki. í styrkjakerfi Evrópu þurfa einstak- ar þjóðir að fá styrkjaáætlanir sínar samþykktar og uppfylla þarf vissar kröfur til að fá samþykki. Það er fyrst og fremst skilyrði að styrkirn- ir séu sýnilegir og að hægt sé að mæla um hversu miklar fjárhæðirn- ar eru. Fyrirfram verður að vera hægt að segja hvað eigi að styrkja og hvaða áhrif það eigi að hafa. Ríkisábyrgðir verða að mestu úr sögunni þar sem óljóst er í hvaða tilfellum ábyrgðin kemur til með að verða notuð. Það er mjög erfitt að bera saman styrki á milli Islands og annarra landa þar sem forsendur á íslandi eru allt aðrar en annars staðar. Því er erfitt að fullyrða nákvæmlega um hversu umfangsmikið styrkja- kerfið er hérlendis. Þetta mun þó væntanlega breytast í náinni fram- tíð,“ segir Guðmundur Rúnar Guð- mundsson. ÁHB Svik Ósvífin sölumennska VÍÐA UM Evrópu hefur að undan- förnu borið mikið á tilboðuni til fyrirtækja og einstaklinga um skráningu í ýmis konar mynd- sendaskrár, það er eins konar símaskrár. Tilboðin sem berast í póstinum eru svo lík símreikning- um að margir borga í þeirri ti-ú að þeir séu að greiða símreikning- inn. í flestum löndum er hér um að ræða fullkomlega lögleg tilboð, þó svo að engum dyljist að uppsetningu og útliti bréfanna sé ætlað að villa um fyrir viðtakanda. Bréfin líta ná- kvæmlega eins út og reikningarnir frá símfélaginu, þar til kemur að smáa letrinu. Tilboðin hljóða uppá að boðið er upp á skráningu mynd- sendis í sérstaka skrá gegn um það bil 20.000 kr greiðslu, en í flestum iöndum er slík skráning hjá símafé- laginu ókeypis. Fyrstu reikningarnir birtust fyrir um 3 árum. í Frakklandi hefur þeg- ar einn einstaklingur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða háa sekt vegna sambærilegs máls. Málin em þó sjaldnast einföld því yfírleitt er ekki um það að ræða að allar upplýsingar komi ekki fram á reikningnum ef vel er að gáð. Ekki er með góðu móti hægt að áætla hversu miklar fjárhæðir er um að tefla. Franski ríkissaksóknarinn sem hefur hafið rannsókn á málinu, hefur skráð um 500 kvartanir aðila sem greitt hafa reikninga af þessu tagi. Ef hver reikningur er upp á 20.000 kr gerir það um 10 miljónir króna, og svo má búast við að þeir séu umtalsvert fleiri sem ekki kvarta. Líkiegt er því að óprúttnir bréf- sendarar geti hagnast bæði fljótt og vel með þessari aðferð. \Zterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! W&* vvna Borðpantanir og upplýsingar í síma 28470. Veistur og martnfiujnaðir í fiöjðingtegu umhvetýi L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.