Morgunblaðið - 26.03.1992, Síða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992
Innkaup
Fleiri íslendingar geta nýtt
sér endurgreiðslu söluskatts
ÍSLENDINGAR voru í þriðja sæti yfir þá sem feng-u endurgreiddan
söluskatt eftir innkaup sín í Danmörku á síðasta ári en í fyrsta
sæti voru Bandaríkjamenn og Japanir í öðru. Alls versluðu Islending-
ar fyrir nærri 12 milljónir danskra króna með þessu móti, Banda-
ríkjamenn fyrir rúmar 33 milljónir og Japanir fyrir 25 milljónir.
Endurgreiðslan nemur á bilinu 15 til 18%. Fyrirtækið Europe Tax-
free Shopping í Danmörku annast þessa endurgreiðslu og segist
Jesper Lindhardt sölustjóri þess sannfærður um að fleiri íslendingar
geti notað sér þennan möguleika og var hann nýverið staddur hér-
lendis til að kynna þetta mál, m.a. fyrir starfsmönnum ferðaskrif-
stofa.
„Alls voru íslendingar með
6.400 endurgreiðslur og sennilega
hafa flestir verslað á fleiri en einum
stað. Ef við því gerum ráð fyrir
að um 4 þúsund manns hafi feng-
ið þessa 6.400 endurgreiðslutékka
má strax sjá að mun fleiri íslend-
ingar muni geta notað sér þennan
möguleika því mun fleiri íslending-
ar en það ferðast til Danmerkur,"
segir Jesper Lindhardt í samtali
við Morgunblaðið. „Sennilega vita
menn ekki af þessum möguleika
eða gleyma honum og ég hef
reyndar líka orðið var við að af-
greiðslufólk er ekki nógu duglegt
að benda á þessa leið.“
Söluskattur er endurgreiddur af
innkaupum yfir 600 krónur í hverri
einstakri verslun en ekki þarf að
kaupa einn hlut fyrir þá upphæð.
Er því t.d. auðveít að nota þessi
kjör í stórverslunum. Jesper Lind-
hardt segir að yfir tvö þúsund
verslanir í Danmörku bjóði þessa
þjónustu, langflestar í Kaup-
mannahöfn og nágrenni. Frá þeim
koma um 95% allra endurgreiðslu-
beiðna. Um er að ræða verslanir
á öllum sviðum, séi’verslanir jafnt
sem stórmarkaði. En er það ekki
skiljanlegt að afgreiðslufólk sé
Flugvélasmíði
Flugvélaverksmiðjurnar
Douglas smíða Jumbo-þotur
Ætla að auka samkeppnina við Boeing og Airbus
Bandarísku flugvélaverksmiðj-
urnar McDonnell Douglas eru
tilbúnar með 4-5 milljarða doll-
ara áætlun um smíði Jumbo-
þotna, sem ætlað er að keppa við
Jumbo-þotur Boeing-verksmiðj-
anna. Framkvæmdin veltur hins
vegar á því hvernig gengur að
selja allt að 49% í dótturfyrirtæk-
inu á Tævan.
Robert Hood, forseti dótturfyrir-
tækisins á Tævan, sagði fyrir
nokkrum dögum, að miklu skipti
að geta hafist handa við Jumbo-
smíðina eða MD-þotur fyrir
400-600 farþega á þessu ári til að
Svíþjóð
Sala á fyrsta ríkis-
fyrirtækinu ákveðin
,^-Sænska stjórnin hefur tilkynnt,
að stálfyrirtækið SSAB verði
fyrsta ríkisfyrirtækið af alls 35,
sem seld verða á almennum
markaði. A ríkið 60% hlutafjárins
og er vonast til, að fyrir það fá-
ist allt að 20 milljarðar ÍSK.
Salan verður í formi skuldabréfa,
sem skipta má fyrir hlutabréf í
SSAB í ársbyijun 1994 og er gert
ráð fyrir, að helmingur bréfanna
verði ætlaður sænskum og erlend-
um fjárfestingarstofnunum. Er það
gert til að tryggja stöðugleika í
eignarhaldinu. Hinn helmingurinn
verður boðinn starfsmönnum SSAB
og almenningi. Tilgangurinn með
þessu fyrirkomulagi, að gefa út
^skiptanleg skuldabréf, er að full-
vissa fjárfestendur um, að þeir séu
ekki að kaupa köttinn í sekknum.
í fyrra minnkaði nefnilega hagnað-
ur SSAB um 77% og því var ótt-
ast, að lítill áhugi yrði á beinum
hlutafjárkaupum í fyrirtækinu.
Per Westerberg, iðnaðarráðherra
Svíþjóðar, segir, að SSAB sé of lít-
ið til að vera boðið öllum almenn-
ingi en hann sagði, að stjórnin
stefndi hins vegar að dreifðri
eignaraðild að stóru ríkisfyrirtækj-
þær geti verið tilbúnar til afhend-
ingar 1997. Upphaflega var hug-
myndin sú að smíða þriggja hreyfla
útgáfu af MD-ll-þotunum en Hood
sagði, að nú væri verið að huga að
fjögurra eða tveggja hreyfla
Jumbo-þotu. Kæmi þá fyrst á mark-
aðinn 400-sæta vél til að keppa við
747-400 frá Boeing en síðar stærri,
þar á meðal 600-sæta vél.
MD-12-áætlunin er liður í þeirri
stefnu að Douglas að gera flugvéla-
smíðina fjölbreyttari og bæta stöð-
una í keppninni við Boeing og Air-
bus-samsteypuna evrópsku. Dougl-
as er nú aðeins á tveimur sviðum
flugvélamarkaðarins en Boeing og
Airbus á fimm ólíkum sviðum. Hvað
varðar sölu dótturfyrirtækisins á
Tævan þá hefur Tævanstjórn skrif-
að undir bráðabirgðasamkomulag
um kaup á 25-40% hlutafjárins en
auk þess er verið að ræða við aðra
líklega kaupendur.
ekki að ota þessum endurgreiðslu-
möguleika að fólki?
„I rauninni ekki því endur-
greiðslan skiptir búðirnar engu
máli, hún er skattur til ríkisins.
Við getum ímyndað okkur mann
sem kaupir t.d. skyrtur fyrir kring-
um 500 danskar krónur og fær
því ekki endurgreitt. Þá er hægt
að benda honum á að kaupi hann
kannski bindi eða sokka fyrir 100
krónur til viðbótar hafi hann náð
tilskilinni upphæð og fái endur-
greiddar um 100 krónur við brott-
för úr landinu. Hann hefur því í
raun fengið bindið eða sokkana
ókeypis og búðin aukið sölu sína“.
Við innkaup verður að óska eft-
ir sérstakri kvittun sem framvísa
þarf hjá tollyfirvöldum og fá stimp-
il þegar farið er úr landi. Algeng-
ast er að skatturinn sé endur-
greiddur á Kaupmannahafnarflug-
velli, á skrifstofu Europe Tax-free
Shopping sem er í biðsalnum.
Ferðamenn þurfa að vera viðbúnir
að sýna tollinum viðkomandi varn-
ing en aðsetur hans er nú í komu-
sal flugvallarins en var áður í
brottfararsal. Geta menn því ekki
skráð sig í flug fyrr en eftir að
búið er að vitja tollsins. Fari menn
úr landi á annan hátt verður að
framvísa kvittun hjá tollyfirvöldum
og senda hana stimplaða til skrif-
stofu Europe Tax-free Shopping
sem þá sendir endurgreiðslu um
hæl.
Sem fyrr segir eru viðskipti ís-
lendinga á þennan hátt í þriðja
sæti og námu á síðasta ári 11,9
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
EIMDURGREIÐSLA
— Jesper Lindhardt sölustjóri
hjá Europe Tax-free Shopping,
fyrirtækinu sem sér um endur-
greiðslu á söluskatti til ferða-
manna sem versla í Danmörku.
milljónum danskra króna. Næst
koma Svisslendingar með 6
milljónir, Grænlendingar með 5,7,
Sovétmenn eða Rússar með 5,3
milljónir og Færeyingar með tæpar
5 milljónir.
Sé litið á einstaka vöruflokka
hafa Islendingar mest keypt af
fötum á þessum kjörum eða fyrir
rúmar 4,3 milljónir sem skiptast á
um 2.500 endurgreiðslur. Keyptar
voru postulíns- og glervörur fyrir
rúmar 800 þúsund krónur, út-
varps- og sjónvarpstæki fyrir um
250 þúsund krónur og ljósmynda-
vörur fyrir um 200 þúsund. í
nokkrum flokkum er aðeins um
eina endurgreiðslu að_ ræða. Til
dæmis hefur einn Islendingur
keypt pípu á 830 krónur, einn
saumavél á 4.195, einn mynt eða
frímerki fyrir 950 krónur og einn
„bróderí“ fyrir 1.430 krónur og
allar eru þessar upphæðir í dönsk-
um krónum.
jt-
*
Ottast nýja holskeflu
af áli frá Rússlandi
Álframleiðendur víða um heim
eru að búa sig undir nýtt álflóð
frá Rússlandi en fyrir nokkrum
dögum varð ljóst, að rússneska
stjórnin hafði gefist upp fyrir
Bankamál
Hongkong Bank áformar
að kaupa Midland banka
Við samruna myndaðist einn af 15 stærstu bönkum heims
Financial Times.
Móðurfyrirtæki Hongkong Bank hefur samið um að yfirtaka
breska bankann Midland. Eftir yfirtökuna yrði markaðsvirði banka-
samsteypunnar um átta milljarðar sterlingspunda (820 milljarðar
ÍSK). Áður þurfa bankayfirvöld í Bretlandi, Hong Kong og Kína að
leggja blessun sína yfir samninginn.
*vhC-'*
* •
.jú O'r
■ ■■ <■/ 1- ’ :'■ .
GÆÐAPLðTUR FRÁ SWISS
pavarac
LOFTA
PLÖTUR
OG LÍM
Nýkomin sending
,, EINKAUMBOÐ
?§ Þ.Þ0RGRIMSS0N
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
Midland var eitt sinn stærsti
banki heims en nú er hann aðeins
fjórði stærsti greiðsluskiptabanki
(clearing bank) í Englandi. Bankinn
er metinn á tæplega þijá milljarða
sterlingspunda (308 milljarða ISK).
Bankarnir sendu frá sér stutt-
orða yfírlýsingu þar sem segir að
samruni yrði í þágu fyrirtækjanna
beggja og eigenda þeirra. Samning-
urinn hefur ekki enn verið gerður
opinber en kunnugir segja að í raun
sé um að ræða hreina yfirtöku.
Midland kæmist í eigu HSBC Hold-
ings, móðurfyrirtækis Hongkong
Bank. Reiknað er með að hluthöfum
Midland verði boðið að skipta á
bréfum sínum og sambærilegum
hlut í HSBC. Daginn sem áformin
voru kynnt hækkaði markaðsverð á
hlutabréfum í Midland um nærri
þriðjung.
Aðalframkvæmdastjóri Midland,
Brian Pearse, lagði áherslu á að
bankinn myndi áfram starfa undir
sama nafni og með eigin stjórn.
Pearse lýsti nýju samsteypunni sem
breskri bankastofnun með yfirburð-
astöðu á alþjóðavettvangi og mikinn
svæðisbundinn styrk í Evrópu, Asíu
og Norður-Ameríku.
Árið 1997 munu Kínveijar taka
við stjórn Hong Kong. Kínversk
stjórnvöld óttast stórfellda fjár-
magnsflutninga frá nýlendunni og
eru þess vegna ákaflega viðkvæm
fyrir öllum breytingum á fjármála-
kerfinu. Fyrir utan að vera stærsti
viðskiptabanki nýlendunnar gegnir
Hongkong Bank einnig sumum af
hlutverkum seðlabanka. Stjórnar-
formaður bankans á auk þess sæti
í Framkvæmdaráði breska land-
stjórans sem jafngildir nokkurs
konar ríkisráði Hong Kong.
Menn höfðu áhyggjur af því að
kínversk stjórnvöld reyndu að koma
í veg fyrir samrunann. Stjórnendur
Hongkong Bank hafa reynt að full-
vissa kínverska ráðamenn um að
hlutverk bankans í fjármálakerfi
Hong Kong verði óbreytt. En af
orðum Brians Pearse má þó marka
að yfírstjórn bankans flytjist til
Bretlands. Mikilvæg skref voru
reyndar stigin fyrir tveimur árum
þegar lögheimili hans var fært til
Lundúna. Auk þess hefur HSBC
Holdings aðsetur í Lundúnum.
Fyrstu viðbrögð Kínvetja benda
ekki til þess að þeir muni gera mikl-
ar athugasemdir við samninginn.
Talsmenn kínverska sendiráðsins í
Lundúnum sögðust líta svo á að
þarna væri um að ræða samruna
tveggja breskra banka.
kröfum áliðnaðarins í landinu.
Höfðu talsmenn hans hótað að
Ioka verksmiðjum ef ekki yrði
fallið frá ákvæðum um útflutn-
ingstoll og reglum, sem skylduðu
þá til að selja hluta af gjaldeyris-
tekjunum í rússneska seðlabank-
anum.
Rússneska fréttastofan Interfax
skýrði frá því á dögunum, að rúss-
neska stjórnin hefði ákveðið að
„leggja til hliðar 615.000 tonn af
hrááli vegna útflutnings á árinu
1992“ og var þeim tlðindum lítt
fagnað á Vesturlöndum. Á það sér-
staklega við um Evrópu en fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
hefur reynt að semja við Rússa um
útflutning, sem þeir gætu hagnast
vel á en án þess að yfirfylla markað-
inn. Komu þessar tilraunir í kjölfar
stóraukins útflutnings Sovétríkj-
anna fyrrverandi til Vesturlanda á
síðasta ári en þá var hann á bilinu
800.000 til ein milljón tonn. Jókst
framboðið við það um 10%.
„Þetta bendir til, að flóðgáttirnar
séu að opnast aftur,“ sagði Angus
MacMillan, markaðssérfræðingur
hjá Billiton-Enthoven Metals en
fyrirtækið er hluti af Royal Dutc-
h/Shell-samsteypunni. Billiton
hafði raunar spáð, að álútflutningur
Rússa á þessu ári yrði um 600.000
tonn en MacMillan sagði, að nú
væri Ijóst. að framundan væri lang-
ur tími með lágu verði og erfiðleik-
um fyrir marga framleiðendur.
Um síðustu áramót ákvað Rúss-
landsstjórn, að þarlendir álframleið-
endur skyldú greiða rúmlega
36.000 ÍSK. toll af hveiju tonni,
sem flutt væri út, en tollurinn var
lækkaður fjórum sinnum áður en
hann var afnuminn alveg.