Morgunblaðið - 26.03.1992, Qupperneq 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTl/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992
Bókakynning
Velgengni Ford Motor Co.
á síðasta áratug
eftir Þorkell
Sigurlaugsson
-Tílókarheiti í Bretlandi: Team-
work; New Management Ideas
for the 90s. Útgefandi í Bret-
landi: Victor Gollancz, London,
1991. Bókarheiti í USA: A better
Idea. Útgefandi í USA: Houg-
hton Mifflin Co., 1991. Höfund-
ur: Donald Petersen, fyrrver-
andi forstjóri Ford Motor Co.
Teamwork — bók Donalds Pet-
ersens fyrrverandi forstjóra Ford
Motor fyrirtækisins, sem í bandar-
ískri útgáfu er nefnd A Better Idea,
— varð til þess að ég rauf nokk-
urra mánaða ritbindindi um bækur.
Petersen tók sér fyrir hendur
að rita bókina eftir að hann lét af
btarfi forstjóra Ford Motor fyrir-
ækisins í Bandaríkjunum árið
1990. Átti hann þá að baki 42ja
ára starfsferil hjá fyrirtækinu og
hafði verið forstjóri þess frá árinu
1980 og einnig stjórnarformaður
frá árinu 1985. Hann hefur enn-
fremur setið í stjórnum annarra
_sta
tæ
DIESELLYFTARAR
VÉLKNÚINN HANDLYFTARI
ARVIK
ÁRMÚLI 1 • REYKJAVfK • SlMI 687 222 • TELEFAX 687 295
stórfyrirtækja og má þar m.a.
nefna Boeing flugvélaverksmiðj-
urnar, Dow Jones & Co. Inc., Hew-
lett-Packard Company. Einnig var
hann í ráðgjafastjórn í Unilever
Plc.
Það er ekki ofsögum sagt að
. Petersen hafi á síðasta áratugi
snúið við hinu tæplega 400.000
starfsmanna fyrirtæki. Fyrirtækið
hafði átt í miklum erfiðleikum og
var á niðurleið þegar hann tók við
rekstrinum. Árið 1980 nam rekstr-
artap fyrirtækisins 1,5 milljörðum
bandaríkjadala og það var komið
neðst í röð þriggja stærstu bíla-
framleiðenda í Bandaríkjunum.
Staðan hefur hins vegar batnað
verulega á síðustu tímum og hagur
þess hafði ekki verið betri um
langa hríð þegar bókin var rituð.
Þetta mun þó hafa breyst til hins
verra á árinu 1991, hveiju sem
um er að kenna. Bílaframleiðendur
í Bandaríkjunum búa allir við um-
talsverða erfiðleika, einkum végna
harðrar samkeppni Japana.
Bók Petersens ijallar ekki um
hann sjálfan. Hún er ekki heldur
saga Ford. Bókin er ekki uppgjör
við fortíðina, né lýsing á valdabar-
áttu. í bókinni gagnrýnir Petersen
hvorki samstarfsmenn sína eða
aðra, og slær sig ekki til riddara
né kvartar yfir miskunnarleysi
annarra. Þetta er ólíkt því sem
lesa má í bókum og blaðagreinum,
sem sumir athafnamenn hér á landi
skrifa af þörf fyrir að gera upp
við menn og málefni. Bókin er fyrst
og fremst skrifuð í Ijósi þess að
höfundur er að miðla öðrum af
reynslu sinni og láta eitthvað gott
af sér leiða. Meginefni hennar fjall-
★ GBC-lnnbinding
Fjórar mismunandi
geröir af efni og tækjum
til innbindingar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 105 Reykjavík
Símar 6.24631 / 624699
Silkiprentaðir
límmiiar
AUGLYSINGAR - SKILTAGERÐ
SILKIPRENTUN
SKEIFUNNI 3c - 108 REYKJAVÍK
SlMI: 68 00 20 - FAX: 68 00 21
ar um það hvernig innleiða megi
nýja stjórnunarhætti í fyrirtæki,
þar sem nútímalegum stjórntækj-
um er beitt, meðal annars gæða-
stjórnun (Total Quality Manage-
ment), samstarfi og valddreifingu.
Gæðastjórnunaraðferðir Peter-
sens eru byggðar á ráðgjöf Dr.
Deming, sem hefur áratuga
reynslu af að innleiða gæðastjórn-
un í rekstri fyrirtækja meðai ann-
ars í Japan. Þrír helstu ráðgjafar
á sviði gæðastjórnunar í heiminum,
Deming, Juran og Crosby, hafa
haft gífurleg áhrif á undanförnum
árum og fara þau vaxandi m.a.
hér á iandi. Dr. Deming sýndi Pet-
ersen fram á að gæðastjómun var
nýtt hugtak, þar sem innleiða
þurfti ný viðhorf, nýjan stjórnun-
arstíl og ný vinnubrögð. Petersen
byijaði á því að skilgreina hlut-
verk, giidismat og vinnureglur fyr-
irtækis síns upp á nýtt. Án þess
að hafa þessi atriði skilgreind á
skilmerkilegan hátt er erfitt að
innleiða gæðastjórnun.
Petersen var eindregið þeirrar
skoðunar að treysta beri fólki.
Besta leiðin til að sýna traustið er
að áliti Petersens að leyfa starfs-
mönnum sjálfum að taka ákvarð-
anir um ráðstöfun íjármuna í þágu
fyrirtækisins. Ekki er víst að allir
séu sammála. Staðreyndin er þó
aftur á nióti sú að menn tengja
yfírleitt völd við það hvern rétt
menn hafa til að stofna til út-
gjalda. Þegar millistjórnendur eða
lægra settir starfsmenn eru spurð-
ir um það, hvað dragi mest úr
ákvarðanatöku þeirra, þá er svarið
yfirleitt, að það séu þau atriði sem
varða peninga og ráðstöfunarrétt
þeirra. Önnur leið til að þrýsta
ákvarðanatöku neðar í stjórnskipu-
lagi fyrirtækja, er að fækka stjórn-
stigum eða „layers of manage-
ment“ eins og það er kallað. Oft
búa menn til mörg stjórnþrep, 4
eða 5 og jafnvel fleiri, en æski-
legra er að þau séu færri. Það
hvetur stjórnandann til að velja
hæfari undirmenn og þrýsta
ákvarðanatökunni niður, svo hann
veiji ekki tíma sínum til að taka
ákvarðánir sem undirmenn hans
geta tekið. Sjálfstæði undirmanna,
frumkvæði og ábyrgð eykst einnig
við þetta. Hættan á misskilningi
vegna takmarkaðs eða ómarkviss
upplýsingastreymis verður einnig
talsvert minni ef stjórnskipulag
fyrirtækis er einfalt.
Þróunin á Taurus bílnum byggði
á nýjum vmnubrögðum og gæða-
stjómun. Árangurinn skilaði sér
hjá fyrirtækinu sem best kemur i
ljós á því að Ford Explorer hefur
um sinn slegið Cherokee út á
slyddujeppamarkaðinum. Núver-
andi samstarf Ford og Mazda má
þakka Petersen og Sotoo Tatsumi,
forstjóra Sumitoma Bank í Japan.
Ford er eigandi 25% í Mazda og
Sumitoma Bank 11%. í nýlegri
útgáfu af Business Week er fjallað
um samstarf Ford og Mazda, og
því líkt við eitt árangursríkasta
„Strategic Alliance" sem komið
hefur verið á. Bæði fyrirtækin
hafa haft verulegan hag af.
Eitt sem er athyglisvert og virð-
ist lýsa Petersen vel er viðhorf
hans til Lee Iaeocca. Án þess að
gagnrýna Iacocca sérstaklega vildi
Petersen ekki persónugera auglýs-
ingar Ford með því að forstjóri
DONALÐ
PETERSEN
FpRMbt CEO, FORO MOTOR CG.
mil
JOHN HtLLKIRK
fyrirtækisins kæmi fram í þeim
eins og oft var háttur Iacocca.
Fyrirtæki á ekki að byggja á ein-
staklingi. Það er mun mikilvægara
að leggja áherslu á hópstarfið,
samstöðuna og þekkingu allra
starfsmanna fyrirtækisins.
Petersen taldi að daglegar upp-
lýsingar um bílasölu og ársijórð-
ungsuppgjör hefði takmarkað
notagildi fyrir sig. Það væri ágætt
til að fylgjast með og einkum þó
fyrir undirmenn sína, en ekki
skipta höfuðmáli fyrir forstjórann,
sem væri ábyrgur fyrir rekstrinum
til lengi-i tíma. Forstjóranum er
nauðsynleg langtíma stefnumörk-
un og viðskiptaáætlanir til að koma
þeim í framkvæmd. Samtöl við við-
skiptamenn, vinna að gerð
skoðanakannana um viðhorf þeirra
og að fylgjast með kvörtunum;
þetta eru grundvallaratriði, sem
skipta höfuðmáli.
En hvers vegna skiptir bók Pet-
ersens máli? Hvers vegna er hún
áhugaverð fyrir okkur hér á landi,
þar sem íbúar eru umtalsvert færri
en starfsmenn Ford? Hvað er sam-
eiginlegt með bílum og fiskum?
Bíllinn skiptir miklu máli fyrir
Bandaríkjamenn. Þótt þeir séu
ekki jafn háðir bílaiðnaði og við
Islendingar fiskiðnaði er bílafram-
leiðslan stolt Bandaríkjamanna.
Það skiptir þá miklu máli að bíla-
HUGBIilMAÐUR
Ivar Pétur Guðnason
Tíminn og við
0g tíminn hvarf
eins og tár, sem feilur
. á hvíta hönd.
Svo orti Steinn Steinarr í „Tíminn
og vatnið“. Víst er að í áranna rás
hefur fólki gengið mísjafnlega vel
að skipuleggja tímann og ráðstafa
honum skynsamlega. Tíminn hefur
áhrif á líf og örlög okkar allra og
mannsins spor eru mörkuð af því að
vera á ákveðnum stað á ákveðnum
tíma.
Þörf nútímafólks fyrir að skipu-
leggja tíma sinn og að nýta hann sem
best hefur skapað mikinn iðnað í
kringum allskyns skipulagshlunka.
Þeir eru gjarnan í leðurmöppu með
eyðublöðum fyrir allt mögulegt, s.s.
kaffitíma ársins 1995, og eru álíka
þungir og brennivínsflaska. Hlunkur-
inn er vitaskuld ekki til neinna hluta
nytsamlegur fyir en búið er að kaupa
helling af aukaeyðublöðum og fara
á námskeið til þess að kunna að fletta
honum. Þá er kostnaðurinn farinn
að nálgast hundrað þúsund krónur
en kunnugir segja mér að það sé allt
í lagi. Þetta vinnst allt saman upp í
auknu áliti og virðingu fólks fyr‘i'
þeim sem kunna leyndardóma skip-
uiagshlunksins. Trúin á hlunkinn er
nefnilega mikil og því miður oft
mest á meðal þeirra sem ekki nota
hann. Þessi Biblfa ungs fólks á upp-
leið er líka ómissandi stöðutákn og
oft hlær mér hugur í bijósti þegar
ég sé lærisveinana leggja sig fram
við að hafa skipulagshlunkinn á áber-
andi stað þar sem gestir og gang-
andi geta séð að skipulagið er sko í
góðu lagi á þessum bæ! Sumir ganga
meira að segja svo langt að hafa
hlunkinn með sér á fundi til þess að
geta haft hann fyrir framan sig og
flett fram og til baka með spekings-
svip ef einhver spyr hvaða mánaðar-
dagur sé. Engan veit ég um sem
hefur hlunkinn með sér á hið allra
helgasta en ég er viss um að þess
er ekki langt að bíða ...
Önnur leið og betri
Af hveiju þessi langi inngangur?
Jú, ég tel að þótt sumir geti í raun
notað skipulagshlunkinn, og jafnvel
haft gagn af, séu þeir fleiri sem
dragnast með hann sér til verstu
óþurftar, innbyrgðra leiðinda og
ama. Miklum tíma er eytt í að færa
inn í hlunkinn og síðan í að fylgjast
með að rétt sé fært, blaða fram og
til baka, færa eyðublöðin, setja ný
inn og taka gömul úr o.s.frv. Það
er til einfaldari, þægilegri og ódýrari
leið, sem er að losa sig við hlunkinn
og gera allt saman í tölvunní!
Ókostimir við það eru vitaskuld
nokkrir, t.d. að nú sést hlunkurinn
ekki lengur til þess að blinda þá sem
á horfa.
Skipulagsforritum má skipta
gróflega í tvo flokka. Annars vegar
eru til víðtæk forrit eins og Lotus
Agenda og InfoSelect (áður hét það
Tornado) sem taka við öllu sem í þau
er hent, flokka það, skrá og
skipuleggja, og leyfa næstum því
takmarkalausa úrvinnslu, röðun og
samhæfingu gagnanna. Hins vegar
eru hin einfaldari dagbókarforrit,
hverra metnaður liggur einkum í því
að halda vel utan um hvernig
notandinn ver tímanum. Þau eru
ódýr og raunar fylgir eitt slíkt,
Calendar, með Windows, en það er
því miður of takmarkað til þess að
koma að gagni. Um tíma fylgdi
ókeypis eintak af forriti sem heitir
Daybook með sumum eintökum af
Windows en það er víst liðin tíð.
Daybook er frá framleiðendum Tool-
book, sem er forritunarumhverfi fyrir
Windows, og var ætlað að sýna kosti
þess. Daybook er skemmtilegt forrit
með marga möguleika en auk þess
að sýna fram á kosti Toolbook dró
það líka fram í dagsljósið helsta
gallann, sem er að það er afar
kröfuhart til vélbúnaðar og virkar
þ.a.l. einkar svifaseint og þungt. Slík
forrit fæla notendur frá, burtséð frá
hvaða kostum þau eru gædd, og eru
þannig sjálfum sér verst. Nú er
komin á markaðinn ný og endurbætt
útgáfa af Daybook sem et' vel þess
virði að skoða, ef búið er að bæta
úr þessum ágalla. Current frá IBM
er Windows-forrit sem er með sama
galla en er mun öflugra en Daybook
og hin dagbókarforritin og flokkast
einhversstaðar mitt á milli þeirra og
þungaviktarhópsins. Current er með
góða dagbók og auk þess
verkefnastjórn, tengiliðaskrá o.þ.h.,
er nokkuð skemmtilegt í notkun en
of svifaseint og þungt í vöfum til að
vera hagnýtt. Oðru máli gegnir um
OnTime, forrit dagsins, sem er
Windows-forrit og gengur út á það
eitt að skipuleggja tíma, gerir allt
sem þarf og gerir það fljótt og vel!